Morgunblaðið - 08.01.2000, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 08.01.2000, Qupperneq 63
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2000 63 BRÉF TIL BLAÐSINS MESSUR Bréf til iðnaðarráðherra Frá Guðbirni Jónssyni: Kæra Valgerður! Fyrst af öllu vil ég óska þér til hamingju með nýja starfið og bið þér velfamaðar í því, landi og þjóð til heilla. Ég verð þó að segja að það sem ég hef heyrt þig tjá þig opinber- lega um væntanlegar stórfram- kvæmdir á Austurlandi vekur hjá mér gamalkunnan óhug. Þessi óhug- ur stafar af nánum kynnum mínum af tveim fyrri stórvirkjum ykkar fram- sóknarmanna í atvinnumálum, þ.e. loðdýraævintýrinu og fiskeldisvit- leysunni. Ég kynntist vel vitleysunni í þessum tveim stórvirkjum ykkar sem umsjónarmaður afurðalána hjá Samvinnubankanum á þeim tíma sem loðdýraævintýrið var að fara í vitleysu og austurinn í fiskeldið átti sér engin skynsemismörk. Efalaust hefðu menn nú viljað hafa farið að varúðartillögum mínum á þeim tíma, en á þeirri tíð var ég bara talinn vitlaus þvergirðingur sem vildi koma í veg fýrir miklar framfarir hjá þjóðinni. I því samhengi gæti verið gagnlegt að fara yfir gagnrýni mína sl. 25 ár og athuga hvað mikið af henni hefur ekki átt við rök að styðj- ast. Eins og ég gat um í bréfi til Aust- fírðinga, sem birtist nýlega í Morg- unblaðinu, óttast ég virkilega að þjóðfélag okkar þoli ekki þriðja stór- átak ykkar framsóknarmanna í upp- byggingu atvinnutækifæra í landinu. Svo augljóst er það flestum víðsýnum og framsýnum mönnum, að í þessu dæmi eru áhættuþættir virkilega vanmetnir. Ég dreg ekki í efa mikinn áhuga tækni- og framkvæmdaaðila á að ráðist verði í þessar stórfram- kvæmdir, enda fyrirsjáanlegt að þeir muni allir fá sína milljónatugi og -hundruð. Þegar allir þessir milljarð- ar hafa verið kreistir út úr ríkissjóði, lífeyrissjóðum og öðrum fjárfestum verður það ekki á forræði okkar ís- lendinga hvort reksturinn verður arðbær eða ekki. Þar munu aðrir að- ilar ráða ferðinni og væntanlega hugsa sér gott til glóðarinnar að láta þetta ævintýri okkar lenda í rekstr- arvanda, sem þeir svo bjóðast til að leysa, ef þeir fái meirihlutaeign í fyr- irtækinu fyrir lítinn pening. Þetta eru ekki hrakspár, heldur gallhörð rökfræði sem á sér stað- reyndarforsendur út um allan heim. Við höfum séð þetta og einnig fengið að smakka á þessari beisku köku. Við höfum líka fengið að sjá landa okkar brugga samlöndum sínum þessa eitr- uðu köku, án þess að skammast sín fyrir. Hví ættu þá erlendir aðilar að vera gætnari í viðskiptum við okkur, þeg- ar þeir sjá þennan óþverra þrífast í okkar eigin viðskiptalífi? Kæra Valgerður! Ég á mér þann draum að stjórnmálamenn okkar öðl- ist þá skynsemi og víðsýni að þeir sjái í gegnum frumskóg tækni- og fram- kvæmdaráðgjafarinnar og geti greint arðsemi fjárfestinga fyrir þá sem njóta eiga arðsins af fram- kvæmdunum. Slíkt virðist oftast vanta eða svo hefur reynslan sýnt okkur. Augljóslega þarf að bæta at- vinnuástand Austfirðinga, sem og annarra landshluta, en slíkt er hægt að gera án þeirra gífurlegu fjárútláta sem þarna eru fyrirhuguð. Ég vil því að lokum hvetja þig til að ígrunda vel framgöngu þína í atvinnumálum, því Guð mun styðja þig til góðra verka. En, í guðs bænum, forðaðu okkur frá þriðju mislukkuðu stórframkvæmd- um ykkar Framsóknarmanna á minna en hálfri öld. Það er einfald- lega einum of mikið. Vertu kært kvödd: GUÐBJÖRN JONSSON, Hjarðarhaga 26, Reykjavík Frelsi - félagafrelsi Frá Ki-istni Snæland: FRELSI launafólks til að stofna bar- áttufélög til að bæta og vernda kjör sín er ekki aldargamalt á íslandi. Þetta frelsi þjappaði fólki saman í öfl- ug verkalýðsfélög hér sem og í mörg- um öðrum ríkjum. Verkalýðsfélögin og samstaða fólksins innan þeirra varð versta ógn þeirra sem áður höfðu kúgað lýðinn á sultarlaunum við léleg kjör. Sam- takamátturinn sigraði þeirra tíma kvótagreifa, auðvaldið, atvinnurek- endur og fjármagnseigendur. AJlt þetta afætulið stóð frammi fyrir ægi- valdi samtaka verkalýðsins og varð fátt um vamir. Stóðu leikar þannig lengi og lagð- ist auðvaldið undir feld og undi sér illa. Bein árás á verkalýðsfélögin kom ekki til greina enda þjappaði það einungis fólkinu betur saman. Finna varð lævísa aðferð til að sundra verkalýðsfélögunum innanfrá - og ráð fannst. Frelsi, frelsi skal það heita og lausnarorðið varð „félaga- | frelsi“. Og atvinnurekendur néru - saman höndunum í ánægju, félaga- frelsi, með þetta orð á vörunum sundrum við félögum fólksins, brjót- um niður samtakamáttinn, þetta ill- víga afl sem beygt hefur okkur í ára- tugi. Gósentíð valdsins fellur okkur á ný í skaut. Anarkistarnir á Vef-Þjóðviljanum | sem sjálfn- kalla sig frjálslynda menn fagna með orðunum: „Frjálslyndir menn munu ekki linna baráttunni fyrir félagafrelsi á Islandi fyrr en tryggt er að enginn verði með lögum neyddur til aðildar að félagi sem hann vill ekki vera í.“ Tilefni fagnaðar anarkistanna var sá nýlegi dómur félagsdóms að 17 vélstjórar gætu valið sér að vera í stéttarfélagi vélstjóra en ekki í Starfsmannafélagi Reykjavíkur- borgar. Það bar svo við ekki fyrir all- löngu að talsverður fjöldi fólks sem starfar í skólum borgarinnar var með ofbeldi íluttur úr félögum sínum inn í Starfsmannafélag borgarinnar. Ekki eru spurnir af mótmælum anarkist- anna á Vef-Þjóðviljanum í það sinn. Samt mótmæltu formenn Dagsbrún- ar og Sóknar gerræði borgarinnar og Starfsmannafélagsins þessu með tveggja síðna blaðagrein. Reyndar hefur forseti Alþýðusambands ís- lands stöðugt klappað stjórn borgar- innar lof í lófa síðan R-listinn komst til valda. Með vísan til umrædds félagsdóms er þess nú beðið að borgin og Starfs- mannafélagið skili umræddu starfs- fólki skólanna inn í sín réttu félög eða sýni því a.m.k. þá síðbúnu virðingu að spyrja það í hvaða félagi það óski að vera. Má búast við aðgerðum „hinna frjálslyndu" á Vef-Þjóðviljanum til stuðnings þessu fólki? Vert er að taka fram að einmitt fé- lagafrelsi slíkt og hér er um rætt sundrar ekki né brýtur niður sam- takamáttinn og er því eðlilegur hluti félagslegrar lýðræðislegrar kjara- baráttu. Hið óæskilega félagafrelsi sem „frjálslyndu“ anarkistarnii- á Vef-Þjóðviljanum raunverulega berj- ast fyrir er það frelsi sem sundrar. Það frelsi felur í sér að verkamenn í Reykjavík gætu að vild stofnað svo mörg verkamannafélög sem þeim sýndist (og það geta þeir reyndar). Sama gildir vitanlega um öll önnur stéttarfélög. Með slíku væri afl sam- takanna að engu orðið, fólkið sundr- að og vopnin úr höndum þess. Vinnustaðafélög eru líka afar var- hugaverð enda veikja þau mjög afl félaga og landssamtaka. Frelsi „frjálslyndra" talsmanna markaðshyggjunnar ætti launafólk að hafna. Hitt er brýnt að gera svo fljótt sem auðið er, en það er að taka upp í nafni lýðræðis og jafnaðar hlut- fallskosningar við stjórnarkjör í öll- um verkalýðsfélögum. KRISTINN SNÆLAND, leigubílstjóri. ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kaffi eftir messu. Árni BergurSigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Léttir söngvar, biblíusögur, bæn- ir, umræöur og leikir við hæfi barn- anna. Foreldrar hvattir til að koma með börnum sínum. Guösþjónusta kl. 14. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthías- son. DÓMKIRKJAN: Guðsþjónusta kl. 11. Fermingarbörn og foreldrar hvött til þess að koma. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson. Guðsþjónusta kl. 14. Kirkjugöngudagur Oddfellowstúkunn- arSigríðar. Sr. JakobÁgúst Hjálmars- son. Dægurlagamessa kl. 21. Fjarðar- bandið flytur trúarlega texta viö dæg- urlög. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir prédikar. Sr. Jakob Ágúst Hjálmars- son þjónarfyrir altari. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðsþjónusta kl. 10:15. Organisti Helgi Bragason. Sr. Kjartan Örn Sig- urþjörnsson. GRENSÁSKIRKJA: Barnastarf kl. 11. Guðsþjónusta kl. 11. Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Organisti Árni Arinbjarnarson. Sr. Ólafur Jóhannsson. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa og barnastarf kl. 11. Félagar úr Mótettukór syngja. Organisti Hörð- urÁskelsson. Sr. Sigurður Pálsson. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Ingileif Malmberg. HÁTEIGSKIRKJA: Barna- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. Messa kl. 14. Organisti Douglas A. Brotchie. Sr. Helga Soffía Konráðs- dóttir. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guóbrands biskups. Messa kl. 11. Fermd verður Sunna Jónatansdóttir, búsett í Danmörku, með aðsetur á Kleppsvegi 128. Fé- lagar úr Kammerkór Langholtskirkju syngja. Prestur sr. Jón Helgi Þórarins- son. Organisti Lára Bryndís Eggerts- dóttir. LAUGARNESKIRKJA: Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Hrund Þórarinsdóttir stýrir sunnu- dagaskólanum með sínu fólki. Kór Laugarneskirkju syngur. Organisti Gunnar Gunnarsson. Prestur sr. Bjarni Karlsson. NESKIRKJA: Sunnudagaskólinn kl. 11. Átta til níu ára starf á samatíma. Guösþjónusta kl. 14. Sr. Frank M. Halldórsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Sigrún Steingrímsdóttir. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Bamastarfið hefst á samatíma. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Guösþjónusta kl. 14. Barnastarf á sama tíma. Maul eftir messu. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Almenn guðsþjónusta kl. 14. Barn borið til skírnar. Allir hjartanlega velkomnir. Séra Hjörtur Magni Jóhannsson. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11 árdegis. Organ- leikari: Pavel Smid. Barnaguðsþjón- usta kl. 13. Bænir-fræösla - söngv- ar- sögur og leikir. Foreldrar, afar og ömmur eru boöin hjartanlega velkom- in með börnunum. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnaguösþjónusta kl. 11. Messa á sama tíma. Altarisganga. Organisti: Daníel Jónasson. Gísli Jónasson. DIGRANESKIRKJA: Orgelandakt kl. 11. Organisti: Kjart- an Sigurjónsson. Sunnudagaskóli á sama tíma. Léttur málsveröur eftir messu í safnaöarsal. FELLA-OG HÓLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Kirkjukór Fella- og Hólakirkju syngur. Organisti Lenka Mátéová. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Umsjón Margrét Ólöf Magnúsdóttir. Prestarnir. GRAFARVOGSKIRKJA: Barna- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Umsjón Hjörtur og Rúna. Organ- isti: Sigrún Þórsteinsdóttir. Furðuleik- húsið sýnir Leikritið „Frá Goðum til Guðs" sem samiö er í tilefni 1000 ára kristni áíslandi. Prestarnir HJALLAKIRKJA: Guösþjónusta kl. 11. Sr. íris Krist- jánsdóttir þjónar. Félagar úr kór kirkjunnar syngja og leiöa safnaðar- söng. Söngvinir, kór aldraðra í Kópa- vogi, koma í heimsókn. Stjórnandi: Siguröur Bragason. Organisti er Jón Ólafur Sigurðsson. Barnaguðsþjón- usta í kirkjunni kl. 13 og í Lindaskóla kl. 11. Við minnum á bæna- og kyrrð- arstund á þriðjudag kl. 18. Prestarn- ir. KÓPAVOGSKIRKJA: Messa kl. 11. Altarisganga. Organ- isti Hrönn Helgadóttir. Prestur sr. Guöni ÞórÓlafsson. SEUAKIRKJA: Krakkaguðsþjónusta kl.ll. Fræðsla og mikill söngur. Guösþjónusta kl.14. Sr. Ágúst Einarsson prédikar. Organ- isti: Gróa Hreinsdóttir. Sóknarprest- ur. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Morg- unguðsþjónusta kl. 11. Fræðslafyrir börn og fullorðna. Samkoma kl. 20. Mikil lofgjörðog fyrirbænir. Safnaðar- ráð kirkjunnar tekur til máls. Heilög kvöldmáltíð. Allir hjartanlega vel- komnir. FRÍKIRKJAN VEGURINN: Fjölskyldu hátíð kl. 11. Brauðsbrotning og fögn- uöur í húsi drottins. Léttar veitingar eftir samkomuna. Samkoma kl. 20. Brauðsbrotning, prédikun og fýrir- bænir. Samúel Ingimarsson prédik- ar. Allir hjartanlega velkomnir. BOÐUNARKIRKJAN, Hlíðarsmára: Samkoma laugardag kl. 11. Sunnu- dögum kl. 17. Steinþór Þórðarson í beinni á fimmtudögum á FM 107 kl. 15. KLETTURINN: Krakkakirkja kl. llfýr- ir alla fjölskylduna. Samkoma kl. 20. Prédikun orðsins og mikil lofgjörð og tilbeiðsla. Allirvelkomnir. FÍLADELFÍA: Almenn samkoma kl. 16.30, ný forstöðuhjón Samhjálpar sett inn í starfiö. Lofgjörðarhópur Rladelfíu og Samhjálparkórinn syngja. Ungbarna- og barnakirkja meðan á samkomu stendur. Ræðu- maöur Vörður L. Traustason. Allir hjartanlega velkomnir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudag kl. 19.30 bænastund. Kl. 20 hjálpræö- issamkoma. Kapteinn Miriam Óskar- sdóttir talar. Mánudag kl. 15: Heim- ilasamband. Margrét Hróþjartsdóttir talar. KFUM og KFUK v/Holtaveg: Sam- koma á morgun, sunnudag, kl. 17. Yfirskrift: Framtíöarsýn. Ómar Kri- stjánsson, varaformaöur KFUM í Reykjavík, flytur nokkur orð og bæn í upphafi samkomunnar. Elsa Waage óperusöngkona á Ítalíu syngur ein- söng. Ræöumaður verður sr. Ólafur Jóhannsson, formaöur KFUM í Reykjavík. Boðið verður upp á sér- staka dagskrá fyrir þau börn sem vilja á meðan á samkomunni stendur. Skipt verður í hópa eftir aldri. Hvatt til fjölmennis. Allir eru velkomnir. SLIM-LINE dömubuxur frá gardeur Jðuntu tískuverslun v/Nesveg, Seltj., s. 561 1680 KRISTSKIRKJA, Landakoti: Messur sunnudaga kl. 10.30,14. Messa kl. 18 á ensku. Virka daga messur kl. 8 og 18. Laugardaga kl. 18. MARÍUKIRKJA, Raufarseli 8: Messa sunnudag kl. 11. Messa laugardag (á ensku) og virka daga kl. 18.30. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa sunnudag kl. 10.30. KARMELKLAUSTUR, Hafnarfirði: Messa sunnudaga kl. 8.30. Messa laugardaga og virka daga kl. 8. BARBORUKAPELLA, Keflavík: Skólavegi 38: Messa sunnudag kl. 14. STYKKISHÓLMUR, Austurgötu 7: Messa sunnudag kl. 10. Messa laug- ardag og virka daga kl. 18.30. RIFTÚN, Ölfusi. Messa sunnudag kl. 17. ÍSAFJÖRÐUR: Messa sunnudag kl. 11. BOLUNGARVÍK: Messa sunnudag kl. 16. FLATEYRl: Messa laugardag kl. 18. ÞINGEYRI: Messa mánudag kl. 18.30. AKUREYRI: Sjá Akureyrarblað. FÆREYSKA SJÓMANNAHEIMILIÐ: Samkoma á morgun kl. 15. LÁGAFELLSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Magnús Björns- son. Kirkjukór Lágafellssóknar. Org- anisti Jónas Þórir. Barnastarf í safn- aðarheimilinu kl. 11.15. Jón Þorsteinsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Kl. 11 Gregorsk messa. Ræðuefni: „Kirkjan og fjölskyldan". Fermingarbörn og foreldrar boðin sérstaklega velkomin á þessa fyrstu messu ársins 2000. Organisti ðm Falknar. Prestur sr. Þór- hallur Heimisson. Á sama tíma fer fram sunnudagaskóli í safnaöar- heimili kirkjunnar og Hvaleyrarskóla. Munið kirkjurútuna. FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Sunnu- dagaskóli kl. 11. EinarEyjólfsson. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Guösþjónusta kl. 14. Kór Víðistaðakirkju syngur. Organisti Úl- rik Ólason. Sigurður Helgi Guðmun- dsson. VÍDALÍNSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Barnastarfiö hefst á næstu helgi, æskulýðsstarf og fermingarfræðsla hefjast í vikunni. Prestarnir. SELFOSSKIRKJA: Messa kl. 11. Há- degisbænir kl. 12.10 þriðjudag til föstudags. Sóknarprestur. EYRARBAKKAKIRKJA: Bamaguðs- þjónusta kl. 11. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Messa sunnudag kl. 11. Sóknarprestur. AKRANESKIRKJA: Engin guðsþjón- usta á morgun. Næst veröur messað 16. janúar. Barnastarfið hefst aftur 15. janúar. Sóknarprestur. UTSALAN ER HAFIN s,r5T4«5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.