Morgunblaðið - 08.01.2000, Qupperneq 65

Morgunblaðið - 08.01.2000, Qupperneq 65
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2000 65 ÍDAG BRIDS llnisjón (iuAiniindiir I'áll Aruarsun „ERFIÐA samninga ber að spila hægt, en vonlausa með hraða ljóssins" Hver annar en Gölturinn grimmi gæti sett fram aðra eins kenn- ingu og rökin eru sannfær- andi: Það er allt í lagi að hugsa þegar mótheijarnir geta ekkert í málunum gert, en þegar allt er í hönk má alls ekki gefa þeim tíma til að telja upp á þrettán. Norður * DG2 V KD98 * 9542 *DG Austur * 9876 V 64 * 763 * K1087 Suður * Á104 y Á107 * ÁKG108 * 53 Vestur Norður Auslur Suður ■— — — 1 tíguil Pass 1 kjarta Pass 3 Gr. Pass 4tíglar Pass 4 hjörtu Pass 4Gr. Pass 6 Gr. Pass Pass Pass Gölturinn hefur aldrei reynt að monta sig af ná- kvæmum sögnum, „enda er enginn vandi að vinna borð- leggjandi spil.“ Hér var erkifjendinn, Papa, í vestur, en hann er ávallt að blekkja og því auðlesinn fyrir reynda gelti. Papa kom út með lauftvist og fyrstu spil- in sem blindur lagði niður voru DG í laufi. Aður en norður fékk tækifæri til að koma tíglin- um fyrir á borðinu hafði Göltuirnn skellt laufdrottn- ingunni í slaginn. Hér mátti ekki gefa neinn tíma, enda kannski ekki um mikið að hugsa. Nema hvað, austur ætlaði ekki láta bíða lengi eftir sér og setti áttuna, sannfærður um að Gölturinn væri með ásinn. Nú var spilið ekki lengur vonlaust, heldur bara erfitt, svo Gölturinn gaf sér 30 sekúndur til að íhuga framhaldið. Hann þóttist vita að Papa ætti há- spil í öllum litum úr því hann valdi að koma út und- an ásnum og var feginn að sjá tíguldrottninguna koma í ásinn. Næst fór Gölturinn í hjartað, spilaði tíunni á kóng, hjarta til baka á ás og svínaði síðan níunni! Papa var brugðið, en lét á engu bera. Gölturinn henti nú spaða í hjartadrottninguna og tók síðan tíglana. Blindur var innkomulaus og Papa vissi vel hvað til stóð: Það átti að senda hann inn á laufás til að spila frá spaðakóngnum. Nei, takk; Papa lætur ekki endaspila sig, og hann var fljótur að henda af sér fimmu og þristi í spaða. En Gölturinn var ekki að spila við Papa í fyrsta sinn og lagði niður spaðaásinn: Þrettán slagir. „Var þetta borðleggj- andi,“ spurði norður, sem hafði kíkt í blað á meðan baráttan fór fram. „Nei, ekki alveg,“ svaraði Gölturinn, „byggðist á út- spili og eh...svíningu í laufi.“ Ast er... ...að fara á háhest. TM n«o U 8. PW. on. — «* ngh<» rewfvMl (c> 109« lo» AngMw Timw 8yn*c«le Vestur *K53 VG532 ♦ D ♦ Á9642 Arnað heilla fT A ÁRA afmæli. í Ov dag, laugardaginn 8. janúar, verður fimmtug- ur Ingólfur H. Ingólfsson, framkvæindastjóri Geð- hjálpar, Funafold 21. Hann og eiginkona hans, Barbel Schmid, hafa af því tilefni opið hús á heimili sínu kl. 17 í dag fyrir vini og vandamenn sem vilja gleðjast með þeim á þess- nm tímflmnt.iim. A ÁRA afmæli. Á • \/ morgun, sunnu- daginn 9. janúar, verður sjötug Rannveig Magnús- dóttir frá Völlum, Hvassa- leiti 6, Reykjavík. Hún tekur á móti ættingjum og vinum frá kl. 15-18 á morgun, sunnudag, í safn- aðarheimili Grensásk- irkju. Ljósmynd: Bragi- BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 19. september sl. í Háteigskirkju af sr. Hall- dóri Reynissyni íris Gunn- arsdóttir og Þorsteinn Þor- steinsson. Heimili þeirra er í Reykjavík. Með morgunkaffinu . . en það er yfir 30 stiga hiti. Það kom upp smá- vandamál hjá okkur. Segðu mér nú satt, Hjálmar. Ertu reiður út í mig? Atvinnusjúkdómur, segir þú. Við hvað vinnurðu? UOÐABROT ELSKAN (1824) Þú lifir í brjóstinu, logandi sál, þú lífgar upp veröldu dauða; þú ornar, þú vermir, þú blossar, sem bál, og brýzt fram í loganum rauða. Ef lifrauðu tinnuna lýstur þú á, ljósir spretta fram gneistarnir þá. Á bakkanum lækjar á vori eg var, þá vorblóma liðinn var galli. Sá margliti gróandi gladdi mig þar; mér geðjaðist hljómurinn snjalli. Eg teygaði mjöðinn hinn mjallhvíta þá móður náttúru brjóstunum á. Þá lifnaði í brjósti sú logandi sál, sem lífgaði veröldu kalda; hún glossar í hjarta, sem blossandi bál, og blikar, sem vesturhafs alda; það mann engan furði, því mjöður var sá móður náttúru brjóstunum frá. Sveinbjörn Egilsson. STJÖRNUSPÁ eftir Franres Urake STEINGEITIN Þú ert fullur sjálfsöryggis og hefur mikil áhrifá alla þá sem þú umgengst. Hrútur (21. mars -19. apríl) Nú er tímabært að setja sér ný markmið og svo er bara að láta hvergi deigan síga fyrr en þessi markmið eru öll í höfn. Bregstu vel við samkeppni. Naut (20. apríl - 20. maí) Þetta er ekki rétti tíminn til að standa í valdabaráttu við yfírmenn þína. Reyndu að einbeita þér að starfi þínu og halda hlutleysi þínu innan- húss sem utan. Tvíburar (21. maí-20. júní) M Það er bæði skylt og rétt að taka tillit til skoðana annarra en samt er nauðsynlegt að vera fastur fyrir þegar um grundvallaratriði er að ræða. Krabbi (21.júní-22.júlí) Enda þótt þér hafi verið falin forusta fyrir hópnum skaltu hlusta vel á það sem hinir hafa til málanna að leggja. Þú get- ur alltaf lært eitthvað af öðr- um. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Það hefur ekkert með stolt að gera þótt þú verðir að beygja þig fyrir staðreyndum mála. Vertu því ekki að rökræða málin þegar niðurstaða er fengin. Meyjd ** (23. ágúst - 22. sept.) (OSL I upphafi árs er góð venja að koma skipulagi á hlutina. Það er ágætt að byrja á því að koma reikningum og bréfa- skriftum á hreint. (23. sept. - 22. október) Nýir möguleikar geta opnast þér þar sem þú átt síst von á. Vertu því við öllu búinn að grípa gæsina þegar hún gefst. Sþorðdreki (23. okt. -21. nóv.) Einhverjar breytingar liggja í loftinu og þú getur ekki komið í veg fyrir þær. Reyndu því að vega málin og meta áður en þú reynir að finna lausn á þeim. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) iKC) Það er gagnlegt að kynnast nýju fólki sem kemur með ný sjónarmið inn í málin. Það er þó óþarfi hlaupa upp til handa og fóta því ekki eru þau öll jafn merkileg. Steingeit (22. des. -19. janúar) tmC Vertu á varðbergi gagnvart öllum tilraunum til þess að draga úr áhrifum þínum. Forðastu samt alla áhættu því fánýtt titlatog hefur ekkert upp á sig. Vatnsberi (20.jan.r-18. febr.) Hlutirnir virðast flestir snúa þér í hag svo að þú skalt reyna að notfæra þér meðbyrinn til þess að koma öllum þínum málum á hreint hið fyrsta. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) ^ Þig langar til þess að faðma að þér allan heiminn en láttu þér nægja að laga til í kring- um þig og leyfa öðrum að njóta vináttu þinnar eins og þú hefur tök á. Stjömuspána á að lesa sem dægradvöi. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra stað- reynda. BRIPS Umsjðn Arnðr G. Ragnarsson Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna Við hófum starfsemi 3. jan. 2000 með einskvölds Mitchell tvímenn- ingi. 23 pör mætt. Spiluð voru 30 spil, meðalsk. 270 stig. Bestu skor í N/S: Úlfar Kristinss. - Pétur Steinþórss. 320 Eðvarð Hallgrímss. - Leifur Aðalst. 319 Unnar A Guðm. - Hermann Friðrikss. 312 Bestu skor í A/V: Jón St. Ingólfss. - Jens Jenss. 325 Jóna Magnúsd. - Jóhanna Sigurjónsd. 321 Valdimar Sveinss. - Gunnar B. Kjart. 317 Mánudaginn 10. jan. nk. verður spilaður 1 kvölds tvímenningur. Rauðvín verður fyrir bestu skor bæði í N/S og A/V. Mánudaginn 17. jan. 2000 hefst að- alsveitakeppnin. Skráning hjá Ólafi í síma 5571374 og BSÍ í síma 5879360 og Ólínu í síma 5532968 og á spila- stað í Þönglabakka 1. Bridsfélag Hafnarfjarðar Miðvikudaginn 5. janúar var fyrsta spilakvöld félagsins eftir ára- mót. 13 pör mættu og spiluðu tví- menning. Urslit urðu þannig: Friðþjófur Ein. - Guðbr. Sigurbergss. 202 Halldór Einarsson - Einar Sigurðsson 189 Hulda Hjálmarsd. - Halldór Einarsson 179 Erla Siguijónsd. - Guðni Ingvarsson 168 Meðalskorvar 156 Næsta miðvikudag hefst svo þriggja kvölda butlertvímenningur, sem spilaður verður með baromet- ersniði. Efstu tvö sætin í þessari keppni gefa rétt til að spila fyrir hönd félagsins í kjördæmakeppninni í vor. Þegar butlernum lýkur svo, hefst hraðsveitakeppni, þar sem efstu sveitir fá fría þátttöku í sveita- keppni bridshátíðar BSÍ og Flug- leiða í verðlaun. Bridsdeild Sjálfsbjargar Starfsemi deildarinnar hefst mánudaginn 10. jan. með eins kvölds tvímenningi. Mánudaginn 17. janúar hefst svo aðalkeppni deildarinnar. Verkbókhald KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 • Sími 5E8 8055 www.islandia.is/kerfisthroun SKIPAPL0TUR ■ INNRETTINGAR j&A PLÖTUR í LESTAR J1 . rr\ SERVANT PLÖTUR I I 1 I I SALERNISHÓLF 1 1 BAÐÞILJUR ^l ELDSHÚSBOROPLÖTUR Á LAGER-N0RSK HÁGÆÐAVARA ÞP &co Þ.ÞORGRÍMSSON & CO ÁRMÚLA 29 S: 5S3 8640 i S68 6100 LAUFÁS Fasteignasala Suðurlandsbraut 12 sími533-1U1 FAX:533‘1115 Opið laugardaga Id. 12-14 Erum flutt á Suðurlands- braut 46, 2. hæð Furugrund, Kóp. - 3ja Falleg íbúð á 3. hæð (efstu). Út- sýni. Laus 1.2. Eyrartröð, Hfj. Fiskvinnsluhúsnæði. LAUST. 158 fm. Góðar innkeyrsludyr og góð lofthæð. 2 frystiklefar, tæki nýleg. Gömlu dansarnir í Hreyfilshúsinu í kvöld kl. 22.00—02.00. Félag harmonikuunnenda 30% afsláttur af handsaumuðum dúkum og renningum Gegnheilir furuskenkar br. 193, d 45, h 203 Stgr. 56.000,- Opið í dag, laugardag, frá kl. 10-16 Armúla 7 s Utsalan er hafin 5-50% afsláttur. Úlpur, jcjkkar, kápur, pelskápur, hattar o.fl. No^HÚSID Mörkinni 6, sími 588 5518 Bílastæði \'iö búðarvegginn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.