Morgunblaðið - 08.01.2000, Side 70

Morgunblaðið - 08.01.2000, Side 70
7 0 LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Það er margt sem fer á milli mæðgnanna í leikritinu. Morgunblaðið/Golli Daðrað við móður- morð í flugskýli 29 ÞEGAR fólk nálgast flugskýli 29 á Rcykjavíkurílugvelli í snjómuggu í janúarmánuði dettur því sennilega fátt listrænt og göfugt í hug. Til þess er veruleikinn of grár og snjóþung- ur. En þrátt fyrir það átti listsköpun sér stað í þessu hrörlega flugskýli á mánudaginn - þar var verið að taka 13yrjendur og feamhald AZZ/MODER Símar 551 5105 & 552 2661 jlljj ÍSLENSKA ÓPERAK DRAkJMASMIÐJAN EHF. =="" draumasmidjan@simnet.is upp kvikmynd sem verður notuð í nýju leikriti Hrafnhildar Hagalín sem hefur fengið nafnið „Hstgan, Elektra“ en það verður frumsýnt á litla sviðinu í Þjóðleikhúsinu í febr- úarbyrjun. Þegar inn í flugskýlið var komið sat leikstjórinn Viðar Eggertsson í lítilli skonsu og var að drekka kaffi. Hann sagði afsakandi að leikkonurn- ar Edda Heiðrún Backman og Stein- unn Ólína Þorsteinsdóttir hefðu rétt brugðið sér frá. Tökur hæfust á ný þegar þær snéru til baka. Kvikmynd fléttuð saman við leikrit Aðspurður um efnivið leikritsins segir Viðar að það sé byggt á grísku goðsögninni um Elektru og ein- kennilegt fjölskyldulíf hennar sem þrífist á blóðhefnd og móðurmorði. „Það hafa mörg leikrit verið byggð á þessari goðsögn. Þetta leikrit Hrafnhildar er sjálfstæð og mjög spennandi útfærsla á þessu þema. Það fjallar um mæðgur, báðar leik- konur, sem hafa rekið tilraunaleik- hús saman. í þessu leikhúsi leikur móðirin ávallt unga konu og dóttirin er í hlutverki karlmanns. Við erum að fara að taka upp kvikmynd sem fjallar um atburð sem gerist í leik- húsi þein-a mæðgna þegar voveifleg- ir hlutir gerast. Myndin verður svo notuð á sviðinu og táknar einhvers- konar fortíð þegar mæðgurnar eig- MONE\NM llámarks gœði, einstakt hragð Kryddlegnir hvítlauksgeirar með öllum mat! Dreifing Heilsa ehf • sími 533 3232 Hrafnhildur Hagalín og Viðar Eggertsson stinga saman nefjum. ast við á sviðinu iyr- ir augum áhorf- enda. Þannig að sviðsverkið og kvik- myndin tvinnast saman og skapa spennu á sviðinu.“ Þrír leikarar eru í sýningunni. Þær Steinunn og Edda leika mæðgumar en Atli Rafn Sig- urðarson fer með hlutverk sviðs- manns. Og leiða má líkur að því að kvik- myndin verði í hlutverki fjórða leikarans en Viðar segir að stígandin í henni verði ólík stígandinni í verkinu. „En samt fléttast þetta saman í lokin og býr til ákveðna spennu á sviðinu sem er verkinu nauðsynlegt." Að sögn Viðars verður sviðsmynd leikritsins gerð öll úr gleri sem er móttækilegt fyrir mynd eins og kvikmyndatjald. „Kvikmyndin er skrifuð í leikritið af Hrafnhildi og ég held þetta sé mjög snjöll leið.“ Að leika á móti sjálfum sér Leikskáldið er á vettvangi og fylg- ist með. Aðspurð hvers vegna hún flétti saman leikhús og kvikmynd með þessum hætti segir Hrafnhildur að hugmyndin hafi kviknað þegar hún bjó í París. „Þar sá ég mikið af ballet og leiksýningum þar sem þessi tækni var notuð mikið. Ég heillaðist mjög af því hve áhrifamik- ið það getur verið að blanda þessum tveim formum saman á sviði.“ Leikkonurnar tvær, Edda og Steinunn, koma inn í skýlið og gera sig klárar fyrir tökur. Þær eru spurðar hvemig þeim lítist á að leika á móti sjálfum sér á sviðinu. Þær gera því skóna að það verði senni- lega mjög sérstakt. Edda segir að það létti óneitanlega álagið sem hvfl- ir á þeim þar sem kvikmyndin leikur svo stórt hlutverk í leikritinu. Stein- unn bætir því við að þetta sé ólíkt því að leika í venjulegii kvikmynd því þær þurfi að leika á móti sér áfram eftir að tökum er lokið. Steinunn segir að það sé gaman að leika karlmann. „Þessi persóna er þvinguð af móður sinni til þess að leika karlmann. Milli þeirra tveggja er áhugavert samband og einkenni- legt. í það fléttast mæðgnasamband og ástarsamband." Þegar förðunarmeistari er búinn að dusta rykið af leikkonunum eftir útiveruna setjast þær upp í svartan bfl. Steinunn stígur á bensíngjöfina og Edda hallar höfði sínu að henni og kvikmyndavélin fer af stað. Leikkonumar gera sig klárar í slaginn. Forvitnilegar plötur Djöfla- fönk Goblin Their hits, rare tracks and outtakes collection 1975-89 DRG records New York SÁRAFÁIR eru kunnir verkum hinnar frábæru ítölsku framúrstefn- urokksveitar Goblin. Hún átti sitt blómaskeið á síðustu árum áttunda áratugarins og helguðu feril sinn að mestu gerð kvikmyndatónlistar. Þeir léku framsækna rokktónlist fulla af fantasíum, mögnuðum raf- magnshljóðum og hetjulegum laglínum. Þeir komu fram á sjón- arsviðið árið 1975 með hljóðgervla- gúrúinn Claudio Simonetti í farar- broddi. Hryllingsmyndaleikstjórinn Dario Argento, sem kallaður hefur verið Hitchcock Ítalíu, varð strax hrifinn af sérstökum hljómi sveitar- innar og fékk þá til að semja brjá- læðislega tónlist við myndir sínar. Eftirminnilegust er tónlist úr meist- araverki Argento „Suspiria“ frá 1976. Myndir hans hentuðu hljómi sveitarinnar vel, fullar af blóði, djöfulgangi og óhugnanlegri spennu rétt eins og tónlistin. Eftir þetta farsæla samstarf urðu manna- breytingar í hljómsveitinni og þeir fóru að gera kvikmyndatónlist fyrir minni spámenn en Argento. Aðal- maðurinn, Simonetti hætti í bandinu og hallaði sér að brösóttum sólóferli. Nú hin seinni ár hefur þeiiTa gamli hróður farið vaxandi á ný og farið er að endurútgefa efni sem að- eins safnarar og geðsjúklingar áttu í fórum sínum áður. Greinarhöfundur vill benda á þennan disk fyrir byrj- endur sem er safn af því besta úr fór- um hljómsveitarinnar sem og áður óútgefnu efni frá 1975-1989. Tónlist- in er mest myrkt og diskóskotið fönk en stundum daðra þeir við þunga- rokkið þannig að blandan verður hryllingsleg, kraftmikil og dansvæn. Goblin notuðu líka mikið raddir og hvísl sem spennandi raf- ræna þætti og þama er líka martað- arkennd ambient-tónlist í anda Brian Eno. Goblin voru hugmyndaríkir, kraft- miklir og stflhreinir en því miður fór ferillinn að dala á 9. áratugnum og hljómlistin varð moðkennd og for- múluföst. En hinir gömlu hryllings- smellir þessa sómapilta munu lifa um langa framtíð. Ragnar Kjartansson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.