Morgunblaðið - 15.01.2000, Page 26
26 LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Reynt að binda enda á mannskæða borgarastyijöld 1 Alsír
Frestur skæruliða til að
gefa sig fram rennur út
Algeirsborg. AFP, AP.
Reuters
Imam í Alsír fer með bæn við kistur sex óbreyttra borgara sem féllu þegar hryðjuverkamenn réðust inn í kaffi-
hús í bænum Haouch Djerman, skammt frá Algeirsborg, ársbyijun.
FRESTUR skæruliða í Alsír til að
gefa sig fram við stjórnarhermenn
gegn því að fá sakaruppgjöf rann út
í fyrrinótt og stjórnarherinn býr sig
nú undir að hefja „miskunnarlausa"
herferð gegn þeim skæraliðum sem
neita að leggja niður vopn.
Abdelaziz Bouteflika, forseti Al-
sírs, bauð skæruliðunum sakarupp-
gjöf fyrir hálfu ári gegn því að þeir
gæfu sig fram og tilboðið var liður í
tilraunum hans til að koma á sáttum
í landinu eftir borgarastríð sem hef-
ur kostað um 100.000 manns lífíð á
síðustu átta árum.
Níu liðsmenn íslamska frelsis-
hersins (AIS) með emírinn Salim
Zobayou í broddi fylkingar komu úr
fylgsni sínu í fjalllendi nálægt bæn-
um Jijel í norðaustm-hluta landsins
til að semja við yfirvöld um hvernig
standa ætti að aívopnun um 1.000
liðsmanna skæruliðahreyfingarinn-
ar. Emírinn, eða héraðshöfðinginn,
hafði nokkrum vikum áður rætt skil-
mála afvopnunarinnar við Madani
Mezrag, leiðtoga Islamska frelsis-
hersins, sem lýsti yfir vopnahléi í
október 1997 og var leystur upp
formlega í vikunni. Zoubayou stjóm-
ar skæruliðum í grennd við Jijel, um
300 km austan við Algeirsborg.
Bouteflika hefur hótað að hefja
„miskunnarlausa" herferð gegn
vopnuðum öfgamönnum sem neita
að gefa sig fram og leggja niður
vopn. Róttækasta skæruliðahreyf-
ing alsírskra múslima, GIA, hefur
neitað að semja við stjórnina en
hermt er að klofningshópur úr GIA
sé að búa sig undir að gefast upp.
Ekki er vitað hversu margir
skæruliðar gáfu sig fram áður frest-
urinn rann út en alsírsk dagblöð
sögðu á dögunum að um 1.700 skær-
uliðar hefðu lagt niður vopn og gef-
ist upp.
Liðsmenn AIS sögðu að liðið gæti
hálfur mánuður þar til allir skærul-
iðar hreyfmgarinnar gæfu sig fram.
Hópar alsírskra „föðurlandsvina",
sem stjómin hefur séð fyrir vopn-
um, búa sig nú undir að aðstoða upp-
gjafaskæruliðana að snúa aftur til
heimkynna sinna.
Stríðið hófst eftir að yfirvöld af-
lýstu kosningum í janúar 1992 til að
koma í veg fyrir að íslamska frelsis-
íýlkingin (FIS), stjórnmálaflokkur
AIS, kæmist til valda og stofnaði ís-
lamskt ríki. Formaður fram-
kvæmdastjómar flokksins krafðist
þess í gær að tveir æðstu leiðtogar
flokksins, Abassi Madani og Ali Bel-
hadj, yrðu leystir úr haldi ásamt öll-
um öðram föngum úr FIS. Hann
sagði að það myndi flýta fyrir „þjóð-
arsátt og pólitískri lausn sem gæti
öragglega bundið enda á átökin“.
Hermenn, sérsveitarmenn úr lög-
reglunni og þjóðvarðliðar hafa verið
sendir á fjalllendið í austurhluta
landsins og hermt er að þeir eigi að
vemda liðsmenn AIS vegna hugsan-
legra árása GIA. Talið er að her-
mennimir verði einnig sendir í búðir
skæraliða AIS til að koma í veg fyrir
að GIA leggi þær undir sig.
Leiðtogar GIA líta á liðsmenn
AIS sem svikara og hafa hótað að
hefna sín á þeim. Tugir manna hafa
þegar fallið í átökum milli hreyfing-
anna, að sögn fjölmiðla í Alsír.
Hrelldi þögla
munka með
jólasöng
London. The Daily Telegraph.
58 ÁRA Breti hefur verið dæmdur
til að greiða andvirði 6.000 króna í
sekt fyrir ölvun og óspektir eftir að
hafa spillt jólanóttinni fyrir munk-
um á Caldey-eyju undan strönd
Wales. Maðurinn hafði hrellt gest-
gjafa sína með því að syngja jóla-
söngva hástöfum alla nóttina og
munkarnir gátu ekki þaggað niður
í honum þar sem þeir hafa svarið
þess eið að þegja frá því klukkan
átta á kvöldin til átta á morgnana.
Maðurinn hefur oft gist hjá
munkunum um jólin til að falla
ekki í þá freistni að neyta áfengis,
sem er bannað í klaustrinu. I þetta
skipti bar þó drykkjufýsnin hann
ofurliði og hann hafði með sér
vodka og koníak.
„Við erum yfirleitt ánægðir að
hitta hann og hann gistir oft hjá
okkur þar til um miðjan janúar en í
þetta sinn virtist hann í miklu upp-
námi,“ sagði ábóti klaustursins.
„Hann vakti alla nóttina og var
með hræðilegan gauragang."
Munkarnir urðu að hlusta á
manninn syngja „Heims um ból“ og
fleiri jólasöngva og gátu ekki beðið
hann að þegja þar sem þeim er
stranglega bannað að ijúfa þagn-
areiðinn. Maðurinn var beðinn að
fara af eyjunni daginn eftir og
hann hélt drykkjunni áfram á meg-
inlandinu þar sem lögreglan fann
hann sofandi á jámbrautarspori.
Maðurinn hefur numið guðfræði
og verið í miklum metum hjá
munkunum og ábótinn sagði að
hann væri enn aufúsugestur í
klaustrinu.
„Ég dauðskammaðist mín og fór
með fyrsta bátnum af eyjunni. Ég
fer þangað ekki aftur,“ sagði Bret-
inn.
Áframhaldandi deilur um kúbverska
flóttadrenginn
Myndbandsupp-
taka nýtt af báð-
um fylkingum
Miami, New York, Washington. AP, AFP.
MYNDBANDSUPPTAKA af Elian
Gonzalez, kúbverska flóttadrengn-
um, hefur aukið enn á deilur um for-
sjármál hans og nýta báðir aðilarsér
myndband þar sem Elian heyrist
hrópa ógreinilega á eftir flugvél.
WPLG-sjónvarpsstöðin á Miami
sýndi myndbandið af Elian, sem var
að leik í garði frænda síns á Miami
en að sögn stöðvarinnar biður hann
vélina að taka sig með til Kúbu. Ætt-
ingjar drengsins á Miami og túlkur
á vegum dagblaðsins Miami Herald
halda því hins vegar fram að Elian
biðji þar um að verða ekki sendur
aftur til Kúbu.
í framhaldi af fullyrðingu ættingj-
anna sagði WPLG atvikið raglings-
legt og að stöðin sendi aldrei viljandi
NÍTJÁN manns lifðu af er farþega-
flugvél í eigu Svisslendinga hrapaði
við streridur Líbýu í fyrradag. Að
minnsta kosti 17 fórast, þar af fimm
Bretar, þrír Líbýbíumenn, tveir
Kanadamenn, tveir Króatar og einn
Túnisbúi, auk fólks frá nokkram As-
íuríkjum. Tveggja Breta er enn sakn-
að og era þeir taldir af.
Enn er ekki vitað hvað olli slysinu
en sendiherra Bretlands í Líbýu, Ti-
mothy Dalton, sagði í gær að svo virt-
ist sem bilun hefði komið upp í öðram
frá sér rangar eða misvísandi fréttir.
Kúbverskir fjölmiðlar hafa einnig
nýtt sér myndbandið. Hljóðupptaka
þess hefur verið leikin margsinnis á
einni ríkisútvarpsstöðinni og er Eli-
an þar sagður óska eftir að komast
heim. Faðir hans, Juan Miguel
Gonzalez, hefur tjáð fjölmiðlum að
hann ætli ekki að fara til Banda-
ríkjanna að sækja drenginn.
Nýleg skoðanakönnun leiddi í ljós
að rúmlega helmingur Bandaríkja-
manna er því samþykkur að Elian
verði sendur aftur heim til Kúbu og
dómsmálaráðherra Bandaríkjanna,
Janet Reno, staðfesti í vikunni dóm
bandarískra innflytjendayfirvalda
sem segja drenginn eiga að fara til
Kúbu.
eða báðum hreyflum vélarinnar. Vél-
in var af gprðinni Shorts SD360-300
og var í eigu svissneska Avisto AG
flugfélagsins. Loftferðaeftirlit Líbýu
og sérfræðingar frá bæði Bretlandi
og Sviss munu í dag hefja rannsókn á
orsökum slyssins.
Flugvélin var á leið frá höfuðborg
Líbýu, Trípólí, til bæjarins Marsa el-
Brega, sem liggur 450 kílómetra aust-
ur af höfuðborginni, og hrapaði í hafið
skammt frá áfangastað. 38 manns
vora innanborðs og vora farþegar
flestir starfsmenn lýbísks olíufélags.
Vinsæld-
ir Granic
dvína
Zagreb. AFP.
MATE Granic, fráfarandi ut-
anríkisráðherra Króatiu og
einn frambjóðenda í komandi
forsetakosningum, tilkynnti í
fyrradag að hann myndi draga
sig í hlé frá störfum á vegum
Lýðræðisbandalagsins (HDZ)
þar sem óeining innan banda-
lagsins skaðaði kosningabar-
áttu hans.
Granic, sem er varaformað-
ur HDZ, segist þó áfram
verða í flokknum, nema hann
vinni sigur í forsetakosningun-
um sem fram fara 24. janúar.
Það var í byijun þessa árs
að HDZ,sem var stjómar-
flokkur Króatíu um níu ára
skeið, beið mikið afhroð í þing-
kosningum og segir Granic að
deilur innan flokksins hafi
skaðað kosningabaráttu sína.
Hann var talinn líklegasti sig-
urvegari forsetakosninganna
þar til HDZ tapaði þingkosn-
ingunum. Nýleg skoðanakönn-
un á vegum dagblaðsins
Vecerni List sýnir að fylgi
Granics hefur hrunið og hann
er nú í þriðja sæti, á eftir and-
stæðingum sínum þeim
Drazen Budisa og Stipe Mesic.
Bilið milli harðlínumanna
HDZ og hófsamari flokksfé-
laga breikkaði í kjölfar þing-
kosninganna, sem og andláts
Franjo Tudjman, forseta
landsins, í desember á síðasta
ári.
Ivica Racan, jafnaðar-
mannaflokknum (SDP), verður
veitt umboð til að hefja stjórn-
armyndunarviðræður í lok
næstu viku.
Flugslysið í Líbýu
Rannsókn hafín
London. The Daily Telcgraph.
Bandarískir embættismenn ræða
við fulltrúa Tsjetsjena
Rússar for-
dæma fundinn
Sleptsovsk, Moskvu, Tbilisi. AFP, AP.
RÚSSAR gagnrýndu í gær þá
ákvörðun embættismanna í banda-
ríska utanríkisráðuneytinu að ræða
við fulltrúa Aslans Maskhadovs, leið-
toga Tsjetsjníu, og sögðu hana í raun
jafngilda stuðningi við „hryðjuverka-
menn og aðskilnaðarsinna". Rússar
létu undan þrýstingi erlendra sam-
taka og hleyptu tsjetsjenskum karl-
mönnum yfir landamæri Tsjetsjníu
og Ingúsetíu eftir að hafa meinað öll-
um karlmönnum á aldrinum 10-60
ára að fara til Tsjetsjníu.
Rússneskir ráðamenn brugðust
harkalega við fundi lágt settra emb-
ættismanna í bandaríska utanríkis-
ráðuneytinu með Iljas Akhmadov,
„utanríkisráðherra" Tsjetsjníu, í
Washington.
„Þetta jafngildir í raun stuðningi
við hryðjuverkamenn og aðskilnað-
arsinna og ekki aðeins í Rússlandi,"
sagði ígor ívanov, utanríkisráðherra
Rússlands, um fundinn.
Fjölmiðlar í Rússlandi sögðu að
embættismenn í utanríkisráðuneyt-
inu í Moskvu kynnu að boða háttsett-
an bandarískan stjórnarerindreka á
sinn fund til að afhenda honum mót-
mælabréf vegna fundarins.
Akhmadov hafði áður farið til Lon-
don og nokkurra höfuðborga í Vest-
ur-Evrópu sem fulltrúi Maskhadovs.
Rússnesk stjórnvöld hafa hótað slíta
stjórnmálasambandi við lönd sem
viðurkenna Tsjetsjníu sem sjálfstætt
ríki.
James Rubin, talsmaður banda-
ríska utanríkisráðuneytisins, lagði
áherslu á að viðræðumar við Akhma-
dov jafngiltu ekki stefnubreytingu af
hálfu Bandaríkjastjórnar eða viður-
kenningu á sjálfstæði Tsjetsjníu.
Reuters
Tsjetsjnesk stúlka úr röðum
fióttarnanna gægist út um
glugga á langferðabíl í gær.
„Við lítum enn á Tsjetsjníu sem óað-
skiljanlegan hluta rússneska sam-
bandsríkisins. Við viðurkennum ekki
Akhmadov sem utanríkisráðherra
sjálfstæðrar Tsjetsjníu heldur sem
þegn Rússlands."
Akhmadov sagði í samtali við The
New York Times að hann væri að
leita eftir siðferðilegum stuðningi
Bandaríkjastjórnar fremur en fjár-
hagslegri aðstoð. „Við biðjum hvorki
um peninga né vopn.“
Harðir bardagar geisuðu enn í
grennd við Grosní og í fjallaþorpum í
suðurhluta landsins í gær. Interfax-
fréttastofan sagði að 33 rússneskir
hermenn hefðu fallið á einum sólar-
hring og 26 særst en rússneskir
hershöfðingjar neituðu því.