Morgunblaðið - 15.01.2000, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 15.01.2000, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ Harrods án vel- þóknunar Filippusar RÁÐ á vegum Filippusar hertoga, eiginmanns Elísabetar Breta- drottningar, hefur tilkynnt stór- versluninni Harrods í London að hún hafí ekki lengur konunglegt leyfi til að hrósa sér af sérstakri velþóknun hertogans. Ákvörðunin tók gildi um áramótin. Talsmaður hirðarinnar sagði að ástæðan væri eingöngu sú að hertoginn ætti ekki lengur teljandi viðskipti við Har- rods. Eigandi Harrods, Mohammed Al-Fayed, gaf nýlega í skyn fyrir rétti að Filippus hefði átt þátt í vo- veiflegum dauða sonar hans, Dodis, og Díönu prinsessu í París fyrir tveim árum. Á myndinni sést skjaldarmerki hertogans á húsa- kynnum verslunarinnar sem þekkt er fyrir munaðarvöru. --------------- Creutzfeldt-Jakob Yonir um lækningu París. AFP. LÆKNING við heilarýmunarsjúk- dómnum Creutzfeldt-Jakob (CJD), sem kúariðusmit í mönnum getur valdið, kann að vera í sjónmáli að sögn hóps breskra og bandarískra lækna og vísindamanna. Með notkun peptíð-efnasamsetn- ingar tókst að hægja á útbreiðslu sjúkdómsins í músum í allt að 95% tilvika, en í rannsóknum sínum hefur hópurinn lagt áherslu á peptíð-syrju sem nefnist iPrP13. Claudio Soto frá lyfjafræðirannsóknarstofnun í Gen- úa, sem fer fyrir hópnum, leggur þó áherslu á að enn sé langt í að unnt sé að beita peptíð-syrjunni við með- höndlun á mönnum. Greint er frá rannsóknunum í nýj- asta hefti læknatímaritsins Lancet. Soto segir vera um nýja aðferð að ræða, sem kunni að reynast nothæf vöm gegn þróun sjúkdómsins með því að breyta prótínsamsetningu veimnnar. CJD, sem rekja má til áts á nauta- kjöti af gripum sýktum kúariðu, veldur fyrst gleymsku og sérvitr- ingshætti, síðar skjálfta og kippum og loks vitstoli og dauða. Talið er að 48 manns hafi látist af völdum CJD í Bretlandi og eiga hundmð þúsunda manna hugsanlega enn eftir að greinast sýkt. --------------- Veldur veira MND? VÍSINDAMENN við Kaliforníuhá- skóla segjast hafa fundið sterkar vísbendingar um að veira valdi MND-sjúkdómnum, að því er fram kemur á vefsíðu BBC. Þeir binda vonir við að frekari rannsóknir geti stuðlað að því að nýjar aðferðir finnist til að meðhöndla sjúkdóm- inn. Ekkert þykir þó benda til þess að sjúkdómurinn sé smitandi. MND-sjúkdómurinn er sjaldgæf- ur en felur í sér að vöðvar líka- mans lamast smátt og smátt. Karl- ar eiga frekar á hættu að fá sjúkdóminn en konur en hann dregur sjúkling að jafnaði tO dauða á innan við fimm árum. Þó em dæmi um að fólk hafi getað lifað mun lengur með sjúkdóminn. Hinn heimsþekkti breski stjörnufræðing- ur Stephen J. Hawking hefur lifað með sjúkdóminn í þrjá áratugi. Vísindamennirnir birtu niður- stöður rannsókna sinna nýlega í læknatímaritinu Neurology en þeir gerðu athuganir á líkum 17 manna sem látist höfðu af völdum MND- sjúkdómsins. ERLENT BV tiPPOimrACNT 70 H R H. THE OUtCE OF E0IN8URGH ourFrrrERS HARROOS UT>, UONOON m Reuters LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2000 27 Nú er kalt Ullarjakkarnir komnir Verð frá 7.900 Anna og útlitið verður með fatastíls- og litgreiningamámskeið. UppL i síma 892 8778. Nýbýlavegi 12, Kópavogi sími 554 4433. íþróttir á Netinu ^mbl.is ALLTAf= eiTTH\SAÐ A/ÝT7 Fyrirframgreiðsla uaxtabóta Þeir sem kaupa eða hefja byggingu á íbúðarhúsnæði til eigin nota 1999 og síðar geta sótt um fyrirframgreiðslu vaxtabóta. Umsóknareyðublöð ásamt upplýsingabæklingi liggja frammi hjá skattstjórum, bönkum og sparisjóðum. Eyðublaðið má einnig sækja á upplýsingavef ríkisskattstjóra, rsk.is. Umsókn skal senda skattstjóra í því umdæmi þar sem umsækjandi á lögheimili. Vaxtabætur verða greiddar fyrirfram ársfjórðungslega, fjórum mánuðum eftir lok hvers ársfjórðungs. Fyrirframgreiðsla vegna 4. ársfjórðungs 1999, þ.e. vegna vaxtagreiðslna fyrir tímabilið október, nóvember og desember 1999, verður greidd út 1. maí n.k. Umsókn um fyrirframgreiðslu vegna fjórða árs- fjórðungs þarf að hafa borist skattstjóra eigi síðar en 20. janúar n.k. Allar nánari upplýsingar veita skattstjórar og ríkisskattstjóri
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.