Morgunblaðið - 15.01.2000, Síða 28

Morgunblaðið - 15.01.2000, Síða 28
VINTERSPORT Bíldshöföa 20 • 112 Reykjavík • 510 8020 • www.intersport.is R$miscú CASALL adidas 28 LAUGARDAGUR 15. JANÚAJR 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LISTIR Tolli sýn- ir í Bílum & list TOLLI listmálari hefur opnað sýningu á mál- verkum í sýningarsal Bíla & listar, Vegamóta- stíg. Hafa þau sprottið af pensilskúfi listamanns- ins við þrepskjöld nýrrar aldar, að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu. Tolli tekur mynd- irnar niður 4. febrúar næstkomandi. Eitt af verkum Tolla á sýningunni. Nærmynd af listamanni Ií>w Ynrk. AP. New York. AP. SAFNGESTIR í Brooklyn- listasafninu í New York virða hér fyrir sér sjálfsmynd ástralska listamannsins Ron Mueck á Sensations-sýningunni. Verkin eru úr safni Charles Sa- atchi og byggir sýningin að mestu á verkum ungra breskra lista- manna. Þónokkrar deilur spunn- ust um ágæti sýningarinnar og neitaði New York-borg m.a. að greiða safninu árlega fjárveitingu sína, en auk verka Muecks mátti þar til að mynda sjá mynd af Maríu mey sem unnin var að hluta úr fílamykju. ÞRAUTIN þyngri mætir léttri fjöð- ur, steinn hlær við blaði og blaðið snýr við steini. Myndhöggvari og rithöfundur verða vinir, menn af tveimur kynslóðum með aldurs- lausa ást á því sem býr I fjallinu og flýgur yfir. Páll á Húsafelli heggur myndir af mönnum og konum í stein og notar það sem náttúran gefur til að mála myndir. Thor Vilhjálmsson skrifar gjama Iýsingar á gróðri og birtu til að sýna það sem þarf. Þessir menn hittust á Kjarvals- stöðum fýrir fimmtán ámm, þegar Páll sýndi steinmyndir sínar þar. Seinna þáði Thor heimboð Páls á Húsafell og þar með hófst samstarf sem hefur engin lögmál önnur en lands og himins: Einn flögrar og annar heggur, síðan er farið í göngu um holtin og svo er sofið eða starfi dagsins fleytt fram á kvöld. í dag kl. 16 verður opnuð sýning á Ijóðmyndum félaganna í Gallerfi Reylq'avík við Skólavörðustíg 16. Þar er nýr og rúmgóður sýningar- salur í kjallaranum, ennþá fullur af ryki þegar blaðamann bar að garði í gær. Þá vora iðnaðarmenn að störf- um og furðu rólegar konur að snúast í kringum þá og listamenn- ina. Svo vikið sé aðeins aftur að þeim sem sýna: Páll lyftir kvíahellum heima hjá sér, ristir í þær og vinnur til að þrykkja með myndir á pappír, afraksturinn sést á sýningunni í Gallerfi Reykjavflí. Hann málar líka á frosna jörð og þrýstir blaði við svo andlit koma út. Thor kemur heim í hús, kannski innblásinn af roki sveitarinnar, segist lesa í kletta og urð og skrifar nokkrar línur í ljóði á myndina sem gestgjafinn gerði. Fyrirsögn þessarar greinar er tekin úr einu slíku ljóði. Þannig hefur vinna þeirra verið, í sameiningu og sér, hvor um sig gengur sína götu en einhvernveg- inn liggja leiðirnar oft saman. Þess vegna varð úr, eftir sjö ára samspil, að sýna nokkrar myndir Páls með ljóðum Thors. „Við bara fömm okk- ar fram,“ segir Thor. „I miklu frelsi, hvor með sitt eðli og náttúm. Fyrirstaðan er ekki eitthvað sem við viljum losna við, heldur nokkuð sem við notum til að móta með harðri hendi, eins og hún hefur sett okkur fyrir.“ Morgunblaðið/Ásdís Páll Guðmundsson á Húsafelli innan um verk sín í Gallerfi Reykjavík. AÐ TÝNDRIÞRÁ Kröfur um að sporn- að verði við að- streymi útlendinga Samkvæmt skoðana- könnunum er Danski þjóðarflokkurinn orðinn þriðji stærsti flokkurinn í Danmörku og nú er ákaft rætt um hertar reglur til að sporna við aðstreymi útlendinga, segir Sigrún Davíðs- dóttir. ÞAÐ liggur í loftinu að danska stjóm- in muni á næstu vikum kynna aðgerð- ir til að hefta rétt flóttamanna og inn- flytjenda til að fá fjölskyldumeðlimi til sín. Aðgerðimar hafa lengi verið til umræðu, en orðið meira aðkallandi þar sem Danski þjóðarflokkur hinnar herskáu Piu Kjærsgaard bætir stöð- ugt við sig fylgi í skoðanakönnunum, meðal annars vegna krafna um heft aðstreymi útlendinga. í áramótaávarpi sagðist Poul Ny- rap Rasmussen forsætisráðherra helst óska þess að breið samstaða næðist um hertar aðgerðir. Undir það hafa borgaralegu flokkamir tekið, en óvíst er að samstaða náist þar sem töluvert ber á milli. Bæði stjómar- flokkamir og borgaralegu flokkamir sjá sér hag í aðgerðum, sem gætu kveðið þessar umræður niður og stöðvað kjósendastrauminn yfir til Kjærsgaard og flokks hennar. Kaupmannahöfn með flesta út- lendinga Þegar Nyrap gerði útlendingamál- in að umtalsefni í ávarpi sínu sagði hann að gera yrði þijár kröfur til að styrkja samheldni í þjóðfélaginu. Allir yrðu að læra dönsku, allir ættu að hafa vinnu og tækifæri til menntunar og allir yrðu að samþykkja þau gildi, sem danskt þjóðfélag byggðist á. Um þetta er ekki deilt, en undir niðri sýnist mörgum Dönum að alltof margir innflytjendur komi til lands- ins, hvort sem um er að ræða flótta- menn, eða hefðbundna innflytjendur. Flestir nýbúar búa í Kaupmannahöfn, Reuters Danskir óeirðalögreglumenn beijast við andstæðinga nýnasista í Tor- up, skammt frá borginni Randers, í vetur. Danski þjóðarflokkurinn vís- ar á bug ásökunum um nýnasisma og andúð hans á innflytjendum virðist eiga mikinn hljómgrunn, ekki síst hjá rosknum jafnaðarmönnum. þar sem 16,5 prósent borgarbúa era af erlendu bergi brotnir. Um 4,8 prós- ent íbúa Danmerkur era erlendir, en í Svíþjóð er hlutfallið 5,9 prósent. Ójöfn dreifing útlendinga veldur úlfúð og borgarstjórar bæjarfélaga í nágrenni Kaupmannahafnar funduðu nýlega með Thorkild Simonsen inn- anríkisráðherra. Kröfur bæjarstjór- anna nú era að möguleikar á fjöl- skyldusameiningu verði takmarkaðir og eins að þeir sem fái fjölskyldum- eðlimi til sín verði að hafa húsnæði til að hýsa þá. Aður heíúr verið talað um að þeir sem óski eftir að fá ættmenni til sín verði að geta sýnt fram á að þeir geti séð þeim farborða. Borgarstjóramir kröfðust þess fyr- ir áramót að tillit væri tekið til ólíks ástands í bæjarfélögunum. Fyrir nokkrum árum fóru bæjarstjórar fram á að bæjarfélög mættu setja kvóta á hversu margir útlendingar byggju þar og önnur höft hafa verið rædd. Á þeim tíma var Simonsen bæj- arstjóri í Árósum og skeleggur tals- maður bæjarstjóra er kvörtuðu yfir aðstreymi útlendinga. Þær kröfur era enn í deiglunni og Róttæki vinstriflokkurinn, sem situr í ríkisstjóm með jafnaðarmönnum, hefur stungið upp á að bæjarfélögum með fáa eða enga útlendinga verði út- hlutaður útlendingakvóti, sem þeir verði að taka á móti. Til að létta undir geti ríkisvaldið beitt sér fyrir bygg- ingu félagslegs húsnæðis í þeim bæj- arfélögum, svo kvöðin verði léttbær- ari. Margvíslegar kröfur Umræðan snýst því annars vegar um að hefta aðstreymi, hins vegar um að jafna útlendingum betur á landið. Því er gjaman haldið á lofti að mikið aðstreymi maka útlendinga stafi af því að ungu nýbúamir séu þvingaðir til að ganga að eiga fólk frá heima- löndum sínum. Ungu nýbúamir séu því ekki fijálsir að því að velja sér maka, eins og Danir, heldur þurfi að lúta hefðum uppranalanda sinna. I ávarpi sínu fléttaði Nyrap saman fjölskyldusameiningu og danskt gild- ismat er hann tók dæmi um velmenntaða tyrkneska stúlku, sem neydd væri að giftast manni úr ein- hverju tyrknesku sveitaþorpi. Um þetta væra alltof mörg dæmi, en hér yrðu nýbúamir að lúta dönskum venj- um, ekki venjum heimalandsins. í Danmörku gilti danskt gildismat og ekkert annað. Danski þj ó ð arílokkurinn gengur rösklega til verks í sínum málflutningi og krefst þess að fjölskyldusameining verði með öllu bönnuð fyrir þá útlend- inga, sem dönsk yfirvöld skilgreina sem flóttamenn, svokallaða „de facto“ flóttamenn, þótt þeir falli ekki undir skilgreiningu Sameinuðu þjóðanna á flóttamönnum. Af 4.781 flóttamanni, sem fékk dvalarleyfi í Danmörku 1998 voru 2878 „de facto“ flóttamenn. Kjærsgaard heldur því fram að innflutningur flóttamanna á fjölskyld- uliði sé helsta orsök örrar fjölgunar nýbúa í Danmörku. Málflutningurinn virðist falla í góðan jarðveg, því flokk- urinn hefur undanfarið fengið 14 prósent í skoðanakönnunum, verið þriðji stærsti flokkurinn á eftir Jafn- aðarmannaflokknum og Venstre. Venstre hefur komið með tillögu um að innflytjendur eigi ekki að fá full réttindi til félagslegrar þjónustu eins og bamabóta, húsaleigustyrks og framfærslubóta íyrr en eftir sjö ár, en ekki eftir þrjú ár eins og nú er. Ihaldsflokkurinn hefur bent á að flóttamenn eigi ekki að fá full réttindi eftir þijú ár, heldur aðeins að fá að búa í landinu, án of mikilla réttinda. Róttæki flokkurinn hefur hafnað kröfum um að nýbúar verði að geta sýnt fram á framfærslu íyrir ætt- ingja, sem þeir fá til sín, en ekki tekið tillit til húsnæðiskröfu til þeirra. Allra þessara hugmynda þarf stjómin því að taka tillit til og bræða saman á næstu vikum ef nást á breið samstaða. Aðstreymið tO Danska þjóðarflokksins þrýstir á, en einnig óvilji til að gera útlendingamálin að svo stóra máli í danskri þjóðarvitund að þau ýti undir úlfúð í garð útlend- inga, sem enn eykur á kjósenda- streymið til þjóðarflokksins. Kannan- ir hafa sýnt að það eru ekki síst eldri jafnaðarmenn, sem styðja nú Þjóðar- flokkinn, og flokkur forsætisráðherra því sá flokkur sem misst hefur einna mest íylgi þangað.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.