Morgunblaðið - 15.01.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.01.2000, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ Flensan Inflúensan sem nú gengur er sérlega skæð Lífslíkur Börnin okkar gætu al- mennt orðið 100 ára. Félagsfælni þjakar mun fleiri en ætlað var Konum mun hættara við lungnakrabba en körlum Virkt gen talið orsaka- valdurinn Hættan talin 12 sinnum meiri hjá konum sem reykja Washington. AP. GEN sem tengist óeðlilegum frumuvexti í lungum er virkara í konum en körlum, og kann þetta að útskýra hvers vegna konum sem reykja er meira en tvisvar sinnum hættara við lungnakrabba en körl- um sem reykja. í rannsókn sem birt var í Journal of National Cancer Institute 5. þessa mánaðar segja vísindamenn að gen sem er á x-litninginum og tengist frumu- vexti í lungum verði virkt við sígarettureyk og sé virkara í kon- um en körlum. „Konum hættir fremur til að fá krabbamein í lungum eftir skemmri reykingatíma en körlum,“ sagði Sharon P. Shriver, líffræð- ingur við Háskóla Pennsylvaníu- ríkis í Bandaríkjunum, og aðalhöf- undur rannsóknarinnar. „Ennfremur eru þrefalt meiri líkur á, að einstaklingur sem ekki reykir en fær lungnakrabba sé kvenkyns en karlkyns. Rannsóknin kann að veita útskýringu á þessu.“ Líffræðilegar orsakir Rannsóknin leiddi í ljós að virkni tiltekins gens jók hættu á lungna- krabba í bæði kven- og karlkyns reykingafólki, en hættan jókst 12- falt hjá konum sem reyktu, en að- eins 2,4-falt hjá karlkyns reykinga- mönnum sem höfðu þetta tiltekna gen, að sögn Shrivers. Fjöldi rann- sókna hefur leitt í ljós að bæði kon- um sem reykja og konum sem ekki reykja er margfalt hættara við lungnakrabba en körlum, og hafa sumar rannsóknir bent til að hætt- an sé allt að 2,3-falt meiri hjá kon- um, sagði Shriver ennfremur. Genarannsóknin bendi til líffræði- legrar orsakar fyrir þessum mun. Dr. Curtis C. Harris hjá Krabba- TFIcéi^TVIeníIerlIgurl m "n s lo.isk-d PRN Þessi bandariska tóbaksaug- lýsing frá 1928 mun vera sú fyrsta sem beint var sérstak- Iega að konum. meinsfélagi Bandaríkjanna sagði rannsóknina renna frekari stoðum undir þá kenningu að konum sé hættara við lungnakrabba af völd- um tóbaks. Styðji hún niðurstöður fyrri rannsóknar, sem Harris og samstarfsfólk hans hjá Krabba- meinsfélaginu gerðu, og bentu til þess að munur á genum í lungum karla og kvenna kunni að eiga þátt í því að konum er hættara við krabbameini þar en körlum. I nýju rannsókninni gerðu vís- indamennirnir genarannsókn á lungnasýnum teknum úr 38 konum og 40 körlum, bæði reykingafólki og fólki sem ekki reykti. Fimmtíu og átta voru með lungnakrabba, en hinir höfðu farið í lungnaaðgerð af öðrum ástæðum. Könnuð var virkni gens er nefnist saltsýru- vakalosandi peptínviðtaki, eða GRPR, en það hvetur frumur til að tengjast GRP-hormóninu. Það er þessi tenging sem veldur óeðlileg- um frumuvexti er getur leitt til krabbameins. I ljós kom að genið var virkt hjá 55% kvenna sem ekki reyktu og um 75% kvenna sem reyktu, jafnvel þótt þær hefðu reykt minna en pakka á dag í 25 ár. Meðal karla sem ekki reyktu reyndist genið alls ekki virkt, og hjá einungis 20% karia sem reykt höfðu innan við pakka á dag í 25 ár. „Þetta gen verður ekki virkt hjá körlum nema því aðeins að þeir reyki,“ sagði Jill M. Siegfried við Háskólann í Pitts- burg í Bandaríkjunum, einn með- höfunda rannsóknarinnar. Tóbaksreykur gerir genið virkt GRPR-genið gegnir lykilhlut- verki við vöxt lungnanna og berknatrésins, en er yfirleitt óvirkt í fullorðnum, sagði Siegfried. Það verður einungis virkt af völdum tóbaksreyks eða einhverra annarra áverka í öndunarfærum. Genið er á x-litningnum, en konur hafa tvo slíka en karlmenn aðeins einn. Flest genin á öðrum litningnum í konum eru óvirk, sagði Siegfried ennfremur, en af einhverri ástæðu getur GRPR-genið haldið áfram að virka á báðum litningunum í kon- um. Tyggjó megrar Boston. AP. HOPUR vísindamanna hefur uppgötvað nýja leið til að brenna hitaeiningum,einn og einni í senn: Að tyggja tyggjó. Þeir reiknuðu út að með því að tyggja brennir maður ell- efu hitaein- ingum á klukku- stund. Þótt það virðist e.t.v. ekki vera mikið komust vísinda- mennirnir að þeirri niðurstöðu að tyggi maður tyggjó stanslaust í heilt ár, það er að segja þegar viðkomandi er vakandi, en breyt- ir að öðru Ieyti ekki lífsháttum sínum, léttist sá hinn sami um ein fimm kíló. James Levine og sam- starfsmenn hans við Mayo- heilsugæslustöðina í Banda- ríkjunum komust að þessu, og var greint frá niðurstöðunum í New England Journal of Medi- cine í lok siðasta árs. Þeir gerðu tilraun á sjö sjálf- boðaliðum sem tuggðu sykur- laust tyggjó í tólf mínútur og var vél notuð til að meta orkueyðslu þeirra með því að mæla and- ardrátt þeirra fyrir, eftir og á meðan þeir tuggðu. Reutera Verulegar líkur eru á því að börn sem fæðast þessa dagana nái allt að 100 ára aldri. Verða börnin almennt 100 ára? Ný aðferð við líffæraígræðslu Lyf gegn ónæmis- viðbrögðum óþörf BÖRN nú á dögum geta vænst þess að verða allt 100 ára, því lífs- líkur fara sífellt hækkandi, að því er landlæknir í Bretlandi segir. Meðalaldur þar í landi hefur hækkað um rúmlega 30 ár á þess- ari öld, og eru lífslíkur karla nú 74,4 ár og kvenna 79,6 ár. Breska blaðið Observer greindi frá því á dögunum að lífslíkur aukist nú að meðaltali um tvö ár á hveijum áratug, og hefur eftir landlækni, Pat Troop, að engin ástæða sé til að ætla að sú þróun breytist. „Þetta mun halda áfram uns komið verður að eðlilegum lífaldri okkar sem h'fveru, sem er líklega um það bil 95 til 100 ár,“ sagði hún. Bætt heiisugæsla, útrýming sjúkdóma og betri næring eru allt þættir sem hafa átt þátt í að lengja ævina. Á fyrri hluta ald- arinnar jukust lífslíkur gífurlega þegar tókst að draga verulega úr ungbarnadauða. Núna aukast lík- urnar hins vegar á hinum enda ævinnar og eldra fólk lifír mun lengur en áður var. Hjúkrunarfólk varar þó við því að auknar h'fslikur þýði ekki endi- lega aukin gæði lífsins sem leng- ist. Svo virðist sem ár alvarlegrar hrörnunar verði jafn mörg, þeim bara seinki. BRESKIR læknar hafa þróað að- ferð tU að græða líffæri í sjúklinga án þess að nota þurfi skaðleg lyf sem bæla niður ónæmiskerfið. Þessi lyf hafa hingað til verið nauðsynleg tU að koma í veg fyrir að líkaminn hafni nýja líffærinu. Sir Roy Calne, einn af þekktustu læknum Bretlands á þessu sviði, þróaði nýju aðferðina og henni hef- ur þegar verið beitt með góðum ára- ngri á 30 sjúklingum á Addenbrook- es-sjúkrahúsinu í Cambridge. Hann sagði í samtali við RBC-útvarpið að hægt yrði að nota aðferðina á sjúkrahúsum út um allt Bretland innan árs. Frumum eytt Þegar líffæri er grætt í sjúkling lítur ónæmiskerfið á það sem að- skotahlut, telur það skaðlegt og ræðst á það. Sjúklingamir hafa því þurft taka inn sterk lyf sem bæla niður ónæmiskerfið eftir ígræðsl- una. Þegar nýju aðferðinni er beitt er frumum ónæmiskerfisins eytt fyrir ígræðsluna með nýju lyfi. Þegar líkaminn nær sér sættir hann sig við nýja líffærið, líklega vegna þess að nýju ónæmisfrumumar telji að líf- færið hafi alltaf verið í líkamanum. Sjúklingur sem fékk nýtt nýra fyrir tveimur áram þurfti að taka inn 20 pillur á hverjum morgni. Nokkur lyfjanna vora notuð til að koma í veg fyrir að líkaminn hafnaði nýranu og önnur til að draga úr óæskilegum aukaverkunum fyrr- nefndu lyfjanna. Lyfin gerðu sjúkl- inginn berskjaldaðan fyrir sjúk- dómum og juku líkumar á krabbameini og beingisnun. Farnast vel Flestum sjúklinganna 30 sem fengu líffæri með nýju aðferðinni hefur famast mjög vel. Einn af sjúklingum Calne, sem fékk nýtt nýra, hefur t.a.m. aðeins þurft að taka inn eitt lyf, sem bælir niður ónæmisviðbrögð, og jafnvel það kann að vera ónauðsynlegt. „Ég er mjög spenntur," sagði Calne. „Ég hef aldrei séð hópi sjúkl- inga famast jafn vel með svo ein- faldri meðferð. Ég hef tekið þátt í slíkum tilraunum frá 1959, einkum til að bæla niður ónæmisviðbrögð, þannig að ég er bjartsýnn." Líkamar um 40% þeirra sem hafa fengið ný nýra hafa hafnað nýju líf- færunum. Með nýju aðferðinni minnkar þetta hlutfall um helming, þannig að þessi dýrmætu líffæri nýtast mun betur. Verði henni beitt við allar nýrnaígræðslur geta miklu fleiri notið góðs af þeim en verið hef- ur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.