Morgunblaðið - 15.01.2000, Blaðsíða 58
MORGUNBLAÐIÐ
.58 LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2000
MESSUR
Guðspjall dagsins:
Brúðkaupið í Kana.
—“-ÁSKIRKJA: (Jóh2)
Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðs-
þjónusta kl. 14. Vöfflukaffi Safnaðar-
félagsins eftir messu. Kirkjubíllinn
ekur. Árni BergurSigurþjörnsson.
BÚSTAÐAKIRKJA:
Barnamessa kl. 11. Léttir söngvar,
þiblíusögur, bænir, umræður og leikir
við hæfi barnanna. Foreldrar hvattir
til að koma með börnum sínum.
Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Guðni
Þ. Guðmundsson. Prestur sr. Gunnar
RúnarMatthíasson.
DÓMKIRKJAN:
Guösþjónusta kl. 11 við uþþhaf sam-
kirkjulegu bænavikunnar. Prédikun
flytur séra Hjalti Þorkelssons, sókn-
arprestur í Landakoti, en fyrir altari
þjóna sr. Hjalti Guðmundsson og sr.
Hjalti Hugason. Fulltrúar safnaðanna
lesa ritningarorð.
ELLIHEIMILIÐ GRUND:
Messa kl. 14. Prestur sr. Árni Sig-
urðsson. Organisti Kjartan Ólafsson.
Félagfyrrverandi sóknarpresta.
GRENSÁSKIRKJA:
Barnastarf kl. 11. Messa kl. 11. Alt-
arisganga. Kirkjukór Grensáskirkju
syngur. Organisti Árni Arinþjarnarson.
Kvöldguðsþjónusta kl. 20. Einfalt
form. Kyrrð og hlýja. Sr. Ólafur Jó-
hannsson.
HALLGRÍMSKIRKJA:
' Messa og barnastarf kl. 11. Félagar
úr Mótettukór syngja. Organisti Hörö-
ur Áskelsson. Sr. Jón Dalbú Hró-
bjartsson. Guðsþjónusta kl. 17.
Bach-kantata flutt af Mótettukór und-
ir stjórn Harðar Áskelssonar við und-
irleik kammersveitar Hallgrímskirkju.
Einsöngvarar Hulda Björk Garðar-
sdóttir, sópran, Sigríður Jónsdóttir,
alt, Finnur Bjarnason, tenór og Ólafur
Kjartan Sigurðsson, bassi. Prestur
sr. SigurðurPálsson.
LANDSPÍTALINN:
r Messa kl. 10. Sr. Guölaug Helga Ás-
geirsdóttir.
HÁTEIGSKIRKJA:
Barna- og fjölskylduguösþjónusta kl.
11. Sr. Helga Soffla Konráðsdóttir.
Messa kl. 14. Organisti Douglas A.
Brotchie. Sr. Gylfi Jónsson.
LANGHOLTSKIRKJA:
Kirkja Guðbrands biskups.
Messa ki. 11. Prestur sr. Gylfi Jóns-
son. Organisti Jón Stefánsson. Kaffi-
sopi eftirmessu. Barnastarfísafnað-
arheimili kl. 11. Umsjón Lena Rós
Matthíasdóttir.
LAUGARNESKIRKJA:
Messa og sunnudagaskóli kl. 11.
Hrund Þórarinsdóttir stýrir sunnu-
dagaskólanum með sínu fólki. Kór
Laugarneskirkju syngur. Organisti
GunnarGunnarsson. Guðrún K. Þórs-
dóttir djákni þjónar ásamt sr. Bjarna
Karlssyni. Kvöldmessa kl. 20:30.
Djasskvartett Gunnars Gunnarsson-
ar leikur. Kór Laugarneskirkju syngur.
Prestshjónin sr. Jóna Hrönn Bolla-
dóttir og sr. Bjarni Karlsson þjóna að
oröinu og boröinu.
NESKIRKJA:
Sunnudagaskólinn kl. 11. Átta til níu
ára starf á sama tíma. Guösþjónusta
kl. 14. Sr. Örn Bárður Jónsson.
Fríkirkjan
í Reykjavík
Fjölskylduguös-
þjónusta kl. 11.00
Barn borið til skírnar
Létt tónlist
Organisti Kári Þormar
Allir hjartanlega
velkomnir
*
Séra Hjörtur Magni
Jóhannsson
Engin guðsþjónusta
kl. 14.00
lhif \ • ' ; , ‘ < 1 ’
SH^ÉjMÍ
Seltjamarneskirkja
SELTJARNARNESKIRKJA:
Messa kl. 11. Organisti Sigrún
Steingrímsdóttir. Prestur sr. Solveig
Lára Guðmundsdóttir. Barnastarf á
samatíma.
FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Fjölskyldu-
guðsþjónusta kl. 11. Barn borið til
skírnar. Létt tónlist. Organisti Kári
Þormar. Allir hjartanlega velkomnir.
Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson. Engin
guðsþjónusta kl. 14.
ÁRBÆJARKIRKJA:
Guðsþjónusta kl. 11. árdegis. Organ-
leikari: Pavel Smid. Jógvan Purkhús
flytur stólræðu og kynnir Gideonfé-
lagiö. Gideonfélagar lesa ritningar-
lestra. Barnaguösþjónusta kl. 13.
Bænir - fræðsla - söngvar - sögur og
leikir. Foreldrar, afar og ömmur boðin
velkomin með börnunum. Prestarnir.
BREIÐHOLTSKIRKJA:
Bamaguðsþjónusta kl. 11.
Guðsþjónusta á sama tíma.
Prestur sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson.
Organisti: Daníel Jónasson.
DIGRANESKIRKJA:
Messa kl. 11. Sunnudagaskóli á
sama tfma. Léttur málsverður eftir
messu í safnaöarsal. Prestur sr.
Gunnar Sigurjónsson. Organisti:
Kjartan Sigurjónsson.
FELLA-OG HÓLAKIRKJA:
Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr.
Hreinn Hjartarson. Kór Fella- og Hóla-
kirkju syngur. Organisti Lenka Máté-
ová. Barnaguösþjónusta kl. 11. Um-
sjón Margrét Ólöf Magnúsdóttir.
Prestarnir.
GRAFARVOGSKIRKJA:
Barnaguðsþjónusta í Grafarvogs-
kirkju kl. 11. Umsjón: Hjörtur og
Rúna. Sr. Sigurður Arnarson.
Barna- og fjölskylduguðsþjónusta kl.
11 í Engjaskóla. Umsjón: Signý, Sig-
rún og Guðlaugur. Prestur: Sr. Vigfús
Þór Arnason. Furðuleikhúsið sýnir
Leikritið Frá Goðum til Guðs sem
samið er í tilefni 1000 ára kristni á
íslandi.
Guðsþjónusta í Grafarvogskirkju kl.
14. Prestur sr. Siguröur Arnarson.
Organisti Hörður Bragason.
KórGrafarvogskirkju syngur.
Prestarnir
HJALLAKIRKJA:
Messa kl. 11. Sr. Hjörtur Hjartarson
þjónar. Félagar úr kór kirkjunnar
syngja og leiða safnaðarsöng.
Organisti: Jón ÓlafurSigurðsson.
Barnaguðsþjónusta í kirkjunni kl. 13
ogí Lindaskóla kl. 11.
Við minnum á bæna- og kyrrðarstund
á þriðjudag kl. 18. Prestarnir.
KÓPAVOGSKIRKJA:
Barnaguðsþjónusta í safnaðarheimil-
inu Borgum kl. 11. Guðsþjónusta kl.
14. Organisti Hrönn Helgadóttir.
Prestur sr. Guðni ÞórÓlafsson.
SEUAKIRKJA:
Barnaguösþjónusta kl.ll. Fræðsla
og mikill söngur. Guðsþjónusta
kl.14. Sr. Valgeir Ástráðsson prédik-
ar. Organisti: Gróa Hreinsdóttir
Sóknarprestur.
ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Morg-
unguðsþjónusta kl. 11. Fræðsla fýrir
börn og fullorðna. Samkoma kl. 20.
Mikil lofgjörð ogfýrirbænir. Olaf Engs-
báten, aöstoöarprestur prédikar. Allir
hjartanlega velkomnir.
FRÍKIRKJAN VEGURINN: Fjölskyldu-
hátíð kl. 11. Blessun og fögnuður í
húsi drottins. Léttar veitingar eftir
samkomuna. Samkoma kl. 20. Ég vil
lofa drottin meðan lifi. Samúel Ingi-
marsson prédikar. Allir hjartanlega
velkomnir.
BOÐUNARKIRKJAN, Hlíðarsmára:
Samkoma laugardag kl. 11. Sunnu-
dögum kl. 17. Steinþór Þórðarson í
beinni á fimmtudögum á FM 107 kl.
15.
KLETTURINN: Krakkakirkja kl. llfyr-
ir alla fjölskylduna. Samkoma kl. 20.
Prédikun orösins og mikil lofgjörð og
tilbeiðsla. Allirvelkomnir.
FÍLADELFÍA: Brauðsbrotning kl. 11.
Ræðumaður Erling Magnússon. Al-
menn samkoma kl. 16.30. Lofgjörð-
arhópurinn syngur. Ræðumaður
Sheila Fitzgerald. Ungbarna- og
barnakirkja fyrir 1-12 ára börn með-
an á samkomu stendur. Allir hjartan-
lega velkomnir.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Laugardag kl.
13 laugardagsskóli fyrir krakka.
Sunnudag kl. 19.30. Bæn. Kl. 20
hjálþræðissamkoma. Kafteinn Miri-
am Óskarsdóttir talar. Mánudag kl.
15: Heimilasamband. Majór Turid
Gamsttalar.
KFUM og KFUK v/Holtaveg: Sam
koma á morgun kl. 17. Framlag og
sýn við upphaf ársins 2000. Umsjón:
Samband íslenskra kristniboðsfé-
laga. Ræðumaður Guðlaugur Gunn-
arsson kristniboói. Boðið verður upp
á sérstakar barnasamverur hluta
samkomutímans. Skipt í hópa eftir
aldri. Allirvelkomnir.
KRISTSKIRKJA, Landakoti: Messur
sunnudaga kl. 10.30, 14. Messa kl.
18 á ensku. Laugardaga 18 og virka
daga messur kl. 8 og 18.
MARÍUKIRKJA, Raufarseli 8: Messa
sunnudag kl. 11. Messa laugardag
(á ensku) og virka daga kl. 18.30.
JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa
sunnudag kl. 10.30. Biskupsmessa.
KARM ELKLAUSTUR, Hafnarfirði:
Messa sunnudaga kl. 8.30. Messa
laugardaga og virka daga kl. 8.
BARBÖRUKAPELLA, Keflavík:
Skólavegi 38. Messa sunnudag kl.
14,-
STYKKISHÓLMUR, Austurgötu 7:
Messa sunnudag kl. 10. Messa laug-
ardagog virka daga kl. 18.30.
RIFTÚN, Ölfusi. Messa sunnudag kl.
17.
ÍSAFJÖRÐUR, Jóhannesarkapella:
Messa sunnudag kl. 11.
BOLUNGARVÍK: Messa sunnudag kl.
16.
FLATEYRI: Messa laugardag kl. 18.
ÞINGEYRI: Messa mánudag kl.
18.30.
FÆREYSKA SJÓMANNAHEIMILIÐ:
Samkoma á morgun kl. 15.
BRAUTARHOLTSKIRKJA á Kjalar-
nesl: Barnaguösþjónusta kl. 11.
Gunnar Kristjánsson, sóknarprestur.
LÁG AFELLSKIRKJA: Guðsþjónusta
kl. 14. Prestur sr. Kristján Valur Ing-
ólfsson. Kirkjukór Lágafellssóknar.
Organisti Jónas Þórir. Barnastarf í
safnaðarheimilinu kl. 11.15. Jón Þor-
steinsson.
HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnu
dagaskólar í Hvaleyrarskóla og
kirkjunni og Strandbergi kl. 11. Mun-
ið skólabílinn sem ekur til og frá
kirkju. Messa í kirkjunni kl. 11. Org-
anisti Lenka Matenova. Félagar úr
kór kirkjunnar syngja. Prestur sr.
Gunnþór Ingason. Taize-guösþjón-
usta kl. 17. Prestur sr. Þórhildur
Ólafs.
FRÍKIRKJAN { Hafnarfirði: Barna-
samkoma kl. 11 í umsjá Eddu, Arnar
og Sigríðar Kristínar. Guðsþjónusta
kl. 14. Organisti Þóra Vigdís Guð-
mundsdóttir. Einar Eyjólfsson.
VÍDALÍNSKIRKJA: Fjölskylduguð-
sþjónusta sunnudag kl. 11. Nýtt efni
í sunnudagaskólanum sem fellur inn
í athöfnina. Barnakórinn syngur. Org-
anisti Jóhann Baldvinsson. Prestarn-
ir
KÁLFATJARNARSÓKN: Kirkjuskólinn
byrjar aftur í Vogasköla laugardaginn
15. jan. kl. 11. Nýtt efni. Foreldrar
hvattir til að mæta með börnum sín-
um.
KÁLFATJARNARKIRKJA: Guðsþjón-
usta sunnudag kl. 14. Organisti
Frank Herlufsen. Prestarnir.
ÚTSKÁLAKIRKJA: Guösþjónusta kl.
11. Leifur A. ísaksson flytur vitnis-
burð. Kór Útskálakirkju syngur.
HVALSNESKIRKJA: Guðsþjónusta kl.
14. Leifur A. ísaksson flytur vitnis-
burð. Kór Hvaisneskirkju syngur. Org-
anisti GuðmundurSigurðsson.
KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnudaga-
skóli kl. 11. Muniö skólabílinn.
Messa kl. 14. Altarisganga. Prestur
Ólafur Oddur Jónsson. Kór Keflavík-
urkirkju leiðir söng. Organisti Ester
Ólafsdóttir.
VÍKURPRESTAKALL: Kirkjuskólinn í
Mýrdal hefst aftur eftir jólaleyfi í dag,
laugardag. Hittumst hress og kát í
Víkurskóla kl. 11.15. Sóknarprestur.
Guösþjónusta í Reyniskirkju sunnu-
dagkl. 14. Organisti er Kristín Björns-
dóttir. Almennur safnaðarsöngur.
Fjölmennum. Sóknarþrestur.
SELFOSSKIRKJA: Messa og sunnu-
dagaskóli kl. 11. Hádegisbænir
þriðjudaga til föstudags kl. 12.10.
Samvera 10-12 ára miðvikudaga kl.
16.30. Sóknarþrestur.
STOKKSEYRARKiRKJA: Barnaguðs-
þjónusta kl. 11. Messa kl. 14. Sókn-
arprestur.
HVERAGERÐISKIRKJA: Sunnudaga
skóli kl. 11. Kyrrðarstund við orgel-
leik kl. 17. Jón Ragnarsson.
AKRANESKIRKJA. Fjölskylduguös-
þjónusta kl. 14. Vænst er þátttöku
fermingarbarna og foreldra þeirra.
Sóknarprestur.
EGILSSTAÐAKIRKJA: Sunnudaga
skóli kl. 11. Messa kl. 14. 17. jan.:
Kyrröarstund kl. 18. 18. jan: Alfa-
námskeið kl. 19. Sóknarprestur.
EIÐAKIRKJA: Barnastarf kl. 11
sunnudag. Sóknarprestur.
STÓRA-NÚPSKIRKJA: Guðsþjónusta
á sunnudag kl. 14. Sóknarprestur.
KIRKJUSTARF
Kyrrðar- og bæna-
stund í Fella- og
Hólakirkju
Á HVERJUM þriðjudegi kl. 12 leik-
ur organisti kirkjunnar, Lenka Mát-
éová, á orgelið til kl. 12.10 en þá hefst
kyrrðar- og fyrirbænastund sem
sóknarprestarnir og djákninn sjá
um. Þakkar- og fyrirbænaefnum má
koma til þeirra eða tO annarra
starfsmanna safnaðarins.
Eftir að helgistund lýkur um kl.
12.25 gefst kirkjugestum kostur á að
borða létta máltíð saman í safnaðar-
heimilinu gegn vægu gjaldi. Fólki er
frjálst að koma og fara þegar þvi
hentar. Koma í helgistundina en ekki
í safnaðarheimilið eða öfugt, allt eftir
því sem það hefur tíma til eða áhuga
á. Allir, á öllum aldri, eru velkomnir.
Fyrsta helgi- og samverustundin
er þriðjudaginn 18. janúar kl. 12-13.
Samkirkjuleg
bænavika
Á HVERJU ári er haldin alþjóð-
leg bænavika kristinna manna víða
um heim til þess að efla einingu
hinna margvíslegu safnaða og
kirkjudedda.
Nú á þúsund ára afmælisári
kristnitökunnar verður bænavikan
haldin að venju í janúar og hefst hún
með guðsþjónustu í Dómkirkjunni
kl. 11 á morgun.
Það er Samstarfsneffnd kristinna
trúfélaga, sem stendur að bænavik-
unni hérlendis og er markmið henn-
ar að auka skilning og efla vináttu
milli ólíkra safnaða kristinna manna.
Við guðsþjónustuna á morgun
prédikar sr. Hjalti Þorkelsson, sókn-
arprestur við Kristskirkju í Landa-
koti. Sr. Hjalti Guðmundsson, dóm-
kirkjuprestur og sr. Hjalti Hugason,
prófessor, þjóna fyrir altari. Dóm-
kórinn syngur undir stjóm Marteins
H. Friðrikssonar, dómorganista.
Samkomur verða síðan sem hér
segir í næstu viku: 19. jan: í Krists-
kirkju kl. 20.30.20. jan: Á Hjálpræð-
ishernum kl. 20.30. 21. jan: I Að-
ventkirkjunni kl. 20.30. 22. jan: í
Fíladelfíukirkjunni kl. 20.30. Allir
hjartanlega velkomnir á þessar sam-
komur.
Hjalti Guðmundsson.
ÍGÉ^O
KRISTIN TRÚ
í ÞÚSUND ÁR
ÁRIÐ 2000
Kvöldguðs-
þjónusta í
Grensáskirkju
Á UNDANFÖRNUM misseram
hefur allvíða komist á sú nýbreytni
að efna til guðsþjónustuhalds á
sunnudagskvöldum.
Við í Grensáskirkju höfum beðið
átekta en nú leggjum við á djúpið.
Fyrsta kvöldguðsþjónustan verð-
ur annað kvöld, 16. jan., og hefst kl.
20:00. Áfram verður haldið þriðja
sunnudag í mánuði, næst 20. febr. og
19. mars.
Guðsþjónustuformið verður ein-
faldara en í hefðbundinni messu.
Umfram allt verður kappkostað að
móta hlýlegt og friðsælt andrúmsloft
þar sem Guð er tilbeðinn og orð hans
haft um hönd. Tilvalið er að enda
helgina og búa sig undir komandi
vinnuviku með þvi að eiga kyrrláta
og uppbyggilega stund í húsi Drott-
ins. Verið öll velkomin í Grensás-
kirkju á sunnudagskvöldið!
Sr. Ólafur Jóhannsson
Kantötur Bachs í
Hallgrímskirkju
í TILEFNI þess að á þessu ári
eru liðin 250 ár frá dauða J.S. Bachs
verða nokkrar af kantötum hans
fluttar við mánaðarlegar síðdegis-