Morgunblaðið - 15.01.2000, Síða 63

Morgunblaðið - 15.01.2000, Síða 63
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANIJAR 2000 63 BRÉF TIL BLAÐSINS Frá Kristjáni B. Jónnssyni: í MORGUNBLAÐINU hinn 28. desember síðastliðinn birtist umsögn Erlendar Jónssonar um bókina Orð í tíma töluð eftir Tryggva Gíslason sem Mál og menning gaf út fyrir jól. Fyrir hönd útgefanda langar mig til að gera nokkrar athugasemdir við þessa umsögn því ritdómari virðist ekki hafa fyllilega áttað sig á því um hvers konar bók er að ræða og hvemig hún er uppbyggð. Orð í tíma töluð er safn tilvitnana og fleygra orða þar sem leitast er við að gefa sem ítarlegastar skýringar á Opið bréf tilheil- brigðis- yfirvalda Frá Arnbjörgu Lindu Jóhanns- dóttur og Ríkharði Jósafatssyni: ACUPUNKTURFÉ LAG íslands (AFÍ) er með opinbera fyrirspurn til heilbrigðisyfirvalda varðandi reglu landlæknis um nálastungumeðferð. Landlæknisembættið setti reglur 18. júní 1998 um hver hafi heimild til að stunda nálastungur hér á landi. Aðilum úr viðurkenndum heilbrigð- isstéttum er þar gefið leyfi til að stunda nálastungur óháð magni menntunar þeirra á sviði nála- stungna, en menntað fólk í þessari starfsgrein fær ekki starfsleyfi. Okkar fyrirspurn til heilbrigðisyf- irvalda er þessi: Hver veitir land- læknisembættinu leyfi til að setja reglur um nálastungur? Nálastunga er allt önnur fræðigrein en vestræn- ar lækningar. Landlæknisembættið þjónar hagsmunum vestrænna lækna og innan þess starfar enginn með menntun á sviði nálastungu- fræða, samkvæmt okkar heimildum. Okkur hjá AFÍ þykir þar af leiðandi einkennilegt að landlæknisembættið geti metið hvort viðkomandi um- sækjandi hafi lokið viðurkenndu námi í slíkum lækningum. Nægilegt þykir landlæknisemb- ættinu að læknar og viðurkenndar heilbrigðisstéttir séu með nokkur helgarnámskeið í nálastungum til að fá leyfi, en veitir ekki leyfi þeim sem hafa sérmenntað sig á þessu sviði frá viðurkenndum háskólum erlendis. Þar þykir okkur alvarlega brotið á því fagfólki. Þegar regla landlæknis var gerð var aðeins leitað álits vestrænna lækna sem eru samkvæmt okkar uppiýsingum ekki menntaðir frá við- urkenndum nálastunguskólum. AFÍ fer fram á það að yfirvöld taki á þessu máli hið fyrsta. 19. aprfl 1999 sendi AFÍ bréf til heilbrigðisráðherra og formanns heilbrigðis- og tryggingamálanefnd- ar Alþingis til að lýsa yfir áhyggjum vegna reglna landlæknis. Enn bíðum við eftir svari yfirvalda. AFÍ þykir nauðsynlegt að heil- brigðisyfirvöld ógildi þessa reglu landlæknis og afturkalli þau leyfí sem landlæknisembættið hefur þeg- ar veitt, þar til raunhæft mat fæst á menntun manna á sviði nálastungna. Það er okkar mat að landlæknis- embættið á ekki að hafa neitt með leyfisveitingar í nálastungum að gera, það ætti að vera í höndum heil- brigðisyfirvalda en ekki landlæknis. AFÍ fer fram á að heilbrigðisyfir- völd skipi nefnd með menntuðu fag- fólki á sviði nálastungna til að útbúa raunhæfar reglur um nálastungur. Menntun manna í nálastungum á að sitji í fyrirrúmi þegai’ ákvarðanir um leyfisveitingar frá heilbrigðisyfir- völdum eru teknar. AFÍ telur það vera mikið hags- munamál allra íslendinga að auka skilning á notkun nálastungumeð- ferðar og bæta starfsskilyrði þeirra, sem hana stunda. ARNBJÖRG LINDA JÓHANNSDÓTTIR, RÍKHARÐUR JÓSAFATSSON, formenn Acupunkturfélags Islands. Misskilin orð merkingu um 8000 fleygra orða og tilvitnana, uppnma þeirra og tengsl- um við aðrar tilvitnanir og orðtök. Heimilda er jafnan getið og því auð- velt fyrh’ lesanda að fletta upp á þeim stað þaðan sem tilvitnunin er tekin og lesa sér þar betur til um samheng- ið, nægi ekki skýringar bókarinnar. í umsögn sinni fjallar Erlendur Jónsson nokkuð um orðamun tilvitn- ana, einkum þó tilvitnana í Islend- inga sögur. A þeim samanburði er hins vegar lítið að byggja þar sem hann nefnir aldrei hveijar þær út- gáfur séu sem hann segist hafa „við höndina“. Hann getur þess heldur ekki við hvaða útgáfu tilvitnanimar í Orð í tíma töluð styðjast og upplýsist það því hér með, að langoftast er vitnað í útgáfu Svarts á hvítu og á stundum í útgáfu íslenzkra fornrita. Til fyrmefndu útgáfunnar er vitnað þar sem hún er nú útbreiddust meðal áhugasamra lesenda og hefur að auki þann kost að vera til á tölvutæku for- mi. Alls staðar er tekið fram til hvaða heimilda er vitnað með skammstöf- un, útgáfuári, bindi og blaðsíðutali. Hefði það átt að vera auðvelt fyrir ritdómara að ráða fram úr þessu því að aftast í bókinni er skammstafana- lykill þar sem bókatitlar, höfunda- nöfn, útgáfustaður og útgáfuár em rituð fullum fetum. Þrátt fyrir þetta lætur Erlendur Jónsson eins og bókarhöfundur hafi fundið það upp hjá sjálfum sér að breyta fleygum orðum úr íslendinga sögum. Það hefði t.a.m. átt að vera vandalaust fyrir hann að fletta upp í útgáfu Svarts á hvítu á Grettis sögu frá árinu 1987, öðm bindi, bls. 1023, þar sem stendur skýmm stöfum: „Þau tíðkast hin breiðu spjótin." Það kann að vera að Erlendi þyki betra að segja: „Þau tíðkast nú hin breiðu spjótin“, en sú mynd styðst við önnur handrit en þau sem lögð em til gmndvallar útgáfu Svarts á hvítu. Eins og fram kemur í formála henn- ar var aðalhandriti Grettis sögu, AM 551 A 4to, þar fylgt nánar en venjan hafði verið. Þeir sem að útgáfunni stóðu nýttu sér þar áður óútgefna uppskrift Ólafs Halldórssonar hand- ritafræðings á þessari fremur illlæsi- legu heimild. Orðamunur útgáfu Svarts á hvítu og þeirra ótilgreindu útgáfna á íslendinga sögum sem rit- 4 dómari talar um er því auðskýrður. Þar með ætti öllum að vera ljóst að Grettis saga er ekki rituð upp á nýtt í Orð í tíma töluð og það sama gildir um Brennu-Njáls sögu, sem fær svipaða útreið. Þakka ber Erlendi ábendingar um prentvillur, sem löngum hefur reynst erfitt að ryðja út, en harma ber mis- skilning hans og rangfærslur. Orð í tíma töluð er stór bók og mikil og því kindarlegt að það sem hann gerir einkum að umræðuefni er það sem ekki stendur í bókinni. KRISTJÁN B. JÓNASSON Máli og menningu. Allt betta 09 margt fleira nú á tilboðsverði! WjulUjB rrrai

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.