Morgunblaðið - 15.01.2000, Side 64

Morgunblaðið - 15.01.2000, Side 64
' 64 LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2000 I DAG MORGUNBLAÐIÐ A Nigel Short sigrar í Pamp- lona á Spáni SKAK Pamplona, Spáni X. PAMPLONA- SKÁKMÓTIÐ 27. des. 1999-5. jan. 2000 BRESKI stórmeistarinn Nigel Short sigraði örugglega á alþjóð- lega skákmótinu í Pamplona á Spáni. f eftirfarandi skák kemur upp Tartakover-afbrigðið í drottningarvöm. Short kemur með nýjung í 13. leik og eftir að Lautier velur ranga áætlun fær svartur hagstæða útgáfu af hang- andi peðum. í framhaldinu reynist erfitt fyrir hvítan að bæta stöð- una. Hvítt: Joel Lautier Svart: Nigel Short Drottningarbragð [D58] l.d4 e6 2.Rf3 Rf6 3.c4 d5 4.Rc3 Be7 5.Bg5 h6 6.Bh4 0-0 7.e3 b6 8. Bd3 Annar möguleiki er 8.Be2 Bb7 9. Bxf6 Bxf6 lO.cxdð exd5 11.0-0 Rd712.b4, en það kom margsinnis upp í maraþoneinvíginu Karpov- Kasparov í Moskvu 1984-5. 8.. .Bb7 9.0-0 Rbd7 Upp er komið Tartakover-af- brigðið, en það þykir mjög traust afbrigði. Short hefur beitt því með góðum árangri. 10.Bg3 Aðrir möguleikar eru 10.De2 og 10. Hcl. 10.. .c5 ll.De2 Re4 12.cxd5 exd5 13.Hadl í skákinni Naumkins-Episin Vilnius 1988 varð framhaldið 13.Hacl He8 14.Hfdl Rxc3 15. bxc3 c4 16.Bc2 b5 17.Re5 Rxe5 18.dxe5 Db6 19.f4 Bc5 20.Hel f6 21.Khl með óljósri stöðu. 13.. .Dc8!? Nýr möguleiki í stöðunni. Með textaleiknum víkur svartur drottningunni úr skotlínu hróks- ins. Aðrir möguleikar eru 13...Rxg3 14.hxg3 a6!? (kemur í veg fyrir Ba6) lö.dxcð bxcð 16. Bbl Rb6 17.a4! með betri stöðu á hvítt Kramnik-Jusupov, Dort- mund 1998; 13...Rdf6 14.dxc5 Rxc3 15.bxc3 Bxc5 16.Rd4 Dc8 með aðeins betri stöðu á hvítt Vyzmanavin-Gavrilon, Novgorod 1995 og Novikov-A.Petrosian. 14.Bbl Rdf6 15.Dc2 He8 16.Be5 De6 Short hefur þegar jafnað taflið. Helsti galli hvítu stöðunnar er, að erfitt er að finna haldgóða áætlun. 17.dxc5?! Betra er 17.a3!? með hugmynd- inni Ba2 og setja pressu á d5-peð- ið. 17.. .bxc5 18.Da4 Rg5! 19.Rxg5 Dxe5 20.RÍ3 De6 Sjá stöðumynd efst ínæsta dálki. Hvítur á erfitt með að bæta stöðuna. 24.Hcl d4! 25.exd4 Hxel + 26.Hxel cxd4 27.Ra4 Dc6 28.Hcl Rd5! 29.Dd2 Df6 30.Be4 Ekki 30.Dxd4? Dxd4 31.Rxd4 Rf4 og svartur vinnur. 30.. .Ba6 31.Hdl Rf4 32.g3 Re2+ 33.Kg2 He8 34.Dc2 Eftir 34.Bd3 kemur Rc3! 35. Bxa6 (ekki 35.Hel? vegna 35...Bb7; 35.Rxc3? dxc3 36.Df4 Dxf4 37.gxf4 Bxd3 38.Hxd3 Hc8 39.Hdl c2 og vinnur) 35...Rxdl 36. Bb5 Hb8 37.Rxd4 Hd8! 38.Dxdl Hxd4 og svartur hefur góða vinningsmöguleika. 34.. .De6 35.Rd2 Ef 35.Bd3? kemur 35...Rf4+ 36.gxf4 Dg4+ 37.Kfl Dxf3 og vinnur. 35.. .d3 36.Dc6 36.Bxd3? Bxd3 37.Dxd3 Rf4+ 38.gxf4 Dg4+ og svartur vinnur skiptamun. 36.. .Bb4 37.Dxe6 Hxe6 Drottningauppskipti hjálpa hvítum lítið. Riddarinn á e2 held- ur hvítum í úlfakreppu! 38.Bd5 Ild6 39.Be4? Afleikur. Eini vamarmöguleik- inn var 39.Bc4! eftir Bb7+ 40.Í3 Rd4! 41.Bxd3! (eftir 41.Re4 Bxe4 42.fxe4 Rc2 á hvítur í erfileikum) g6! (alls ekki 41...Bxd2 42.Hxd2 Rxf3 43.Bh7+! og hvítur vinnur!) 42. Re4 f5 43.Rxd6 Bxf3+ 44.KÍ3 Bxdl 45.Rc4 og hvítur hefur góða jafnteflismöguleika. 39.. .Hd4 40.f3 Ef 40.KÍ3 Bb5 41.Ke3 Hd8! er hvítur vamarlaus t.d 42.Rc4 Bxa4 43. bxa4 Rc3 44.Hxd3 He8 45.Í3 f5 ogsvarturvinnur. 40.. .Bb5 41.KÍ2 Bxa4 42.bxa4 Rc3 43.Hcl Rxe4+ 44.Rxe4 f5 45.Ke3 Hd5 0-1 Upp er komin staða með hang- andi peðum. Oft em hangandi peð veikleiki, en í þessu tilfelli em þau ávinningur. Bæði hefur svartur losað sig við svartreita biskup hvíts og eins standa svörtu menn- imir eins og best verður á kosið 21.Hfel Bf8 22.Df4 Db6 23.b3 Had8 Skákmót á næstunni 16.1 SA. Parakeppni. 20.1 SA. Öldungamót(45+). 23.1 SA. Skákþing Akureyrar. 28.1 SÍ. íslandsmótið í atskák, úrslit. Daði Örn Jónsson Hannes Hlífar Stefánsson Fjárfestar athugið! Höfum kaupendur að hlutabréfum f OZ.com, deCode og Flögu AVerðbréfamiðlunin jj AflTlÍlVhf- Verðhréf Sr Löggilt óháð fyrirtæki í verðbréfaþjónustu • Aðili að Verðbréfaþingi íslands • Suðurlandsbraut 46 • Sími: 568 10 20 VELVAKAMW Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Islenskur búningnr SIGRÍÐUR hafði samband við Velvakanda fyrir hönd vinkonu sinnar sem býr í Bandaríkjunum en þessi vinkona hennar er að leita eftir íslenskum búningi fyr- ir 15 ára stúlku sem býr í Bandaríkjunum. Stúlkan þarf búninginn til að vera í sem fulltrúi Islands á sýn- ingu þar. Þeir sem gætu liðsinnt Sigríði em vinsa- mlega beðnir að hafa sam- band í síma 557-7009. Dýrðleg en ekki dýrleg í TÍMARITI einu birtist nýlega mynd af Dóra Tak- efusa og fyrirsögn með sem sagði hana „dýrlega". Eg vil meina að Dóra sé ekki „dýrleg“ heldur „dýrðleg" því þetta er yndisleg stúlka. Hef ég áður séð í blöðum að fólk sé kallað dýrlegt og finnst mér það mjög slæmt - það á ekki að kenna fólk við dýr - en mér finnst í lagi að nota orðið dýrðleg. Agústa. Óréttlæti SVO er mál með vexti að ég bý á stað sem matur er seldur og þarf að borga mánuðinn fyrirfram. I des- ember var mér boðið út á land í 5 daga, lét ég vita um að ég yrði ekki í mat síðustu 5 dagana í desember. Þá treysti ég því að ég þyrfti ekki að borga þá en fékk bara þrjá daga samþykkta af þessum fimm. Nóg til þess að ég átti bara að borga krónur 8.740 ef þess- ir dagar væra frádregnir en þurfti að borga 10.200 í staðinn. Ég átti erfitt með að borga þetta og þurfti að fá lán fyrir þessu. Er mjög óhress út í borgarritara fyrir að afgreiða þetta svona en maturinn er borg- aður þar. Ellilífeyrisþegi. Tapað/fundiö Svart seðlaveski týndist SVART seðlaveski týndist 17. desember, líklega í Sambíóinu í Mjódd. Skilvís finnandi hafi samband í síma 557-1135. Ullarkápa tekin f misgripum ULLARKÁPA tvíhneppt, svört og síð, var tekin í mis- gripum á Glaumbar föstu: dagskvöldið 7. janúar. I kápuvasa var svartur trefill og svartir leðurhanskar. Skilvís finnandi vinsamlega hafi samband í síma 698- 9045. Nokia 3110 týndist NOKIA 3110 týndist fostu- dagskvöldið 7. janúar fyrir framan Sportkaffi í Þing- holtsstræti. Skilvís finnandi hafi samband í síma 553- 3758 eða 525-3122. Gleraugnahulstur týndist SVART heimasaumað gleraugnahulstur með ísa- umuðum rósum týndist lík- lega á leiðinni Dalbraut - Bústaðahverfi. Skilvís finn- andi vinsanmlega hafi sam- band við Hönnu í sima 553- 3094. Skófla f óskilum SKÓFLA fannst í skafli við innkeyrsluna hjá Háteig- skirkju. Upplýsingar í síma 553-1053. Morgunblaðið/RAX Ungir Hafnfirðingar í bæjarferð. Víkverji skrifar... VÍKVERJI hefur að undanfömu fylgst með heimsmeistara- keppni félagsliða í knattspyrnu og hefur það vakið hann til alvarlegrar umhugsunar um stöðu evrópskrar knattspymu gagnvart hinni suður- amerísku. Það er vissulega sárt fyrir einlægan aðdáanda enska liðsins Manchester United að horfa upp á sína menn niðurlægða á slíku móti, en svona er þetta bara og það verður að segja hverja sögu eins og hún er. Sannleikurinn er sá að leikmenn Un- ited hafa orðið sér og enskri knatt- spymu til háborinnar skammar á þessu móti, ekki bara með slælegri frammistöðu inni á vellinum heldur einnig óviðeigandi framkomu utan vallar, með skapbráðan og hrokafull- an knattspymustjóra í broddi fylk- ingar. Framkoma aðalsmannsins nýbakaða, í beinni útsendingu á blaðamannafundi fyrir mót, sló Vík- verja gjörsamlega út af laginu og hann er enn ekki búinn að jafna sig á þessum ósköpum. Svona gera menn ekki! A hinn bóginn hefur verið unun að horfa á snilldartakta suður-amerísku knattspymumannanna, einkum hinna brasilísku, enda er knattspym- an í meðfömm þeirra eins og allt önn- ur íþrótt í samanburði við Evrópu- boltann. Það era orð að sönnu, áletr- unin á borðum stuðningsmanna brasilíska liðsins Vasco Da Gama, í leiknum gegn Manchester United, þar sem skrifað var: „Þið kennduð okkur knattspymu, við gerðum hana að listgrein." Það er engin tilviljun að þau tvö lið sem léku til úrslita um heimsmeist- aratitilinn í gærkvöldi era bæði frá Brasilíu, og gildir þá einu þótt að- stæður hafi verið þeim hliðhollar, en keppnin var háð í Brasilíu. Og for- svarsmenn evrópskrar knattspymu geta heldur ekki skotið sér undan ábyrgð með sleggjudómum og upp- hrópunum um að ekkert sé „að marka þetta mót“. Brasilíumennirnir era einfaldlega miklu betri í fótbolta en evrópskir knattspyrnumenn, það er ekkert flóknara en það. XXX IFRAMHALDI af framangreind- um staðreyndum fór Víkveiji að velta því íyrir sér hvort ekki væri kominn tími til að breyta um áherslur í evrópskri knattspymu og þar með talið hér á landi; hætta þessu dekri við það sem Víkverji vill kalla „krafta- og tréhestaknattspyrnu", en leggja þess í stað meiri rækt við létt- leika, lipurð og knatttækni. Það þyrfti að taka harðar á fólskulegum varnarbrotum og hætta að hampa fautunum, sem beita líkamsburðum til að keyra niður léttari og liprari leikmenn, og komast upp með það. En til að svo megi verða þarf vita- skuld að koma til ákveðin hugarfars- breyting hjá leikmönnum, þjálfuram, dómuram og áhorfendum, og kannski ekki síst hjá íþróttafréttamönnum, sem oftar en ekki hafa verið ósparir á stjömugjöf og háar einkunnir þegar fautamir og tréhestarnir eiga í hlut. Auðvitað er ekkert að því að knatt- spyrnulið leiki agaðan varnarleik, en áherslan má ekki öll vera þeim meg- in. Fyrr má nú rota en dauðrota. Víkverji er ef til vill kominn út á hálan ís með þessum staðhæfingum, en það sakar ekki að hugleiða þetta. Breytt- ar áherslur og annað hugarfar er í rauninni allt sem þarf og kannski tæki það ekki nema tvö til þrjú keppnistímabil að festa þessar áherslubreytingar í sessi. Sagt er að brasih'skir knattspymumenn hugsi gjaman sem svo: „Það er ekkert að því að fá á sig mörk, ef við bara skor- um fleiri mörk sjálfir." Víst er að með þessum hugsunarhætti verður leik- minn skemmtilegri fyrir áhorfendur, og sennilega fyrir leikmenn líka. Og er þá ekki tilganginum náð?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.