Morgunblaðið - 08.02.2000, Side 6

Morgunblaðið - 08.02.2000, Side 6
MORGUNBLAÐIÐ 6 ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2000 FRÉTTIR | Breytingar verða gerðar á fæðingarvæng kvennadeildar Landspítalans í sumar Tekið meira mið af þörfum allrar fjöl- skyldunnar Á hausti komanda verður tekið upp nýtt fyrirkomulag á hluta kvennadeildar Land- spítalans sem nefnt verður Hreiðrið. Jóhannes Tómasson heimsótti deildina og fræddist af yfírljósmóðurinni um málið. ÝMSAR breytingar standa fyrir dyrum á fæðingarvæng kvenna- deildar Landspítalans en annarri sængurkvennadeildinni verður lokað næsta sumar og hún opnuð á ný 1. október undir nafninu Hreiðrið. Verður deildin þá með þrenns konar starfsemi. Um 2.900 fæðingar eru að jafnaði á ári hjá kvennadeildinni og á síðasta ári var um fjórðungur sængurkvenna kominn heim á öðrum sólarhring. Hefur meðallegutíminn verið að styttast síðustu árin. Guðrún Björg Sigurbjörnsdóttir, yfirljósmóðir og sviðsstjóri kvennadeildarinnar, segir í sam- tali við Morgunblaðið að síðustu árin hafi margt verið tekið til end- urskoðunar varðandi allar hliðar barnsfæðinga, þ.e. meðgöngu, fæð- ingu, sængurlegu og eftirlit, og sé smám saman verið að breyta ýmsu hjá kvennadeildinni rétt eins og verið hafi víða erlendis. Nýja deildin, Hreiðrið, verður sem fyrr segir með þrenns konar starfsemi. Miðað við þarfir ijölskyldunnar „Þar verður í fyrsta lagi svo- nefnd MFS-eining, en MFS stendur fyrir meðgöngu-fæðingu- sængurlegu; önnur eining er ljós- mæðrateymi, sem við skammstöf- um LMT, og síðan Ljósið, en þar er á ferðinni stutt sængurlega sem miðast ekki aðeins við þarfir móð- urinnar heldur einnig fjölskyldu hennar,“ segir Guðrún Björg. Áður en lengra er haldið er hún beðin að útskýra einingamar þrjár og tekur fyrst fyrir MFS-eining- una: „Slík eining hóf starfsemi hjá okkur árið 1994 og er hún ætluð konum sem vitað er að fætt geta án sérstakra vandamála. Markmið MFS er að foreldrar fái samfellda þjónustu sömu ljósmæðra í með- göngu, fæðingu og sængurlegu; að auka ábyrgð foreldranna; forðast óþarfa inngrip í eðlilegt ferli og að gera fjölskyldunni fært að samein- ast sem fyrst eftir fæðinguna. Sængurlegan er fyrst og fremst heima og konur dvelja í mesta lagi hálfan annan sólarhring á deild- inni í þessu kerfi. Með MFS náum við að bjóða betri og samfelldari þjónustu." Guðrún segir að siðustu árin hafi yfir 200 fæðingar á ári farið fram undir þessum formerkjum og að reynslan sé góð. Konur sem einu sinni prófi þessa leið vilji gjarnan fara hana aftur og því hafi verið ákveðið að stækka eininguna og bæta nú við 8 stofum. Ef ein- hver vandamál koma fram í með- göngunni eða gera má ráð fyrir að eitthvað geti komið upp í fæðing- unni sjálfri detta konur úr MFS- kerfinu og fara þess í stað hefð- bundna leið, þ.e. fæða á fæðingar- stofu og liggja á sængurkvenna- gangi. Guðrún segir að eiginleg vandamál séu þó fátíð. Hópur sex ljósmæðra sinnir kon- um í MFS og annast þær alls 200 og 250 fæðingar á ári hverju. Hafa konurnar því kynnst öllum ljós- mæðrunum á meðgöngutímanum og ein þeirra er á vakt þegar kem- ur að sjálfri fæðingunni. Sængur- konurnar liggja á sömu stofu áfram og reynt er að búa stofurnar betur húsgögnum en venjulega stofu. Ljósmæðrapör í LMT er gert ráð fyrir að ljós- mæður starfi í pörum og hefur hvert þeirra sinn skjólstæðinga- hóp, 35 til 40 konur á ári. Ekki er gert ráð fyrir að konur flytjist úr þeirri þjónustu ef eitthvað kemur upp á eins og verið hefur á MFS. Morgunblaðið/Ásdís Guðrún Björg Sigurbjörnsdóttir yfirljósmóðir (lengst til hægri) og Árdís Ólafsdóttir Ijósmóðir á einni MFS- stofunni þar sem Unnur Árnadóttir og Kristinn Tómasson eignuðust dóttur aðfaranótt miðvikudags. Hver ljósmóðir sinnir sínum kon- um í meðgöngu og sængurlegu og helst í fæðingunni líka. Mynda ljós- mæðurnar par þannig að báðar þekkja skjólstæðinga hinnar og getur önnur hlaupið undir bagga þurfi hin að vera fjarverandi. Þriðja einingin er nefnd fjöl- skyldumiðuð sængurlega og segir Guðrún Björg eftirfarandi um hana: „Þar er átt við stutta sæng- urlegu á deildinni þar sem konur útskrifast innan 36 tíma frá fæð- ingu. Makinn getur dvalist hjá móður og barni og fær fjölskyldan eina stofu til umráða og sér að mestu um sig sjálf. Ljósmóðir veit- ir nauðsynlegan stuðning og fræðslu og læknir eftir atvikum líka. Þarna leggjum við áherslu á heimilislegt umhverfi og við starfsfólkið lftum á okkur sem gesti á stofunni." Barnvænt sjúkrahús Barnvænt sjúkrahús er nafn á alþjóðlegu verkefni sem hleypt var af stokkunum árið 1991 af Barna- hjálp Sameinuðu þjóðanna og Al- þjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Markmiðið er að bæta næringu barna og þótt henni sé kannski ekki ábótavant hérlendis segir Guðrún Björg að stjórnendur kvennadeildarinnar hafi ákveðið að taka upp þetta verkefni. Skipuð verður verkefnisstjórn sem taka á til starfa íþessum mánuði. Er stefnt að því að fá vottun sem barn- vænt sjúkrahús í árslok 2002. En hvað felst í þessu verkefni? „Við viljum stuðla að því að kon- ur næri börnin eingöngu á brjósta- mjólk fyrstu þrjá til sex mánuði ævinnar eða lengur. Þá erum við að tala um að gefa ekki ábót með þurrmjólk heldur eingöngu brjóstamjólk. Margar konur á fs- landi hafa börnin á brjósti svo lengi en með erlendum rannsókn- um hefur verið sýnt fram á að fái börnin eingöngu móðurmjólkina dregur mjög úr hættu á eyrna- bólgu, lungnabólgu, ofnæmi og öðrum kvillum á fyrsta árinu. Það er reyndar talið að þetta hafi for- varnargildi lengur og auk þess sem móðurmjólkin er besta nær- ingin gerir þetta sambandið milli móður og barns enn nánara,“ segir Guðrún. Hún bendir á að mjög mikilvægt sé að trufla ekki ferlið þegar móðir og barn eru að þjálfa brjóstagjöf nema læknisfræðilegar ástæður krefji. Verður unnið að því að draga úr öllu sem truflað getur þetta ferli. Víðtæk hugarfarsbreyting „Almennt má segja um alla þessa þróun að hér sé fyrst og fremst um hugarfarsbreytingu að ræða,“ seg- ir Guðrún Björg um breytingarn- ar. „Við erum smám saman að bæta þjónustu við konur og fækka fjölda starfsmanna sem koma að umönnun hverrar konu. Stefnt er að því að hver kona hafi eigin ljós- móður. Þannig drögum við sem mest úr því að konur þurfi sífellt að hitta nýja starfsmenn og þurfa því síður að rifja aftur og aftur upp sögu sína og menn kannast við hversu hvimleitt það getur orðið. Það tekur talsverðan tíma að koma svona breytingum á en þær miða allar að því að gera allt sem viðkemur barnsfæðingunni, undir- búningnum og því sem á eftir kem- ur að ánægjulegum tíma. Einn lið- ur í þessum undirbúningi er að fræða starfsmenn og foreldra." Deildin hefur gefið út nokkra bæklinga, meðal annars um MFS, almennan bækling um sængur- kvennadeildina og bæklinginn Ljáðu mér eyra, en þar er kynnt þjónusta við foreldra sem átt hafa erfiða reynslu af barnsfæðingu. Er þeim gefinn kostur á að leita til deildarinnar með spurningar sfnar eða vanda og fá ráðgjöf. Eins og fyrr segir fara fram kringum 2.900 fæðingar á kvenna- deildinni á ári, rúmlega tveir þriðju hlutar allra fæðinga á land- inu. Guðrún segir mjög misjafnt hversu margar fæðingarnar eru á hverjum sólarhring, allt frá einni eða tveimur upp í 19. Meirihluti fæðinga gengur eðlilega fyrir sig og legutfmi sængurkvenna er sí- fellt að styttast. Árið 1991 var hann um sex sólarhringar að með- altali en kominn niður fyrir fjóra í fyrra. Guðrún segir að með fjölgun MFS-stofa og ljósmæðrateymisein- ingunni megi gera ráð fyrir að hátt í helmingur kvenna útskrifist inn- an eins og hálfs sólarhrings. „f heildina verður nokkur hagræðing að öllum þessum breytingum en aðalmarkmið okkar er að bjóða betri aðstöðu og þjónustu, gera umhverfið heimilislegra og draga úr spítalaáhrifum," segir Guðrún Björg að síðustu. Laugavegi 18 • Sími 515 2500 • Síðumúla 7 • Sími 510 2500 B0K3OS EIillllIiliilÉÍ 1,990.- Verðáður: 2.990 kr. Fitusnauðar kræsingar Ríkulega myndskreytt bók sem geymir rúmlega 150 uppskriftir að tjúffengum, fitusnauðum réttum. Upplýsingar um næringargildi fylgja hverri uppskrift. |M| Mál og menning ||y|| malogmenning.is ■|g|* Oskað eftir að forseti Is- lands fresti Indlandsferð INDVERSK stjórn- völd hafa óskað eftir því að heimsókn Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta íslands, til Indlands verði frestað og verður hún þvi væntanlega farin í lok mars, að sögn Róberts Trausta Árnasonar forsetaritara. Samkvæmt því verður ferðinni frestað um nokkra daga. Hún hafði verið ráðgerð dagana 20.-26. mars nk. en forseti Banda- ríkjanna, Bill Clinton, tilkynnti í síðustu viku að hann hygðist heim- Ólafur Ragnar Grímsson sækja Indland og Bangladesh, og sú ferð hefst 20. mars. Þorsteinn afhendir trúnaðarbréf Þorsteinn Pálsson, nýr sendiherra ís- lands í London, held- ur til Indlands í dag til að afhenda trúnað- arbréf og eftir þá at- höfn skýrist hver verður dagskrá for- seta íslands í fyrir- hugaðri Indlandsferð, að sögn Róberts Trausta. Hjá Útflutningsráði er verið að skipu- leggja ferð viðskiptasendinefndar sem færi með forseta íslands. Að sögn Vilhjálms Guðmundssonar deildarstjóra hefur hugbúnaðar- fyrirtækjum verið kynnt ferðin og talsverður áhugi sé fyiir hendi. Vilhjálmur segir að ráðgert sé að halda tvær ráðstefnur, aðra í Nýju- Delhí og hina í Bombay. í fréttatilkynningu frá forseta- skrifstofu Bandaríkjanna frá L febrúar er greint frá Asíuferð Bills Clintons Bandaríkjaforseta sem hefst 20. mars nk. í tilkynningunni segir að hann muni heimsækja Indland og Bangladesh. Forseti Bandaríkjanna hafi siðast heimsótt Indland árið 1978 og að forseti Bandaríkjanna hafi aldrei heimsótt Bangladesh.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.