Morgunblaðið - 08.02.2000, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.02.2000, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2000 1 3 FRÉTTIR Framtíð opmbers rekstrar rædd hjá BSRB Mikilvægl að árangurs- tengja starfsemi stofnana HALLDÓR Jónsson framkvæmda- stjóri Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri segir brýnt að árang- urstengja starfsemi opinberra stofnana sem og starfsfólks þeirra. „Þeir sem standa sig vel eiga að fá umbun fyrir það og eins þýðir ekki annað að en reka þá sem ekki standa sig. Það á að gera sömu kröfur til þeirra sem vinna í opin- bera geiranum og þeirra sem starfa hjá einkafyrirtækjum," sagði Halldór á trúnaðarmanna- ráðstefnu Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, en hún var haldin á Akureyri fyrir síðustu helgi. Þar var sérstaklega fjallað um framtíð- arsýn í opinberum rekstri. Halldór sagði það afar pirrandi að margir litu á þá sem störfuðu í opinberum rekstri sem eyðslu- klær, fólk sem gerði ekki annað en að sóa peningum. „Það er sjaldan rætt um það sem við erum að gera eða árangur af okkar starfi. Það vantar mælikvarða á störf okkar, sagði hann. Hann benti á að opin- berar stofnanir yrðu að vera sam- keppnishæfar við einkafyrirtæki um starfsfólk, það væri afar mikil- vægt í framtíðinni." Opinberir aðil- ar eiga ekki að gera minni kröfur til að fá hæft fólk til starfa en einkafyrirtæki, en mér hefur þótt bera svolítið á að svo sé, sagði Halldór. Dagbjört Þyrí Þorvarðardóttir hjúkrunarforstjóri á Húsavík var sama sinnis og sagði mikilvægt að hið opinbera hefði á að skipa hæfu starfsfólki, en hún taldi að vinnu- markaðurinn yrði að vera sveigj- anlegri og fjölskylduvænni og nefndi í því sambandi styttri vinnutíma. Mikil hætta Ögmundur Jónasson formaður BSRB sagði í umræðum um einka- framkvæmd afar mikilvægt að menn skildu af hvaða rótum slíkar hugmyndir væru sprottnar. Menn hefðu haft af því áhyggjur að út- gjöld hins opinbera væru að þenj- ast út og svör við því hefðu verið að gera reksturinn sjálfstæðari, bjóða hann út og gera þjónustu- samninga. Nú væri það á valdi fólksins, sem tæki verkin að sér, að stjórna, niðurskurðarkrafan kæmi innanfrá og í kjölfarið kæmu fram hugmyndir um þjónustu- gjöld, skólagjöld, sjúklingaskatta og annað slíkt til að auka tekjur viðkomandi stofnana „í þessu felst mikil hætta, en helst sú að varð- staða fyrir velferðarþjóðfélagið brestur,“ sagði Ögmundur. Einn frummælenda, Snorri Björn Sigurðsson, sveitarstjóri í Skagafírði taldi að innan tíu ára yrðu starfsmannafélög sveitarfél- aga úr sögunni, allt benti til þess að það starfsfólk sem nú væri í slíkum félögum flytti sig yfir í starfsgreinafélög. Morgunblaðið/Árni Sæberg Jakob R. Möller lögmaður stefnanda og Gestur Jónsson lögmaður stefnda í dómssal með Hervöru Þorvaldsdóttur dómara. Stefndi unir úrskurði dómara SIGURÐUR G. Guðjónsson hæsta- réttarlögmaður, sem stefnt hefur ver- ið fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur af Kjartani Gunnarssyni framkvæmda- stjóra Sjálfstæðisflokksins fyrir meiðyrði, unir úrskurði Hervarar Þorvaldsdóttur dómara þess efnis að dómari sé ekki vanhæfur til að fara með málið vegna tengsla sinna við Davíð Oddsson. Hervör og Davíð eru systkinabörn og krafðist Sigurður að hún viki sæti m.a. af þeim sökum. Dómsúrskurðurinn var aldrei kærður til Hæstaréttar og mun Her- vör því dæma í málinu sem verður tekið til aðalmeðferðar 28. mars. Kjartan Gunnarsson stefndi Sig- urði fyrir héraðsdóm á haustdögum 1999 og krafðist ógildingar á tiltekn- um ummælum Sigurðar þar sem í þeim fælust aðdróttun um að Kjartan hefði brotið af sér í opinberu starfi, þ.e. sem formaður bankaráðs Lands- banka Islands. Vélarstærð 1600 16v 1600 16v 1600 8v Ilestöll 110 101 101 ABS já já já Loftpúðar 4 2 4 Ilnakkapúðar 5 5 5 CD nei nei nei Fjarstýrð hljómtæki nei nei nei Þokuljós nei nei nei Verð frá 1.680.000 kr. 1.660.000 kr. 1.690.000 kr. Tegund Hátalarar Avensis Vectra Passat Gijótháls 1 Sími 575 1200 Söludeild 575 1220 Renault Laguna kostar frá 1.678.000 kr. Það er mikilvægt að gera vandlegan samanburð áður en ákvörðun er tckin um bílakaup. Eins og taflan hér að ofan sýnir er Renault Laguna betur búinn en aðrir bílar í sambærilegum verðflokki. Hafðu gæðin að leiðarljósi. Prófaðu Renault Laguna. RENAULT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.