Morgunblaðið - 08.02.2000, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 08.02.2000, Qupperneq 14
14 ÞRIÐ JUDAGUR 8. FEBRÚAR 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Mochi Onory, nýr sendiherra Italíu, sækir Island heim Hefur hug á að styrkja samband þjóðanna Andrea G. Mochi Onory di Saluzzo varð ---------7-----7------------- sendiherra Italíu á Islandi í desember. Hann kom til landsins fyrir skömmu, hitti ýmsa ráðamenn þjóðarinnar og heimsótti vinsæla ferðamannastaði á borð við Gullfoss og Geysi. SENDIHERRA Ítalíu á íslandi, Mochi Onory, hefur aðsetur í Ósló en hann er einnig sendiherra Itala í Noregi. Þetla er í annað sinn sem hann sækir Island heim en að sögn var erindi hans hingað til lands fyrst og fremst að vera viðstaddur opnun sýninga á verkum Claudio Parmiggiano, eins kunnasta sam- tímalistamanns á ítali'u, í Listasafni Islands og vígslu verks hans ís- landsvitinn á Sandskeiði, ítengsl- um við Reykjavík - menningarborg Evrópu árið 2000. Mochi Onory notaði auk þess tækifærið til að hitta íslenska ráða- menn meðan á dvöl hans stóð, m.a. átti hann samtal við Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra og Björn Bjamason menningar- og menntamálaráðherra. í samtali við Morgunblaðið segir Mochi Onory að áhugi ítala á Islandi sé sífellt að aukast. „Ég held að tengslin milli Islands og Italíu einkennist fyrst og fremst HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt Landsbanka íslands til að greiða manni, sem var sagt upp störfum hjá bankanum árið 1997, bætur sem nema sex mánaða launum. Maður- inn hafði fengið laun í sex mánuði við uppsögnina, en Hæstiréttur seg- ir hann samtals eiga rétt til launa í eitt ár, þar sem staða hans hafi verið lögð niður. Rétturinn hafnaði hins vegar kröfum mannsins um að við- urkenndur yrði réttur hans til sam- bærilegs starfs hjá Landsbanka ís- lands hf. og hann gegndi áður hjá Landsbanka íslands, þ.e. sérfræð- ingur í útlánastýringu við útlánaeft- irlit. Maðurinn hóf störf hjá Lands- bankanum árið 1955.1 október 1997 var gerður við hann starfslokasamn- ingur. Vinnuframlags hans var ekki krafist í þriggja mánaða uppsagnar- fresti, en eftir það skyldi hann fá greidd í einu lagi sex mánaða laun auk bifreiðahlunninda og 6/12 af or- lofsframlagi og launum 13. mánað- ar. af hrifningu þjóðanna hvor á ann- arri. Italir eru heillaðir af þessari sérstæðu þjóð, sem býr í einstöku landslagi og Islendingar virðast sömuleiðis vera hrifnir af því sem Italir hafa upp á að bjóða, svo sem menningu þeirra, list og ákveðinn lífsstíl,“ segir Mochi Onory þegar hann er spurður út í samskipti þjóð- anna. Hann kveðst hafa það á til- finningunni að samskipti íbúa þess- ara landa séu að aukast; sifellt fleiri Italir heimsæki Island og æ fleiri Is- lendingar heimsæki Itali'u. „Þessi mannlegu tengsl milli þjóðanna eru mjög mikilvæg því af þeim leiða stærri og viðameiri samskipti á sviði menningar og viðskipta,“ seg- ir hann og bendir aukinheldur á að samskipti íslendinga og ítala á hinu pólitiska sviði séu afar góð og með hefðbundnu sniði; fyrir utan gagn- kvæmar heimsóknir forseta land- anna megi minna á mikil samskipti innan Atlant shafsbandaiagsins og Evrópuráðsins. Staðan var lögð niður í dómi Hæstaréttar kemur fram, að um uppsögn mannsins hefði átt að fara eftir sérreglum kjarasamn- inga, sbr. lög um kjarasamninga starfsmanna banka í eigu ríkisins. Hefði átt að segja honum upp með sex mánaða fyrirvara og gefa hon- um kost á að tala máli sínu áður en lokaákvörðun um uppsögn tæki gildi. Hæstiréttur sagði, að réttar mannsins til að tala máli sínu hefði verið gætt, en ekki lægi fyrir að málið hefði verið rætt frá því sjónar- Mochi Onory kveðst ekki vilja fara nákvæmlega út í stöðuna í stjórnmálum á Italíu, enda sé það eðli starfs hans sem sendiherra að tjá sig ekki opinberlega um þau málefni. Hann bendir þó á að nú- verandi samsteypustjórn vinstri- og miðjuflokka á Italiu hafi nú þegar setið í um eitt og hálft ár. „Þrátt fyrir að ftalir hafí skipt oftar um ríkisstjórnir en aðrar þjóðir frá síð- ari heimsstyijöld er þó ekki þar með sagt að það sé ekki ákveðin samfella í stjórnmálum á Italiu. Til að mynda hefur verið ákveðin sam- fella í utanrikismálum Itala." Margar hugmyndir um aukin samskipti Eins og fyrr sagði varð Mochi Onory sendiherra Italíu á íslandi í desember sl. og segir hann að- spurður að hann hafí síðan þá kynnt sér ýmis málefni varðandi Island. Notaði hann því tækifærið í ferð sinni hingað til að hitta hina ýmsu ráðamenn þjóðarinnar. Meðal annars átti hann fund með Birni miði að um niðurlagningu stöðu væri að ræða. Staðan hefði hins veg- ar verið lögð niður. Ákvæði laga um réttindi og skyldur starfsmanna rík- isins ættu við um manninn, sem þýddi að hann ætti rétt til bóta er næmu launum í 12 mánuði. Hæstiréttur tók hins vegar ekki til greina kröfu mannsins um rétt til sambærilegs starfs hjá Landsbanka íslands hf. og hann gegndi hjá for- vera bankans, enda hefði störfum mannsins verið lokið þegar hlutafé- lagið tók við rekstri bankans í árs- byrjun 1998. Þá hafnaði Hæstirétt- ur því að maðurinn hefði verið Bjarnasyni menntamálaráðherra og Halldóri Ásgrímssyni utanríkis- ráðherra, eins og fyrr sagði, þar sem rædd voru m.a. samskipti land- anna tveggja. Mochi Onory segist hafa mikinn áhuga á því að efla menningarleg og viðskiptaleg tengsl þjóðanna enn frekar frá því sem nú er til að styrkja samskipti landanna og kveðst hann hafa ýmsar hugmyndir í þeim efnum. Til dæmis gælir hann við þá hugmynd að flytja hingað til lands málverkasýningu ítalskra listmálara og kveður jafnframt koma til greina að koma Islandi inn á reglulega dagskrá italskra farandsýninga. Varðandi við- skiptatengslin kveðst hann hafa áhuga á því að efla þau enn frekar, einkum milli lítilla og miðlungs- stórra íslenskra og ítalskra fyrir- tækja. „Annars er stutt síðan ég tók við sendiherraembættinu á ísl- andi,“ segir hann og bætir við að því sé ekki tímabært að fara nánar út í þær hugmyndir sem hann hefur um aukin samskipti þjóðanna. beittur ólögmætri nauðung við und- irskrift samningsins, en taldi ósann- gjarnt í skilningi laga um samnings- gerð, umboð og ógilda löggerninga að hann skyldi vera bundinn af samningnum. Varsamningnum því vikið til hliðar að hluta og LÍ hf. dæmdur til að greiða manninum bætur, samtals rúmar 1,7 milljónir króna. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Guðrún Erlendsdóttir, Har- aldur Henrysson, Hjörtur Torfason, Hrafn Bragason og Pétur Kr. Haf- stein. Hjörtur skilaði sératkvæði. Hann taldi að líta bæri á að upp- sögnin hefði tekið gildi í byrjun október 1997, enda vinnuframlags ekki krafíst frá starfsmanninum frá þeim tíma og staða hans þar með lögð niður. Hann hefði fengið greidd laun til áramóta og í janúar 1998 fengið sex mánaða laun, eða samtals í níu mánuði frá því að staðan var lögð niður. Landsbanka bæri því að greiða honum þriggja mánaða laun til viðbótar, ekki sex mánaða laun. Campylobacter í kjúklingum Neytenda- samtökin höfða mál NE YTE NDASAMTÖKIN hafa ákveðið að stefna Reykjagarði, framleiðanda Holtakjúklinga, Móa og Ferskra kjúklinga, fyrir hönd karls og konu sem veiktust af völd- um campylobactersýkingar eftir að hafa neytt ferskra kjúklinga sl. haust. Að sögn Telmu Halldórsdóttur, lögfræðings Neytendasamtakanna, verður Reykjagarði birt stefna á næstu dögum. „Það var ákveðið að fara þessa leið þar sem viðræður okkar við lögmenn Reykjagarðs um sátt í málinu báru ekki árangur," sagði hún. Þegar campylobacter úr ferskum kjúklingum varð vart í talsverðum mæli sl. haust auglýstu Neytenda- samtökin eftir fólki sem taldi sig hafa veikst af völdum sýkingarinnar og vildi leita réttar síns fyrii- dóm- stólum. Um tuttugu manns gáfu sig fram og að sögn Telmu voru veikindi parsins sem nú stefnir Reykjagarði ekki þau alvarlegustu úr þeim hópi. „Það er hins vegar afar erfítt að sanna hvaðan sýkingin er beinlínis komin og við mátum að þetta tilvik væri einna best til þess fallið,“ sagði Telma ennfremur. Hún segist telja að málið hafí mikið fordæmisgildi, enda hafí fjölmargir veikst af völd- um campylobacter að undanförnu og kunni að vilja leita réttar síns. ----------f-4-4---- Morgunblaðið/Golli Fyrsta eintak svæðisskipu- lags miðhá- lendisins STEFÁN Thors, skipulagsstjóri ríkisins, afhenti nýlega Siv Frið- leifsdóttur, umhverfisráðherra, fyrsta eintakið af svæðisskipulagi miðhálendisins, en umhverfísráð- herra staðfesti svæðisskipulagið hinn 10. mai síðastliðinn. Skipulag- sstofnun og Umhverfisráðuneytið gefa út þessa 200 síðna greinargerð um svæðisskipulagið sem prýdd er litmyndum og kortum. Sjálft skipu- lagskortið fylgir, ásamt korti sem sýnir öll mannvirki á svæðinu. Samvinnunefnd um svæðisskipu- lag miðhálendis vann greinargerð- ina ásamt skipulagsráðgjafarfyrir- tækinu Landmótun ehf. Að lokinni vinnu nefndarinnar segir Stefán Thors að nauðsynlegt hafi þótt að gefa greinargerðina út til að fleiri hefðu aðgang að henni og hún gæti orðið til grundvallar umræðu um skipulagsmál á þessu svæði. Ný samvinnunefnd um svæðiskiplag miðhálendis, sem heldur vinnunni áfram, muni fá greinargerðina, sem og sveitarfélögin sem liggja að mið- hálendinu og ýmsir fleiri. Einnig verði hægt að kaupa hana hjá Skipulagsstofnun. Tvær millj ónir kr óna í bætur vegna uppsagnar HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt Landsbanka ís- lands til að greiða fyrrverandi yfírhúsverði 2 milljónir króna í bætur vegna fyrirvaralausrar og ólögmætrar uppsagnar. Hæstiréttur lækkar bótagreiðslur verulega frá dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem dæmdi manninum 5 milljóna króna bætur sl. sumar. Manninum var sagt upp störfum í október ár- ið 1995. Ástæður brottvikningarinnar voru til- greindar þær að maðurinn hefði fyrir hönd bankans gefíð VÍS upp rangar fjárhæðir varð- andi launagreiðslur ræstingakonu bankans, sem þurfti yfirlýsingu um tekjur sínar vegna trygg- ingabóta eftir slys. Væri það ekki í verkahring hans að svara slíkum fyrirspurnum. Hins vegar töldu bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Hæstiréttur sýnt, að maðurinn hefði sýnt af sér óvarkárni þegar hann staðfesti umbeðnar yfir- lýsingar án þess að afla sér óyggjandi upp- lýsinga um að rétt væri farið með uppgefnar fjárhæðir, en ekki hefði verið um ásetning að ræða í blekkingarskyni. Réttlætti ekki fyrirvaralausa uppsögn Hæstiréttur telur að um uppsögn mannsins eigi að fara eftir sérreglum kjarasamninga, sbr. lög nr. 34/1977 um kjarasamninga starfsmanna banka í eigu ríkisins. Hefði átt að segja mannin- um upp með sex mánaða fyrirvara og gefa hon- um kost á að tala máli sínu áður en lokaákvörð- un um uppsögn væri tekin, nema hann hefði brotið starfsreglur bankans í verulegu atriði. Mistök hans réttlættu ekki fyrirvaralausa upp- sögn úr starfi og leit Hæstiréttur þá jafnframt til langs starfsaldurs mannsins hjá LI og þess að hann hafði aldrei verið áminntur vegna starfa sinna. Þá var talið ósannað að gætt hefði verið andmælaréttar við uppsögn hans. Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms um að bankanum bæri að greiða manninum bætur vegna ólögmætrar uppsagnar, en taldi þær hæfílega ákveðnar 2 milljónir króna, með tilliti til þess að segja hefði mátt manninum upp með sex mánaða uppsagnarfresti, auk þess sem líta yrði til launakjara hans. Hæstiréttur féllst ekki, fremur en undirréttur, á kröfu mannsins um miskabætur, enda hefði lögreglurannsókn á meintu broti hans komið í kjölfar kæru vátrygg- ingafélagsins á hendur honum og bankinn enga ábyrgð borið þar á. Greiði fyrrver- andi starfsmanni sex mánaða laun
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.