Morgunblaðið - 08.02.2000, Page 16

Morgunblaðið - 08.02.2000, Page 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Tillögur um að grafa Reykjanesbraut niður og setja hana í stokk kynntar Kostnaður 2,4 til 2,7 milljarðar Hafnarfjörður STARFSNEFND Hafnar- fjarðarbæjar og Vegagerðar- innar hafa kynnt tillögur sínar um framtíðarskipan Reykja- nesbrautar í Hafnarfirði, eða þess hluta hennar sem nær frá Lækjargötu að bæjarmörkum Garðabæjar. Tillögumar miða að því að grafa veginn niður um allt að 5 til 6 metra, leggja hann í stokk að hluta og gera þrjú mislæg gatnamót, þ.e. við Alftanesveg, Fjarðarhraun og Lækjargötu. Að sögn Sigurðar Einarssonar, formanns skipu- lags- og umferðamefndar Hafnarfjarðarbæjar, er áætl- aður heildarkostnaður vegna framkvæmdanna á bilinu 2,4 til 2,7 milljarðar króna. Sigurður sagði að fram- kvæmdimar væra liður í fram- tíðarendurbótum á Reykja- nesbrautínni og því væri nauðsynlegt að Aíþingi veitti meira fé til þeirra á vegaáætl- un, en nú væri áætlað, því ann- ars myndu þær taka óviðun- andi langan tíma. Framkvæmdir heQistáþessu ári Að sögn Sigurðar vonast bjartsýnustu menn til þess að fyrsti áfangi verksins verði boð- inn út seint á þessu ári, en ef það gengi eftír yrði fram- kvæmdum við hann lokið um mitt árið 2002. Að sögn Sigurðar hóf starfs- nefndin vinnu sína fyrir rúmu ári og í framhaldi af því var Verkfræðistofa Sigurðar Thor- oddsen (VST) fengin til að vinna tillögur sem byggðust á hugmyndavinnu nefndarinnar. Alls era fjórar tillögur til umræðu og er munurinn á þeim annars vegar fólginn í því hversu kröpp beygjan við Kaplakrika er, þ.e annaðhvort R=300m eða R=350m og hins vegar hæðarlegu vegarins. Til- lögumar líta því svona út: 1. R=300m - neðri lega 2. R=300m - efri lega 3. R=350m - neðri lega 4. R=350m - efri lega Samkvæmt skýrslu VST er talið æskilegt að hafa beygj- una við Kaplakrika sem víð- asta, en talið er erfitt að koma fyrir víðari boga en R=350m án þess að rífa eitthvað af nærliggjandi húsum. í tillög- unum, þar sem gert er ráð fyr- ir minni boganum, er fyrst og fremst verið að miða að því að hlífa bæði húsum og lóðum í næsta nágrenni, en þó er farið h'tillega inn á lóð FH. Setbergshverfið tengist gamla bænum í neðri legu er miðað við að Lækjargatan þveri Reykjanes- braut í svipaðri hæð og hún er nú í og að efra borð vegstokks við Fjarðarhraun verði í núver- andi landhæð. Neðri legan mið- ast við að Reykjanesbrautverði lyftvið Fjarðarhraun eins ogog kostur er vegna byggðar í næsta nágrenni en hæðarlega við Lækjargötu er óbreytt. I öllum tillögunum er gert ráð fyrir því að Reykjanes- brautin verði sett í stokk á tveimur stuttum köflum, þ.e. í beygjunni við Kaplakrika og á gatnamótum Lækjargötu. Við Kaplakrika mun stokkurinn jafnframt mynda brú fyrir veg- tengingu til norðurs inn á Fjarðarhraunið og fyrir gang- andi umferð milli íþróttasvæðis FH og Setbergshverfisins. Of- BESSASIAÐA- HREPPUR r GARÐAB. HAFNAR- FJÖRÐUR Vegstokkur við Kaplakrika Framtíðarlega Reykjanesbrautar Vegstokkur við Sólvang Kaplakriki Bráðabirgðartenging við Reykjanesbraut ■P'4'tiHBÍSSjP Framtiöartengingh . | I- í Álftanesvegar 2 /-—4- ®tT og Garðabæjar Ki i Mislæg gatnamót a?S,-w Hús sem þarf | | viö Lækjargðtu íýiíSf, V að fjarlægja ; Yfirlit yfir framkvæmdakostnað áfanganna Upphæðir i milljónum kr. Mislaeg gatnamót við Álftanesveg A: R=300 neðri lega B: R=300 efri lega C: R=350 neðri lega D: R=350 efri lega h Vegstokkur við Sólvang Vegstokkur við Kaplakrika Álftanesvegur- Lækjargata (L8100-L9000) Gatnamót við Lækjargötu (L9000-L9700) Mism. tilhögun an á stokknum við Lækjargötu er gert ráð fyrir hringtorgi. Þá er gert ráð fyrir göngubrú á móts við Sólvang. Seinna er gert ráð fyrir því að vegurinn verði settur í stokk á lengri kafla við Kaplakrika og á móts við Sólvang og þannig muni Setbergshverfið tengjast gamla bænum og nýjum grunn- skóla og leikskóla við Hörðu- velli. Þá færist göngubrúin norðar. Ef valin verður leið, þar sem gert er ráð fyrir efri legu, munu stokkamir standa 1 til 2 metra upp úr jörðinni, annars ekki. Samkvæmt skýrslu VST er framkvæmdum aðallega skipt í tvo áfanga. Fyrri áfanginn mið- ast við gerð mislægra gatna- móta við Lækjargötu og niður- gröft Reykjanesbrautar norður fyrir göngubrú á móts við Sól- vang og er kostnaður við þenn- an áfanga áætlaður um 615 til 649 milljónir króna, en hann fer eftir því hvaða leið er valin. Yfirbyggingin skili FH stærra athafnasvæði Síðari áfanginn miðast við að Ijúka niðurgreftii Reykja- nesbrautar að Alftanesvegi með mislægri tengingu við Fjarðarhraun og gönguleið þar ofan á vegstokk ásamt gerð gatnamóta til bráðabirgða við Alftanesveg. Áætlaður kostn- aður vegna þessa áfanga er 718 til 838 milljónir. Að þessum áföngum loknum er gert ráð fyrir frekari yfir- byggingu Reykjanesbrautar, á móts við íþróttasvæði FH við Kaplakrika og á móts við Sól- vang. Áætlaður kostnaður við gerð vegstokks við Kaplakrika er 460 miHjónir króna, ef valin er leið með krappari beygju, en annars 590 milljónir. Kostnaður vegna vegstokks við Sólvang er 386 til 463 milljónir. í skýrslu VST segir að yfir- byggingin gæti skilað FH því landsvæði sem færi undir veg- inn í fyrsta áfanga og jafnvel stækkað þeirra athaftiasvæði. Þá segir að á móts við Sólvang myndi vegstokkurinn hlífa hús- um vestan megin vegarins fyrir mesta umferðarhávaðanum og tengja hverfin sitthvorum meg- in Reykjanesbrautar mjög vel saman, eins og áður sagði, en búast má við vaxandi umferð bama milli hverfa með tilkomu nýs skóla við Hörðuvelli. Mislæg gatnamót við Álftanesveg í skýrslunni segir að gerð mislægra gatnamóta við Alfta- nesveg sé nauðsynleg fram- kvæmd innan skamms tíma, sem liður í því að gera öll gatnamót Reykjanesbrautar frá Reykjavík suður fyrir Hafnarfjörð mislæg. í skýrsl- unni segir að æskilegast væri að þessi framkvæmd yrði hluti af öðram áfanga, en samkvæmt tillögum sveitarfélaganna að forgangsröð framkvæmda fyr- ir langtímaáætlun vegaáætlun- ar, er ekki gert ráð fyrir mis- lægum gatnamótum á þessum stað fyrr en eftir árið 2010. Ef framkvæmdir vegna mis- lægra gatnamóta við Aifta- nesveg verða hluti af öðrum áfanga er áætlaður kostnaður um 206 til 208 milljónir en ef farið verður út í þær seinna, sem sjálfstætt verk, er hann áætlaður um 234 milljónir. Nemendur í 9. bekk Ölduselsskóla vinna með listamanni Gera glerlistaverk sem prýða mun skólann Morgunblaðið/Jim Smart Nemendumir em m.a. að brjóta bláar vínflöskur, en þær gefa glerlistaverkinu fallegan lit. Frá vinstri: Jónas Bragi Jónasson glerlistamaður, Sigmann Þórðarson, Jón Þór Eggertsson, Hrafnhildur Helgadóttir, Svandís Stefánsdóttir, Kristín Stefánsdóttir, Þorgerður Ólafs- dóttir og Hugrún Þorgeirsdóttir, Breidholt NEMENDUR í 9. bekk í Öldu- selsskóla vinna þessa dagana hörðum höndum að því að fegra skólann sinn, en þeir ásamt Jónasi Braga Jónassyni glerlistamanni era að gera glerlistaverk, sem prýða mun anddyri skólans. Listaverkið mun þekja heil- an vegg, en alls munu um 10 fermetrar af gleri fara í verkið. Ungmennin í Ólduselsskóla era ekki þau einu sem eru að fást við listsköpun af þessu tagi um þessar mimdir, því á þessu ári mun 31 listamaður starfa með nemendum í öllum 33 grunn- skólum borgarinnar, en verk- efnið er hluti af verkefnum Reykjavíkur, menningarborg- ar Evrópu árið 2000. Þegar blaðamaður heimsótti skólann vora þær Hrafnhildur Helgadóttir og Tinna Arnar- dóttir, nemendur í 9. bekk skól- ans, að hengja upp pappírssnið á vegginn í anddyrinu, en hver ræma er nákvæm eftirlíking af þeim glerstykkjum sem síðar á að hengja á vegginn. „Skemmtileg tilbreyting“ „Við höfum verið að vinna í þessu frá því eftir jól,“ sögðu þær stöllur. „Þetta er hluti af myndmenntakennslu skólans og þeir sem era í handmennt, helmingurinn af 9. bekk, fá því ekki að taka þátt í þessu.“ Hrafnhildur Helgadóttir og ’ Tinna Amardóttir líma pappírssnið á vegg- inn í anddyri Öldusels- skóla. Hrafnhildur sagði að það væri mjög skemmtileg til- breyting að fást við þetta verkefni. „Þetta er miklu skemmti- legra en að sitja og teikna, sér- staklega þegar maður kann ekki að teikna.“ Jónas Bragi, sem sjálfur er sprenglærður glerlistamaður með mastergráðu frá Háskól- anum í Edinborg, sagðist hafa mjög gaman af því að vinna með krökkunum. „Um leið og það er búið að sýna þeim réttu handtökin fara þau að sýna þessu mjög mikinn áhuga,“ sagði Jónas Bragi. Eg finn mikinn mun og þau hafa tekið miklum framföram á ein- um mánuði." Hann sagði að listaverkið væri tilvísun í frumkrafta lífs- ins, loft, vatn, jörð og eld, og að steftian væri sett á að klára verkið í apríl. Að sögn Jónasar Braga gera krakkamir allt annað en að skera sjálft glerið, en hann sagðist ekki treysta neinum nema sjálfum sér í það. „Krakkamir bijóta flöskur og mylja síðan glerbrotin í smærri brot, en við notum m.a. bláar vínflöskur til að gefa lista- verkinu fallegan lit. Þessi að- ferð að mylja glerið og bræða það síðan aftur saman er alda- gömul og á rætur sínar að rekja til Frakklands. Sú staðreynd að við notum flöskur þýðir að hér eram við með ákveðna end- urvinnslu í gangi og því ekkert nema gott um það að segja.“ Jónas Bragi sagði að vissu- lega væri ákveðin tilrauna- starfsemi fólgin í þessu verki, en það væri allt í lagi þar sem það væri nú einu sinni hluti af listsköpuninni. Hann sagðist hinsvegar vonast til þess að á endanum myndi verkefnið skila einhveiju til þeirra sem tóku þátt í því og síðast en ekki síst að listaverkið myndi lífga upp á anddynð. Þá væri tilgangnum náð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.