Morgunblaðið - 08.02.2000, Síða 20

Morgunblaðið - 08.02.2000, Síða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ h NORÐURPÓLSLEIÐANGURINN Ljósmynd/Sigursteinn Baldursson Landmannalaugar kvaddar. Gengið meðfram Jökulsgilskvísl áleiðis að Frostastaðavatni, frá vinstri: Ingþdr, Norðmaðurinn og Haraldur. Pólfarinn heimskunni Borge Ousland á ferðalagi með íslensku pólförunum „Heimsókn Borges færði okkur nær Norðurpólnum“ Heimsókn hins heims- kunna norska pólfara Bprges Ousland hingað til lands lauk á sunnu- dag. Hann miðlaði íslensku pólförunum tveimur af reynslu sinni og Örlygur Steinn Sigurjdnsson fylgdist með þegar þeir skruppu inn í Landmannalaugar um helgina þar sem Borge baðaði sig bæði kvölds og morgna. Ljósmynd/Sigursteinn Baldursson Pólfaramir þrír í vetrarbaði í Landmannalaugnm. F.v. Bnrge, Ingþór Bjarnason og Haraldur Öm Ólafsson. RÉTTAR þrjár vikur eru nú uns Norðurpólsleiðangur þeirra Har- aldar Arnar Ólafssonar og Ingþórs Bjamasonar hefst og er undirbún- ingur kominn á lokastig. Enginn vafi leikur á því að líkamlegt ástand þeirra hefur leyft stórátök um nokk- urt skeið og segja má að nýafstaðin heimsókn Borges Ousland hafi bund- ið endahnútinn á andlegan undirbún- ing þeirra félaga enda segir Har- aldur að heimsókn hans hafi fært þá félaga nær Norðurpólnum. Bprge Ousland er sannkallaður hvalreki á fjörur þeirra sem hyggjast gera út heimskautaleiðangur, enda hefúr hann gengið tvisvar á Norður- pólinn án stuðnings, í seinna skiptið einsamall fyrstur manna í heiminum og eru þá ótalin önnur afrek hans, svo sem ganga yfir Suðurskautsland- ið fyrir fáeinum árum er hann lagði að baki um 2.800 km á skíðum, Suð- urpólsleiðangur og fleira. Til að gefa nánari mynd af hinum 38 ára gamla Norðmanni má nefna að hann á tíu ára feril að baki sem kafari á norsku olíuborpöllunum auk þess sem hann hefur unnið fyrir NATO í Bosníu. Hann hefur gefið út tvær veglegar bækur um leiðangra sína og er hetja í heimalandi sínu, enda hefur hann ítrekað brotið blað í sögu pólferða á síðasta áratug. Gefur lítið fyrir fyrstu Islandsheimsóknina Bprge heimsótti ísland fyrst fyrir tveimur árum, þá með fjölskyldu sinni, en hann gefur lítið fyrir þá heimsókn enda gafst honum lítið tækifæri til að kynnast landinu, sem þátttakandi í skipulagðri ferð upp að Gullfossi og Geysi og í Bláa lónið. „Skipulagðar túristaferðir eru mér ekki mjög að skapi,“ segir hann á leiðinni heim í aftursætinu á sérút- búnum Land Rover eftir Land- mannalaugaferðina. „Það sem við gerðum nú um helgina er mér hins vegar mjög að skapi, þ.e. að fara inn í óbyggðir á jeppa og skíðum og baða sig úti. í slíkum ferðum felast ævin- týri og það höfðar til lífsmáta míns þar sem ég hef ánægju af því að ögra sjálfum mér og halda út í óvissuna þar sem afleiðingarnar eru ekki allt- af fyrirsjáanlegar." Jeppaferðinni inn í Landmanna- laugar lauk við Frostastaðavatn á fostudagskvöld og þaðan var gengið Ljósmynd/Haraldur Öm Ólafsson Ousland: „íslenskur uppruni á eftir að gagnast þeim mikið.“ á skíðum við ljós síðustu kílómetrana inn að skála Ferðafélagsins. Þegar þangað kom leið ekki á löngu uns gengið var til laugar um miðnætti að loknum síðbúnum kvöldverði. Engu skipti þótt frostið biti i kinn og élja- gangur stríddi berlæruðum mönnun- um á leið til laugar en öll él birtir upp um síðir eins og sannaðist rækilega að þessu sinni. „Það var mjög sér- stakt að baða sig í heitri uppsprett- unni og horfa upp í stjömubjartan næturhimininn sem skartaði norður- ljósum að auki, enda á þessi ferð Tölvuþjálfun Windows • Word Internet • Excel Það er aldrei of seint að byrja! 60 stunda námskeið þar sem þátttakendur kynnast grundvallarþáttum tölvuvinnslu og fá hagnýta þjálfun. Vönduð kennslubók innifalin í verði. Innritun stendur yfir. k.k Fjárfestu í framtíðinni! Íll&jÍðÍ s Tölvuskóli Islands BÍLDSHÖFÐI 18, SÍMI 5671466 lengi eftir að verða mér hugstæð.“ Svo mikla aðdáun fékk Bprge á heitri lauginni að hann gekk til henn- ar strax morguninn eftir, dvaldi lengi í henni og fékkst ekki upp úr fyrr en löngu eftir að samferðamenn hans höfðu stigið upp úr og þerrað kroppa sína. Ljst vel á áætlun Islendinganna Hvað skyldi Borge annars hafa að segja um leiðangur þeirra Haraldar og Ingþórs? „Mér finnst áætlun þeirra mjög góð og vona að þeim takist að komast óstuddir á Norðurpólinn vegna þess að með því móti munu þeir uppskera mun ríkulegar en ella og verða ánægðari með sjálfa sig. Það er hins vegar miklu erfiðara að fara á Norð- urpólinn án stuðnings. Ég held að þeir séu mjög vel undirbúnir og ís- lenskur uppruni þeirra á eftir að gagnast þeim mikið. Ég hef nefni- lega greint mikinn mun annars vegar á norrænum pólforum og hins vegar pólförum frá t.d. Ítalíu, Spáni og Bretlandi því þeir í síðarnefnda hópnum eru fáfróðir um samspil manns og náttúru. Haraldur og Ing- þór hafa hins vegar gott vit á hlutun- um og nota í stórum dráttum sama útbúnað og ég myndi velja sjálfur." Bprge segist vonast til þess að þeir félagarnir fái sín tækifæri til að njóta hinnar stórkostlegu náttúru á norð- urheimskautinu í erfiðri ferð sinni og leggur áherslu á mikilvægi þess að fara sér hægt fyrstu 10 til 14 dagana á hinni 60 daga löngu ferð. „Ferð á Norðurpólinn er mjög erfið fyrstu tvær vikurnar og auðvelt að gera mistök í byrjun. Því er mikilvægt að halda ró sinni í upphafi og auka hrað- ann þegar lengra líður á ferðina. Þá er óskaplega mikilvægt að vara sig á þunnum ís því hann er mesta hættan sem steðjar að pólförum á norður- heimskautinu frá upphafi til enda leiðangurs.“ Tvímælalaust reyndasti pólfarinn í heiminum Þeir Haraldur og Ingþór eru frá- leitt sviknir eftir viðskipti sín við Bprge enda hefur heimsókn hans veitt þeim mikinn innblástur og auk- ið sjálfstraust þeirra. „Bprge er tvímælalaust reyndasti pólfarinn í heiminum nú um stundir og það var því gríðarlegur hvalreki fyrir okkur að fá hann í heimsókn,“ segir Haraldur Örn Ólafsson. Bprge hefur á undanfömum dög- um frætt Harald og Ingþór um þær sérstöku aðstæður sem ríkja á norðuheimskautinu og hefur skýrt þeim frá veðurlaginu, ísreki og hátta- lagi ísbjama, svo fátt eitt sé nefnt. „Við höfum einnig varið miklum tíma í að ræða búnaðinn og honum líst mjög vel á þann búnað sem hann skoðaði hjá okkur og kom að auki með ýmsar gagnlegar tillögur þar að lútandi. Bprge leggur mikla áherslu á að menn séu sjálfum sér nógir með viðgerðir ef sleðar, skór, rennilásar eða annað bregst fjarri manna- byggðum. Brotni t.d. sleði hjá okkur leggur hann til að við sögum í sundur bensínbrúsa og notum þá sem við- gerðarefni í sleðana. Ráðið er að bora göt í gegnum plötu úr bensínbrúsa og sleðann sjálfan og „sauma“ þann- ig sleðann saman. Hann kom einnig með mjög gagnlega ábendingu um hvemig tryggast er að geyma elds- neyti án þess að það fari að leka. Við höfum slæma reynslu af lekum bens- ínbrúsum þegar við gengum á Suður- pólinn því þá lak einn brúsinn með þeim afleiðingum að hluti af vistun- um eyðilagðist. Það sem við græðum hins vegar mest á því að kynnast manni eins og Borge felst í hinni feiknalegu hvatn- ingu sem nærvera hans veitti okkur og hvemig hann jók okkur innblást- ur og sjálfstraust í alla staði. Þegar upp er staðið má því segja að heim- sókn Borges hafi fært okkur nær Norðurpólnum og fyrir það emm við afar þakklátir,“ segir Haraldur. Af Borge er það að lokum að segja að hann ætlar sér með tíu manna hóp á Norðurpólinn í vor og mun að auki verða dönsku konunni Bettinu Aller innan handar áður en hún leggur af stað einsömul á Norðurpólinn. Tak- ist henni það verður hún fyrsta kon- an í heiminum til að vinna það afrek. i i l~

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.