Morgunblaðið - 08.02.2000, Page 27

Morgunblaðið - 08.02.2000, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2000 2' _________ERLENT________ Angi innanlands- ófriðar í Afganistan Reuters Landamæravörður við landamæri írans og Afganistans hefur uppgötv- að ópíum sem reynt hefur verið að smygla á baki þessara úlfalda. Jafn- vel úlfaldamir sem smyglarar nota eru háðir eitrinu. Kabúl. AFP. RÁNIÐ á afgönsku farþegaþotunni og gíslatakan á Stansted-flugvelli í Lundúnum tengist innanlandsófriði í einu fátækasta og einangraðasta ríki heims. Talið er að flugræningjamir styðji Norðurbandalagið svokallaða, en svo nefnist samfylking vígasveita sem berjast gegn yfirráðum Tale- banastjórnarinnar í Kabúl, höfuð- borg Afganistans. Samkvæmt óstað- festum fréttum hafa ræningjarnir krafist þess að Talebanar láti lausan úr fangelsi Ismail Khan, sem er einn af foringjum Norðurbandalagsins. Hann dúsir nú í dýflissu Talebana í afgönsku borginni Kandahar en opinberir talsmenn Norðurbandalag- sins hafa neitað allri aðild að flugrán- inu og hafa raunar fordæmt það sem hryðjuverk gegn saklausu fólki. Samfelld borgarastyijöld í tvo áratugi í Afganistan hefur síðustu tvo ára- tugi geisað samfellt borgarastríð sem ekki sér fyrir endann á. Landinu er stýrt af íslömskum heittrúarmönnum sem Vesturlönd hafa ímugust á og þaðan streymir mikið magn ópíums og heróíns sem hefur skapað neyð meðal milljóna manna í Evrópu og Asíu. Sovétríkin gerðu innrás í Afganist- an árið 1979 til að koma í veg fyrir að stjórn kommúnista í landinu félli. Það mistókst og þegar Sovétmenn yfir- gáfu landið, eftir tíu ára blóðug átök við íslamska uppreisnannenn, hófst innbyrðis barátta milli hópa af- gönsku skæruliðana. Atökunum lykt- aði með því að ríkisstjóm undir for- ystu Burhanuddin Rabbani forseta var mynduð. Um svipað leyti fóru áhrif íslamskra heittrúarmanna vax- andi í landinu. Innan háskóla og ís- lamskra klerkaskóla vaknaði hreyf- ing sem kallaðist Taliban og tókst fylgismönnum hennar, undir forystu Mohammad Omar, að ná undir sig höfuðborginni Kabúl árið 1996. Talið er að ríkisstjórn Talebana hafi nú um 85-90% af landsvæði Afg- anistans á sínu valdi en Norður- bandalagið hefur, eins og nafnið bendir til, meginbækistöðvar í norð- urhluta landsins. Norðurbandalagið styður Rabbani fyrrverandi forseta. Ríkisstjóm Talebana hefur bakað sér óvinsældir á Vesturlöndum vegna fjandsamlegrar afstöðu sinnar til þeirra og vegna þeirrar samfélags- skipunar sem þeir hafa komið á í Afg- anistan. Valdhafamir í Kabúl aðhyll- ast mjög einhliða túlkun á Kóraninum og „sharia", lögmáli ís- lams, sem meðal annars felur í sér að konur era algerlega útilokaðar frá opinbera lífi. A Vesturlöndum hefur þessi skipun hlotið nafnið „kynbund- in aðskilnaðarstefna“ og hefur leitt af sér refsiaðgerðir af þeirra hálfu. Að- eins þrjú ríki hafa viðurkennt ríkis- stjóm Talebana, Pakistan, Sádi-Ara- bía og Sameinuðu arabísku fui-stadæmin og ríkisstjórn Rabbatis er enn fulltrúi Afganistans hjá Sam- einuðu þjóðunum. Bandaríkjamenn hafa verið gram- ir Talebönum vegna grans um að þeir hafi skotið skjólshúsi yfir sádi-ara- bíska hryðjuverkamanninn Osama Bin Laden. Hann hefur verið orðaður við sprengingar í tveimur sendiráð- um Bandaríkjanna í Afríku árið 1998 og er einnig sagður hafa haft tengsl við hóp hryðjuverkamanna sem talið er að hafi ætlað að myrða bandaríska þegna um síðustu áramót. A síðustu mánuðum hefur mönn- um þó virst sem Talebanar hafi viljað friðmælast við umheiminn og hafa þeir meðal annars boðist til þess að eiga samvinnu við Vesturlönd um að uppræta ópíumrækt í landinu, sem er gífiirlega umfangsmikil. Samkvæmt umfjöllun fréttatímaiitsins News- week er talið að 90% alls heróíns sem selt er í Evrópu eigi upprana sinn í Afganistan. Margt þykir benda til þess að nokkuð sé farið að fjara undan ítök- um Talebana í Afganistan. Sam- kvæmt umfjöllun í nýjasta hefti bandaríska tímaritsins Foreign Affa- irs hafa vinsældir þeirra dvínað mjög að undanförnu. Talebanahreyfingin hefur hingað til einkum reitt sig á stuðning Pashtuna, sem era fjöl- mennasti þjóðernishópurinn innan Afganistans, en mjög hefur dregið úr stuðningi þeirra undanfarið. Strang- trúnaður Talebana er einnig sagður vera andstæður trúarhefðum lands- manna og þar að auki hefur straumur af pakistönskum og arabískum heittrúarmönnum, sem hafa flykkst til landsins síðustu ár, valdið gremju meðal innfæddra Afgana. Höfundur ritdóms í Foreign Affairs, Peter Tomsen, heldur því fram að dagar Talebanastjórnarinnar verði senn taldir, jafnvel strax næsta sumar. Frelsisheija úr stríðinu við Rússa Hermt er að flugræningjarnir hafi krafist þess að skæraliðaforinginn Ismail Kahn verði látinn laus úr haldi stjórnvalda í Kabúl. Hann hefur setið í fangelsi í borginni Kandahar síðan árið 1997 og er álitinn hetja af af- gönsku stjómarandstöðunni. Kahn hóf feril sinn sem foringi í hernum en snerist gegn stjóm kommúnista eftir innrás Sovétríkjanna. Hann ávann sér snemma frægð fyrir harðfylgi í bardögum og fræg er árás sem hann stjórnaði á herflugvöll Sovétmanna árið 1985, þar sem 20 MiG orrastu- þotur vora eyðilagðar. Eftir valda- töku Rabbati forseta varð Khan hér- aðsstjóri í suðvesturhluta Afganistans og barðist síðar með hersveitum Norðurbandalagsins gegn Talebönum þar til hann náðist. Rán IndianAir-þotunnar fyrirmynd? Þetta er í annað skiptið á skömm- um tíma sem Afganistan kemur við sögu í flugráni. I desember rændu vopnaðir menn frá Kashmír-héraði flugvél indverska flugfélagsins Indi- anAh- og neyddu flugmann hennar til að lenda á flugvellinum í Kandahar. Fyrir milligöngu stjórnvalda í Afgan- istan fengu flugræningjarnir að fara frjálsir ferða sinna og foringi þeirra var látinn laus úr indversku fangelsi í skiptum fyrir gíslana. Hugsanlega hefiir þetta flugrán Kashmír-mann- anna orðið afgönsku flugræningjun- um í Lundúnum fyrinnynd en ekki er víst að lyktir verði þær sömu. Kular milli Kohls og CDU Berlín. AFP. KRISTILEGIR demókratar í Þýzkalandi (CDU) ganga nú æ lengra í að fordæma framferði Helmuts Kohls, fyirverandi kanzl- ara, sem enn á ný hefur ítrekað að hann muni ekki gefa neitt upp sem upplýst gæti fjármálahneykslið sem steypt hefur flokknum í al- varlega kreppu. Angela Merkel, framkvæmdastjóri CDU, sakaði Kohl í blaðaviðtali um að kúga flokkinn. Kohl sjálfur vísaði því á bug í viðtölum í fjölmiðlum um helgina, að hann hefði haft nokkra vitneskju um leynilega bankareikn- inga flokksins í Sviss og Liechten- stein, sem uppvíst varð um á föstu- dag. Þýzkir fjölmiðlar hafa látið að því liggja, að „heiðursmennirnir" sem Kohl hefur sagt standa að baki hinum nafnlausu greiðslum í sjóði flokksins sem hann hefur viður- kennt að hafa tekið við, séu í raun- inni engú', heldur sé þetta fé í raun tilkomið sem vaxtatekjur af leyni- legum - og þar með ólöglegum - milljónainnstæðum á erlendum bankareikningum. Uwe Liithje, fyrrverandi fjár- málastjóri CDU, hélt því fram um helgina að hann sjálfur, Horst Wayrauch, fyrrverandi skattaráð- gjafi flokksins, og fyrrverandi flokksféhirðirinn Walter Leisler Kiep hefðu árið 1986 borið ljúgvitni til verndar Kohl, þegar verið var að rannsaka ásakanir um ólögleg vinnubrögð við fjármálastjórn CDU. „Hann getur þakkað okkur að hafa getað haldið sér í kanzlara- embættinu eftir árið 1986,“ hefur austurríska blaðið Die Presse eftir Luthje. Kohl vísaði þessu á bug. Hann hafi aldrei hvatt neinn til að bera ljúgvitni eða logið sjálfur. Wolfgang Scháuble, formaður CDU, lýsti því yfir um helgina að innanflokksrannsókn fjármála- hneykslisins næði vart lengra en orðið er, og staðfesti þá fyrirætlan sína að bjóða sig aftur fram til flokksformanns á flokksþinginu sem á að fara fram í apríl nk. Skoðanakönnun, sem niðurstöður vora birtar úr á N24-sjónvarps- stöðinni á föstudag, bendir til að greinilegur meirihluti þýzkra kjós- enda sé á því, að Scháuble ætti að segja af sér flokksformennskunni vegna eigin tengsla við hneykslis- málin og vegna þess að honum hef- ur ekki tekizt betur en raun ber vitni að upplýsa málið og binda enda á það. Samkvæmt könnun- inni, sem Forsa-stofnunin gerði, vora 55% stuðningsmanna CDU þeirrar skoðunar, að réttast væri af Schauble að víkja, en 63% allra aðspurðra studdu þessa skoðun. TÖLVUNÁMSKEIÐ Þekking í þína þágu • Grunnnámskeið Tölvugrunnur, 4 kennslustundir fyrir þá sem aldrei hafa notað tölvu Windows 95/98, 9 kennslustundir grunnnámskeið um stýrikerfi tölva Windows, Word og Excel, 22 kennslustundir gott námskeið um helstu forritin og stýrikerfið •Word, Excei eða Access Word rítvinnsla, 18 kennslustundir yfirgripsmikið námskeið fyrir byrjendur og lengra komna Word II, 18 kennslustundir fyrir fólk með mikla reynslu af ritvinnslu Excel töflureiknirinn, 22 kennslustundir vandað og gott námskeið um alla þætti töflureiknisins Excel II, 18 kennslustundir námskeið ætlað þeim sem kunna mikið i Excel Excel við fjármálastjórn, 18kennslustundir fyrir reynda notendur sem vilja nota Excel við fjármálastjórn Access gagnagrunnurinn, 22 kennsiustundir yfirgripsmikið námskeið og kennt að smíða kerfi frá grunni • Outlook eða PowerPoint ÖUtlOOk, 9 kennslustundir verkefnayfirlit, dagþók, póstur og minnismiðar POWerPoÍnt, 13 kennslustundir gagnlegt og skemmtilegt námskeið fýrir alla sem þurfa að útþúa kynningarefni, kenna eða halda fýrirlestra • Internetið eða heimasíðugerð Intemetið, 9 kennslustundir byrjendanámskeið um vefinn og tölvupóst Intemetið II, 9 kennslustundir fyrir þá sem þegar þekkja vel til vefsins og tölvupósts Vefsíðugerð I, 22 kennslustundir gerð skemmtilegra heimasíðna með FrontPage forritinu Vefsíðugerð II, 22 kennslustundir framhaldsnámskeið fyrir þá sem þegar kunna grunnatriði vefsíðugerðar en vilja læra meira • Fjarnám Flest vinsælustu námskeiðin okkar eru boðin í fjarnámi fyrir þá sem ekki komast á námskeið eða vilja læra heima. Námskeið hefjast 10. hvers mánaðar • Úrval annarra námskeiða Mikið úrval almennra og sérhæfðra námskeiöa um netstjómun, hönnun og forritun, verkefnastjórnun og námskeið fýrir þá sem starfa við tölvur. Námstími frá 4 - 380 kennslustundum. Nánari upplýsingar á http://www.tv.is • Fyrirtækjasamningar Fyrirtæki sem kaupa 10 sæti, eða fleiri, á árinu geta gert samning um afsláttfrá verðlista og sérverð fýrir hópnámskeið. Nánari upplýsingar í sfma 520 9000 •Viðurkennd prófmiðstöð MOUS (Microsoft Office User) próf í Office forritunum. Tölvuökuskírteinispróf fyrir almenna tölvunotendur. VUE Microsoft sérfræðipróf fyrir fagfólk. •Tilboð og fréttir í Netklúbbi TV Skráðu þig í netklúbbinn okkar og fáðu send tilboð, fréttir og hagnýt ráð um tölvunotkun. OKEYPISH Skráning: http://www.tv.is/netklubbur/ • Góðar ástæður fýrir þvi að koma á námskeið okkar 5% staðgreiðsluafsláttur ef pantað er eitt námskeið og þátttökugjald greitt við byrjun námskeiðs. 10% staðgreiðsluafsláttur ef pöntuö eru 2 - 4 námskeiö og þátttökugjald greitt innan 5 daga frá byrjun náms. 15% staðgreiðsluafsláttur ef pöntuð eru 5 eða fleiri námskeið og greitt innan 20 daga frá byrjun náms. Punktasöfnun veitir aukinn afslátt við hvert námskeið. Simaaðstoð er innifalin í einn mánuð eftir námskeið. Góö staðsetning og næg bilastæði. Öll námsgögn og veitingar innifaldar i þátttökugjaldi. Ókeypis áskrift að TöivuVisi og fréttabréfi um tölvumál. Nánari upplýsingar á http://www.tv.is Grensásvegl 1 6 1 08 Reykjavík Síml: 520 9000 Fax: 520 9009 Netfang: tv@tv.ls 33 Œ pöntunarsími T ö I v u - v e r k f r gott er oOmun, o g ðiþjónustan

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.