Morgunblaðið - 08.02.2000, Side 31

Morgunblaðið - 08.02.2000, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2000 31 Islensku bókmenntaverðlaunin afhent ANDRI Snær Magnason tekur við Islensku bdkmenntaverðlaununum úr hendi forseta íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar. Páll Valsson stendur þeim við hlið en hann hlaut verðlaunin í flokki fræðirita. Barnabók valin „ÞESSI verðlaun eru til heiðurs öllu því fólki sem lét raunveruleikann aldrei beygja sig,“ sagði Andri Snær Magnason er honum voru afhent Is- lensku bókmenntaverðlaunin í flokki fagurbókmennta en hann er fyrstur barnabókahöfunda til þess að hljóta þau fyrir bókina Sagan af bláa hnett- inum. Andri Snær vísaði þar til barnabókahöfunda í gegnum tíðina sem margir hafa unnið sín verk í skugganum af „fullorðinsbókunum“. Sagðist hann vona að þessi tímamót yrðu til þess að efla íslenskar barna- bókmenntir. Páll Valsson hlaut verðlaunin í flokki fræðirita fyrir bókina Jónas Hallgrímsson ævisaga. Báðar bækurnar eru gefnar út af Máli og menningu. Þriggja manna dómnefnd, skipuð þeim Jóni Reykdal, Kristínu Ast- geirsdóttur og Haraldi Ólafssyni, sem var formaður, valdi verkin úr tíu bókum sem tilnefndar voru í des- ember sl. I fagui'bókmenntaflokki voru þær auk verðlaunabókanna skáldsagan Hvíldardagar eftir Braga Ólafsson og ljóðabækurnar Harði kjarninn eftir Sindra Freys- son, Hugástir eftir Steinunni Sigurð- ardóttur og Meðan þú vaktir eftir Þorstein frá Hamri. I flokki fræði- rita voru tilnefndai- auk verðlauna- bókarinnar íslensk matarhefð eftir Hallgerði Gísladóttur, Orð í tíma töl- uð eftir Tryggva Gíslason, Sigurjón Ólafsson, ævi og list eftir Aðalstein Ingólfsson ogfleiri og Sjórán ogsigl- ingar eftir Helga Þorláksson. Verðlaunin nema 500 þúsund krónum auk þess sem afhent eru skrautrituð verðlaunaskjöl og verð- launagripir hannaðir af Jóni Snorra Sigurðssyni. Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti verðlaunin við há- tíðlega athöfn á Bessastöðum og fluttu Gunnar Kvaran og Selma Guðmundsdóttir tónlist á selló og píanó. Skjölddttar kýr með heimsálfurnar fimm á feldinum, frá 1968. Báðir byggja verk sín á symbólískum grunni. En þótt menn telji sig komast að einni órækri niðurstöðu varðandi verk Parmiggiani mega þeir vara sig á að taka samhenginu á Listasafni Is- lands sem einu og óbreytanlegu. Listamaðurinn áskilur sér nefni- lega rétt til að endurmeta og um- breyta inntaki verka sinna í ljósi breytts og óvænts samhengis. Þann- ig öðlaðist verkið Til Olymps, frá 1977, nýja vídd þegar Viktor Smári Sæmundsson, forvörður, skerpti á bláa litnum í miðju skjaldarins. Allt í einu var fæddur gjörningur sem listamaðurinn sjálfur sá ekki fyrir, en skynjaði samstundis og nýtti sér um leið og atvikið gerðist. Slík andrá hér og nú, sem Parmiggiani fangar með svo kvikum hætti, skilur hann með róttækum hætti frá hugmyndaheimi Einars Jónssonar. Vitinn sem var afhjúpaður á Sand- skeiði um síðustu helgi er ef til vill skýrasti vitnisburðurinn um þær tvær víddir sem skarast í verkum Pai-miggiani; tengslin við hefðina og tilfinninguna fyrir núinu. Milli þessara andstæðu póla er að finna alla vöku listamannsins. Haus- kúpan með fiðrildinu er til marks um þetta þanþol í list Claudio Parmiggi- ani og því dugir ekkert minna en ríkuleg víðsýni til að mæta henni. Halldór Björn Runólfsson Ur handraða frumkvöðuls TOJVLIST G e r ð u b e r g EINSÖNGSTÓNLEIKAR Sönglög eftir Sveinbjörn Svein- björnsson. Signý Sæmundsdöttir sdpran; Bergþtír Pálsson barýton; Jdnas Ingimundarson, píand. Sunnudaginn 6. febrúar kl. 20. FJÖLMENNI dró að salarkynn- um Gerðubergs sl. sunnudag þegar á boðstólum voru lög eftir Sveinbjöm Sveinbjörnsson, þar af nokkur sem sjald- an hafa heyrst hér áður. Eins og Jónas Ingimundarson sagði í lokin, hafa sum hinna ensku laga Sveinbjörns nú færst nær þjóðinni en áður með texta- þýðingum Páls Bergþórssonar, og mönnum til glöggv- unar mátti líta árangurinn í tón- leikaskrá við hlið enska fmmtextans. Að snara eða endur- semja sönghæft á íslenzku úr hryn- heimi enskunnar og öllum hennar öf- ugu tví- og þríliðum er vandasamt verk, sérstaklega ef líka á að fylgja hefðbundinni íslenzkri ljóðstafasetn- ingu, en ekki bar á öðru en að Páli hefði tekist ágætlega upp. Orðfæri hans var kjarnyrt og óþvingað, þótt hnjóta mætti um einstaka frösun hvað áherzlur varðar. Óþvingað er einnig rétta orðið yfir sönglög Sveinbjörns, hvort heldur þau em á laufléttum ljóðrænum nót- um ástar eða náttúrurómantíkur eins og Víðisöngur, Árniðurinn eða Mín fríða hrand, eða þú með karl- mennskulegum hetjupatos eins og Herhvöt Þórs, Norðurslóð og Sverr- h- konungur. Því hvort sem þau kunna að þykja meira framleg eða minna, er áferð þeirra og framvinda oftast nær streymandi eðlileg, tikt- úrulítil og ljómandi vel við hæfi borgaralegrar heimilismúsíseringar ytra á ofanverðri 19. öld, sem hér var næsta fáséð fyrirbæri á sama tíma. Og þótt flest séu viðráðanleg hæfileikaríku áhugafólki, eiga þau mörg líka eitthvað eftir handa at- vinnuhljómlistarfólki að færa í æðra veldi. Svo var og að heyra á þessu kvöldi þegar bezt lét. Flytjendur voru allir með reyndasta hljómlistarfólki landsins í þessari grein, og sýndu þeir víða góða túlkun. Sérstaklega hlaut þó að gusta af hetjubarýtoni Bergþórs Pálssonar, er eðli málsins samkvæmt lagði heróíska hlið tón- skáldsins að mestu undir sig. Gáfu þau lög mörg upplögð tækifæri til beitingar á breiðri dýnamískri tján- ingu allt upp í fortíssimó, enda hlífði Bergþór hvergi Stentors- raustinni þegar tilefni gafst, eins og í fyiTgetn- um þremur lögum ásamt Stríði - þó að síðasttaldi framtextinn væri tæpast meðal burðugustu ljóða kvöldsins, þrátt fyrir óverðskuldað glæsilega meðferð tónskáldsins. Þetta var kannski helsti heildarveikleiki sönglaga Sveinbjörns; skáldleg gæði ljóðahöfunda hans áttu til að vera upp og of- an. En sama mætti svo sem segja um ekki verra tónskáld en Schubert. Signýju tókst einnig víða ágætlega upp, þó að ljóðrænu lögin sem henni féllu í skaut byðu ekki upp á eins mikil ytri tilþrif. Yfirleitt virtust þau eiga bet- ur við smærri rödd, er í stað krafts hefði meira ráðrúm til að spila með fínlegustu blæbrigði. Meðal bezt heppnuðu laga mætti telja Ái-niðinn, Mín fríða hrand (bæði klingjandi fal- lega leikin hjá Jónasi), Sprettur og kannski sérstaklega lagið þar á und- an, Komið hér, þar sem Signý fór myndarlega með nokkrar hendingar á þýðasta píanissímói. Einsöngvararnir sungu saman í lokin tvo gáskafulla dúetta um vorið með fa la viðlagstexta eins og í „bal- etum“ Morleys, í maí og Maíleikur (Now is the Month of Maying), og vöktu þeir mikla hrifningu tónleika- gesta. Að vanda við þýðgóma undir- leik Jónasar Ingimundarsonar, er virtist eiga einkar gott skap við þennan framkvöðul íslenzkra fagur- tónhöfunda. Ríkarður Ö. Pálsson Áskell Sveinn Arnar Másson Einarsson Jdnsson Jobsbók á fjölum Neskirkju JOBSBÓK Gamla testamentisins verður sett á fjalirnar í Neskirkju í lok febrúar. Uppfærslan er framlag Neskirkju til kristnitökuafmælis og á dagskrá Reykjavíkur - menning- arborgar Evrdpu. Frumsýning verður sunnudaginn 27. febrúar kl. 20.30 og önnur sýning 29. febrúar kl. 20.30. Þriðja sýning er fyrirhug- uð í byijun mars. Job er leikinn af Arnari Jdnssyni sem og aðrar persdnur verksins og leikstjdrn er í höndum Sveins Ein- arssonar. Tdnlistina hefur Áskell Másson samið fyrir ásláttar- hljdðfæri og orgel og flytur hana ásamt organistanum Claudio Rizzi. Jobsbdk Qallar um harmkvæla- manninn Job sem missir allt sitt og rökræðir við vini sína og Guð um þjáninguna og af hverju saklausir mcnn eins og hann þurfa að líða. Bókin telst til sígildra heimsbók- mennta og hefur verið uppspretta og áhrifavaldur á bókmennta- og listasögu Vesturlanda, ekki síst fyr- ir að veita næma innsýn í glimu mannsins við sársauka og þjáningu. Stdrskáld eins og Dante, Goethe, Milton og fleiri hafa litið til Jobs í tjáningu sinni og einnig hefur hún verið uppspretta listmálara, tón- skálda og heimspekinga allt fram á okkar dag.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.