Morgunblaðið - 08.02.2000, Page 33

Morgunblaðið - 08.02.2000, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2000 33 LISTIR Ný sýn í sjö áttir HEIMILDAR- MYNDIR íslensk heimildar- myndahátíð í Háskólabfó ÍSLANDSKLUKKAN FÍNBJALLA Leikstjórn og handrit: Árni Sveins- son, Gunnar B. Guðmundsson, Hrönn Sveinsdóttir, Ingibjörg Magnadóttir, Pétur Már Gunnars- son, Svavar Pétur Eysteinsson og Rúnar Rúnarsson. Framleiðsla: Böðvar Bjarki Pétursson hjá 20 geitum 2000. UNGT fólk á að koma fram á sviðið með nýjar hugmyndir, breyta hlutunum og bæta við þá. Og það gera einmitt sjö ungir kvik- myndagerðarmenn með mynd sinni sem nefnist Islandsklukkan Fín- bjalla, þar sem hver og einn þeirra skilar sinni tólf mínútna heimildar- mynd, og bera þær heitin Vald, Undir, Friður, Rætur, Vandamál, Hræsni og Kjn-r. Hópurinn Fínbjalla hefur ritað Manífestó Fínbjöllu; einskonar Gleymdi Jeeves að biðja leyfis? London. AP. FORSVARSME NN dánarbús breska rithöfundarins P.G. Wodehouse, sem var þekktur fyrir sögur sínar af þjóninum Jeeves, telja að netþjónusta ein í Kaliforníu hafl átt að biðja leyfis áður en leitarvél fyrir- tækisins var skýrð í höfuðið á einkaþjóni hins óforbetranlega Bertie Wooster. Það er A.P. Watt bók- menntaþjónustan í London sem hefur farið með höfundarmál Wodehouse frá því hann lést 1975 og á dánarbúið einkarétt á verkum hans þar til 2045. Að sögn talsmanns A.P. Watt eiga fyrirtækin tvö nú í vinsamleg- um viðræðum og segist hann viss um að niðurstaða viðræðn- anna verði báðum aðilum í hag. Ask Jeeves, eða Spurðu Jeeves, leitarvélin var hönnuð af þeim David Warthen og Garrett Gruener 1997. Um fimm milljónir heimsókna eru á netsíðu fyrirtækisins í hverjum mánuði, en leitarvélin er hönn- uð til að svara venjulegum spurningum í stað þess að net- notandinn þurfi að leita uppi sérstök leitarorð. stefnuyfirlýsingu sem felst í fjórtán vinnureglum sem þau verða að fylgja við gerð myndanna. Þar er tækninni ósjaldan hent fyrir róða í þeim tilgangi að einbeita sér betur að viðfangsefninu og er það vel. Stundum hefðu sum þeirra þó mátt einbeita sér að því að halda mynda- vélinni aðeins stöðugri. Vissulega er þetta ný sýn á heim- ildarmyndaformið og vekur jafnvel upp spurningar um hvað heimildar- mynd er og tilganginn með þeim. Taka má dæmi um myndina Vald eftir Svavar Pétur Eysteinsson, þar sem uppspunnin saga er sögð í kringum stöðumælaverði í Reykja- vík. Myndin er bráðsmellin, en er þetta heimildarmynd? Þriðja vinnuregla Fínbjöllu segir að myndirnar megi ekki vera leið- inlegar því þær séu gerðar fyrir áhorfendur, og við þá reglu standa þau svo sannarlega öll. Mér finnst samt myndirnar Vandamál eftir Hrönn Sveinsdóttur, Hræsni eftir Gunnar B. Guðmundsson og Undir eftir Ingibjörgu Magnadóttur vera SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Islands kom í fyrsta sinn saman til æfinga í Ymi, nýju tónlistarhúsi Karlakórs Reykjavíkur, um helgina. Að sögn Helgu Hauksdóttur, tónleikastjóra SI, líkaði hljómsveitinni aðstaðan afskaplega vel. „Ýmir er vel heppn- að hús, umhvcrfið skemmtilegt og hljómurinn góður. Við eigum ör- ugglega eftir að nýta okkur það oft- ar í framtíðinni þegar við þurfum sterkastar að því leytinu til að þær eru markvissastar og tilgangurinn með þeim er mjög augljós. Hrönn leikur sér með formið og hvernig myndir eru að verða gagnvirkar auk þess að sýna raunverulegan og mjög tvíræðan atburð. Gunnar lýs- ir á sérlega magnaðan hátt öllu peningafjaðrafokinu í kringum fermingar. Og Ingibjörg kemur með sérlega skemmtilega og frum- lega sýn á þrifnað og sóðaskap landans. Fínbjöllur eru krakkar sem þora að fara allt með myndavélina og víla ekki fyrir sér að hnýsast inn í líf fólks, og það er sterkasti punkt- ur þeirra; þau sýna okkur sannleik- ann hráan sem er mjög áhrifamikið og skemmtilegt. Það er frábært hvernig þeim tekst að festa ein- lægni landans á filmu, og ef það er eitthvað sem eldri og reyndari heimildarmyndagerðarmenn mættu læra af Fínbjöllufólkinu þá er það þetta. Og þegar fólk kemur svona í nærmynd þá er það ótrú- lega fyndið og skemmtilegt, eitt- Sinfónían íÝmi að fara úr Háskólabíói, eins og um helgina. Ýmir er þægilegur valkost- ur,“ segir Helga. Hljómsveitin var að æfa óperu hvað sem maður tekur kannski ekki eftir dágs daglega. Ný sýn á hversdaginn? I mynd sinni Rótum nær Rúnar Rúnarsson að fá fastagesti spila- sala til að segja á mjög eðlilegan og afslappaðan hátt frá lífi sínu, upp- vexti og vandamálum, sem er mjög heillandi. Árni Sveinsson fer í mynd sinni Kyrr á slóðir undir- málsmanna á svæðið kringum Hlemm á síðustu dögum Keisarans. Kyrr er myrkasta myndin af þess- um sjö, en jafnvel sú sem inniheld- ur áhrifaríkustu atriðin. Og viðtal sem hann á við drukkinn ógæfu- mann á Hlemmi er sérlega eftir- minnilegt. Það sem mér finnst jafnvel já- kvæðast og skemmtilegast við þessa fersku og ánægjulegu tilraun er hversu ólíkar myndirnar eru. Þessi nýja sýn fer í sjö ólíkar áttir sem sýnir og sannar að öll álíka til- raunastarfsemi er þess virði að hrinda í framkvæmd. Og að ungt fólk á Islandi er sérlega frjótt og skemmtilegt, og að því ætti að treysta fyrir meiru. Væri ekki hægt að koma upp sér- legum tilraunakvikmyndasjóði? Verdis, Aidu, um helgina en hún verður flutt í tvígang í konsertupp- færslu í Laugardalshöll, á fimmtu- dag og laugardag. Meðal einsöngv- ara verða Kristján Jóhannsson, Lucia Mazzaria, Larissa Diadkova, Guðjón Óskarsson, Þorgeir J. And- résson og Sigrún Hjálmtýsdóttir. Þá koma fram Kór íslensku óper- unnar og Karlakórinn Fóstbræður. Rico Saccani stjórnar flutningnum. Öperutón- leikar í há- deginu NÆSTU þrjá miðvikudaga verða tónleikar í Islensku óperunni í há- deginu kl. 12.15. A fyrstu tónleikunum, miðviku- daginn 9. febrúar, flytur Jan Opal- ach, bass-baríton, lög eftir Charles Ives og Carl Loewe, ásamt píanó- leikaranum Gerrit Schuil. Tónleik- arnir standa yfir í u.þ.b. 35 mínútur. Jan Opalach syngur hlutverk Jún- íusar í uppfærslu Islensku óperunn- ar á óperu Benjamin Britten, Lúkr- etía svívirt undir stjórn Gerrit Schuil. Jan Opalach hefur sungið víða og á verkefnaskrá hans eru jafnt alvarleg sem grínhlutverk óperubókmennt- anna. Hann er tíður gestur við New York City Opera. Einnig hefur hann sungið í Metropolitan-óperunni og öðrum þekktum óperuhúsum í Bandaríkjunum og utan þeirra. Jan Opalach vann til fyrstu verðlauna í hinni virtu söngvakeppni sem kennd er við Walter M. Naumburg og einn- ig í alþjóðlegri keppni í s’Hertogen- bosch í Hollandi. Fjölmargar hljóð- ritanir hafa komið út með söng hans. ---------------------- Fyrirlestrar og* námskeið í Opna Listahá- skólanum ÞORSTEINN Geirharðsson, arki- tekt og iðnhönnuður, sýnir lit- skyggnur af eigin verkum og ann- arra og fjallar um þau og hvað tengir þau saman og hvað skilur þau að í Listaháskóla Islands, Skipholti 1, á morgun kl. 12.30 í stofu 113. Námskeið Farið verður yfir grundvallar- atriði í sígildri teiknimyndagerð og hún tengd við nútíma tölvutækni í gerð teiknimynda. Einnig verða kynntar aðrar tegundir hreyfi- mynda, svo sem brúðumyndir, klippimyndir o.fl. Kennari er Jón Axel Egilsson kvikmyndagerðar- maður. Kennt verður í Listaháskóla íslands, stofu 112, í Skipholti 1. Inngangur B. Kennslutími helgar- nar 12. og 13., 19. og 20. og 26. og 27. febrúar kl. 13-16, alls 22 stundir. Hlutateikning II. Kennt verður í Listaháskóla Islands stofu 412, Skip- holti 1. Inngangur B. Framhalds- námskeið í hlutateikningu. Unnið með myndbyggingu, formfræði og litafræði. Kennari Gunnlaugur St. Gíslason myndlistarmaður. Kennslu- tími mánudaga og miðvikudaga 14.- 23. febrúar, kl. 18-22, alls 20 stundir. Þátttökugjald 13.000 krónur, pappír innifalinn. Hildur Loftsdóttir Morgunblaðið/Jim Smart Skemmtileg upprifjun TONLIST Tónleikahúsið f mir KAMMERTÓNLEIK AR Flutt var íslensk tónlist eftir tón- skáld er áttu sinn starfsdag aðal- lega á fyrri hluta nýliðinnar aldar. Flytjendur voru Örn Magnússon, Auður Hafsteinsdóttir, Anna Guðný Guðmundsdóttir, Sigurður I. Snorrason, Sigrún Eðvaldsdóttir, Gréta Guðnadóttir, Guðmundur Kristmundsson og Bryndis Ilalla Gylfadóttir. Sunnudagurinn 6. febrúar 2000. KAMMERTÓNLEIKAR sem haldnir voru af Tónskáldafélagi ís- lands í samvinnu við Reykjavík - menningarborg Evrópu árið 2000, fóru fram í tónleikahúsinu Ými sl. sunnudag. Á efnisskránni voru tón- verk eftir tónskáld sem fædd voru á tímabilinu 1847 til 1917. Elstur í hópnum er Sveinbjörn Sveinbjörns- son (1847-1927) en eftir hann léku Sigrún Eðvaldsdóttir og Anna Guð- ný Guðmundsdóttir þrjú lýrísk stykki, þokkafulla tónlist sem þær léku mjög vel. Næstur í aldursröð- inni er Páll ísólfsson (1893-1974) en eftir hann lék Örn Magnússon þrjú smálög fyrir píanó og gerði það mjög smekklega. Helgi Pálsson (1899-1964) og Jón Leifs ( 1899-1968) voru jafnaldrar en eftir Jón Leifs lék Örn Torrek op. 1 nr. 2 og þar mátti heyra, að tónlist Jóns er orðin samferða fólki við aldaskil og engin furða þó fólk á þriðja áratugnum „væri ekki með á nótunum". Órn lék Torrek mjög vel og náði sterkri stemmningu í mót- un þessa sérstæða verks. Helgi Pálsson stóð skuggamegin og lengi vel tók enginn eftir honum. Nú hafa verk hans verið flutt og þá kemur í ljós, að Helgi var gott tónskáld. Það má segja að tónlistarfólk hafi uppgötvað Helga nú um aldaskil. Eftir hann var flutt af strengja- kvartett Tilbrigði og fúga yfir eigið stef og er það eina verkið á efnis- skránni, þar sem greint er frá því hvenær það var samið, en það var 1939. Síðan hafa stór stríð geisað, heimsveldi hrunið og mest allt sem menn voru að bjástra við er gleymt og þá allt í einu verður tími til að huga að því, sem ekki hefur verið haft hátt um en þó haldið sínu. Þetta verk er ótrúlega vel samið og naut þess að vera sérlega vel flutt af Auði Hafsteinsdóttur, Grétu Guðnadóttur, Guðmundi Krist- mundssyni og Bryndísi Höllu Gylfadóttur. Sum tilbrigðin, eins og t.d. það þriðja, fimmta og sjötta eru sérlega vel gerð og kraftmikil tónl- ist, svo og fúgan, sem er hið hressi- legasta verk. Karl Ottó Runólfsson og Þórar- inn Jónsson voru einnig jafnaldrar, báðir fæddir 1900. Karl lést 1970 en Þórarinn fjórum árum seinna. Eftir Karl léku Sigrún og Anna Guðný sónötu fyrir fiðlu og píanó og Hum- oresku eftir Þórarin og gerðu það með glæsibrag, en sónötu Karls léku þær sérstaklega á tilþrifamik- inn máta og má segja að þessi són- ata, svo og kvartett Helga, hafi komið skemmtilega á óvart. Eftir Árna Björnsson (1905- 1995) voru flutt tvö fiðluverk, Rómansa op.14, sem Auður flutti og Rómansa op. 6, sem Gréta lék en með þeim báðum lék Anna Guðný og var skemmti- legt að bera saman muninn á tóni og leikmáta Auðar og Grétu, sem báðar léku verkin mjög vel. Þriðju jafnaldrarnir á þessari efnisskrá eru Hallgrímur Helgason (1914-1994) og Skúli Halldórsson (1914). Eftir Hallgrím flutti Anna Guðný tilbrigðaþátt úr píanósónötu og með Sigrúnu útsetningu Atla Heimis á Smalastúlkunni eftir Skúla og léku þær báðar vel, þó Smalastúlkan væri ef til vill of grallaralega flutt. Yngstur í hópnum er Jón Þórar- insson en eftir hann léku Sigurður I. Snorrason og Anna Guðný hina sívinsælu klarinettsónötu Jóns. Þrátt fyrir að Jón sé fæddur 1917 er hann sem tónskáld upphafsmað- ur þess nútíma er hélt innreið sína um miðja öldina og kennari þeirra tónskálda flestra, er áttu sinn starfsdag aðallega á seinni hluta aldarinnar. Hann markar því skilin á milli rómantískrar og nútímalegr- ar tónsköpunar, er ármaður hins nýja tíma, bæði sem tónskáld og ekki síður sem kennari. Sigurður og Anna Guðný fluttu sónötu Jóns mjög vel, sérstaklega hinn fallega hæga þátt verksins. Segja má að Anna Guðný Guð- mundsdóttir hafi borið uppi tón- leikana, með því að leika, ein og með öðrum, tónverk eftir 8 tón- skáld af þeim 11, sem voru á efnis- skrá þessara löngu tónleika. Sum verkin voru töluvert krefjandi, sér- staklega sónöturnar eftir Jón Þór- arinsson og Karl O. Runólfsson og einnig sónötuþátturinn eftir Hall- grím Helgason. í heild voru tón- leikarnir skemmtileg upprifjun á tónlist frumkvöðlanna og flutning- ur allra verkanna mjög góður, svo að upprifjunin var ekki aðeins fróð- leg. Jón Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.