Morgunblaðið - 08.02.2000, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 08.02.2000, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2000 43 UMRÆÐAN Nýr ráðherra og gömul stjórn Byggðastofnunar Nú hefnr Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- ráðherra og alþingis- maður Norðurlands- Iqördæmis eystra, skip- að stjóm Byggðastofn- unar og vekur töluverða athygli hvemig hún velur stjómina. Þorri stjóm- armanna er sá sami og fyrir var og vekur það spumingar um raun- vemlegt vald ráðherr- ans til að ákveða hveijir eiga að sitja í stjóm Byggðastofnunar hverju sinni þrátt fyrir að lögin kveði á um það. Mér segir svo hugur að Eyfirðingar séu ekki alls kosta ánægðir með að eiga ekki fulltrúa í stjóm stofnunar- innar, einn varamaður úr Eyjafirði dugir ekki sem plástur á sárið. Benedikt Guðmundsson Þegar ákvörðun um flutning Byggðastofn- unar, úr forsætisráðu- neytinu yfir í iðnaðar- ráðuneytið, var tekin, lá ekkd fyrir að Finnur Ingólfsson hyrfi af braut stjómmálanna og segir mér svo hugur að vilji hans hafi staðið til að leggja meiri áherslu á uppbyggingu kjama- byggða/Vaxtarsvæða í stað þeirrar jaðar- byggðastefnu sem rekin hefur verið undanfarin ár með litlum árangri. Erfitt er að álykta ann- að en íyrri stefnu verði fylgt þegar litið er til þeirrar íhalds- semi sem ríkir í skipan nýrrar stjóm- ar Byggðastofnunar, þrátt fyrir rýmri lagaheimild og meira vald ráð- herrans. Opinberai’ tölur sýna að 60-70% þeirra sem flytja búferlum flytja á höfuðborgarsvæðið. Engan skyldi furða þegar kjamabyggðir, eins og Akureyri, em ekki nýttar af stjóm- völdum til að vera það mótvægi við suðvesturhornið sem þarf til þess að byggð geti þrifist sem víðast. Aukin fjölbreytni í atvinnustarfsemi vaxtar- svæða, og þá sérstaklega í opinberri þjónustu, er lykilþáttiu’ í því að hægja á fólksflóttanum til Reykjavíkur- svæðisins ef stjómvöld vilja ekki horfa upp á það að á næstu 25 ámm verði 90% þjóðarinnar komin suður. Stjómmálamenn virðast lengi vel hafa talið búferlaflutninga landans eðlilega þróun og í samræmi við aðrar breytingar í þjóðfélaginu. En þær breytingar sem hafa átt sér stað á undanförnum ámm og við emm að horfa uppá era miklu meiri en eðlilegt getur talist. Stórfelldur samdráttur í landbúnaði, gífm-leg samþjöppun Byggöamál Sterk vaxtarsvæði styðja við jaðarbyggðir, segir Benedikt Guðmundsson, og eru vænlegust til að byggð geti haldist sem víðast. veiðiheimilda, hmn sjávarbyggða og sprenging á ijármálamarkaðinum era þættir sem vega þungt þegar búferla- flutningar fólks em skoðaðir. Stjóm- völd hafa ekki náð að laga sig að þess- um hröðu þjóðfélagsbreytingum og ekki bmgðist við með þeim hætti sem þarf til þess að byggð á sem flestum stöðum geti þrifist. Þeim hefur ekki einu sinni tekist að færa víglínuna þangað sem hugsanlega hefði verið hægt að stöðva undanhaldið. Ef hin nýkjöma stjórn Byggðastofnunar ætlar að standa undir merkjum þarf hugarfarsbreyting að eiga sér stað hjá stjómvöldum. Sá sem getur ráðið ferðinni og hefur umboð til þess frá ríkisstjóminni er iðnaðarráðherra, Valgerður Sverrisdóttir. Ef við ætl- um að lifa á þessu landi verða áhersl- ur ráðuneytisins að vera á eflingu vaxtarsvæða. Uppbygging opinberr- ar þjónustu á sviði stjómsýslu, heil- brigðismála, menntunar og menning- ar verður, að hluta tíl, að færast til stærstu kaupstaða á landsbyggðinni og þjónustuhlutverk þeirra gert sýni- legra. Skapa verður gmndvöll fyrir lífsgæðum sem fólk er að leita eftir með flutningi til höfuðborgarsvæðis- ins. Það verður aldrei hægt að upp- fylla allar óskir íbúanna en hægt er að setja sér markmið sem leitast við að uppfylla „lágmarkskröfur" almenn- ings. Svo lengi sem stærstu þéttbýlis- staðir landsins geta ekki uppfyllt kröfur síns nánasta umhverfis flyst fólk þangað sem þjónustan er veitt. Sterk vaxtarsvæði styðja við jaðar- byggðir og er sú leið sem vænlegust er til að byggð geti haldist sem víðast. Eg óska nýjum iðnaðarráðherra vel- farnaðar í starfi og megi honum bera gæfa tO að snúa við þeirri óheillaþró- un í byggðamálum, kjamabyggðum/ vaxtarsvæðum í vil á næstu öld. Höfundur er forstöðumaður þróun- arsviðs Atvinnuþróunarfélags Eyja- fjarðar. AUGLYSING/t Auglýsing um styrki Norræna Atlantsnefndin — NORA — veitir styrki til samstarfsverkefna ertengjast þróun atvinnulífs, nýsköpun og rannsóknum á íslandi, Færeyjum, Grænlandi og Noregi. Styrkir eru veittirtil samstarfsverkefna á eftir- farandi sviðum: — Sjávarútvegur og umhverfismál sjávar. — Landbúnaður og jarðrækt. — Ferðaþjónusta. — Samgöngurog upplýsingatækni. — Verslun og iðnaður. Skilyrði fyrir styrkveitingu er að verkefnið feli í sér samstarf a.m.k. tveggja landa á starfsvæði NORA. Æskilegt er að í verkefni felist nýjung er geti haft áhrif á hefðbundna atvinnustarf- semi á svæðinu. Mikil áhersla er lögð á miðlun þekkingar og færni milli landa. Umsækjendur geta verið fyrirtæki, einstakling- ar og félagasamtök, en einnig kemur til greina að styrkja opinberar stofnanir vegna sérstakra samstarfsverkefna á þessu svæði. Ekki eru sérstök eyðublöð fyrir umsóknir. Um- sókn verður hins vegar að innihalda greinar- góða verkefnislýsingu, kostnaðaráætlun, upp- lýsingar um verkefnisaðila og fjármögnun verk- efna. Umsækjendur eru vinsamlega beðnir um að skiia inn umsóknum á dönsku eða norsku. Styrkveitingar NORA eru að jafnaði frá 50.000 dkr. til 500.000 dkr. Einungis er greitt fyrir hluta af kostnaði við hvert verkefni og aldrei meira en 50% af heildarkostnaði. Umsóknarfrestur er til 1. apríl 2000 og ber að skila inn umsóknum til Helgu D. Árnadóttur hjá þróunarsviði Byggðastofnunar á Sauðár- króki. Styrkumsóknir verða afgreiddar af stjórn NORA í júlí 2000. Nánari upplýsingar eru veittar á þróunarsviði Byggðastofnunar á Sauðárkróki og á heima- síðu NORA www.nora.fo. Norrænt Atlantsamstarf, Helga Dagný Árnad., Þróunarsvið Byggðastofnunar, Skagfirðingabraut 21, 550 Sauðárkrókur, Sími 455 6200. Bréfsími: 455 6201. helgad@bygg.is. Nordisk Atlantsamarbejde, Bryggjubakki 12, postbox 259, 110 Þórshöfn, Færeyjar. Sími: 00 298 31 4028. Bréfsími: 00 298 31 0459. Menningarsjóður Sjóvá- Almennra trygginga hf. auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Veittir eru styrkirtil málefna á sviði menningar og lista, íþrótta- og forvarnarmála. Umsóknir skal senda til Sjóvá-Almennra trygg- inga hf., Menningarsjóður, Kringlunni 5,103 Reykjavík, fyrir mánudaginn 21. febrúar nk. SJOVAljIPALMENNAR Traustur þáttur í tilverunni. Styrkir til háskólanáms í Bandaríkjunum Styrkir verða veittir úr Thor Thors sjóðnum til háskólanáms í Bandaríkjunum skólaárið 2000-2001. Umsækjendur þurfa að hafa lokið háskólaprófi eða munu Ijúka prófi í lok náms- árs 1999-2000. Styrkhæft nám skal alltfara fram í Bandaríkjunum. Upplýsingar um styrkinn og umsóknareyðu- blöð má sækja á veffang Íslensk-ameríska félaasins www.iceam.is. Albióðaskrifstofa há- skólastigsins, Neshaga 16, 107 Reykjavík, sími 525 4311 veitir einnig upplýsingar um styrkinn og einnig á netfangi ask@hi.is. Umsóknum þarf að skila til Alþjóðaskrifstofu háskólastigs- ins fyrir 10. apríl 2000. Íslensk-ameríska félagið. YMISLEGT Ekki missa af sólinni! Nú er rétti tíminn til grisjunar og klippinga á stórum trjám. Körfubíll og vörubíll. Jóhann Helgi Hlöðversson, skrúðgarðyrkjumeistari, símar 565 1048 og 894 0087. www.johannhelgi.is SMAAUGLYSINGAR DULSPEKI Halla Sigurgeirsdóttir, andlegur læknir. Huglækningar, sjálfsuppbygg- ing, áruteiknun/2 form. Uppl. í síma 562 2429 f.h. KENNSLA Ljós - Meira líf Byrjendanámskeið Við vinnum með: • Orkustöðvarnar, iífsorkuna. • Ótta og kvíða, jafnvægi hugans. • Hugleiðslu, heilun. • Dansflæði, tónlist og leiki. • Áttudans Cherokee indíána. Á þriðjud. vikulegr hugleiðslu- og| flæðis-danskvöld. Námskeiðið verðurl dagana 11. og 12.1 febrúar. Upplýsing-| ar hjá Hugrúnu Lilju| í síma 898 3312. ■ LITIR LJOSSINS Námskeið 11. og 12. feb„ föstudagskvöld og laugardag. Hug- leitt og málað í orku sköpunar- gleðinnar. Upplýsingar í síma 551 7177. Helga Sigurðardóttir. www.vortex.is/~being FÉLAGSLÍF I.O.O.F. Rb. 1 = 149288-N.K. □ HLÍN 6000020819 IV/V □ Hamar 6000020819 I □EDDA 6000020819 I - 1 Heim- sókn SRM Aðaldeild KFUK, Holtavegi Fundur í kvöld kl. 20.30. Ragnhildur Ásgeirsdóttir djákni segir frá starfi KSS og KSF. FERÐAFELAG ISLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Takið þátt í félagslífi og ferðum Ferðafólags íslands. Allir velkomnir. Myndasýning í F.í.-salnum mið- vikudaginn 9. febrúar kl. 20:30. Hornstrandir o.fl. Kaffiveitingar. Aðgangseyrir 500 kr. Sunnudaginn 13. febrúar kl. 10:30 Skíðagönguferð: Mos- fellsheiði — Marardalur — Kol- viðarhóll. Fimmtudaginn 17. febrúar kl. 20:00 Félagsvist í F.l.-salnum. augl@mbl.is Sparaðu þér umstang og tíma með því að senda atvinnu- og raðauglýsingar til birtingar (Morgunblaðinu með tölvupósti. Notfærðu þér tæknina næst. i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.