Morgunblaðið - 08.02.2000, Page 44

Morgunblaðið - 08.02.2000, Page 44
} 44 ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Lýðskólinn - nauð- synlegur þáttur EKKI þarf að fjöl- yrða um að öllum ís- lenskum bömum og unglingum er skylt að ganga í grunnskóla í áratug. Mörg þeirra standa sig vel þar og sum frábærlega, en öðrum veitist erfitt að takast á við verkefni ’ grunnskólans og leysa þau á fullnægjandi hátt. Þar á meðal er nokk- uð stór hópur bama með eðlilega greind en ákveðin vandamál á sviði þroska og/eða hegðunar af völdum at- hyglisbrests, eirðar- og einbeitingarleysis, námsörðugleika og annarra einkenna sem stundum em einu nafni kölluð misþroska- vandamál. Þessi böm koma oft út úr grannskóla með brotna sjálfsmynd þess sem sífellt er að mistakast og ekki tekst að tileinka sér þá kunnáttu og fæmi, ekki síst þá félagslegu fæmi, sem flestum þykir sjálfsagt að . grannskólanemendur hafi til að bera. Foreldrar þessara bama og unglinga bíða þess oft í ofvæni að grannskól- anum ljúki. Hvað tekur þá við? Að loknum grannskóla er um margt að velja, menntaskóla, fjöl- brautaskóla, iðnskóla, verslunar- skóla og jafnvel ákveðna sérskóla, sem þó hefur farið fækkandi á undan- förnum árum. Grannskólapróf er haft til viðmiðs við inntöku nemenda í suma skóla en aðrir taka inn nem- endur uns öll sæti era fyllt. Þeim nemendum sem ekki náðu 5 í einkunn á grannskólaprófi í einni eða fleiri greinum er komið fyrir í fomámi. Oft er talið að þetta fomám dugi nemend- um til að ná sér á strik en þar er þó einn hæng- ur á. Námsefnið miðast fyrst og fremst við upp- rifjun á þvi sem kennt var í lokabekk grann- skóla. Allir þeir, sem hafa haft með áður- nefndan hóp bama með misþroskavandamál og námsörðugleika að gera, vita að honum dugar ekki upprifjun á 10. bekkjar námsefninu. Rifja þarf upp og fara yfir námsefni miklu, miklu lengra aftur í tímann en það. Einnig þarf að þjálfa unglingana í ýmiss konar fé- lagslegri fæmi sem þeir hafa farið á mis við vegna félagslegrar einangr- unar og stöðugt aukins skorts á sjálfstrausti vegna þess að þeim mis- tekst svo oft það sem bekkjarsystkin- um veitist auðvelt. Hlutverk lýðskóla í lýðskóla mætir nemendum það viðhorf að ekki snúist allt um próf eða námsmat til einkunna heldur að nám- ið sé í sjálfu sér takmark. I lýðskóla er auk þess lögð áhersla á manngildi og gagnkvæma virðingu og nemend- ur era ekki daglega minntir á sínar veiku hliðar, heldur er lögð áhersla á að styrkja það sem í þeim býr. Þessir þættir eru ekki bara eitthvert óáþreifanlegt snikksnakk heldur er Skólar * I lýðskóla mætir nem- endum það viðhorf, seg- ir Matthias Kristiansen, að ekki snúist allt um próf eða námsmat til einkunna heldur að námið sé í sjálfu sér takmark. þeim beitt markvisst í daglegu starfi skólans á allt annan hátt en yfirleitt er gert í skólum. Sjálfur hef ég fylgst með bæði syni mínum og öðram unglingum taka stakkaskiptum í umsjá hæfileika- ríkra lærifeðra og -mæðra í Lýðskól- anum í Reykjavík undir faglegri stjórn Odds Albertssonar, skóla- manns, sem víða hefur komið við og nýtur bæði virðingar og vináttu nem- enda sinna og annarra. Ég mæli eindregið með því við aðstandendur þeirra unglinga, sem ekki sjá tilgang í að fara í hefðbundið framhaldsskólanám að sinni, að gefa þeim færi á að kynna sér Lýðskólann í Reykjavík. Lýðskólar útskrifa ekki nemendur með fagleg réttindi í neinu öðra en lífinu sjálfu en kannski era það langnauðsynlegustu réttindi sem nokkur einstaklingur getur aflað sér á lífsleiðinni. Höfundur er þýðandi og formaður Foreldrafélags misþroska bama. Matthías Kristiansen Að fá eða fá ekki peninga frá de- CODE genetics ÁHUGASAMUR hlustandi á fréttir Ijós- vakafjölmiðla sperrti heldur betur eyran á dögunum við frétt, sem gat verið stórfrétt með alvöramerkingu í ís- lenskri pólitík. AUt byrjaði þetta með fréttum af því, að frönsk sjónvarpsstöð hafði sent út frétt um að íslensk erfðagreining ehf. eða einhveijir henni tengdir hefðu greitt íslensku stjóm- arflokkunum veralegt fé í tengslum við af- greiðslu Alþingis á lögunum um gagnagrann á heilbrigðissviði. I fréttaþættinum mun hafa verið viðtal við meintan alþingismann, hvers ein- kenni vora afmáð, sem taldi sig hafa sannanir þess, að slíkar greiðslur hefðu farið fram. Asökunin er að sjálfsögðu mjög alvarleg, ef hún hefði við einhver rök að styðjast, enda að- dróttun um raunveralega og áður óþekkta tegund af spillingu í íslensk- um stjórnmálum. Framhald málsins af hálfu frétta- manna var aðdáanlega einfeldnings- legt. Tekið var óðara viðtal við fjár- málastjóra Islenskrar erfða- greiningar og hann spurður út í málið. Honum tókst vafningalaust að leiða fréttamennina út í móa með því að svara skýrt og að mestu réttilega, að fyrirtækið hefði fyrir síðustu kosn- ingar markað þá stefnu að styðja alla Jón Sigurðsson stjómmálaflokka u.þ.b. jafnt og hefði gert það með greiðslu til þeirra flokka, sem eftir þess konar stuðningi sóttust, en það hefðu allir flokk- ar gert nema Sjálfstæð- isflokkur. Þetta var næstum rétt, því að allir fengu það fé, sem eftir var leitað, nema Frjáls- lyndi flokkurinn, svo sem raunar vænta mátti. Sá flokkur er síst af öllum þóknanlegur þeim stjórnmálaflokk- um, sem tryggðu ís- lenskri erfðagreiningu gagnagranninn og eigendum deCODE alla þá milljarðatugi, sem fréttir þessara daga gefa til kynna. Þessar upplýsingar fjármálastjór- ans vora dyggilega tíundaðar, a.m.k. í Ijósvakafjölmiðlunum, og þar með varmálið úr sögunni af þeirra hálfu. Öllum, sem heyrðu af hinni frönsku Fjárstyrkir Það er ekkert minna en heiðarleiki þingræðis- ins, segir Jón Sigurðs- son, og þar með hinna lýðræðislegu stjórnar- hátta í réttarríkinu, sem Eru vátryggingafélögin á fram- færi sjúkrastofnana og TR? AF HVERJU var 59. gr í lögum nr. 67/1972 um almannatryggingar felld út án athuga- semda? Veit hæstvirt ríkisstjórn ekki hvemig fjármagn sjúkrastofn- 4 ana og TR rennur til bifreiðatryggingafélaga landsins einmitt vegna þess að 59. gr. var strik; uð út úr lögunum? I stjómartíð hæstvirts forsætisráðherra, Davíðs Oddssonar, 1993, mælti hæstvirtur dómsmálaráðherra stjómar hans íyrir nýj- um skaðabótalögum, sem var stjómarframvarp 326. mál - þingskjal 596. Dómsmálaráðherra hóf mál sitt og sagði.: „Ég mæli íyrir frv. til skaðabóta- laga. Fyrri gerð þessa frv. var til um- ræðu á síðasta þingi en að tilhlutan ■ dómsmrn. tók Arnljótur Bjömsson prófessor að sér það verk að semja frv. til skaðabótalaga sem er nýsmíði í íslenskri löggjöf. Þetta frumvarp var lagt fram á síðasta þingi en var þá ekki útrætt.“ Þetta vora upphafsorð við umræðuna. Er hæstvirtur dómsmálaráðherra hafði lokið máli sínu tók háttvirtur þingmaður Anna Ólafsdóttir Bjöms- son fulltrúi í allsheijamefnd til máls og sagði m.a.: „Ég tek undir með hæstv. ráðherra að frv. útheimtir eðli síns vegna ítarlega og vandaða um- fjöllun vegna þess að hér er verið að ■*> gera grandvallarbreytingu á skaða- bótalögum og í raununni að taka upp nýjan hátt.“ Bætur fyrir umferðarslys í bókinni Bætur fyrir umferðar- slys, sem Amljótur Bjömsson prófessor sendi frá sér 1988, segir í 9. ^ kafla um endurkröfurétt Trygginga- stofnunar ríkisins á bls. 129 m.a.: „Hitt er annað mál, að sömu sjónarmið kunna að mæla með því að al- mannatryggingar fái áfram greiðslur frá bif- reiðareigendum (eða ábyrgðartryggjendum þeirra), nefnilega þau, að eðlilegt sé að bif- reiðaeigendur beri (með því að greiða iðgjöld) allan kostnað af bótum íyrir umferðarslys." Það er augljóst að bif- reiðatryggingarfélögin eiga að bera allan kostnað af bifreiðaslys- um þar sem þau hafa selt bifreiðareigendum, tryggingu til að mæta þeim kostnaði. Því eiga þau að bera allan sjúkra- kostnað. Sem þau gera þó ekki í dag. Upphæðir sem skipta þúsundum milljóna Já, vissulega var verið að taka upp nýja stefnu í skaðabótalögum. Þessi nýja stefna varð til þess að trygging- arfélögin komast hjá að borga sjúkra- stofnunum og TR íyrir þann kostnað sem sjúkrastofnanir og TR verða að greiða vegna slysa sem fólk hlýtur í bifreiðaslysum. Þessar upphæðir skipta sennilega þúsundum milijóna. Tryggingarfélög- in innheimta iðgjöld og ættu þess vegna að borga þennan kostnað eins og þau gerðu fyrir 1993 samkvæmt 59. gr laga nr. 67/1972 um almanna- tryggingar. Eftir að skaðabótalög nr. 50 frá 19. maí 1993 tóku gildi var 59. grein al- mannatryggingarlaganna felld niður og þá um leið ákvæði sem í henni vora svo sem; 67. gr. umferðarlaga nr. 40/ 1968 (lögnr. 50/1987). Þessu stjómarfrumvarpi var and- mælt á Alþingi. Þá sagði hæstvirtur félagsmálaráðherra Páll Pétursson sem þá var í stjómarandstöðu m.a.: Skaðabætur Með núverandi löggjöf greiðir Tryggingastofn- un ríkisins fyrir tjón sem ógætnir ökumenn valda með saknæmum hætti, segir Sigurður Magnússon í opnu bréfí —;-----------------7--------- til ríkisstjórnar Islands. „Þegar ég blaða í frv. sýnist mér satt að segja að það sé samið af trygging- arfélögunum. Mér sýnist hagsmuna tryggingarfélaganna ágætlega gætt í þessu frv. og ég er ekki hissa á því að þau séu áhugasöm um að þetta verði Íögfest því hagsmuna þeirra er áreið- anlegavelgætt.“ Dómsmálaráðherra virti ekki hagsmuni almennings Eldd var eining um efni laganna. Nefni hér nokkrar fyrirsagnir úr blöðum vegna málsins: í Morgunblað- inu 26. ágúst 1993 stóð Prófessor og læknar sakaðir um vanhæfi; Dagur 19. febrúar 1999 Tryggingafélögum hyglað; DV 25. október 1993 Hvers vegna sleppa tryggingarfélögin? IDV 17. maí 1995 skrifar Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður um ný skaðabótalög og hefur fyrirsögnina á þessa leið: Dómsmálaráðherra virti ekki hagsmuni almennings - vegna fjölskyldutengsla við forsvarsmenn tryggingarfélaganna. Ábyrgð meirihluta Alþingis og ríkisstjórnar Jón Steinar Gunnlaugsson lög- maður er einn 5 lögmanna sem hafa gagnrýnt lögin harkalega og þá með- ferð sem þau hlutu hjá dómsmála- ráðherra og allsheijamefnd Alþing- is. Fleiri greinar vora skrifaðar um þessi umdeildu skaðabótalög. Hver er ábyrgur? Það era laga- smiðirnir og meirihluti Alþingis og ríkisstjóm sem samþykkti lögin. Að setja slík lög að bifreiðatryggingar- félögum skuli sleppt við að greiða fyrir sannanlegan kostnað vegna sjúkrahúsvistar fólks sem slasast í umferðinni og að TR greiði bætur, sem bifreiðatryggingarfélögin eiga að borga vegna varanlegra líkams- skaða era ólög. Að ríkissjóður greiði þennan kostnað niður með almanna- fé era óábyrg vinnubrögð ríkis- stjórnarinnar og röng ráðstöfun á al- mannafé. Þessu fé væri betur varið til rekstrar sjúkrahúsanna og til vel- ferðarkerfisins sem er í fjársvelti. Hver á að gæta hagsmuna landsmanna? Við höfum kosið okkur 63 þing- menn til að gæta hagsmuna okkar. Þar í fylkingarbrjósti era hæstvirtir ráðherrar sem mynda ríkisstjórn landsins og hver þeirra hefur ráðun- eyti með vel menntuðum sérfræðing- um sem ráða vel við að lagfæra mis- tök eins og brottfall 59. gr laga nr. 67/1972 um almannatryggingar. Með núverandi löggjöf greiðir Tryggingastofnun ríkisins fyrir tjón sem ógætnir ökumenn valda með saknæmum hætti. Leitun mun vera að öðra samfélagi þar sem ríkisvald- ið styður að lögbrotum með því að greiða fyrir veralegan hluta þess tjóns sem lögbrjótar valda. Hér með er skorað á háttvirt Al- þingi og hæstvirta ríkisstjórn að lag- færa lög á þann hátt að þegnarnir borgi sitt og bifreiðatryggingarfé- lögin sitt. Höfundur er fyrrverandi yf- irrafmagnseftirlitsmaður. Sigurður Magnússon er í veði. fréttasendingu, mátti vera Ijóst, að spumingamar, sem vöknuðu, sner- ust alls ekki um fjárframlög til slð- ustu kosningabaráttíyog þess vegna alls ekki framlög frá Islenskri erfða- greiningu til hennar. Svör fjármála- stjórans geta verið hárrétt og allt, sem hann veit. Eftir stendur frétt hins franska fjölmiðils, studd af stað- hæfingum nafnlauss alþingismanns um að deCODE eða einhveijir aðilar því fyrirtæki tengdir hafi keypt þeim aðilum þóknanlega lagasetningu, sem varðar alla íslendinga, og getur fært þeim, sem í hlut eiga, ómældan hagn- að, allt eftir því hversu margir afglap- ar era til, til að kaupa uppsprengdu verði væntingar, sem einna helst verður líkt við nýju fötin keisarans. Bamaskapur fjölmiðlanna, sem í hlut áttu og skrifari þessarar greinar fylgdist með í fréttaflutningi af þessu máli, verður ekkert frá þeim tekinn. Sú hugsun læðist að, svo augljós sem staða málsins öll er, að þeim hafi þótt þetta þægileg leið út úr óþægilegu máli, sem varðar mikilvægustu for- ystumenn í stjórnmálum um þessar mundir. Þeim sást viljandi eða óvilj- andi yfir aðalatriði málsins. Sé einhver fótur fyrir ásökun hins nafnlausa alþingismanns tekst stjórnarflokkunum efalaust að leyna þvi. Varla er það alveg að tilefnis- lausu, að Sjálfstæðisflokkminn getur ekki hugsað sér að opinbera fjárf- ramlög til stjórnmálaflokka, þvert of- an í gildandi reglur í öllum siðmenn- tuðum lýðræðisríkjum hins vestræna heims. Það stendur skák á fjölmiðlana í þessu efni og ekki síður stendur skák á hinn meinta alþingismann að gera opinskáar þær sannanir, sem hann telur sig hafa undir höndum. Það er ekkert minna en heiðarleiki þingræð- isins, og þar með hinna lýðræðislegu stjórnarhátta í réttarríkinu, sem er að veði. Og hafi þingmaðurinn nafn- lausi þær sannanir, sem hin franska frétt gaf tO kynna, styttist í yfirhylm- ingu af hans hálfu, komi hann þeini vitneskju ekki í hendur ríkissaksókn- ara. Höfundur er fyrrverandi fram- kvæmdastjéri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.