Morgunblaðið - 08.02.2000, Síða 50

Morgunblaðið - 08.02.2000, Síða 50
r50 ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Þóra Valgerður Guðmundsdóttir fæddist í Miðdal í Kjós 29. ágúst 1904. Hún lést á elliheimil- inu Grund 1. febrúar síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Guð- mundur Hannesson, bóndi í Miðdal, f. 1878, d. 1914 og kona hans, Guðrún Þor- láksdóttir, f. 1873, d. ' ’ 1960. Þóra var elst sinna systkina, af þeim er eitt á lífi, Guðjón, sem fæddur er 1910. Hún giftist Þorsteini Jósepssyni 8. okt. 1927. Þorsteinn var fæddur 9. nóv. 1900 og d. 30. okt. 1982. Þau eignuðust fjögur böm sem öll eru á lífi. Þau eru: 1) Ágústa, f. 1928. Hennar maður er Jón Guð- mundsson, þau eiga fimm böm, 15 bamabörn og fjögur barnabama- böm. 2) Guðrún, f. 1929. Hún á fjögur böra, átta bamaböm og þijú barnabarnabörn. 3) Guð- Loksins er amma okkar búin að fcfá hvfldina sem hún hefur beðið eftir síðustu árin, því eins og þessi trúaða kona sagði: „Það er næstum því óguðlegt að lifa svona lengi.“ Hún amma var svo heppin að halda líkamlegri og andlegri heilsu allt fram á síðasta ár, þá fór minnið mundur, f. 1930. Hans kona er Hulda Eggertsdóttir, þau eiga fimm börn, tíu bamabörn og eitt barnabamabarn. Guðmundur á að auki eina dóttur. 4) Sigrún, f. 1931. Hennar maður var Gísli Ólafsson, d. 1991, Þau eignuðust fimm börn, ellefu bamaböm og eitt bamabamabarn. Þóra fluttist ung kona til Reykjavíkur og fór fljótlega að búa á Grettis- götunni og bjó þar allt til ársins 1998 (alls í 69 ár) þar til hún flutt- ist á elliheimilið Grund. Fyrir utan að gæta bús og bama vann hún ýmis verkakvenn- astörf, sfðustu starfsárin sem matráðskona í Tryggingastofnun ríkisins. Útför Þóm fer fram frá Hall- grímskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13:30. að láta sig, en hún tapaði þó aldrei hlýjunni og gestrisninni, alltaf fagn- aði hún manni af hjartans einlægni. Amma var svo samofin lífi okkar allra að það er erfitt að hugsa tfl þess að þessu tímabili sé lokið, því enga konu þekkjum við sem hefur verið okkur svo notaleg og góð, hún hafði einstakt lag á að láta okkur líða vel og virtist hafa lifandi áhuga á öllu sem við tókum okkur fyrir hendur. Alltaf var hægt að leita til ömmu með þau vandamál sem upp komu, hún hafði lag á að leysa úr þeim hvort sem það var að sauma dragt, gefa okkur pening fyrir balli eða bara hlusta á okkur tala um órétt- læti heimsins. Eitt var það sem amma hafði mjög gaman af og það var að ferð- ast um landið og dvaldi hún mörg sumur ásamt einhverju barnabarni sínu í Þórsmörk. Ótaldar eru allar þær ferðir sem hún fór með kvenfé- lagi Hallgrímskirkju. Prjónaskapur var eitt af hennar áhugamálum og ekki er til sá af- komandi sem á ekki eitthvað prjón- að eftir hana, kleinur, sjöl eða sokka. En tvíbanda rósavettlingarn- ir voru hennar sérgrein og eru ein- kennistákn fjölskyldunnar. Við viljum þakka ömmu fyrir allt sem hún var okkur og allar þær minningar sem hún lætur okkur eft- ir. Að lokum þökkum við starfsfólki Grundar fyrir þá alúð og umhyggju sem henni var sýnd þann tíma sem hún dvaldi þar. Þóra Valgerður, Anna Björg, Ólafur Helgi, Jóna og Ágúst Haukur. Amma á Grettó er svifin inn í draumalandið í hárri elli. Hún var náttúrubarn og hafði yndi af ferða- lögum, en átti ekki kost á að njóta þeirra fyrr en á efri árum. Hér er með fátæklegum orðum minnst nokkurra augnablika þar sem við vorum ferðafélagar. Á unglingsárunum naut ég þeirra forréttinda að vera nokkur sumur heimagangur á Grettisgötunni. Afi bar út árbók Ferðafélags Islands um langt árabil og afabörnin aðstoð- uðu hann á sumrin. Þessu starfi sinnti ég nokkur ár og uppskar síð- sumars vikudvöl með ömmu í Þórs- mörk. Þessar ferðir eru ógleyman- legar og mörkuðu spor í huga óharðnaðs unglingsins. Á þessum árum var gengið á stígvélum og strigaskóm og einstaka sérvitringar notuðu göngustafi, einkum útlend- ingar. Utivistarbyltingin var ekki hafin, amma aðeins hálfsjötug og í fullu fjöri. Við upplifðum saman náttúnifegurð og töfra Merkurinn- ar, skoðuðum gljúfur, gil og hella, blómgróður og fugla. Á kvöldvökum drukkum við í okkur sögur og sung- um „Frjálst er í fjallasal, fagurt í skógardal". Amma naut þessara ferða og hlakkaði til þeirra allan veturinn. Hún ávann sér vináttu hvers manns með óvenju hlýju við- móti og átti mikið að gefa öðrum. Amma var drottning í Langadal og Skagfjörðskáli höllin. Áratug síðar eigum við saman nokkra daga í Skaftafelli. Hún hálf- áttræð og unglingurinn búinn að slíta barnsskónum og ráðinn til að gæta lands. Enn voru kraftar nægir og hugurinn mikill. Við gengum upp Austurbrekkur að Svartafossi á mildum sumardegi, birkið ilmaði og fuglar sungu í heiði. Fossinn valt seiðandi fram í vorham í breiðri slæðu. Fyrr en varði var sú gamla búin að hlaupa yfir blauta stórgrýt- isurðina á gúmmístígvélum og kom- in á bak við fossinn. Þar stóð hún vot undir beljandi fossinum og brosti sigri hrósandi framan í land- vörðinn. Of seint var að vara við hættunni enda heyrðist vart manns- ins mál og amma farin að tapa heyrn. Enn líða tæpir tveir áratugir, amma orðin 93 og unglingurinn miðaldra. Ferðinni er heitið í Bása í Þórsmörk, íyrirheitna landið sem við höfðum stefnt að því að heim- sækja einu sinni enn. Mörkin brást ekki gömlum aðdáendum og skart- aði sínu fegursta. Kraftar ömmu voru á þrotum, fætur lúnir, sjón döpur og heyrn sáralítil. Hugurinn var þó á sínum stað og blik í auga þegar horft var langa stund norður yfir Krossá til Valahnjúks og Langadals. Mikill mannfjöldi var í Básum þar sem harla fáir komu fyrr á árum. Fannst henni sérkennilegt hve landið handan Krossár var grösugra en Goðalandið. Unglingurinn reynir nú að gæta þess lands sem honum var innprent- að í æsku en amma hefur lagt upp í sína síðustu ferð. Þar verður örugg- lega sungið: Ofarlega mér er í sinni, María, María, að það var fagurt í Þórsmörkinni, María, María. Birkið ilmaði, alltvarð hljótt yfir oss hvelfdist stjömunótt María, María, María, María, María, María (Sig. Þórarinsson.) Sérstakar þakkir vil ég færa systrum mínum, Þóru og Guðrúnu, sem sýndu ömmu einstaka ræktar- semi allt til hinsta dags. Gísli Gíslason. ÞÓRA VALGERÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR ERLA LÁR USDÓTTIR + Erla Lárasdóttir fæddist í Reykja- vík 11. nóvember 1935. Hún lést 8. jan- úar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Kotstrand- arkirkju í Ölfusi 18. janúar. Mig langar aðeins til þess að senda fáein kveðjuorð til gamallar vinkonu minnar Erlu. Það sannaðist best mál- tækið núna að aldrei skal geyma morgun- •Jeginum það er þú getur gert í dag. Hversu oft varð mér ekki hugsað til Erlu og ætlaði að hringja til henn- Gróðrarstöðin ™ mtCIHLÍÞ ♦ Hús blómanna Blómaskreytingar við öll tækifæri. Dalvcg 32 Kópavogi sími: 564 2480 ar, en um fjögur ár eru liðin síðan við hittumst J. Hlynur Þór Sig- 1 urjónsson fædd- „tflitni.. síðast. Hún fluttist austur í sveit með sambýlis- ist í Keflavík 6. des- ember 1976. Hann lést í umferðarslysi á ■f 'W&& manni sínum og yngsta Torrevieja á Spáni ■ Mm syni Hannesi. Þau ár 15. janúar síðastlið- “ N j \ */ sem við Erla höfðum inn og fór útfór hans ~ , íf' -' 4- samskipti sá ég hana fram frá Ytri-Njarð- aldrei skipta skapi, hún víkurkirkju 29. jan- ^ x M. I var ávallt hugljúf og með létta lund. úar. | En nú er hún horfin Elsku frændi, þegar héðan, kölluð burt frá ég frétti að þú værir góðum manni og fjöl- látinn þutu í gegnum * skyldu sinni allri, eins hugann allar þær • Blómastofa Fríðfinns Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík, sími 553 1099. Opið öll kvöld til kl. 22 - einnig um helgar. Skreytingar fyrir öll tilefni. Gjafavörur. og hendi væri veifað, langt fyrir aldur fram. Kæra Erla mín, að leiðarlokum hér á jörðu, hafðu þökk fyrir gömlu kynnin og innilegar samúðarkveðjur tU sambýlismanns þíns og allra í fjöl- skyldunni. Mér finnst þetta ljóð höfða vel til þín. Til konunnar hjartahlýju heitir það. Megi hún lifa lengi hjáþér- þessi litla rós. Blessi þig guð - oggefiþérnáð- til að glæða - hjáöðrum Ijós. Megi ávallt þitt hjarta hlýtt - honumtil- dýrðarslá Égveitaðhannblessar, þínverkinöll- semþúvannst- þegar enginn sá. (Guðrún V. Gísladóttir.) Kristín. HLYNURÞOR SIGURJÓNSSON julxxxxi ix iiiirnr H H H H H H H H H H H H H H Erfisdrykkjur P E R L A N I I I iTl 1 Ég bið guð um að hjálpa okkur öllum á þessum erfiðu stund- um. Elsku Hafdís, Siggi, Gugja og fjöl- skylda. Amma og afi. Ykkur vil ég votta mína dýpstu samúð. Elsku Hlynur Þór, guð geymi þig. Við hittumst seinna. Þinn frændi og vin- ur, Amgrímur. minningar sem ég átti um þig og okkur saman. Minningin um það þegar ég byrjaði að vinna með þér, bæjarferðimar og sú stað- reynd að þú varst alltaf svo hress og kátur, nísti í gegnum mig. Mér þótti þetta ótrúlegt og beið bara eftir að þú kæmir og segðir mér að þetta væri ekki satt. Eftir því sem tíminn leið fór ég trúa betur að þetta hefði virkilega gerst. Þú ert kannski far- inn úr lífi mínu en ekki úr huga mím um, þar sem þú munt lifa að eilífu. I minningum og myndum ertu hér ennþá. Ég sá texta sem mér fannst eiga svo vel við og mun það eflaust hjálpa mér, og vonandi fleirum, að lifa án þín. Þó ég sé látinn, syrgið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann meðharmiogótta. Ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur. En þegar þið hlægið og syngið með glöð- umhug lyftist sál min upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sam lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfirlífinu. (Höf. ók.) 3lómabúðm öa^ðskom v / P o s s v o g s k i I' kj M a ci r ð Sfmii 554 0500 Þegar ég fékk upp- hringingu frá íslandi og mér var til- kynnt að vinur minn, hann Hlynur, væri látinn neitaði ég að trúa því og ég neita því enn. Svona ungur og átti allt lífið framundan. Við kynntumst í gegnum sameiginlegan vin þegar við vorum sautján ára og vorum að taka bflprófið og þar sem þeir áttu ekki afmæli fyrr en í desember en ég reyndar ekki fyrr en í október tók ég það stundum að mér að fara með þá á rúntinn á Hafnargötunni og var það næstum undantekningarlaust mjög gaman. Þegar ég bjó svo á Mávabrautinni í Keflavík var Hlynur tíður gestur hjá okkur, heimiliskötturinn eins og við mamma kölluðum hann alltaf en hann var þar nær alltaf þegar mamma kom. Það var þar sem ég tók einu myndina sem ég á af honum þar sem hann stendur við eldhúsvaskinn með uppvöskunarhanskana og var að vaska upp fyrir vinkonu sína sem lýsir Hlyni best, alltaf tilbúinn að gera allt fyrir mig. Svo kynntist hann Hafdísi og varð ástfanginn upp fyrir haus. Þá dró úr heimsóknum hans til okkar á Mávabrautina því Hafdís átti heima í Reykjavík. Þau komu stundum saman til okkar í heimsókn og var þá spilað rommí og borðað sælgæti eða horft á mynd- band. Þau stoppuðu venjulega ekki lengi því Hlynur skutlaði henni alltaf heim til Reykjavíkur, hann var svo mikill herramaður. Það var alltaf svo gaman að vera í kringum hann, hann var alltaf hlæjandi og að gera eitt- hvað af sér. Stundum kom þó fyrir að við Hlynur vorum bara tvö að horfa á myndband eða fórum að fá okkur ís og var það aðallega áður en hann byrjaði með Hafdísi eða þegar hún var að læra undir próf. Hann var svo opinn og sagði alltaf umbúðalaust meiningu sína. Við tvö gátum talað um allt milli himins og jarðar og vegna þess hve hreinskilinn hann var bað ég hann oftast um álit á fatnaði sem ég ætlaði að kaupa eða ef við vorum að fara út að skemmta okkur. Á meðan hinir sögðu ,já flott“ bara til að drífa sig af stað þá sagði Hlyn- ur kannski „ef þú ferð í þessu þá læt ég ekki sjá mig nálægt þér“. Fyrir þetta dáði ég hann. - Eftirminnilegust þykir mér þó ferðin okkar til Reykjavíkur þegar hann og strákarnir höfðu verið í keilu uppi á Keflavíkurvelli og ég fór að sækja þá. Hlynur var með vinnu- bfl pabba síns sem er af gerðinni MMC L300 og þar sem allir voru búnir að fá sér bjór nema ég varð ég að keyra vinnubflinn til Reykjavíkur og voru strákarnir sammála um að það væri ekki fyrir stelpu að keyra svona bíl en Hlynur sagði að það væri kannski ekki fyrir stelpu en allt í lagi fyrir Höllu. Svo komum við til Reykjavíkur og það var farið í partí og svo lá leiðin út á lífið. Þegar vrð vorum svo komin á skemmtistaðinn og byrjuð að dansa leit ég á skóna hans Hlyns og viti menn, hann var enn í keiluskónum ofan af Keflavík- urvelli. Svona er honum best lýst þessum kæra vini mínum, ég gæti talið endalaust upp svona sögur um hann en læt þetta alveg nægja. Að hafa kynnst Hlyni gerir mig að ríkari manneskju og mun ég alltaf hugsa til hans með hlýhug. Þó að við höfum ekki verið í nánu sambandi síðastliðin tvö ár mun ég sakna hans. mjög mikið, bara það að vita ekki af honum þama þar sem hann á að vera. Þetta er svo sorglegt og ósann- gjarnt, hann var svo hamingjusamur og ástfanginn og ég spyr Guð, af hverju hann? Af hverju núna? Ég fæ engin svör. Það er svo erfitt að vera svona langt í burtu og geta ekki gert neitt, mér finnst ég svo máttvana. Svo er sagt að þeir deyi ungir sem guðirnir elska mest og ég trúi því að hans sé beðið með eftirvæntingu hin- um megin, að þar bíði hans mikilvæg verkefni og hans verði vel gætt. Elsku Hafdís, Guðfinna, Sigurjón, systkini og aðrir aðstandendur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð og bið góðan Guð að styrkja ykkur í sorginni. Guð blessi þig, Hlynur þór, og megir þú hvíla í friði. Þín vinkona, Hallveig Fróðadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.