Morgunblaðið - 08.02.2000, Síða 54

Morgunblaðið - 08.02.2000, Síða 54
54 ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2000 ALDARMINNING MORGUNBLAÐIÐ KRISTJAN SVEINSSON „Æ, fyrirgefðu, hvað ég er seinn! Ég komst ekki fyrr. Það var svo margt á stofunni hjá mér. Annars er ég al- veg hissa, hvað þú end- ist til að heimsækja mig og sitja yfir mér. Ég hélt þú myndir gef- ast upp eftir örfá skipti. Eins og ég sagði við þig, þegar við hittumst fyrst, hef ég ekki frá neinu sérstöku að segja. Líf mitt hefur verið slétt og fellt.“ Þannig fórust Krist- jáni Sveinssyni augnlækni eitt sinn orð er ég heimsótti hann árið 1981 og hlustaði á hann segja frá lífi sínu og starfi vegna ævisögu hans sem kom út árið eftir og varð metsölubók. Við hittumst reglulega klukkan níu að kveldi, en í umrætt skipti var klukk- an langt gengin í ellefu, þegar dags- verki hans lauk; og hann var rúm- lega áttræður að aldri. Þegar í lifanda lífi var hann orðinn þjóð- sagnapersóna og ekki að ástæðu- lausu. Manngæska hans, dugnaður og veglyndi var einstakt; hann var sannkall- aður öðlingur og framlag hans til læknisstarfa á landi hér slíkt að ekki má láta undir höfuð leggjast að minnast aldarafmælis hans í dag. Kristján Ingi Björgvin Sveinsson, eins og hann hét fullu nafiii, var fæddur hinn 8. febrúar árið 1900 á kot- bænum og kirkjustaðnum Ríp í Hegranesi utarlega í Skagafirði, sonur séra Sveins Guðmundssonar og Ingibjargar Jónasdóttur. Búskaparár sín þar bjuggu þau hjónin við sára fátækt og eignuðust fimm börn á fáum árum: Jónas lækni 1895, Elínborgu Katrínu, sem giftist Ólafi Jónssyni trésmíðameistara á Þing- eyri, 1897 og Jón Guðmund útgerðarmann í Reykjavík 1898. Kristján var fjórði í röðinni en tvíburabróðir hans, sem skírður var Þor- steinn, lést nokkurra mán- aða gamall. Aldamótaárið flutti fjölskyldan að Goðdöl- um í Skagafirði, en það brauð þótti ögn skárra en Rípur. Þar bættust tvö börn við: Ólöf, sem giftist Ragn- ari Guðmundssyni skip- stjóra, 1902 og Ingveldur 1903. Börnin voru nú orðin sex og æ erfið- ara reyndist fyrir séra Svein að sjá sinni stóru fjölskyldu farborða. Ingibjörg var frá höfuðbólinu Skarði á Skarðsströnd í Dölum, sem sagt var að hefði gengið í erfðir einn- ar ættar allt frá elleftu öld, og líkindi væru til þess að fram að þeim tíma hefðu niðjar landnámsmannsins Geirmundar heljarskinns einnig átt jörðina. Guðmundur, bróðir Ingi- bjargar, var kaupmaður í Skarðs- stöð, sem var lítill verslunarstaður, og hann bauð séra Sveini atvinnu hjá sér fyrir snöggtum hærri laun en prestar fengu. Slíku boði var ekki hægt að neita, svo að fjölskyld- an flutti búferlum að norðan og vestur í Dali 1904. Þar var séra Sveinn verslunarmaður í fimm ár, og þar fædd- ist yngsta barnið, Leónía Guðrún 1907. Árið 1910 er séra Sveini veitt Staðarhólspresta- kall í Saurbænum með búsetu á Efri- Múla, ogþví prestakalli þjónaði hann til ársins 1915, þegar hann fékk Ár- nes á Ströndum sem þótti mikil og góð hlunnindajörð. Frásögn Kristjáns af þeim atburði var eftirminnileg. „Móðir mín var mjög árrisul," sagði hann, „en hafði fyrir sið að fá sér í pípu einu sinni eða tvisvar á dag og lagði sig gjarnan á eftir. Jæja. Dag nokkurn, þegar hún er búin að fá sér pípuna sína, blundar Birgir Isleifur Gunnarsson borgarstjóri afhendir Kristjáni Sveinssyni skjal á 75 ára afmæli hans, þar sem sú ákvörðun borgarstjórnar er skráð að hann hafi verið kjörinn heiðursborgari Reykjavíkur. hún ögn skömmu eftir hádegið. Og hana dreymir að hún fái bréf frá vin- konu sinni sem var nýlátin. I bréfinu stendur: „Biddu manninn þinn að sækja um Árnesið. Lífsafkoma ykk- ar er undir því komin.“ Um leið og móðir mín vaknar, sprettur hún á fætur. Og það skiptir engum togum. Hún drífur föður minn strax af stað norður í Árnesið. Þá voru prests- kosningar komnar til sögunnar, og pabbi býður sig fram. Tveir aðrir prestar voru einnig í framboði, séra Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu, móður, dóttur og systur, SNJÓLAUGAR G. STURLUDÓTTUR, Goðheimum 16. Sérstakar þakkir sendum við Flugfreyjufélagi íslands, Karitas-systrum og starfsfólki líknar- deildar Landspítalans í Kópavogi. Helmut Maier, Eiríkur Sturla Ólafsson, Óskar Jósef Maier, Solveig Thorarensen, Sturla Eiríksson, Ingunn Ósk Sturludóttir, Steinunn Rósa Sturludóttir, Óskar Sturluson. Pr ur á Kvennabrekku og séra Olafur Stephensen. Og pabbi nær kosningu - fær tvö atkvæði umfram séra Ólaf! Tæpara mátti það ekki standa. En draumurinn rættist. Og framtíð mín var ráðin.“ Prestshjónin í Árnesi voru afar ólík; séra Sveinn var hæglátur og prúður heiðursmaður, en Ingibjörg dugnaðarforkur, skapheit og eina- rðleg. Margir höfðu á orði að Krist- ján hefði erft bestu kosti þeirra beggja. Þar sem efnin voru nú orðin all- góð, var hægt að láta synina ganga menntaveginn. í byrjun júní 1918 berast þær fréttir heim að Árnesi að kominn sé til Djúpuvíkur togari frá Reykjavík og eigi að fara norður í Eyjafjörð. Það verður uppi fótur og fit á heimilinu, því að ef til vill bauðst þarna langþráð tækifæri til að fara norður og láta Kristján þreyta inn- tökupróf í Gagnfræðskólann á Akur- eyri. Ingibjörg hófst þegar handa við undirbúning fararinnar - og hljóp við fót; hún var alltaf driffjöðurin í öllum framkvæmdum. Þau fóru fót- gangandi til Djúpuvíkur og sigldu síðan með togaranum í norðangarra og stórsjó og náðu loks við illan leik til Akureyrar. Þegar þangað kom brustu vonir þeirra mæðgina í einni svipan. Öllum prófum var löngu lok- ið. En frú Ingibjörg var jafnan ráðagóð og ákveðin; henni datt ekki í hug að gef- ast upp. Hún gekk á fund Stefáns skólameistara Stef- ánssonar, tjáði honum vandræði sín og sá sóma- maður hafði samband við alla kennarana og bað þá að mæta í skólanum daginn eftir til að prófa „þennan uppburðarlitla og síðbúna sveitastrák norðan af Ströndum“, eins og Krist- ján orðaði það. Móðir hans vildi fá að vera inni í skóla- stofunni, á meðan sonur hennar var prófaður, en kennararnir höfnuðu þeirri beiðni hennar. Þá kastaði hún til höfði, svo að skúfur- inn á skotthúfunni sveiflað- ist og sagði: „Ja, þið rétt ráðið því, hvort þið fellið drenginn minn!“ Að loknu gagnfræðaprófi á Akureyri, hélt Kristján suður til Reykjavíkur, tók stúdentspróf frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1922 og síðan kandídatspróf í læknisfræði frá Háskóla Is- lands 1927. Um skeið var hann héraðslæknir, síðast á bemskuslóðum sínum í Dölunum. Þá var veldi Jónasar frá Hriflu hvað mest og eijur hans við lækna í hámæli. Hann var sakaður um að skipa unga framsóknarmenn úr læknastétt í embætti umfram aðra og Kristján dróst inn í þær deil- ur. Af því tilefni sagði Hriflu-Jónas: „Ég var ekki að hygla honum Krist- jáni Sveinssyni. Við þekkjumst ekki. Eina sem ég veit um hann er það, að hann er frá Árnesi - öh - mesta íhaldsheimili landsins!" Að ráði Vilmundar Jónssonar landlæknis nam Kristján Sveinsson augnlækningar og stundaði fram- haldsnám sitt í Kaupmannahöfn og Vín. Hann kom heim haustið 1932 og hlaut viðurkenningu sem sérfræð- ingur í augnlækningum 8. febrúar Kristján Sveinsson ásamt móður sinni, Ingibjörgu Jónasdóttur. „Fötin voru hólkvíð, bæði jakkinn og buxurnar,“ sagði Kristján við greinarhöf- und um þessa mynd. „Þetta var nú samt látið duga. Og þótti gott.“ 1933 - á afmælisdegi sínum. Frá þeim tíma starfaði hann á Lands- spítalanum í hálfa öld, var dósent við læknadeild Háskóla íslands 1959- 1973 og stundaði auk þess lækningar sínar áratugum saman á St. Jósefs- spítala í Reykjavík og elliheimihnu Grund. Síðast en ekki síst rak hann sína eigin lækningastofu í fallega húsinu við Pósthússtræti 17, þar sem nú er veitingahúsið Skólabrú; hann opnaði hana 1. desember 1932 og rak hana síðan til æviloka. Aðeins örfáir augnlæknar störf- uðu hér á landi, þegar Kristján opn- aði stofu sína, og augnsjúkdómar voru tíðari hér á landi en víðast hvar erlendis. Það spurðist því fljótt út að nýr augnlæknir væri kominn til sög- unnar sem hefði óvenju marga kosti til að bera: góða undirstöðumenntun, skarpar gáfur, manngæsku, sálar- styrk - og læknishendur. Það var ævinlega troðfullt á stof- unni hans; hann hleypti sjúklingum inn í hópum, en sá siður tíðkaðist í Vínarborg. Húsið við norðurhornið á Skólabrú og Lækjargötu, þar sem lækningastofa Kristjáns var, stend- ur sem kunnugt er aftan við Dóm- kirkjuna í Reykjavík. Af því tilefni sagði Kristján oft skemmtilega sögu, en hann var launfyndinn og hafði næmt skopskyn. Sagan var höfð eftir skólabróður hans og vini, Gunnlaugi E. Briem ráðuneytisstjóra: „Eitt sinn var faðir hans, Eggert Briem, að ganga framhjá Dómkirkjunni. Þá hittir hann kunningja sinn sem segir: „Hvern ætli sé verið að jarða Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, LILJU ÖSSURARDÓTTUR THORODDSEN, Dalbraut 27, Reykjavík. Hrafnhildur Thoroddsen, Össur Kristinsson, Björg Rafnar, Ingibjörg Kristinsdóttir, Snorri Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. þarna?“ Og bendir á lækningastof- una mína! Þá var biðstofan orðin svo full að fólkið stóð í hnapp úti á tröpp- unum.“ Þegar haft er í huga hið mikla ann- ríki Kristjáns, starf hans hér í Reykjavík og ferðalög um landið, er með ólíkindum að honum skyldi að auki takast að skrifa vísindalegar rit- gerðir sem hann byggði á langri reynslu sinni sem augnlæknir. Sér- staklega rannsakaði hann glákuna, og í síðustu birtu grein sinni í virtu erlendu læknariti 1982 lýsti hann tíðni hennar hjá 21.500 einstakling- um sem hann hafði fylgst með í fimmtíu ár. Almannarómur fullyrðir að í ára- tugi hafi Kristján Sveinsson aldrei tekið eyri af nokkrum manni sem kom á læknisstofu hans. Og hann sótti það heldur ekki fast að fá pen- inga úr hinum sameiginlega sjóði landsmanna. Tryggvi Ásmundsson læknir sagði í ágætri minningar- grein sögu til marks um það. Krist- ján gegndi dósentstöðu sinni við læknadeild fram undir 74 ára aldur. Það gerðist sjálfkrafa hjá ríkis- féhirði að launagreiðslur fyrir slík störf féllu niður í lok þess árs sem menn urðu sjötugir. Nokkrum árum síðar hitti Kristján prófessor Davíð Davíðsson, sem þá var forseti lækna- deildar, á göngum Landsspítalans. „Heyrðu, elsku drengurinn minn,“ sagði Kristján. „Ég held að það hafi gleymst að borga mér dósentlaunin fyrir seinasta mánuð.“ Davíð hringdi strax í fjármálaráðuneytið, og þá kom í ljós að ekki var um mánuð að ræða - heldur mörg ár. Kristján var hamingjumaður í einkalífi sínu. Hinn 20. júní árið 1936 kvæntist hann fallegri og glæsilegri ágætiskonu, Maríu Þorleifsdóttur sjómanns í Reykjavík Þorleifssonar Thorlacíus. Þau eignuðust tvö börn: Kristján tannlækni 1940, sem er í sambúð með Gunillu Skaptason, en hans börn eru Þorgrímur og María Kristín - og Guðborgu 1942, sem gift er Bjarna Marteinssyni arkitekt, en þeirra böm eru María, Kristján, Kristín og Þóra Björk. Fljótlega eftir að Kristján Sveins- son hóf störf í Reykjavík byggði hann hús á Öldugötu 9, ekki aðeins fyrir sjálfan sig heldur einnig for- eldra sína, tvær systur, tengdafor- eldra og tvo systursyni sína. Heimil- isbragurinn á Öldugötunni var ekki

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.