Morgunblaðið - 08.02.2000, Page 58

Morgunblaðið - 08.02.2000, Page 58
>' 58 ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ JHorgwMa&iiíi BRÉF TIL BLAÐSINS Dýraglens Grettir Ljóska PAÐ ER SV9 LAS UPPHÆf) A PESSARI ÁVÍSUN AD ES FER HJÁ MER VIÐ 4£uSKIPTA upmmt PAÐ MYNDIÉ6 LÍKA VERA. SVONA, HVERS VESNA LÆTUR6U LATTU MIS NOKKURN MANN SJÁ JJ BARAHAFA VILTU PÁ FÁ PETTA í KRÓNUM T EÐA FIMMKÖLLUM ? tr Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Sérkennilegir viðskiptahættir Frá Jóhönnu Axelsdóttur: MARGT er skrýtið í kýrhausnum og uppákomumar ótrúlegar sem við lendum í daglega. Atburður sá, sem varð til þess að ég varð alveg dolfall- in, gerðist í stórri raftækjaverslun í Kópavogi. Eg skipti við þessa verslun síðast- liðið sumar, þegar ég gerði upp íbúð- ina mína. Eitt af eldhústækjunum var gallað og það var ekki fyrr en í þriðju tilraun að ég fékk ógallað tæki. En við þetta tækifæri eignaðist ég 3.000 kr. innleggsnótu. Og þessi nóta varð til þess að nefnd verslun dró mig til sín einn sunnudag í des- ember er auglýstir höfðu verið þar þráðlausir símar á tæpar 7.000 kr. Ég á ekki GSM-síma og hef ekki löngun til þess að eignast hann. En öðru máli gegnir um þráðlausan, ég hef gengið með það í maganum um nokkurt skeið að eignast einn slíkan. Að spranga um stofur og ganga tal- andi í símann þótti mér eftirsóknar- vert. I versluninni var mikið að gera þennan eftirmiðdag og margir símar í hillunum. Ungur maður var þarna að aðstoða fólk við val á símum og út- skýrði hann fyrir okkur sem hópuð- umst í kring mismun á gæðum og verði. Fólk var á rjátli, sumir völdu sér síma og fólkið fór að afgreiðslu- borðinu með þá til þess að borga. Þegar allt kom til alls virtist ódýri síminn ekki sérlega góður kostur, hann var t.d. ekki með númerabirti sem mér fannst vera nauðsynlegt og það gat farið að suða í honum ef talað var við einhvern í mikilli fjarlægð. Nú, þarna var einn í dýrari kantin- um og honum fylgdi venjulegt sím- tæki í kaupbæti. Ég sagðist ekki skilja hverju það ætti að þjóna, því að ef einhver fjárfesti í þráðlausum síma, myndi hann sennilega ein- göngu nota hann. „Þú getur þá gefið hann í jólagjöf," var svarið. „Ég hélt nú satt að segja að flestir ættu svona venjulegt símtæki," sagði ég. „Þú getur þá bara komið með hann og skilað honum, hann kostar 3.500 kr.“ svaraði hann. Það þarf ekki að orð- lengja það að ég tók þessu tilboði, fór í röð við einn kassann, borgaði, fékk kvittun sem ég stakk niður í pokann með símtækinu. Milli jóla og nýárs fór ég síðan með símann til þess að skila honum. Ég rétti stúlkunni sím- ann og nótuna og strimilinn. Hún sagði mér þá að þessum síma gæti ég ekki skilað því ég hefði fengið hann á 1 kr. með þráðlausa símanum. Ég sagði henni þá hvað ungi maðurinn hefði boðið mér upp á þegar ég keypti símann. Hann var þá ekki að vinna þennan dag, og ekki hægt að ná í hann. Ég bað þá að fá að tala við verslunarstjórann. Þegar hann kom sagðist hann hafa verið að tala í sím- ann við þennan tilgreinda unga mann sem segðist ekki hafa sagt neitt í þessa veru. Þarna stóð ég eins og illa gerður hlutur, vitandi ekki betur en að ég væri að fara með rétt mál og vera þá stimpluð ósanninda- manneskja. Verslunarstjórinn sagð- ist aldrei hafa rekið sig á annað en að ungi maðurinn væri hinn áreiðan- legasti. Mér fannst mér hafa verið gerður ljótur grikkur og er svona að velta því fyrir mér hvers konar viðskipta- hættir þetta séu og hvort starfsfólkið gæti bara farið á flug, sett hug- myndaflugið í botn, kannski til þess að selja sem mest, hvað veit maður. í mínum huga hljóta svona uppákom- ur að vera slæmar fyrir þessa versl- un og hvað sjálfa mig áhrærir fannst mér, já, mér fannst þetta þó nokkuð leitt. Ég er að minnsta kosti ekki búin að gleyma því og þannig verður það að öllum líkindum nokkra hríð enn. JÓHANNA AXELSDÓTTIR, Þinghólsbraut 1, Kópavogi. Siðmenntað Ferdinand Smáfólk Góður varðhundur Góður varðhundur URRAR. geltir ekki bara. ^ A 600D WATCHP06 D0E5N'T JU5T 60/W00F!" Tr IZ-7 í hástöfum? þjððfélag Frá Hrafni Sæmundssyni: NÚ GENG ég beint að efninu og um- búðalaust. Þeir alþingismenn og þau stjórnvöld sem draga nú úr þjónustu í heilbrigðiskerfmu vegna peninga- leysis vita ekki hvað þau gera. En við fyrirgefum þeim ekki. Það verða að vera viss viðmið í siðmenntuðu lýð- ræðisþjóðfélagi, einhver grund- vallarsjónarmið í mannlegum sam- skiptum. Ekki bara pólitískt, skynlaust pex. I slíku þjóðfélagi verður að vera hugrekki til að for- gangsraða. Þegar náttúruhamfarir geisa er tekið á þessum málum án þess að hika. Þó valda fæstar nátt- úruhamfarir fólki jafnmiklum líkam- legum þjáningum og sá mikli fjöldi sem situr á biðlistunum eða fær ekki lífsnauðsynlega hjúkrun verður að líða. Það dó eða meiddist líkamlega enginn í Vestmannaeyjagosinu. Éf þjóðfélagið á að rísa undir nafninu velferðarþjóðfélag verða alþingis- menn að hafa hugrekki til að taka á þessu máli. Þeir þurfa að lesa stjóm- arskrána og eiðstafinn sem þeir skrifa undir og leggja á hilluna lítil- mannlegt kjördæmapot og taka á þessu máli hér og nú. Þeir þurfa að sýna manndóm og hugrekki til að forgangsraða. Og þeir þurfa líka að hafa hugrekki til að spyrja þjóðina hvort hún sé reiðu- búin til að borga meiri skatt til að leysa þetta verkefni. í náttúruham- förum gerist þetta á ríkisstjórnar- fundum beint með stuðningi í múg- sefjun þjóðarinnar. Nú þarf að taka óvinsæla ákvörðun. Og þetta getur ekki orðið „réttlát- ur“ skattur, tekjutengdur eftir efn- um og ástæðum, heldur ílatur neysluskattur eins og gert hefur ver- ið áður. Vegna sérstaks sálarlífs ís- lensku þjóðarinnar kemur slík skatt- lagning sér best fyrir langflesta. Hún gleymist einfaldlega á einum degi. HRAFN SÆMUNDSSON, fulltrúi. Hrafn Sæmundsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.