Morgunblaðið - 10.02.2000, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 10.02.2000, Qupperneq 10
10 FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Boeing kynnir 757-300-þotu fyrir flugrekendum víða um heim Þrjú felög hafa pant- að sautján þotur ÍSLAND er annar viðkomustaður nýrrar Boeing 757-300-þotu sem [ verksmiðjurnar eru nú að kynna t flugrekendum og flugmálayfirvöld- f um en þotan hélt í morgun áleiðis I til Manchester í Englandi og síðan áfram til nokkurra fleiri landa í Evrópu og Asíu. Flugleiðir eiga tvær slíkar þotur í pöntun og fá þær afhentar 2002 og 2003. Þýska leiguflugfélagið Condor var fyrst flugfélaga til að panta 757- 300- þotu og hefur félagið þegar fengið 7 afhentar og 6 í viðbót eru í smíðum. Annað flugfélagið var Flugleiðir og það þriðja Arkia í ísrael. „Pantanir í 757-200-gerðina eru orðnar yfir eitt þúsund á 17 árum og við höfum afhent 920 slíkar vélar og gerum ráð fyrir að á næstu 10 til 15 árum verði pantaðar 350 þotur af nýju 300-gerðinni og jafnvel fleiri,“ segir Michael B. Bair, sem stjórnað hefur smíði 757-véla hjá Boeing- verksmiðjunum, en hefur nú verið útnefndur markaðsstjóri fyrirtæk- isins. Á síðasta ári voru smíðaðar 67 B757-þotur, þar af 7 af 300-gerð- inni. „Eg geri ráð fyrir að á næstu þremur til sex mánuðum muni nokkur flugfélög til viðbótar ákveða sig og þessi ferð er meðal annars til þess að veita þeim frekari upplýs- ingar, sýna þotuna og kynna fyrir þeim þá reynslu sem Condor hefur þegar aflað sér en þeir tóku fyrstu þotu sína í notkun í mars á síðasta ári,“ sagði Bair einnig og sagði að áhugi væri hjá nokkrum flugfélög- um, bæði bandarískum og evrópsk- um. Hann sagði aðspurður að 17 vélar í pöntun væri svipað og gert hefði verið ráð fyrir og var bjartsýnn á að þeim myndi fjölga mjög næstu mánuði. Skoski verkfræðingurinn Norm Matheson, sem starfað hefur hjá Boeing í áraraðir og nú í 757-deild- inni, segir að strax við hönnun 757- 200 hafi verið gert ráð fyrir að smíðuð yrði lengri útgáfa en 300- vélin er 7,10 metrum lengri og tek- ur 38 fleiri farþega en 200-gerðin. „Við tölum um fjölskyldur í flugvél- unum en ekki einstakar gerðir af því að yfirleitt smíðum við nokkrar útgáfur í hverri fjölskyldu. Þær eru orðnar tvær í 757-fjölskyldunni, þrjár með fraktútgáfunni og á teikniborðinu er ný 200-gerð, sem verður langdrægari, en hún lítur ekki dagsins ljós fyrr en eftir nokk- ur ár. Þessi nýja 300-gerð hentar mörg- um félögum sem stunda leiguflug en einnig áætlunarfélögum enda er flugdrægið milli stranda í Banda- ríkjunum og yfir hafið til margra borga í miðri Evrópu. Þá er einfalt að skipta henni upp í tvö eða þrjú farrými sem hentar félögum í áætl- Morgunblaðið/Kristinn Norm Matheson (til vinstri) hefur komið mikið við sögu hönnunar á 757 þotunum og Michael B. Bair stýrði til skamms tíma 757 deildinni en hefur nýverið tekið við stöðu markaðsstjóra Boeing-fyrirtækisins. góð farangurshólfin eru fyrir ofan sætin í nýju 757-300 gerðinni. unarflugi,“ segir Matheson og nefn- ir að félög geti notað saman 757- og 767-þotur þar sem flugmenn þurfi aðeins lágmarksþjálfun á milli þess- ara gerða. Ekki þarf sérstaka þjálfun milli 200- og 300-gerðanna og buðu flug- menn Boeing Hallgrími Jónssyni, yfirflugstjóra Flugleiða, að fljúga þotunni með sér til Englands í morgun. B757-300-vélin tekur 243 farþega miðað við eitt farrými, getur tekið allt uppí 289 farþega en Flugleiðir munu innrétta hana fyrir 227 far- þega. Vegna aukinnar burðargetu hafa vængir og skrokkur verið styrkt ásamt hjólabúnaði. Innrétt- ingin í 300-gerðinni er ný, þ.e. far- angurshólf eru stærri, ný tegund af salernum, ívíð hærra er til lofts í vélinni og lýsing hefur verið endur- bætt. Fulltrúar Boeing-verksmiðjanna sögðu að samkvæmt athugun á reynslu farþega hjá Condor þætti þeim mikið hagræði að stórum geymsluhólfunum og fyrirtækið hefði reiknað að eldsneytisnotkunin væri 3,1 lítri á flutning á hverjum farþega 100 km leið. Meðalnotkun eldsneytis hjá Lufthansa hefði ver- ið 4,8 lítrar að meðaltali á fyrri hluta síðasta árs. Sjö B757-200-vélar eru nú í rekstri hjá Flugleiðum, þar af ein fraktþota. Gert er ráð fyrir að á næstu árum verði þremur 737-400- þotum skipt út fyrir 757-þotur og stefnir fyrirtækið að því að frá og með sumrinu 2002 verði aðeins 757- þotur í flota félagsins. Félagið verð- ur þá með allar þrjár 757-gerðirnar í rekstri, 200, 300 og fraktvél. Fréttatilkynn- ing frá banka- ráði Búnaðar- bankans „Gerir sér fulla grein fyrir al- vöru málsins“ BANKARÁÐ Búnaðarbanka íslands sendi frá sér svohljóðandi fréttatilkynn- ingu í gær: „Bankaráð Búnaðarbanka íslands hf. hefur í dag ritað Fjármálaeftirlitinu bréf sem svar við bréfi þess dags 31. janúar sl. um athugun á fram- kvæmd verklagsreglna um verðbréfaviðskipti. I framhaldi af því óskaði bankaráð Búnaðarbankans eftir skýrslu um framkvæmd þessara mála frá bankastjórn annars vegar og hins vegar var innri endurskoðanda bankans falið að athuga ítar- lega þau atriði sem gagnrýnd eru í bréfi Fjármálaeftirlits- ins, þar á meðal öll verðbréfa- viðskipti þeirra starfsmanna bankans sem verklagsregl- urnar taka til frá þvi þær voru settar þann 16 okt. 1997. Vakin er sérstök athygli á eftirfarandi niðurstöðu innri endurskoðanda: „Endurskoð- unardeild getur þó ekki bent á að um hagsmunaárekstra hafi verið að ræða í þeim frá- vikum sem fram koma né að viðskiptavinirnir hafi hlotið tjón af.“ Bankaráð Búnaðarbanka íslands hf. gerir sér fulla grein fyrir alvöru málsins og leggur því sérstaka áherslu á eftirfarandi: Bankaráð átelur þau brot á verklagsreglum sem orðið hafa og leggur ríka áherslu á það við bankastjórn að slíkt endurtaki sig ekki. Bankaráð Búnaðarbanka íslands hf. hefur falið innri endurskoðanda að hafa eftir- lit með framkvæmd verklags- reglna um verðbréfaviðskipti og upplýsa bankaráð án tafar komi til brota á gildandi reglum og að gefa skriflega skýrslu um framkvæmd þeirra eigi sjaldnar en mán- aðarlega, þar til bankaráð ákveður annað. Samþykkt þessi er gerð til að taka af allan vafa um að bankaráð Búnaðarbanka Is- lands hf. leggi áherslu á að bankinn fylgi gildandi reglum um verðbréfaviðskipti,“ segir í fréttatilkynningu ráðsins. Austfírðingar íhuga kaup á kafbát Hópur Austfirðinga er að íhuga að kaupa kaf- bát til landsins sem yrði væntanlega notaður til þess að laða ferðamenn að Fjarðabyggð. Magnús Þór Ásgeirsson, sem er íyrir hópnum, sagði í viðtali við Mbl.is að menn hefðu verið að gæla við þessa hugmynd í nokkur ár og fyrir nokkru hefði verið haft samband við skipamiðl- ara í New York sem sagði þeim frá stórum, rússneskum kafbát sem lægi við höfn í Flórída og væri falur. Um er að ræða kafbát af Juliett- gerð en hann er 3 þúsund tonn, 100 metra lang- ur, 10 metra breiður og 10 metrar á hæð. Á sín- um tíma gat báturinn borið fjórar kjamorku- flaugar og 22 tundurskeyti en búið er að gera hann óvígan. Talið er að kaup á bátnum og flutningur á honum til landsins muni kosta um 80 milljónir. Ef ekki tekst að fjármagna kaup á þessum kafbát segir Magnús að reynt verði að leita að einhverjum ódýrari. Magnús segir að hópurinn sem ætlar að standa að kaupunum hafi mikinn áhuga á að efla ferðamannaiðnaðinn á Austfjörðum og segir hann að kafbáturinn geti nýst í tengslum við stríðsminjar á Reyðarfirði. Magnús tekur ekki fyrir aðra nýtingarmöguleika og bendir til að mynda á að í ljósi rússnesks uppruna báts- ins væri hægt að koma upp í honum kommún- istasafni í Neskaupstað.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.