Morgunblaðið - 10.02.2000, Page 23

Morgunblaðið - 10.02.2000, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2000 23 ÚR VERINU Morgunblaðið/Arni Sæberg Kaldi á Kópanesgrunni VEÐRIÐ hefur verið umhleypinga- samt upp á síðkastið, brælur á djúpmiðunum fyrir vestan og norðan landið tíðar eins og oft vill verða á þessum árstíma. Pá verður oft vont í sjóinn eins og sjá má á þessari mynd sem tekin var af togaranum Stefni ÍS á Kópanesgrunni fyrir skömmu. Að sögn Skarphéðins Gíslasonar, skipstjóra, hefur verið hin mesta ótíð allt frá áramótum, langvarandi suð- lægar áttir. I ofanálag hafa afla- brögðin ekki verið til að hrópa húrra fyrir, um 60 tonn eftir vikutúra. „Við erum á hálfgerðu skrapfiskiríi, erum aðallega að fiska eftir ýsu og steinbít þessa dagana. Það hefur gengið illa að ná í ýsuna en við höfum fengið ágætan steinbitsafla að undanförnu. Það hefur hinsvegar aðeins dregið úr aflanum síðustu daga og líklega er steinbíturinn þá að ganga upp á grunnið," sagði Skarphéðinn að lok- um. Athugasemd vegna olíuflutninga erlends skips Hótunarbréf á ensku í BRÉFI sem Sjómannafélag Reykjavíkur sendi forstjóra Skelj- ungs hf. í síðustu viku er gerð athuga- semd við olíuflutninga skipsins West Stream á íslenskar hafnir vegna þess að launakjör áhafnar skipsins uppfylli ekki íslenska samninga. Slíkt brjóti í bága við reglur Alþjóðasambands flutningaverkamanna (ITF) og stefnu Sjómannafélagsins. I bréfinu, sem rit- að er á ensku, er sagt að Sjómannafél- ag Reykjavíkur muni koma í veg fyrir að unnið verði við skipið vegna þessa. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins var umrætt skip í verkefnum hér við land í vikutíma en á vegum Olíudreifingar ehf., dótturfélags Olíu- félagsins hf. og Olís hf., en ekki Skelj- ungs hf. Hjá Olíudreifingu fengust þær upplýsingar að skipið hafi verið leigt til að sinna ákveðnum verkefn- um sem nú sé lokið. Gerðar hafi verið kröfur um að skipið uppfyllti skilyrði ITF og því komi viðbrögð Sjómanna- félags Reykjavíkur á óvart og óskað hafi verið eftir viðræðum vegna þeirra. Jónas Garðarsson, formaður Sjó- mannafélags Reykjavíkur, segir að samkvæmt slqolum skipstjóra skips- ins hafi Skeljungur verið með það á leigu. Hann segir það þó ekki skipta höfuðmáli. „Við sættum okkur ekki við það að hér séu skip í strandsigl- ingum þar sem launakjör áhafna eru langt fyrir neðan sem okkar félags- menn hafa.“ Aðspurður um hvers vegna ís- lensku fyrirtæki sé sent bréf á ensku segir Jónas að afrit af bréfinu hafi einnig verið sent aðalskrifstofu ITF í London og stéttarfélagi í Noregi. Bréfið hafi einfaldlega verið skrifað á ensku þannig að allir aðilar fengju sama textann í hendur og ekki kæmu upp túlkunaratriði varðandi þýðingu. Jónas segir að þar sem skipið sé nú ekki lengur í siglingum við Island verði málið látið niður falla að hálfu Sjómannafélagsins og hafi engin eft- irmál. Nýtt litlit Ægis TÍMARITIÐ Ægir, sem komið hef- ur út í meira en 90 ár, er nú komið í nýjan búning. Brot blaðsins hefur verið stækkað og blaðið fengið nýtt yfirbragð. Það er Fiskifélagsútgáf- an sem gefm- Ægi út en Athygli ehf. hefur umsjón með útgáfunni. Rit- stjórar blaðsins eru þeir Pétur Bjarnason, framkvæmdastjóri Fiskifélags íslands og Jóhann Ólaf- ur Halldórsson á Akureyri. Blaðið kemur út 11 sinnum á ári. í leiðara fyrsta tölublaðs Ægis á þessu ári segir Pétur Bjarnason meðal ann- ars:' „Við þessar breytingar eykst efni Ægis um nálega þriðjung og blaðið verður einnig aðgengilegra fyrir auglýsendur en áður.“ í nýjasta tölublaði Ægis er m.a. að finna ítarlegt viðtal við Björgólf Jóhannsson, forstjóra Sfldarvinnsl- unnar hf., rætt við stjórnendur SÍF um stefnu þessa nýja fisksölurisa og Guðjón A. Kristjánsson, alþingis- maður, skrifar um sjávarútvegs- og byggðamál. Þá er þar að finna greinar um erlend málefni, fjármál, tækni og fiskveiðar, auk þess sem sagt er frá heimsóknum í nokkur fyrirtæki í máli og myndum. Nýjar vorvörur >4maretta. Yfirhafnir gardeur dömubuxur Drogtir kl. 10-18 laugardaga kl. 10-14 Oáuntv tískuverslun v/Nesveg, Seltjarnnrnesi Sími 561 1680 Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson Sigurður Bjarnason útgerðarmaður og Guðmundur Þorkelsson skip- stjóri, í brúnni á Sæfara við komuna til Þorlákshafnar. Nýr bátur til Þorlákshafnar HAFNARNES hf. í Þorlákshöfn hefur keypt nýjan 103 tonna stálbát frá Grundafirði. Báturinn sem áður hét Grundfirðingur SH 24 er 103 tonna stálbátur smíðaður í Póllandi 1988. Hann er búinn 650 hestafla Catepillar-vél. Báturinn hefur hlotið nafnið Sæfari ÁR170 og kemur hann í stað eldri báts með sama nafni. „Ekki hefur verið ákveðið hvað verður gert við gamla bátinn,“ sagði Sigurður Bjarnason, framkvæmda- stjóri Hafnarness og fyrrverandi skipstjóri og aflakló til margra ára. Sigurður sagði ennfremur að með bátnum hefði fylgt bæði þorsk- og humarkvóti. Báturinn er búinn bæði til neta- og togveiða og mun hann hefja neta- veiðar einhverja næstu daga. Skip- stjóri verður Guðmundur Þorkels- son eins og á gamla Sæfaranum. Vélstjóri verður Sævar Sigursteins- son frá Stokkseyri. * Útivistarfatnaður * Jakkar - buxur * Fleece peysur * Nærfatnaður * Salomon Goretex gönguskór Ármúla 40, símar 553 5320 568 8860 Iferslunin Ein stærsta sportvöruverslun landsms UTSAIA 10-70% staðgreiðsluafsláttur af öllum vörum pumn^ - 1X4rW rlLA * Barnaúlpur ffá kr. 1.900 ❖ Úlpur fullorðins frá kr. 3.900 * Skíðahanskar, lúffiir og húfur * Skíðaskór 10-60% afsláttur * Sportfatnaður * Skíði frá kr. 3.000 * Aerobic fatnaður * Sundfatnaður * íþróttaskór frá kr. 1.990 cSÐn SPLIDO

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.