Morgunblaðið - 10.02.2000, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.02.2000, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2000 23 ÚR VERINU Morgunblaðið/Arni Sæberg Kaldi á Kópanesgrunni VEÐRIÐ hefur verið umhleypinga- samt upp á síðkastið, brælur á djúpmiðunum fyrir vestan og norðan landið tíðar eins og oft vill verða á þessum árstíma. Pá verður oft vont í sjóinn eins og sjá má á þessari mynd sem tekin var af togaranum Stefni ÍS á Kópanesgrunni fyrir skömmu. Að sögn Skarphéðins Gíslasonar, skipstjóra, hefur verið hin mesta ótíð allt frá áramótum, langvarandi suð- lægar áttir. I ofanálag hafa afla- brögðin ekki verið til að hrópa húrra fyrir, um 60 tonn eftir vikutúra. „Við erum á hálfgerðu skrapfiskiríi, erum aðallega að fiska eftir ýsu og steinbít þessa dagana. Það hefur gengið illa að ná í ýsuna en við höfum fengið ágætan steinbitsafla að undanförnu. Það hefur hinsvegar aðeins dregið úr aflanum síðustu daga og líklega er steinbíturinn þá að ganga upp á grunnið," sagði Skarphéðinn að lok- um. Athugasemd vegna olíuflutninga erlends skips Hótunarbréf á ensku í BRÉFI sem Sjómannafélag Reykjavíkur sendi forstjóra Skelj- ungs hf. í síðustu viku er gerð athuga- semd við olíuflutninga skipsins West Stream á íslenskar hafnir vegna þess að launakjör áhafnar skipsins uppfylli ekki íslenska samninga. Slíkt brjóti í bága við reglur Alþjóðasambands flutningaverkamanna (ITF) og stefnu Sjómannafélagsins. I bréfinu, sem rit- að er á ensku, er sagt að Sjómannafél- ag Reykjavíkur muni koma í veg fyrir að unnið verði við skipið vegna þessa. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins var umrætt skip í verkefnum hér við land í vikutíma en á vegum Olíudreifingar ehf., dótturfélags Olíu- félagsins hf. og Olís hf., en ekki Skelj- ungs hf. Hjá Olíudreifingu fengust þær upplýsingar að skipið hafi verið leigt til að sinna ákveðnum verkefn- um sem nú sé lokið. Gerðar hafi verið kröfur um að skipið uppfyllti skilyrði ITF og því komi viðbrögð Sjómanna- félags Reykjavíkur á óvart og óskað hafi verið eftir viðræðum vegna þeirra. Jónas Garðarsson, formaður Sjó- mannafélags Reykjavíkur, segir að samkvæmt slqolum skipstjóra skips- ins hafi Skeljungur verið með það á leigu. Hann segir það þó ekki skipta höfuðmáli. „Við sættum okkur ekki við það að hér séu skip í strandsigl- ingum þar sem launakjör áhafna eru langt fyrir neðan sem okkar félags- menn hafa.“ Aðspurður um hvers vegna ís- lensku fyrirtæki sé sent bréf á ensku segir Jónas að afrit af bréfinu hafi einnig verið sent aðalskrifstofu ITF í London og stéttarfélagi í Noregi. Bréfið hafi einfaldlega verið skrifað á ensku þannig að allir aðilar fengju sama textann í hendur og ekki kæmu upp túlkunaratriði varðandi þýðingu. Jónas segir að þar sem skipið sé nú ekki lengur í siglingum við Island verði málið látið niður falla að hálfu Sjómannafélagsins og hafi engin eft- irmál. Nýtt litlit Ægis TÍMARITIÐ Ægir, sem komið hef- ur út í meira en 90 ár, er nú komið í nýjan búning. Brot blaðsins hefur verið stækkað og blaðið fengið nýtt yfirbragð. Það er Fiskifélagsútgáf- an sem gefm- Ægi út en Athygli ehf. hefur umsjón með útgáfunni. Rit- stjórar blaðsins eru þeir Pétur Bjarnason, framkvæmdastjóri Fiskifélags íslands og Jóhann Ólaf- ur Halldórsson á Akureyri. Blaðið kemur út 11 sinnum á ári. í leiðara fyrsta tölublaðs Ægis á þessu ári segir Pétur Bjarnason meðal ann- ars:' „Við þessar breytingar eykst efni Ægis um nálega þriðjung og blaðið verður einnig aðgengilegra fyrir auglýsendur en áður.“ í nýjasta tölublaði Ægis er m.a. að finna ítarlegt viðtal við Björgólf Jóhannsson, forstjóra Sfldarvinnsl- unnar hf., rætt við stjórnendur SÍF um stefnu þessa nýja fisksölurisa og Guðjón A. Kristjánsson, alþingis- maður, skrifar um sjávarútvegs- og byggðamál. Þá er þar að finna greinar um erlend málefni, fjármál, tækni og fiskveiðar, auk þess sem sagt er frá heimsóknum í nokkur fyrirtæki í máli og myndum. Nýjar vorvörur >4maretta. Yfirhafnir gardeur dömubuxur Drogtir kl. 10-18 laugardaga kl. 10-14 Oáuntv tískuverslun v/Nesveg, Seltjarnnrnesi Sími 561 1680 Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson Sigurður Bjarnason útgerðarmaður og Guðmundur Þorkelsson skip- stjóri, í brúnni á Sæfara við komuna til Þorlákshafnar. Nýr bátur til Þorlákshafnar HAFNARNES hf. í Þorlákshöfn hefur keypt nýjan 103 tonna stálbát frá Grundafirði. Báturinn sem áður hét Grundfirðingur SH 24 er 103 tonna stálbátur smíðaður í Póllandi 1988. Hann er búinn 650 hestafla Catepillar-vél. Báturinn hefur hlotið nafnið Sæfari ÁR170 og kemur hann í stað eldri báts með sama nafni. „Ekki hefur verið ákveðið hvað verður gert við gamla bátinn,“ sagði Sigurður Bjarnason, framkvæmda- stjóri Hafnarness og fyrrverandi skipstjóri og aflakló til margra ára. Sigurður sagði ennfremur að með bátnum hefði fylgt bæði þorsk- og humarkvóti. Báturinn er búinn bæði til neta- og togveiða og mun hann hefja neta- veiðar einhverja næstu daga. Skip- stjóri verður Guðmundur Þorkels- son eins og á gamla Sæfaranum. Vélstjóri verður Sævar Sigursteins- son frá Stokkseyri. * Útivistarfatnaður * Jakkar - buxur * Fleece peysur * Nærfatnaður * Salomon Goretex gönguskór Ármúla 40, símar 553 5320 568 8860 Iferslunin Ein stærsta sportvöruverslun landsms UTSAIA 10-70% staðgreiðsluafsláttur af öllum vörum pumn^ - 1X4rW rlLA * Barnaúlpur ffá kr. 1.900 ❖ Úlpur fullorðins frá kr. 3.900 * Skíðahanskar, lúffiir og húfur * Skíðaskór 10-60% afsláttur * Sportfatnaður * Skíði frá kr. 3.000 * Aerobic fatnaður * Sundfatnaður * íþróttaskór frá kr. 1.990 cSÐn SPLIDO
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.