Morgunblaðið - 08.03.2000, Side 18

Morgunblaðið - 08.03.2000, Side 18
18 MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Um 200 manns skoðuðu tilraunabúið á Stóra-Ármdti fyrir helgina Morgunblaðið/Valdimar Gestir á Stóra-Ármóti hlýða á erindi og njóta veitinga. Endurbættur mjaltabás með tölvu og júgurbólguskynjara vakti athygli. Itarleg rannsókn á próteininnihaldi mjólkur Gaulverjabæ - Um 200 manns, bændur og búalið af Suðurlandi ásamt gestum, litu við á opnu húsi að Stóra-Ármóti í Hraungerðis- hreppi 3. mars sl., þar sem rekin er tilraunastöð í nautgriparækt. Gestir hlýddu á fróðleik um starfið og tilraunir sem fara fram á staðnum og nutu veitinga. í haust var ráðinn nýr tilraunastjóri, Grét- ar Hrafn Harðarson dýralæknir á Hellu, og útskýrði hann helstu markmið, margs konar tilraunir sem eru á döfinni og svaraði spurn- ingum gesta. I gangi eru nú tilraun- ir þar sem gerður er samanburður á fóðrun heys úr fyrri og seinni slætti. Ætlunin er að skoða áhrif fóðrunar og meðferðar gripa á efnainnihald mjólkur. Markaðurinn kallar á próteinrík- ari mjólk á kostnað fitu. Prótein- innihald mjólkur hefur hins vegar heldur lækkað síðustu ár og er það hugsanlega talið að einhverju leyti tengjast aukinni fóðrun nautgripa á heyi úr rúllum. Þá er meira niður- brot á próteini sem nýtist verr. Þannig fóður, blautt og hálfþurrt, kallar á orkuríkari og öðruvísi kjarnfóðurblöndur en þegar mest var fóðrað á þurrheyi. I svokölluð- um vambaropskúm á Ármóti er kannað niðurbrot próteins hinna ýmsu fóðurtegunda og hefur þann- ig fengist inargs konar fróðleikur. Athygli gesta vakti endurbættur mjaltabás í fjósinu sem annar um 60 mjólkurkúm sem þar eru. Mjög margir kúabændur hafa komið sér upp þannig aðstöðu síðustu ár. Vakti athygli júgurbólguskynjari sem nemur sýkingu í spena áður en bólga kemst á alvarlegt stig. Einnig sést í mjöltum ef kýr fær hita. „Mun þetta væntanlega skila heilbrigðari gripum og auðvelda mjaltir í fram- tíðinni,“ að sögn Sveins Sigur- mundssonar, framkvæmdasljóra Búnaðarsambands Suðurlands, sem rekur búið, en RALA kemur að til- raunaþættinum og ræður tilrauna- stjórann. Bústjóri að Stóra-Ármóti er Einar Gestsson og Hafdís Haf- steinsdóttir. Tilraunamaður Eirík- ur Þórkelsson. Þú getur treyst því að í Golf líður þér eins og heima hjá þér m HEKLA — tforystU á tlýrri öld! Laugavegur 1 70-1 74 • Sími 569 5500 • Heimasíba www.hekla.is • Netfang h e kl a@h e kl a . is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.