Morgunblaðið - 08.03.2000, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 08.03.2000, Qupperneq 18
18 MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Um 200 manns skoðuðu tilraunabúið á Stóra-Ármdti fyrir helgina Morgunblaðið/Valdimar Gestir á Stóra-Ármóti hlýða á erindi og njóta veitinga. Endurbættur mjaltabás með tölvu og júgurbólguskynjara vakti athygli. Itarleg rannsókn á próteininnihaldi mjólkur Gaulverjabæ - Um 200 manns, bændur og búalið af Suðurlandi ásamt gestum, litu við á opnu húsi að Stóra-Ármóti í Hraungerðis- hreppi 3. mars sl., þar sem rekin er tilraunastöð í nautgriparækt. Gestir hlýddu á fróðleik um starfið og tilraunir sem fara fram á staðnum og nutu veitinga. í haust var ráðinn nýr tilraunastjóri, Grét- ar Hrafn Harðarson dýralæknir á Hellu, og útskýrði hann helstu markmið, margs konar tilraunir sem eru á döfinni og svaraði spurn- ingum gesta. I gangi eru nú tilraun- ir þar sem gerður er samanburður á fóðrun heys úr fyrri og seinni slætti. Ætlunin er að skoða áhrif fóðrunar og meðferðar gripa á efnainnihald mjólkur. Markaðurinn kallar á próteinrík- ari mjólk á kostnað fitu. Prótein- innihald mjólkur hefur hins vegar heldur lækkað síðustu ár og er það hugsanlega talið að einhverju leyti tengjast aukinni fóðrun nautgripa á heyi úr rúllum. Þá er meira niður- brot á próteini sem nýtist verr. Þannig fóður, blautt og hálfþurrt, kallar á orkuríkari og öðruvísi kjarnfóðurblöndur en þegar mest var fóðrað á þurrheyi. I svokölluð- um vambaropskúm á Ármóti er kannað niðurbrot próteins hinna ýmsu fóðurtegunda og hefur þann- ig fengist inargs konar fróðleikur. Athygli gesta vakti endurbættur mjaltabás í fjósinu sem annar um 60 mjólkurkúm sem þar eru. Mjög margir kúabændur hafa komið sér upp þannig aðstöðu síðustu ár. Vakti athygli júgurbólguskynjari sem nemur sýkingu í spena áður en bólga kemst á alvarlegt stig. Einnig sést í mjöltum ef kýr fær hita. „Mun þetta væntanlega skila heilbrigðari gripum og auðvelda mjaltir í fram- tíðinni,“ að sögn Sveins Sigur- mundssonar, framkvæmdasljóra Búnaðarsambands Suðurlands, sem rekur búið, en RALA kemur að til- raunaþættinum og ræður tilrauna- stjórann. Bústjóri að Stóra-Ármóti er Einar Gestsson og Hafdís Haf- steinsdóttir. Tilraunamaður Eirík- ur Þórkelsson. Þú getur treyst því að í Golf líður þér eins og heima hjá þér m HEKLA — tforystU á tlýrri öld! Laugavegur 1 70-1 74 • Sími 569 5500 • Heimasíba www.hekla.is • Netfang h e kl a@h e kl a . is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.