Morgunblaðið - 08.03.2000, Page 19

Morgunblaðið - 08.03.2000, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2000 19 Viðsnúningur í rekstri Snæfells Ferskfískdagar í París 29.-31. mars Islenskir útflytjendur og franskir kaupendur leiddir saman EFNT verður til Ferskfiskdaga í París 29.-31. mars nk. á vegum við- skiptaþjónustu utanríkisráðuneytis- ins. Tilgangur daganna er m.a. að bæta þekkingu íslenskra útflytjenda á franska markaðnum og stofna til nýrra viðskiptasambanda. Viðbrögð íslenskra flskútflytjenda við boði um þátttöku hafa verið mjög góð að sögn Unnar Orradóttur Ramette, við- skiptafulltrúa hjá íslenska sendiráð- inu 1 París. A Ferskfiskdögum verður fundað með tollayfii'völdum í Frakklandi, flugvallastarfsfólki, fulltrúum franska landbúnaðarráðuneytisins, starfsmönnum Flugleiða og frönsk- um fiskkaupmönnum, auk þess sem heimsóttur verður fiskmarkaðurinn í Rungis. Marie-Christine Monfort, ráðgjafi og einn helsti sérfræðingur Frakka í markaðssetningu og sölu á sjávarfangi í Frakklandi mun halda fyrirlestur á Ferskfiskdögum. Ekkert lát á eftirspurn Á fyrstu 11 mánuðum síðasta árs jókst sala ferskra afurða til Frakk- lands um tæp 60% og nam um 267 milljónum króna samkvæmt útflutn- ingsskýrslum Hagstofunnar. Ætla má að Frakkar hafi flutt inn ferskar íslenskar sjávarafurðir fyrir um 1 milljarð króna í fyrra. Staðfesting á þessari upphæð fæst bráðlega hjá frönskum tollayfirvöldum. Útflutningsverðmæti segir þó ekki allan sannleika varðandi mikil- vægi Frakklandsmarkaðar fyrir ís- lenska útflytjendur. Það er einkum fólgið í því að inn á hann fer annað sjávarfang en á hina hefðbundnu markaði, svo sem steinbítur og karfi og einnig er nokkuð um að útflytj- endur séu að þreifa fyrir sér með aðrar afurðir. Unnur segir Frakka spyrja mikið um ferskan fisk frá Is- landi og að ekkert lát virðist á eftir- spuminni. Hún sé einnig frábrugðin efth’spurninni frá t.d. Bretlandi eða Bandaríkjunum. Því séu miklir við- skiptamöguleikar í Frakklandi. Reynt að liðka fyrir samskiptum Borið hefur á ýmsum vandamálum varðandi samskipti íslenskra fiskút- flytjenda og franskra kaupenda í gegnum tíðina, að sögn Unnar. „Margir vilja flytja meira út en þeir gera en ástæða þess er að þeir hafa t.d. slæma reynslu af afgreiðslu á flugvöllum, erfitt með að afla sam- banda og tungumálið er erfitt. Þetta er hægt að lagfæra og Ferskfískdag- ar eru ein leið til þess,“ segir Unnur og bætir við að hluti af F erskfiskdög- um sé fólginn í því að tala við yfirvöld í París og reyna að liðka fyrir sam- skiptum. Unnur segir að með aukinni frakt- getu Flugleiða og beinu flugi til Par- ísar árið um kring hafi forsendur skapast fyrir auknum útflutningi á ferskum íslenskum sjávarafurðum beint til Parísar. „Frakkland er mun stærri markaður en tölur frá Hag- stofunni gefa til kynna þar sem mikið af fiski fer um aðra flugvelli, eins og í Belgíu eða Bretlandi," segir Unnur. Markmið Ferskfiskdaga er m.a. að leiða saman íslenska seljendur og franska kaupendur og aðstoða við að byggja upp viðskiptasambönd. Einn- ig er stefnt að því að draga úr tjóni vegna rangrar skjalagerðar, toll- meðferðar eða heilbrigðisskoðunar með því að miðla upplýsingum á milli íslenskra framleiðenda og franskra innflutningyfirvalda og kaupenda. Tilgangurinn er einnig að tryggja eftir mætti hraða afgreiðslu á fersk- um sjávarafurðum, greiða leið ís- lenskra útflytjenda fyrir ferskt sjáv- arfang beint til Frakklands, án þess að þurfa að fara í gegnum þriðja landið, eins og dæmi eru um í dag. Einnig að draga úr líkum á tæknileg- um hindrunum með aukinni þekk- ingu allra aðila á þeim kröfum sem gerðar eru til merkinga á umbúðum og um fylgiskjöl sendinga. REIKNINGAR Snæfells hf. fyrir síðasta reikningsár, sem var tíma- bilið 1. september 1998 til 31. ágúst 1999, liggja nú fyrir og samkvæmt þeim var brúttóvelta fyrirtækisins á þessu tímabili tæpir 2,4 milljarð- ar króna. Miðað við reikningsárið varð tap af rekstrinum 179 milljón- ir króna, samanborið við 380 millj- óna króna tap á fyrra reikningsári. I tilkynningu frá Snæfelli kemur fram að á reikningsárinu urðu verulegar breytingar á rekstri og efnahag félagsins sem hafi leitt til verulegs viðsnúnings í rekstri þess á síðustu mánuðum almanaksárs- ins, og er almanaksárið 1999 gert upp með 16 milljóna króna hagnaði í samanburði við 452 milljóna króna tap fyrra almanaksár. Einn- ig er bent á að hreint veltufé frá rekstri var á síðasta almanaksári 306 milljónir króna samanborið við 66 milljónir til rekstrar árið 1998. Eiginfjárhlutfall hækkaði úr 12,7% í 31,3% Hlutafé í Snæfelli var aukið um 500 milljónir króna á seinasta ári og er eiginfjárstaða félagsins um 1,2 milljarðar króna í árslok 1999. Hefur eiginfjárhlutfall félagsins hækkað úr 12,7% í 31,3% á milli ára og nettóskuldir félagsins hafa lækkað um 2,2 milljarða kr. á milli ára. í október 1998 var rækjuvinnslu félagsins í Ólafsvík lokað vegna mikils taprekstrar, það var þó ekki fyrr en í mars 1999 sem lokið var við að selja birgðir og greiða laun á uppsagnarfresti. Um mánaðamótin febrúar/mars 1999 seldi félagið þær eignir sínar sem einkum tengdust veiðum og vinnslu á uppsjávarfiski. Má þar nefna allar eignir félagsins í Sand- gerði, loðnubræðslu o.fl, nótaskipin Sólfell og Dagfara með tilheyrandi veiðarfærum og allar aflaheimildir félagsins í síld og loðnu. Snæfell er því orðið hreint bolfiskvinnslufyrir- tæki. Þessar aðgerðir voru í samræmi við það sem kynnt var á síðasta að- alfundi félagsins og höfðu það að markmiði að losa félagið við eining- ar sem reknar höfðu verið með miklu tapi og einnig var markmið með þessum aðgerðum að lækka skuldir félagins. Snæfell med 75% hlut i BGB á Ársskógssandi I september 1999 tók stjórnin ákvörðun um að flytja pökkunar- stöð félagsins frá Hrísey til Dalvík- ur og jafnframt að draga félagið út úr öllum rekstri í Hrísey. „Ástæð- an fyrir þessari ákvörðun er mjög mikill taprekstur sem hefur verið í Hrísey, sem ekki hefur tekist að lagfæra þrátt fyrir ítrekaðar að- gerðir þar að lútandi,“ segir í til- kynningu Snæfells. Á undanförnum vikum hefur ver- ið unnið að sameiningu rekstrar Snæfells og BGB á Ársskógssandi. Markmiðið með henni er að ná fram aukinni hagræðingu í rekstri hins sameinaða félags. Miðað er við að sameiningin taki gildi frá og með síðustu áramótum og munu hluthafar í Snæfelli eiga rúmlega 75% hlutafjár í nýja félaginu. • Hvar líður þér betur en heima hjá þér? í Volkswagen Golf eru það vönduð hönnun og handbragð sem sniðin eru að okkur sem viljum hafa það notalegt - þægindi sama hvert ekið er og þér líður eins og heima hjá þér. Vel búinn nýr Golf: diskahemlar á öllum hjólum með ABS- læsivöm 1 fjórir öryggispúðar • geislaspilari »fjöðmn fyrir íslenskar aðstæður • hlífðarpanna undir vél. Val er á fjómm mismunandi vélarstærðum. Það kemur líka þægilega á óvart að nýr Volkswagen Golf kostar minna en þú heldur. Vitneskja um góða endingu, öryggi og hátt endursöluverð eykur á ánægjuna. Volkswagen Golf kostar fró kr. 1.395.000,-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.