Morgunblaðið - 08.03.2000, Síða 28

Morgunblaðið - 08.03.2000, Síða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR List eða Tívolí? Hátíðisdagur - í Pompidou-listamiðstöðinni er ekkert einsdæmi, heldur ein af fjölmörg- um sýningum um allan heim þar sem skemmtilegar tækninýjungar laða að gesti og gangandi á öllum aldri. Halldór Björn Runólfsson fylgdist með hátíðarskapi áhorfenda og undrun þeirra frammi fyrir tæknibrellum þeirrar kynslóðar franskra listamanna sem nú eru á fertugsaldri. ÞAÐ er óhætt að segja að tæknibylt- ing síðustu ái'atuga hafi haft afger- andi áhrif á myndlistina. I sjálfu sér er það engin nýlunda því breytingar í myndlist hafa ætíð lotið tæknibylt- ingum. Til dæmis má benda á það að tvær ólíkar tæknibreytingar á 19. öldinni höfðu úrslitaáhrif á þróun myndlistar til nútímahátta. Annað var ljósmyndatæknin, sem þegar hafði gagnger áhrif á afstöðu manna til myndgerðar. Hitt var framleiðsla túpulita, sem gerði listamönnum kleift að nota olíuliti beint og milli- liðalaust. Þessar gjörólíku tækni- breytingar urðu þó til að hraða mjög vinnslu listaverka og losa listamann- inn við allt óþarfa umstang. Hann varð nú með öllu óháður þeim hjálp- arkokkum sem forverar hans urðu löngum að hafa í þjónustu sinni, þó ekki væri nema til að undirbúa iitina sem nota skyldi. Sú bylting sem orðin er í tölvugraf- ík, myndbandagerð og sýndarraun- sæi lætur sig ekki lengur vanta á listsýningum. Reyndar hefur einnig átt sér stað bylting á viðtökum al- mennings gagnvart nýjum miðlum í myndlistinni. Þar hafa tónlistar- myndböndin haft gríðarleg áhrif. Ungt fólk hefur lært að horfa á myndmál sem ekki lýtur rökrænu frásagnarferli heldur er meira eða minna sértækt, súrrealískt, eða sam- sett úr ólíkum og jafnvel mótsagna- kenndum myndskeiðum, samanber myndböndin hennar Bjarkar. Það þykir því ekkert tiltökumál að botna eríiða samtímalist, því innra tungu- tak hennar er ekki svo frábrugðið því sem við sjáum á sjónvarpsskjánum heima hjá okkur. Þannig ríkir eins konar hátíðar- stemmning á stórum, tæknivæddum listsýningum. Þrjár kynslóðir - mamma, pabbi, amma, afi og börnin - olnboga sig áfram frá einu verkinu til annars og láta móðan mása um galdraverkið sem þau standa frammi fyrir. Listamaðurinn er Pierrick Sor- in, frá Nantes, fæddur 1960. Hann býr til hátækniverk - sýndarveru- leika - með litlum lifandi fígúrum sem birtast, segja frá og hverfa, og birtast á ný í öðru umhverfi. Allt er þetta svo furðulegt og fyndið í senn að áhorfendur vita vart hvaðan á þá stendur veðrið. Þeim finnst þeir staddir í einhverri óraunverulegri Þúsund ogeinni nóttþar sem allt get- ur gerst, því fjandinn er laus úr flösk- unni. Það er eftirtektarvert hve mörg verkin eru lengi í smíðum, rétt eins og gömlu klassísku stórverkin á end- urreisnar- og barokktímanum. Ljósaverk og risaskennai' Frédér- ic Lecomte, sem fæddur er í París, árið 1966, hafa sum hver verið í smíð- um í sex ár. Vindbrjótur, eða Para- vent Marie-Ange Guilleminot - fædd 1960 í nágrenni Parísar - tók þrjú ár að fæðast, en verkið hefur tekið ákveðnum breytingum frá því það var sýnt í Múnster sumarið 1997, á sýningunni Skulptur Projekte. Þá gátu sýningargestir sem leið áttu framhjá verkinu kastað sér í þar til gerða sumarstóla og stungið fótunum innum göt á tréskýlinu, sem fóðruð voru með prjónuðu frotti. Fyrir inn- an voru ósýnilegir nuddarar sem mýktu upp fætur gestanna án þess að þeir kæmust nokkru sinni í sjón- eða talrænt samband sín í millum. Eitt af sérkennum líðandi stundar er einmitt lokunin sem einkennir listaverkið út á við. Það hverfíst svo rækilega um sjálft sig að áhorfandinn verður að nálgast það innanfrá. Svo sem í Tívolí, þar sem dugar skammt að horfa bara á tækin, verða áhorf- endur að prófa listaverk samtímans með því að taka þátt í þeim. Hve oft höfum við ekki stigið inn í myrkvaðan sal á samtíma listsýningu til að skoða myndbönd í lokuðum afkima. Líkt og Vindbrjótur Guilleminot, er Clair- iére, eða Rjóður Xavier Veilhan - fæddur í París, 1963 - afstúkaður marghymingur með alltumlykjandi, ljósmynduðu veggverki. Myndefnið er fengið úr villta vestrinu, þar sem kúrekar syrgja látinn starfsfélaga á meðan beinagrind dregur eftir sér hest sem dregur vagn. Annars konar innilukt rými er að finna í sérkennilegum húsvagni fé- laganna Philippe Mayaux og Philippe Ramette - báðir frá París, og fæddir 1961 - sem þeir kalla Espace d’am- our, eða Astarrýmið. Hægt er að stinga sér inn í húsvagninn, en hætt Rjóðrið frá 1998, eftir Xavier Veilhan. Svínið, eftir Pierrick Sorin. Sýndarveruleikaspil frá 1997-1999. ------------■— Yfirlitsmynd af innganginum á sýninguna „Jour de féte“, í Pompidou-listamiðstöðinni, Parfs. er við að þar sé lítið að finna. Utan á vagninum eru hins vegar sýninga- gluggar fullir af tvíræðum tækjum og tólum, sem skoða má sem stoðtæki ástarlífsins. Við hliðina á húsvagnin- um geta sýningargestir horfið undir furðulega hjálma Gilles Barbier, frá Marseille - fæddur 1965 - og hlustað á tónleika fyrir einhverfa. Þar við hliðina húkir Drykkjurútur hans á hnánum, fullkomlega í eigin heimi. Þeir Michel Blazy og Guillaume Paris - báðh' fæddir 1966, annar norður af París en hinn í borginni - skera sig frá öðrum með verkum sem taka til umhverfisins en útiloka sig ekki frá því. I staðinn er eins og verk þehra tætist um allt og eigi sér hvorki eiginlegt upphaf né endi. Þetta á einkum við um verk Blazy, en hann notar veggi og gólf með sér- stökum hætti. Verk hans eru for- gengileg, sum gerð úr pastaflögum, baunum, ál- eða klósettpappír. Vegg- ina smyr hann með soðnum hrís- grjónum svo þeir virka flagnaðir. Paris sýnir hins vegar forláta gosbrunn í Alhambra-stíl Angel Inc. sem mjólk bunar úr, myndbönd með ævintýrum og teiknimyndum, upp- stoppaðar dúfur og hænur, og ljós- mynd af hendi sem hann kallar Gift of the Earth, eða Gjöf jarðar. Hin gervilegu áhrif kitsch- og kram- menningarinnar eru hvarvetna aug- ljós. Þau má auðvitað rekja aftur til súrrealismans á millistríðsárunum og popp-listarinnar á sjöunda ára- tugnum. Báðar stefnumar tóku mið af al- þýðlegri fjöldamenningu, tækni og brellum og tortryggðu list með há- leitum formerkjum sem gaf sig út fyrir að vera óháð samfélaginu og of- an við það. Nú má ef til vill segja sem svo að öll sú glannalega og gervilega tæknilist sem einkennir „Hátíðisdaginn“ - en titillinn er fenginn að láni frá Jacques heitnum Tati og fimmtíu ára gamalli grínmynd hans - nái augum og eyi’- um stórborgarbúa betur en náttúm- vænum skynfæmm okkar. En það væri sjálfsblekking að gleyma sjón- varps- og tölvukynslóðunum sem hvarvetna vaxa úr grasi, ekki síður á Islandi en á meginlandi Evrópu og Ameríku. I upphafi var þess getið að „Jour de féte“ væri ekkert einsdæmi nema síður sé. Allt frá miðjum níunda áratugnum hefur gervimenn- ingin verið að þrengja sér æ meir inn í myndlistina á kostnað náttúrulegr- artækni. Jafnframt hafa súrrealísk einkenni smám saman verið að ryðja burt expressjónískum háttum á undan- fömum fimmtán ámm. Það kemur okkur Islendingum vissulega í opna skjöldu vegna þess að við urðum af súrrealismanum á millistríðsárunum, sennilega vegna of stuttrar borgaral- egrar hefðar á þeim tíma sem áhrifa hans gætti hvað mest í Evrópu. Okkur hefur því aldrei lærst al- mennilega að meðtaka list af félags- sálrænum toga. Öðm máli gegnir um börnin okkar. Sjónvarpið og tölvurn- ar hafa opnað augu þeirra fyrir dá- semdum menningarinnar. Þau geta því nálgast sýningar á borð við „Jour de féte“ með jákvæðu og vöflulausu hugarfari og skemmt sér konunglega eins og í Tívolí. Fróðleikur um íslenska báta BÆKUIl Sagnfræði Islensk skip 1-5 eftir Jón Björnsson. Iðunn 1999. ÁRIÐ 1990 sendi Jón Björnsson frá sér fjögurra binda verk um ís- lensk skip, og voru þar talin öll skip og bátar, 10 brl. og stærri, sem skráð höfðu verið hér á landi, og höfundur hafði upplýsingar um. Áhugamenn um skip og skipasögu tóku þessu verki fagnandi og víst er, að það bætti úr brýnni þörf fyr- ir uppsláttarrit af þessu tagi. Var þó öllum Ijóst, ekki síst höfundi sjálfum, að enn vantaði upplýsing- ar um ýmis skip og báta, sem gerð hafa verið út hér á landi. Á þeim áratug, sem liðinn er frá útgáfu bindanna fjögurra, hafa all- miklar breytingar orðið á fiski- skipaflota Islendinga. Ný skip hafa bæst við og eins og ávallt verður raunin þegar út eru gefin rit af þessu tagi, berast höfundi viðbót- arupplýsingar og leiðréttingar, sem sjálfsagt er að koma á fram- færi. Það er gert í 5. bindi þessarar nýju útgáfu. í því er að finna upp- lýsingar um skip, sem bæst hafa í flotann síðastliðinn áratug, leið- réttingar og viðbætur við fyrri bindi, auk þess sem hér er að finna margar myndir af skipum, sem ekki voru myndir af í fyrri bindum. Er mikill fengur að mörgum þess- ara mynda og hafa sumar þeirra umtalsvert heimildagildi. Fyrstu fjögur bindin í þessari nýju útgáfu fjalla um smábáta, þ.e. vélbáta minni en 10 brl. og er óhætt að segja að hér sé samankominn mesti heildarfróðleikur, sem nokk- urn tíma hefur sést á prenti, um ís- lenska smábátaútgerð. í bókunum fjórum er greint frá liðlega 5.600 bátum og myndir birtar af tæplega helmingi þeirra. Elstu bátarnir, sem frá er greint, eru frá því í upp- hafi 20. aldar og voru upphaflega árabátar. Þar má einkum nefna sexæringinn Stanley, sem var fyrsti bátur sem vél var sett í hér á landi. Yngstu bátarnir eru aðeins örfárra ára, smíðaðir á allra síð- ustu árum. Upplýsingar um bátana eru samræmdar eftir föngum og segir frá smíðaári og - efni, eig- endum og eigendaskiptum, nöfnum og nafnabreytingum, endurbótum og útgerðarstöðum, og loks frá af- drifum þeirra báta, sem ekki eru lengur á skrá. Söfnun upplýsinga er tímafrekt þolinmæðistarf, sem Jón Björns- son hefur leyst af hendi með prýði. I þessum bókum er að finna mik- inn fróðleik um íslenska báta og skip á 20. öld. Það er kannski full- mikið sagt að rekja megi útgerðar- sögu einstakra staða eftir bókun- um en þær munu koma mörgum að gagni sem vilja afla sér fróðleiks um sögu sjávarútvegs á Islandi. Allur frágangur bókanna er til fyrirmyndar. Þær eru prentaðar á fallegan pappír, í handhægu og þægilegu broti og frágangur myndefnis er einkar skemmtilegur. Jón Þ. Þór

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.