Morgunblaðið - 08.03.2000, Page 51

Morgunblaðið - 08.03.2000, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2000 51 BREF TIL BLAÐSINS Hér segir um rógsmenn alla Frá Atlu Steini Guðmundssyni: SÁ ÚLFAÞYTUR, sem orðið hefur í tengslum við gagnagrunn Islenskrar erfðagreiningar, hefur vart faiið fram hjá þeim Islendingum sem fylgjast eitthvað með fjölmiðlum, jafnvel þótt ekki sé nema með öðru auganu. Nú er liðið á annað ár síðan lög um starfrækslu gagnagrunnsins voru sett og hið gríðarlega upplýs- ingasafn er um þessar mundir að verða að veruleika. Nú fyiir skemmstu fengu landsmenn bréf frá Kára Stefánssyni ásamt ágætum bæklingi um tilgang grunnsins, nota- gildi hans og frágang öryggismála til verndar persónuleyndinni. Þarna kemur m.a. fram að með miðlægum gagnagrunni á heilbrigðissviði verði læknum og heilbrigðisstéttum unnt að kortleggja og segja fyrir um hegð- un og útbreiðslu torlæknaðra sjúk- dóma auk þess sem fyrrgreindir aðil- ar standi mun betur að vígi í sinni eilífu baráttu en áður. Vissulega góðar fréttir fyrir þjóð sem á margfalt heimsmet í lyfjanotk- un_- er það ekki annars? I vikunni sem leið barst svo annað plagg inn um lúguna, af nokkuð öðru sauðahúsi. Undir fyi-irsögninni „rétt- lát gjaldtaka" ræðst Valdimar nokk- ur Jóhannsson gegn íslenskri erfða- greiningu á einstaklega lágkúru- legan hátt. í plaggi sínu mælist Valdimar til þess eða réttara sagt „fer fram á“ (svo notað sé hans orða- lag) að menn segi sig úr gagnagrunn- inum og láti svo kaupa sig í hann aft- ur. „Rökin" fyrir þessari fásinnu eru að deCode Genetics eigi ekkert með það að fá geílns „tugi milljarða af þjóðarauðnum". Það er kynlegt verð- mætamat að kalla sjúkraskýrslur Is- lendinga þjóðarauð, Valdimar ritar e.t.v. sínar sjúkraskýrslur með fjað- urstaf á kálfsskinn eins og okkar sanni (og eini) þjóðarauður var úr garði gerður. Hér er á ferðinni ákaf- lega veikburða múgsefjunartilraun til að hagnast á þeim einstaklingum sem ekki hafa kynnt sér ítarlega út á hvað gagnagrunnurinn gengur eða láta sér í léttu rúmi liggja hvort þeir eru hluti af honum eða ekki. Slíkar tilraunú’ þekkjum við úr sögunni, Valdimar og skósveinar hans eru hér í góðum félagsskap þýsks stjórn- málaflokks á fjórða áratugnum o.fl. áróðursmeistara. Þessir góðu menn eru einnig ugg- andi um þá áhættu sem því fylgir að veita aðgang að heilsufarsgögnum sínum. Áhættan er ekki meiri en sú að hver einstaklingur fer nafnlaus inn í grunninn og með dulkóðaða kennitölu auk þess sem ekki er hægt að sækja upplýsingar um einstaka aðila, aðeins hópa fólks. Eftirlit með þessu er m.a. í höndum tölvunefndar og vísindasiðanefndar, en Páll Hreinsson, fonnaður þeiiTar fyrr- nefndu, gerh- skýra grein fyrir ör- yggismálum gagnagrunnsins í viðtali í Morgunblaðinu hinn 15. febrúar. Er Valdimari góðfúslega bent á þetta viðtal óttist hann að Pétur og Páll geti að vild flett upp á vinum og sam- ferðamönnum í grunninum sér til dægrastyttingar. Eða býst hann kannski við að erlendir ferðamenn AÐALFUNDUR JARÐBORANA HF. Aðalfundur Jarðborana hf. verður haldinn fimmtudaginn 9. mars 2000 í Þingsal A, á Radisson SAS Saga Hótel og hefst kl. 16.00. Dagskrá 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. gr. 45 í samþykktumfélagsins. 2. Tillaga um heimild til handa stjórnfélagsins til að kaupa hluti ífélaginu skv. 55. gr. hlutafjárlaga nr. 211995. 3. Önnur mál, löglega upp horin. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera komnar skriflega í hendur stjómarinnar eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfund. Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, 7 dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á skrifstofu félagsins að Skipholti 50 d, 4. hæð, frá og með 2. mars 2000, og á fundarstað við upphaf aðalfundar. Stjóm Jarðborana hf. ll i§ 1 JARÐBORANIR HF SKIPHOLTl 50 d, SÍMI 511 3800, BRÉFSÍMl 51 I 3801 Ókeypis lögfræðiaðstoð öll fimmtudagskvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012 Orator, féiag laganema flykkist til landsins í ógurlegum mæli til að bera þennan nýja „þjóðarauð" augum? I stað þess að einblína á þá peninga sem Valdimar telur Islenska erfða- greiningu vera að „fá gefins" mætti kannski skoða hvað aðrir gætu verið að græða á auknum skilningi lækna- vísindanna á sjúkdómum ýmiss kon- ar, þá ekki á peningamælikvarðan- um. Forkólfar „réttlátrar gjaldtöku" þekkja þau sannindi sem skáldið frá Fagraskógi orðaði: „Því betur unir fólk sínum fjötrum/sem fleiri klæðast andlegum tötrum“. Það er vonandi að Valdimar uppskeri einhverjar krón- ur úr sölumennskunni, hann gæti þá kannski ráðið sér prófarkalesara eða einhvem skrifandi á íslensku svo að næsti áróðurssnepill verði ekki staf- setningar- og málfarslega séð þannig að sæmilega gefinn gmnnskólanemi hefði skammast sín fyrir hann. Ég hvet Islendinga til að vega og meta, hver fyrir sig, hvar þeir ætla að standa í þessu máli áður en þeir verða fjölskyldutilboð frá „réttlátri gjaldtöku“. ATLI STEINN GUÐMUNDSSON, Sunnuflöt 18, Garðabæ. LANDMÆLINGAR ÍSLANDS LÍSA samtök Landshnitakerfi ÍSN93 og staðbundin hnitakerfi í tilefni af útgáfu reglugerðar um viðmiðun (SN93, grunnstöðvanet og mælistöðvar til notkunar við landmælingar og kortagerð verður haldinn hádegisfundur á vegum LÍSU-samtakanna og Landmælinga íslands á Grand Hótel, Hvammi, fimmtudaginn 16. mars kl. 12:00-14:00 Dagskrá fundar: 12:00 -12:30 Hádegisverður: Grænmetissúpa, pönnusteikt ýsa með vorlaukssósu og humarpólentu, kaffi 12:30 -13:30 ÍSN93 og staðbundin kerfi: Þórarinn Sigurðsson, forstöðumaður framleiðslusviðs LMl. Christof Völksen, mælingadeild LMÍ. Gunnar Jóhannesson, deildarverkfræðingur Akureyrarbæ. Jón Björnsson, mælingaverkfræðingur, Hnit hf. 13:30-14:00 Umræður: Umræðustjóri Heiðar Þ. Hallgrímsson, Borgarverkfræðingi Skráning: Skrifstofa LlSU samtakanna, sfmi 530 9110 Netfang: lisa@aknet.is Nánari dagskrá: http://www.rvk.is/lisa Verð: kr. 4.000,00 fyrir félagsmenn LlSU-samtakanna, kr. 6.000,00 fyrir aðra Heimabíó Framtíðarútlit - vönduð hönnun Super-5 Digital Blackline myndlampi 180 W - 300 W magnari 6 framhátalarar 2 bassahátalarar 2x2 bakhátalarar 3 Scarttengi að aftan 2 RCA Super VHS/DVD tengi að aftan Super VHS, myndavéla- og heyrnartækjatengi að framan Barnalæsing á stöðvar Glæsilegur skápur á hjólum með 3 hillum T0SHIBA heimabíótækin kosta frá aðeins kr. 134.901 stgr. með öllu þessu!! T0SHIBA Pro-Logii tækin eru margverðlaunuð af tækniblöðum í Evrópu og langmest seldu tækin í Bretlandi! T0SHIBA ERU FREMSTIR í TÆKNIÞRÓUN. Hönnuðir Pro-Logic heimabíókerfisins - DVD mynddiskakerfisins og Pro-Drum myndbandstækjanna. Önnur T0SHIB tæki fást í stærðunum frá 14" til 61" ‘StaSgrelðsluafsláttur er 1011) tækni á einstöku verði! Fáðu þér framtíðartæki hlaðið öllu því besta - Það borgar sig! fíis Einar Farestveit&Cahf. Borgartúni 28 ■ Símar: 562 2901 & 562 2900 • www.ef.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.