Morgunblaðið - 08.03.2000, Page 56

Morgunblaðið - 08.03.2000, Page 56
56 MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2000 1 FOLKI FRETTUM MORGUNBLAÐIÐ Forvitnilegar bækur ATHYGLISVERÐAR BÆKUR UM BÍTLANA BRESKU Básalíf í hnotskurn Dilbert Gives You the Business. Teiknimyndabók eftir Scott Adams. Macmillan gefur út 1999. 224 síður. Kostar 1.795 í Máli og menningu. ALLIR SEM unnið hafa hjá stór- fyrirtæki kannast við Dilbert, ekki Dara vegna teiknimyndanna heldur vegna þess að þeir hafa upplifað margt af því sem frá er greint í myndasögunum, vanhæfa yfirmenn, tilviljanakennda stjórnun, illkvittna starfsmannastjóra, stefnu- og skipulagsleysi. Scott Adams, höf- undur Dilbert, þekkir vel til slíks enda hóf hann starfsævi sína í banka og var síðan hjá Pacifie Bell- risanum vestanhafs þar sem hann kynntist af eigin raun hvernig fjár- jnagni var sóað í tilgangslaus verk- ■^fni, hvernig stjórnarmenn verð- launuðu sjálfa sig fyrir það sem undirmenn þeirra gerðu vel og hvernig allur lífskrafur og frum- kvæði þvarr saman hjá starfsmönn- unum. Víst er Adams ekki fyrstur til að benda á það hvernig skrifræði og stærð leika fyrirtæki, margt af því sem Northcote Parkinson setti fram á við í því sambandi, en Adams á sérdeilis vel við á tölvuöld, enda hafa tölvurnar gert mönnum kleift að gera meiri mistök á skemmri tíma en áður hefur þekkst. Dilbert hefur birst í rúman ára- tug og tekið ýmsum breytingum á þeim tíma. Framan af teiknaði Seott Adams helst atvik sem hann hafði siálfur upplifað eða þekkti vel til, en með tímanum hafa honum borist þúsundir ábendinga um klúður og klaufaskap í fyrirtækjum um allan heim sem margt hefur orðið honum tilefni teikninga. Margar þeirra teikninga hafa síðan orðið öðrum tilvitnunarefni, enda eru mistök og óstjórn sammannleg upplifun. I til- efni af því að tíu ár eru síðan Adams hóf samstarf við United Features um lands- og síðar heimsdreifmgu á Dilbert var sett saman sú bók sem hér er til umræðu þar sem safnað hefur verið saman á skipulegan hátt helstu teikningum sem snúa að líf- inu innan fyrirtækja og glímunni við stjórnendur og samstarfsmenn. Hjá Pacific Bell vann Adams í 4)ásasamfélagi og básarnir eru aldrei langt undan í frásögnum hans. Eins er með fundi, sem marg- ir þekkja og of margir kannast við þriggja tíma fundi frá helvíti, eins og sagt er frá 1 einni frægri Dilbert- sögu. Aðal sagnanna af Dilbert og fé- lögum er samt yfirgripsmikil þekk- ing Admas á markaðs- og fyrir- tækjamállýskunni sem heltekið hef- ur bandaríkst viðskiptasamfélag og sér stað hér á landi. Fyrir nokkrum árum gerði hann sér að leik að aiæta í dulargervi á ráðstefnu og flytja fyrirlestur sem var upp fullur af blaðri földu í innihaldlausum frösum og þótti þátttakendum mjög gagnlegt samkvæmt könnun sem gerð var skömmu síðar þannig að fyrir einhverjum er bullið sem flest- ir hlæja að djúpur viðskiptasann- leikur. Árni Matthíasson Biblíur bítla- fræðingunna Bítlabækur skipta hundruðum og svo virðist sem allir telji sig hæfa til þess að leggja orð í belg um þessa frægustu hljóm- sveit sögunnar. Skarphéðinn Guð- mundsson fór í frum- skógarleiðangur og- leitaði hinna einu sönnu bítlafræðinga. EINN meginvandi dægurtónlistar- bókmennta er hversu oft slíkar bæk- ur eru ritaðar af blindri ást í garð viðfangsefnisins. Gagnrýni er þá ósjaldan svo gott sem engin og lesn- ingin því bæði tilgangslaus og óáhugaverð. Besta dæmið um slíkar bókmenntir eru hinar eiginlegu að- dáendabækur, sem vanalega eru soðnar saman með hraði af brenn- andi áhuga, þegar viðfangsefnið er í fullu fjöri og æðið enn í gangi. Sjálft bítlaæðið er vafalaust hið mesta í sögu dægurtónlistar og hafa því fáir hlotið eins viðamikla um- fjöllun og lifrarpollarnir fjórir. Bækurnar sem um þá hafa verið rit- aðar skipta líka hundruðum og eru æði misjafnar að innihaldi og gæð- um. Á tímum sveitarinnar var t.a.m. ansi fátt um fína drætti og næstum allt mengað af hinni blindu aðdáun. Eftir því sem stundir hafa liðið fram hafa hins vegar litið dagsins Ijós rit- verk sem betur hefur tekist að fanga viðfangsefnið og standa því á sporði að gæðum og verðleikum. Frambærileg bítlabækur er þó satt að segja ótrúlega fáar og byrjend- um í bítlafræðum því engin öfund að þurfa að ráfa um í þessum mikla og vafasama frumskógi í leit að verð- ugum og upplýsindi ritum um Bítl- ana bresku. Oskrandi vönduð poppsagnfræði Grundvallarritið fyrir hvern þann sem kynnast vill upphafi og ferli sveitarinnar á hreinan og beinan máta er orðið tveggja áratuga gam- alt. Það er „Shout!“ eftir hinn iðju- sama Philip Norman, sem einnig hefur ritað sögu erkifjendanna Roll- ing Stones. Tímasetningin á útkomu „Shout!" var einkar heppileg því hún kom fyrst út um það leyti sem John Lennon var myrtur árið 1980. Þá var bókinni hampað sem bestu Bítlabókinn sem skrifuð hefði verið og enn stendur hún fyllilega fyrir sínu. Norman kemst á sérstaklega gott flug er hann rekur upphafs- árin, Hamborgartímann og einnig endalokin og hrakfarir Apple-ævin- týrisins. Þetta er ein magnaðasta popparabók allra tíma að því leyti að hún er einkar vandlega skrifuð og vel byggð sem frásögn. Norman studdist mjög við einu viðurkenndu sögu Bítlanna sem rit- uð var samkvæmt pöntun af Hunter Davies árið 1968 og ber hið frum- lega heiti „The Beatles". Þótt hún sé óvenju berorð og hreinskilin af slíkri bók að vera þá er hún heldur stutt í annan endann því hin átakan- legu cndalok vantar í frásögnina (það skeið er reyndar rakið í litlum viðauka með síðari prentunum). Menn hafa reynt að nálgast fræði Bítlanna á annan hátt en að rekja ganginn kaldhæðnum tökum og endurspeglar skemmtilega fárán- leika hans sem hlýtur að teljast af- rek fyrir svo roskna skrásetningu. Margir telja Braun því fyrsta bítla- fræðinginn. Lennon gældi sjálfur við „æðri“ listform í frístundum og fékk útrás fyrir fijótt ímyndunarafl sitt í tveimur kverum sem hann sendi frá sér 1964 og 1965, hið fyrra „In His Own Write“ innihélt prósa í dada- fskum stfl og síðara „A Spaniard In the Works“ margfrægar rissur. Eft- ir að sýrutímabilið gekk í garð gat Lennon hins vegar loksins leyft sér að hella úr skálum frjósemi sinnar í textasmíðina og önnur tjáningar- form sem hann stundaði með Yoko sinni heittelskuðu. Nú er hægt að nálgast hin merkilegu kver Lennons í einni heild. Mannorðssvipting og sjálfsdýrkun Til viðbótar við hinar eiginlegu bítlapælingar má nefna þijár bækur sem fjalla um líf fjórmenninga eftir að leiðir þeirra höfðu skilið. Fyrst skal nefna alræmda ævisögu hins umdeilda Alberts heitins Goldmans sem sérhæfði sig í að afhjúpa látnar goðsagnir. Goldman lýsir Lennon af mikilli ákefð og frásagnargleði sem geðsjúkum bijálæðingi á barmi taugaáfalls þannig að hörðustu að- dáendur hans fá óbragð í munninn við að hlusta á rödd hans í fýrstu eft- ir lesturinn. Goldman fer hins vegar þvflíku offari og dregur svo hæpnar ályktanir að mann grunar á stund- um að hann skáldi hreinlega í eyður. Niðurstöðumar em samt sem áður nauðsynlegar heildarmyndinni og hollt mótspil gegn tilraunum manna til að taka Lennon í dýrlingatölu. Önnur og öllu vingjarnlegri ævi- saga er „Paul MacCartney: Many Years From Now“ eftir Barry Miles. Þessi er viðurkennd af MacCartney sjálfum og er að miklu leyti byggð á hans eigin frásögnum og viðhorfum til sjöunda áratugarins. Lesningin er heldur óþægileg í þessu ljósi og sjálfsdýrkunin full augljós. Hins vegar inniheldur bókin dýrmætar upplýsingar og varpar ským Ijósi á samband þeirra Lennons og hvemig samvinnu þeirra var háttað. Þegar öllu er á botninn hvolft þá má segja að tvö bítlarit gnæfi yfir öðrum, „Shout!“ og „Revolution in the Head“. Hófstilltum unnendum ætti að nægja að lesa þau til að öðl- ast haldbæran skilning á hljómsveit allra hljómsveita. söguframvindu þeirra í réttri og hefðbundinni tímaröð. Fróðleiksflæðandi handbækur Mark Lewisohn hefur oft verið nefndur „Helsti bítlaheili Bretlands". Hann er eini utanhúss- maðurinn sem fengið hef- ur fullan aðgang að safni hljóðritanna með Bítlunum í eigu EMI. Niðurstöður þeirra rann- sókna lagði hann fram í hinni óhemju nákvæmu „Complete Recording Sessions." Reyndar er hér fulllangt gengið í smámunasem- inni og er önnur bók eftir Lewisohn „The Chronicle“, þar sem hann styðst við sömu rannsóknir, heldur aðgengilegiá. Lewisohn býr yfir hafsjó af bítlafróðleik en verk hans líða fyrir þurra og fastheldna fram- setningu. Að þeim sökum mætti kannski líta á ofannefnd verk bítla- heilans sem handbækur. Tvær aðrar afar frambærilegar bækur sem bera keim af hand- bókarstflnum eru „The Beatles: A Diary“ eftir Barry Miles og „Revolu- tion in the Head“ eftir Ian Mac- Donald. Miles hefur fylgst grannt með MacCartney í gegnum árin og við þá iðju hefur hann eflaust séð þörfina fyrir almennilega dagbók. Ekki í ætt við þá sem Lewisohn gerði held- ur dagbók sem rennur mjúklega í gegn og væri þægilegri aflestrar sem ein heild. Brotið er stórt sem gefur fjöhnörgum einkar vel völd- um og skemmtilegum ljósmyndum færi á að pjóta sín til hins ýtrasta. Allt útlit bókarinnar er reyndar glæsilegt og hennar helsti kostur. Þegar „Revolution in the Head“ leit dagsins ljós öllum að óvörum ár- ið 1994 olli hún straumhvörfum í heimi popparabókmennta því MacDonald notaðist við nýja og lítt notaða aðferð við að kafa ofan í poppsöguna. Hann rýnir í hvert lag íyrir sig sem hinir frábæru fjórir hljóðrituðu og spinnur út frá þem frásagnir og tengir snilldarvel við hina almcnnu sögu dægurmenning- arinnar. Siðan hafa margir popppennar beitt þessum aðferðum með áhugaverðum árangri. I „Revolution in the Head“ lallar MacDonald sér um hvert einasta lag sem Bítlarnir hljóðrituðu allt frá „My Bonny“ með Tony Sheridan fram til endurvinnslunnar á Anthol- ogys-safninu. Greining hans er allt í senn snjöll, hnyttin og byggð á menningar-, tónlistar-, og sagn- fræðilegum grunni án þess þá að verða á nokkurn hátt tilgerðarleg. Ein samtíðarlýsing á bítlaæðinu var í sérstökum metum hjá Lennon en það er „Love Me Do: The Beatles Progress11 sem bandaríski blaða- maðurinn Michael Braun skrifaði um það bil sem æðið var að hefjast árið 1963. Braun tekur handa- Drengurinn sem spark- aði í grísi „The Boy Who Kicked Pigs“ eftir Tom Baker. 124 síður með mynd- um. Faber og Faber gefur út 1999. Kostaði um 1.300 kr. í Borders í Lundúnum. SAGAN af Láka jarðálfi hefur verið mörgum íslenskum bömum kær í gegnum tíðina, þó sumum hafi blöskr- að sú staðreynd að Láki varð ekki hamingjusamur fyrr en hann hafði af- neitað eðli sínu og uppruna. Reyndar þótti hrekkjusvínum úr Hlíðunum heldur lítið til Láka koma, en þau hefðu hrifist af söguhetju bókarinnar sem hér er gerð að umtalsefni. Sá Láki sem Tom Baker segir frá heitir Robert Cagliari og er er vond- ur, en ekki bara eins og Láki, því hann lætur sér ekki nægja að hrekkja kisur og fela dúkkur, hann drepur og meiðir. Framan af er atferlið heldur saklaust, Robert pínir systur sína og sparkar sparigrísnum hennar um allt innan húss og utan, en þannig er nafn bókarinnar reyndai- til komið. Fyrir hálgerða slysni áttar hann sig á því hversu mörgu illu hann getur komið til leiðar með þvi að að sparka í gn'si og beitir sér af krafti í grísasparid þar til svo kemur að það fullnægir ekki sjúklegu ímyndurnarafli hans að pína systur sína, ekki einu sinni með því að eitra fyrir henni; eins og hjá öllum góðum föntum kemur þar að að hann langar til að skara framúr í mann- vonsku, ná nýjum hæðum illskunnar í heilbrigðum metnaði. Teikningar í bókinni gera sitt til að gera hana skemmtilega, enda er Robert Cagliari frábærlega vondur að sjá; Láki gamli jarðálfur er eins og sunnudagaskólabarn samanborið við Robert, ekki síst geiir hárgreiðsla Robei-ts hann einkar djöfullegan. Robert er metnaðarfullur í sinni mannvonsku og áttar sig snemma á því að það er ekki nóg að hrekkja og meiða; hann nær ekki að vera reglu- lega vondur fyrr en hann fer að drepa fólk. Fyrsta morðið er nánast tilraun, en eftir að því takmarki er náð hverf- ur öll mannvonska önnur í skuggann, það jafnast ekkert á við morð. Drengurinn sem spai'kaði í grísi er skrifuð sem barnabók og þá barnabók í ætt við þær sem böm ólust upp við hér forðum, áður en allt bamaefni varð dauðhreinsað, meinlaust og hundleiðinlegt. Líkas til þætti flestum bömum þó nóg um mannvonskuna í Robert, ekki síst í lokakafla bókarinn- ar þar sem hann hrindir óafvitandi, en vitanlega sér til gleði, af stað atburð- arás sem dregur á annað hundrað manns til dauða í eldhafi, þar á meðal þrettán presta sem fuðra upp, hest, 6.000 hænur, 300 hana, sem 300 flösk- ur af rauðvíni flæða yfir og úr verður coq au vin, fullan vömbfll af svínum og níutíu tonn af káli (uppáhaldsmat- ur Gissurar Gullrass, ekki satt?), og svo má áfram telja. Af ástæðu sem ekki er rétt að geta um hér fyrir þá sem eiga eftir að lesa bókina nýtur Robert ekki illvirkisins til fulls fyrir ýmsar sakir, enda inntak sögunnar inntak allra góðra bókmennta: Ef þú ert vondur taparðu, þótt þú vinnir. Árni Matthíasson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.