Morgunblaðið - 28.03.2000, Síða 4

Morgunblaðið - 28.03.2000, Síða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Farfuglarnir streyma til landsins Eftir óvenju snjóþunga og illviðrasama tíð, er nú brostið á undan- hald hjá Vetri konungi. Samhliða því að snjóalög hverfa sem dögg fyrir sólu, streyma fyrstu farfuglarnir til landsins með suðlægum vindáttum. Þeir fyrstu eru þegar komnir, sumir fyrir þó nokkru. I hópi þeirra, sem komnir eru, er sjálf heiðlóan sem margur telur holdgerving sumarsins. Vetrarstödvar nokkurra íslenskra varpfugla Sílamáfur febrúar-mars Skógar- þröstur marslok-apríl Morgunblaðið/Jóhann Óli Hilmarsson Sflamáfar verða seint titlaðir „vorboðinn ljúfi“. Þeir eru eigi að síður fyrstu farfuglarnir sem skila sér heim. Morgunblaðið/Jóhann Óli Hilmarsson Skógarþröstur skolar af sér ferðarykið. „FARFUGLARNIR streyma hing- að þessa dagana, enda eru vindátt- irnar hagstæðar. Það sást lóuhópur á Hornafírði á föstudag og á laugar- daginn sáust fimm lóur í Sandgerði og tvær í Fossvogi. Það eru líka stór- ir þrastarhópar að hellast inn, stelk- ar, tjaldar og rauðhöfðaendur. Áður voru komnir sílamáfar og skúmar og einnig er farið að bera á álfta- og grágæsahópum sem hingað eru komnir frá Bretlandseyjum. Mest er umferðin á suðausturhominu enn sem komið er. Það er einnig athygl- isvert að það er mikið af flækingum í þrastarhópunum, t.d. óvenjulega mikið af svartþröstum, einnig mist- ilþrestir og söngþrestir,“ sagði Jó- hann Óli Hilmarsson fuglaljósmynd- ari í samtali við Morgunblaðið í gær. Ólíklegir vorboðar Eins og fram kemur í máli Jó- hanns eru sílamáfur og skúmur fyrstu farfuglarnir sem skila sér heim þótt seint muni þeir vinna sér sess sem „vorboðinn ljúfi“. Sílamáf- urinn kemur fyrstur, örsjaldan strax í janúar og stundum í febrúar. En strax upp úr mánaðamótum febrúar og mars fer að sjást til þeirra. Talið er að vetrarstöðvar þeiiTa séu á Pír- eneaskaga og í Norðvestur-Afríku. Þeir eru hins vegar ekkert að flýta sér og taka góðar pásur á leiðinni suður á breskum ruslahaugum. Skúmurinn fer hins vegar að skila sér fyrri hluta mars og stöku sinnum í lok febrúar. Um þetta leyti er skúmurinn venjulega orðinn nokkuð áberandi á varpstöðvunum, a.m.k. á sunnanverðu landinu. Skúmurinn er úthafsfugl á vetrum. Fyrstu lóurnar koma venjulega til landsins undir lok mars, eins og nú hefur gerst, en hún skilar sér þó mest í apríl og eru hóparnir að koma hver af öðrum fram eftir mánuðin- um. Islenskar lóur eru víða á vet- urna, á Bretlandseyjum, í Frakk- landi, á Spáni og Portúgal. Jafnvel eitthvað nyrst í Afríku. Hún á ekki alls staðar sjö dagana sæla, t.d. þyk- ir Frökkum hún vera mjög spenn- andi kvöldverður. Skógarþrestimir eru á Bretlandseyjum og niður um suðvestanverða Evrópu. Álftir og grágæsir eru hins vegar mest á Bretlandseyjum. Eitthvað af ís- lenskum álftum er þó í Noregi og Danmörku. Sumir síðbúnir A næstu vikum munu margar þekktar fuglategundir bætast í hóp- inn, t.d. þúfutittlingar, maríuerlur og steindeplar, hrossagaukar, lóuþrælar og spóar. Spóinn, sem hefur þann sess að „senn komi spóinn" lætur venjulega sjá sig síðustu vikuna í ap- ríl og um þau mánaðamót og fram í maí eru stærstu hópamir að skila sér. Spóinn er fremur seinn, enda mikill ferðalangur. Vetrarstöðvar hans eru við strendur Norðvestur-Afríku, einkum í Senegal og Gíneu Bissá. Einn spói merktur á íslandi hefur meira að segja fundist suður í Tógó. Aðrir sem koma seint og fara snemma era krían, en alþýðutrúin hefur löngum sett henni fasta dag- setningu, 14.maí. Hið rétta er þó að krían er mun fyrr á ferðinni þótt hún sé að sönnu einn af síðbúnari farfugl- unum. Þær allra fyrstu koma upp úr 20. apríl, en mikið af kríu kemur síð- an strax upp úr mánaðamótum apríl og maí. Krían fer farfugla lengst, allt Morgunblaðið/Jóhann Óli Hilmarsson Heiðlóa, úfin eftir langt ferðalag. til Suðurskautslandsins þegar há- sumar ríkir þai'. Umferð í „hina áttina“ Síðastur kemur þórshaninn, en al- menningur veit lítið af honum, enda nauðasjaldgæfur. Hann er ekki kominn á varpstöðvar sínar fyrr en upp úr 20. maí og um mánaðamót júlí og ágúst eru allir þórshanar horfnir. Hann er ásamt frænda sínum, óðins- hananum, úthafsfugl á vetrum. Óð- inshaninn, sem er betur þekktur, er næstsíðastur, en litlu munar á hon- um og þórshananum. Ekki er um einstefnuumferð að ræða. Einhverjum kann að þykja það furðulegt, en nokkrar tegundir hafa vetursetu á íslandi og hugsa sér nú til hreyfings. T.d. dvelja hér bæði sendlingar og bjartmáfar frá norð- lægari svæðum og oft sjá menn heilu flotana af haftyrðlum sem urpu hér í eina tíð, en ekki lengur. Allar tegun- dirnar era norrænar og munu fljúga norður á bóginn. Þá dvelja hér á landi norskir gráhegrar á veturna. Þá er ekki úr vegi að geta þess, og ekki er um síðra vormerki að ræða, að nokkrir fuglar hér á landi era nú þegar farnir að huga að varpi, t.d. dflaskarfur, fálki, hrafn og haföm. PlénmiB mmm @itts Til sölu Nissan Trade 100 3000 diesel sendibíll, nýskráður26/11/1998, rauður, ekinn 24.000 km, ásett verð 1.920.000. Nánari upplýsingar hjá Bfla- þingi Heklu, sími 569 5500. Opnunartfmi: Mánud. - föstud. Kl. 9-18 laugardagar kl. 12-16 Laugavegi 174,105 Reykjavik, slmi 569-5500 —i wvvvvJjiÞri.hinyjy • vvvyvv.hilaiiiiny.i Sérstaða verkafólks í miölverksmiðjum Verkfallsvopnið mis- beitt eftir árstímum ÞÓTT margt sé sameiginlegt í hags- munabaráttu verkafólks er ekki sjálfgefið að fari saman hvenær best hentar að boða til verkfalls. Þetta segir Sigurður Ingvarsson, verka- lýðsleiðtogi á Eskifirði og formaður Alþýðusambands Austurlands, um ástæður þess að ekki er samflot með verkafólki innan VMSÍ og starfsfólki í loðnuverksmiðjum í yfirstandandi kjaraviðræðum. Sigurður á sæti í samninganefnd VMSÍ og fer einnig fyrir starfsfólki í mjölverksmiðjum á Austurlandi sem fundar með atvinnurekendum þessa dagana. Sigurður segir að starfsfólk í verksmiðjunum hafi gert sérstaka samninga og sérstök samninganefnd fari með umboð þess. Hún starfi ekki á vegum Verkamannasambandsins. Alþýðusamband Austurlands mun hitta fulltrúa verksmiðja á Austur- landi á fundi í húsakynnum sátta- semjara í dag og þá er einnig áætlað- ur fundur Vöku á Siglufirði vegna verksmiðja SR-mjöls. Aður hafa ver- ið gerðir sérsamningar í tengslum við kjarasamning SA og Flóabanda- lagsins vegna verksmiðju Faxamjöls í Reykjavík og SR-mjöls í Helguvík. Sigurður segir að verkafólk í mjöl- verksmiðjunum hafi sömu grann- kröfur og Verkamannasambandið - ekki standi til að hvika frá þeim. Hins vegar séu aðstæður þannig í verksmiðjunum að verkfallsvopnið sé misbeitt eftir árstímum og því henti ekki alltaf sami tími til átaka. Sendum ekki aðra á vígvöllinn Hann aftekur að starfsfólk í mjöl- verksmiðjunum vilji bíða átekta og sjá hverju fram vindur í baráttu VMSÍ. „Það er af og frá. Við sendum ekki aðra á vígvöllinn fyrir okkur og ég kannast ekki við gagnrýni í þá vera. Ég kannast við það úr fyrri samningum að menn hafa viljað beita fyrir sig loðnuverksmiðjunum, þótt slíkt eigi ekki við nú.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.