Morgunblaðið - 31.03.2000, Page 67

Morgunblaðið - 31.03.2000, Page 67
MORGUNBLAÐIÐ ________________________________FÖSTUDAGUR 31. MARS 2000 67 FRÉTTIR Úrslit í spurn- ingakeppni átthagafélaga HINNI árlegu spumingakeppni átt- hagafélaga í Breiðfirðingabúð lýkur á laugardaginn kl. 20. Þetta er í þriðja sinn sem keppnin fer fram og eins og í fyrri skiptin þá er Ragnheiður Erla Bjamadóttir dómari og höfundur spm-ninga. Alls hafa 14 átthagafélög tekið þátt í keppninni og slðastliðið sunnudags- kvöld komust 4 félög áfram og keppa í úrslitakeppninni á laugardagskvöld- ið 1. apríl. Það em félög Svarfdæl- inga, Skagfirðinga, Húnvetninga og Breiðfirðinga. Svarfdælingar sigmðu í keppninni á síðasta ári. Að keppni lokinni verður lokahóf í Breiðfirð- ingabúð þar sem öll átthagafélögin sem að keppninni stóðu gera sé glað- an dag og stiginn verður dans. ---------------------- Rætt um ástand í Júgoslavíu REYKJAVÍKURFÉLAG Vin- strihreyfingarinnar - græns fram- boðs boðar til fundar laugardaginn 1. apríl kl. 11 árdegis þar sem rætt verður ástand mála í Júgóslavíu eftir loftárásir Nató og undir viðskipta- banni sem enn stendur. Fundurinn verður haldinn í húsnæði VG á Lækj- artorgi, Hafnarstræti 20,3. hæð. Framsögu hefur Ivan Rakic, dýra- læknir frá Júgóslavíu, en hann heim- sótti Belgrad um síðustu jól og ára- mót. Ivan mun lýsa ástandinu og því hvernig fólki gengur að lifa af. Að loknu innleggi Ivans gefst færi á fyr- irspurnum. Túlkað verður á íslensku eftir því sem þörf krefur. Fundarstjóri: Guðbjörg Sveins- dóttir hjúkranarfræðingur. Hljómsveitin Mínus varð sigurvegari í Músíktilraunum 1999. Úrslitakvöld Músíktilrauna ÚRSLITAKVÖLD Músíktilrauna Tónabæjar og ÍTR fer fram í Tónabæ í kvöld, föstudagskvöld 31. mars en Músíktilraunir eru ár- legur viðburður í tónlistarlífi landsmanna og er þetta í 18. skiptið sem þær eru haldnar. Þær átta hljómsveitir sem komnar eru í úrslit eru: Manna- múll frá Mosfellsbæ, Diktra frá Garðabæ, Snafu frá Reykjavík, Búdrýgindi frá Kópavogi, 110 Rotweiier hundur frá Reykjavík, Elxír frá Garðabæ, Frír bjór frá Reylqavík og Auxpan frá Kópa- vogi. Að auki munu 2-3 hljóm- sveitir frá tilraunakvöldi 4 sem fram fór í gær leika á úrslita- kvöldinu. Gestasveit á úrslitakvöldinu er Botnleðja sigurvegari Músíktil- rauna 1995. LEIÐRÉTT Rangur myndatexti í frétt í blaðinu í gær var sagt frá viðurkenningu Staðardagskár 21 til fjögurra sveitarfélaga. í myndatexta var Hulda Steingrímsdóttir sögð vera á myndinni en þetta var Steinunn Guðnadóttir, bæjarfulltrúi í Hafnar- firði og formaður stýrihóps um Stað- ardagskrá. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Vitleysaítöflu í töflu sem birtist með frétt um lækkanir á þjónustu Landssímans birtist rangt upphafsgjald símtals. Upphafsgjaldið lækkai- úr 3,32 kr. í 3,20 kr. Þá mátti skilja í megintextan- um að tekjur Landssímans ykjust um 1.090 milljónir kr. á árinu ef öll hækk- un á fastagjaldi kæmi strax fram en hið rétta er að tekjuaukinn nemur framantaldri upphæð á ársgrundvelli. I hvaða flokki? Bandaríski öldungadeildarþing- maðurinn Robert Torricelli er ýmist kallaður repúblikani eða demókrati í Morgunblaðinu í gær. Hið rétta er að hann er demókrati. Beðist er velvirð- ingar á þessu. Rætt um velferð og einkavæðingu" FJÓRÐA laugardagskaffi Samfylk- ingarinnar í Reykjavík frá áramót- um verður haldið á Sólon íslandus laugardaginn 1. apríl kl. 11. Þar verður rætt um samspil velferðar og einkavæðingar. Málshefjendur í laugardagskaff- inu verða þau Hörður Bergmann og Bryndís Hlöðversdóttir. Síðan verða almennar umræður. Fundarstjóri verður Hólmfríður Garðarsdóttir. Laugardagskaffið er öllum opið. Enski boltinn á Netinu ýj> mbl.is -ALLTA/= EITTH\SAO NÝTT Styrkja hirðingja í Mongólíu RAUÐI kross íslands hefur sent eina milljón króna til hjálparstarfs meðal hirðingja í Mongólíu, en þar ríkir nú neyðarástand vegna harð- indaveturs sem fellt hefur 1.7 milljón búfjár. Framlagið er til viðbótar 200.000 krónum sem veittar vora strax eftir að neyðarbeiðni barst fyrst í febrúar. Að sögn Alþjóða Rauða krossins eiga tæplega 400.000 manns í vök að verjast. Hirðingjar á sléttum Mongólíu era algjörlega háðir búfén- aði sínum og þegar kindur, kýr og hestar falla úr hor blasir hungur við eigendum þeirra. Starfsmenn og sjálfboðaliðar Mongólska Rauða krossins hafa ferðast hundrað kílómetra undan- farna daga til að ná til fólks í af- skekktum héraðum landsins. Vonast er til að koma mat á næstu vikum til 35.000 manna sem verst eru staddir. Að auki er ráðgert að koma til þeirra kuldaskóm, sem mikil þörf er á. Falleg fermingargjöf lífstíðareigní SWAROVSKI m Mikið úrval af hinum heimsþekktu SWAROVSKI skartgripum Silfurkristalskrossinn Kr: 8.850.* M Kringlunnl - Faxafeni OZ. Íslandssími ericsson $ h e i m s m ó t: í s k á k Chess lceland 1.og 2. apríl í Salnum, tónlistarhúsi Kópavogs Mótið hefst kl. 13.00 báða dagana Bein útsending á (T) SKJÁ EINUM - Netútsendingar á strikfS og chess.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.