Morgunblaðið - 26.04.2000, Side 2
2 MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Félagsmálaráðuneytið um fjárhags-
áætlun Reykjavíkurborgar
Ekki í samræmi
við ákvæði sveit-
ar stj ór narlaga
FELAGSMALARAÐUNEYTIÐ
hefur komist að þeirri niðurstöðu
að fjárhagsáætlun Reykjavíkur-
borgar sé ekki í samræmi við 5.
mgr. 61. greinar' sveitarstjórnar-
laga þar sem henni fylgi ekki áætl-
un um efnahag í upphafi og lok árs.
Þetta kemur fram í svari ráðuneyt-
isins við erindi Guðlaugs Þórs
Þórðarsonar borgarfulltrúa sem
óskaði eftir úrskurði ráðuneytisins
um hvort fjárhagsáætlun borgar-
innar bryti gegn sveitarstjórnar-
lögum að þessu leyti.
Vildu ekki sýna skuldaaukn-
ingu borgarinnar?
Guðlaugur Þór sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að félagsmála-
ráðuneytið hefði nú staðfest það
sem hann hefði haldið fram að
borgarstjóri hafi ekki farið að lög-
um við gerð fjárhagsáætlunar. „Eg
tel að ástæðan fyrir því að borgar-
stjóri gerði það ekki hafi verið sú að
hún vildi ekki sýna fram á þá aukn-
ingu sem orðið hefur á skuldum
borgarinnar," segir Guðlaugur Þór.
„Borgarstjóri hélt því fram fyrir
síðustu kosningar að hún hefði náð
tökum á fjármálum borgarinnar en
það er ekki rétt. Ef við skoðum fer-
ilinn kemur í Ijós að hún hefur auk-
ið skuldir borgarinnar að meðaltali
um sjö milljónir króna á hverjum
degi. Það er sérkennilegt að þetta
gerist á sama tíma og hún heldur
því fram að hún hafi náð stórkost-
legum árangri í fjármálastjórn,"
sagði hann.
Guðlaugur sagði meginatriði
málsins að réttar upplýsingar væru
lagðar fram fyrir borgarbúa. „Ef
skuldaaukning á sér stað eiga borg-
aryfirvöld að gangast við því og út-
skýra af hverju það er. Það er óþol-
andi í lýðræðisríki að það liggi ekki
fyrir staðreyndir um hvort skuldir
eru að aukast eða minnka,“ sagði
Guðlaugur Þór.
Ráðuneytið ætlar að herða
kröfurnar á næsta ári
í niðurstöðu lögfræðings félags-
málaráðuneytisins segir að ljóst sé
af gögnum málsins að í fjárhags-
áætlun Reykjavíkurborgar fyrir ár-
ið 2000 sé ekki að finna áætlun um
efnahag í upphafi og lok árs og það
sé ekki í fullu samræmi við ákvæði
sveitarstjórnarlaga. „Ljóst er einn-
ig af fjárhagsáætlunum annarra
sveitarfélaga sem borist hafa ráðu-
neytinu að ekki eru þær allar í sam-
ræmi við umrætt lagaákvæði.
Hins vegar hefur ráðuneytið
hingað til ekki talið ástæðu til að
telja þessar fjárhagsáætlanir ógild-
ar af þeirri ástæðu einni að ekki sé í
áætlunum að finna áætlun um efna-
hag í upphafi og lok árs. Ráðuneyt-
ið hefur talið eðlilegt að veita sveit-
arfélögum svigrúm til að aðlagast
hinum nýju lagaákvæðum. Búast
má þó við að ráðuneytið herði kröf-
urnar strax á næsta ári, enda verða
sveitarstjórnir þá að afgreiða
þriðju fjárhagsáætlunina frá því að
sveitarstjórnarlög nr. 45/1998 tóku
gildi,“ segir í niðurstöðu ráðuneyt-
isins.
Fram kom í umsögn borgar-
stjórnar til ráðuneytisins vegna
málsins að unnið væri að endurbót-
um á upplýsingakerfi borgarinnar
og vinnulagi og framsetningu við
fjárhagsáætlun. Stefnt væri að því
að í frumvarpi að fjárhagsáætlun
fyrir árið 2001 yrði áætlun um efna-
hag í upphafi og lok árs bæði fyrir
borgarsjóð og þau fyrirtæki sem
Reykjavíkurborg á eignarhlut í.
Ljósmynd/Ingþór Bjamason
Óhætt er að fullyrða að Haraldur hafi brugðið sér á skíði um páskana eins og margir landsmenn auk þess sem
hann iðkaði fleiri páskasiði eins og þann að borða páskaegg sem Ingþór færði honum.
Einn í auðninni
HARALDUR Örn Ólafsson pólfari hélt kyrru fyrir
úti á ísnum á skírdag og beið komu Twin Otter-
skíðaflugvélar First Air sem færði honum nýjar
birgðir og búnað, en gamli búnaðurinn var úr sér
genginn. Ingþór Bjarnason var með í fórinni og
færði félaga sínum ýmislegt góðgæti og hlýjar
kveðjur frá vinum og vandamönnum. Haraldur hef-
ur nú Iagt að baki tæpa 500 km á leið sinni en fram-
undan eru varasöm vakasvæði að sögn Svía sem
komust á pólinn á föstudaginn langa.
■ Vakir hættulegar/20-21
Flugvirkjar hjá Flug-
félaginu samþykktu
FLUGVIRKJAR hjá Flugfélagi
íslands hafa samþykkt nýgerðan
kjarasamning með nítján atkvæð-
um, einn seðill var ógildur en þrír
félagsmenn vildu fella samninginn.
Allir starfsmenn tóku þátt í at-
kvæðagreiðslunni.
Að sögn Emils Eyjólfssonar,
formanns samninganefndar, er þar
með fallið frá boðuðu verkfalli.
í dag er boðað til sáttafundar í
deilu 156 flugvirkja hjá Flugleið-
um sem felldu sína samninga.
Sagðist Emil ekki eiga von á að
samningur flugvirkja hjá Flugfé-
lagi íslands myndi hafa bein áhrif
á þær viðræður.
Tveir ólíkir samningar
„Við reynum að vinna þá samn-
inga alveg sjálfstætt," sagði hann.
„Samningurinn við Flugfélagið er
allt annars eðlis en sá sem felldur
var við Flugleiðir. Flugvirkjar hjá
Flugfélaginu vinna allir á vöktum
þannig að vinnuumhverfið er allt
annað í Reykjavík en í Keflavík og
tekið á öðrum þáttum. Það er svo
margþætt starfsemi sem fram fer
hjá Flugleiðum og unnið á mis-
munandi vöktum og meðal annars
við viðhald fyrir erlend flugfélög.
Það er mun auðveldara að semja
fyrir einn vinnustað en vinnustað
með fjölbreyttri starfsemi. Það er
léttir fyrir samningamenn að geta
einbeitt sér að öðrum viðræðum og
við erum á réttri leið, því samning-
arnir eru sambærilegir að öðru
leyti.“
Samninganefnd farmanna var á
fundi hjá ríkissáttasemjara í gær
og stóð fundurinn fram á kvöld.
Annar fundur er boðaður eftir há-
degi í dag.
Uppselt á tónleika
Cesaria Evora
MIÐAR á tónleika söngkonunnar
Cesaria Evora frá Grænhöfðaeyj-
um á skemmtistaðnum Broadway
29. maí seldust upp á tveimur og
hálfri klukkustund í gær, en þá
hófst miðasala á viðburði Listahá-
tíðar í Reykjavík árið 2000. Alls
voru um 600 miðar í boði.
Sveinn Einarsson, formaður
stjómar Listahátíðar, segir miða-
söluna hafa farið óvenju vel af stað.
Fólk hafi verið farið að bíða íyrir
utan Upplýsingamiðstöð ferða-
mála, þar sem miðasalan fer fram,
strax klukkan átta um morguninn.
Segir hann roksölu á hátíðartón-
leika Sinfóníuhljómsveitar Islands,
ásamt söngvurunum Kristjáni Jó-
hannssyni, Kristni Sigmundssyni,
Rannveigu Fríðu Bragadóttur og
Sigrúnu Hjálmtýsdóttur, og góð
hreyfing sé á miðum á viðburði á
borð við leikbrúðusýninguna Don
Giovanni og tónleika söngsveitar-
innar Ladysmith Black Mambazo
frá Suður-Afríku.
„Salan er eiginlega framar okk-
ar björtustu vonum. Þetta er svo
jafnt yfir línuna, svo mörg atriði
sem hreyfast. Þetta lofar mjög
góðu,“ segir Sveinn.
Þegar var orðið uppselt á sýn-
ingar San Francisco-ballettsins á
Svanavatninu.
Sérblöð í dag
www.mbl.is
sstoub'
Heimili
SSStoURi SStoUR
NETIÐ
Windows
Forrit
Leikir
Netslódir
DAGSKRÁ
Dawsons’s Creek
Svona var það ’76
Becker mættur til leiks
Tveggja vikna dagskrá
2 ► Teiknimyndasögur
• ► Myndir
► Þrautir
I ► Brandarar
; ► Sögur
• ► Pennavinir