Morgunblaðið - 26.04.2000, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Vinnutíminn lengist
I APRIL 2000 voru um 6.200 fleiri
starfandi á íslenskum vinnumarkaði
en í apríl í fyrra. Fór fólki fjölgandi í
aldurshópnum 16-54 ára en stóð í
stað í elsta hópnum. Þá voru vinn-
ustundir fleiri eða 44,2 í viku í ár en
voru 43,4 í apríl í fyrra. Atvinnu-
þátttakan jókst um 1,3% milli ára og
var 83,9% í apríl í ár.
Þessar upplýsingar koma fram í
vinnumarkaðskönnun Hagstofunn-
ar. Þar kemur einnig fram að 1,9%
vinnuaflsins var án atvinnu um
miðjan apríl sem jafngildir því að
um 3.100 einstaklingar hafí verið at-
vinnulausir.
3.400 á atvinnuleysisskrá
í fyrra
I apríl í fyrra var atvinnuleysið
2,2% sem jafngildir því að 3.400
manns hafi verið án vinnu. Mest at-
vinnuleysi var í yngsta hópnum, þ.e.
16-24 ára eða 4,1%, og hefur það áð-
ur verið raunin í könnunum Hag-
stofunnar.
Þátttakendur yngri en 70 ára
voru spurðir hvort þeir væru skráð-
ir atvinnulausir hjá opinberri vinnu-
miðlun. Voru samkvæmt því 2.900 á
atvinnuleysisskrá um miðjan apríl
og var helmingur þess fólks tilbúinn
að taka vinnu strax væri hún í boði.
Könnunin fór fram dagana 10.-18.
apríl og tók til stöðunnar á vinnum-
arkaði fyrstu 14 daga mánaðarins.
Heildarúrtakið var 4.470 manns
sem valið var af handahófi úr þjóð-
skrá.
Þjóðmenningarhúsið opnað á skírdag
s
Málverk Asgríms af Jóni
forseta afhent húsinu að gjöf
Morgunblaðið/Sigurgeir
Sjaldséður gestur í Eyjum
Helsingi var í heimsókn í Vest-
mannaeyjum um páskana. Helsingj-
ar eru afar sjaldséðir gestir í Eyj-
um og segir Kristján Egilsson,
forstöðumaður Náttúrugripasafns
Vestmannaeyja, langt siðan það
gerðist síðast. Helsinginn er einn á
ferð og telur Kristján að hann hljóti
að hafa orðið viðskila við gæsahóp-
inn á Ieið frá Bretlandseyjum til
varpstöðvanna á Grænlandi. Hels-
inginn undi hag sínum vel á Dal-
tjörninni og þáði brauð og annað
góðgæti og var óvenju gæfur.
SJÓVÁ-Almennar tryggingar hf.
færðu Þjóðmenningarhúsinu mál-
verk Ásgríms Jónssonar Iistmál-
ara af Jóni Sigurðssyni forseta að
gjöf er húsið var opnað á skír-
dag. Málverkið hefur aldrei fyrr
komið fyrir almenningssjónir en
um er að ræða mynd af Jóni sem
Ásgrímur Jónsson málaði árið
1911 í tilefni af hundrað ára af-
mæli forsetans.
Myndin var upphaflega í eigu
Ólafs Thors forsætisráðherra og
Ingibjargar konu hans og hékk á
vegg í skrifstofu Ólafs í Garða-
stræti. Þegar Ólafur lést eignuð-
ust Pétur Benediktsson og Marta
kona hans, dóttir Ólafs, myndina.
Var hún alla tíð á skrifstofu
Péturs á heimili hans og Mörtu.
Sjóvá-AImennar tryggingar hf.
hafa keypt myndina og gefíð
hana Þjóðmenningarhúsinu, eins
og áður sagði.
Fjölmenni var við opnun Þjóð-
menningarhússins á síu'rdag en
Davíð Oddsson forsætisráðherra
sagði við það tækifæri húsið fyrst
og síðast vera helgað þjóðinni
allri, menningu landsins og sögu
þess.
■ Hús með sál/32
Morgunblaðið/Jim Smart
Stúdentaráð kærir
í fyrsta skipti til
áfrýjunarnefndar
STÚDENTARÁÐ Háskóla íslands
hefur í fyrsta skipti kært til áfrýjun-
arnefndar í kærumálum háskóla-
nema. Kært er vegna þess að prófi í
hjúkrunarfræði var breytt eftir að
það var lagt fyrir en það varð til þess
að nemandi komst ekki áfram. Þess
er krafist að nemandanum verði
heimilað að hefja nám á 2. misseri.
Málið snýst um nemanda sem tók
þátt í samkeppnisprófum í hjúkrun-
arfræði á haustönn. Kennarar og
prófdómarar breyttu innra vægi eins
prófsins eftir að það var lagt fyrir,
með því að taka út einstakar spurn-
ingar. Fyrir breytingamar var við-
komandi nemandi meðal þeirra 69
sem komist hefðu áfram. Breyting-
arnar gerðu það hinsvegar að verk-
um að hann komst ekki áfram.
Málið hefur verið tekið íyrir í
Námsbraut í hjúkrunarfræði og þar
var kröfúm nemandans hafnað. Há-
skólaráð úrskurðaði á sama veg.
Stúdentaráð krefst þess í kæru til
áfrýjunamefndar að viðkomandi
nemanda verði heimilað að hefja
nám á 2. misseri eins og hinum 69
sem hleypt var í gegn. „Hér var al-
gjörlega vikið frá þeirri mikilvægu
meginreglu að nemendur viti vægi
spuminga í prófi, enda vora nem-
endur að svara spurningum sem í
raun giltu ekki neitt. Það er grand-
vallarkrafa að nemendur geti treyst
því að þau próf sem lögð era fram
ráði úrslitum um einkunnir og þar
með niðurstöður samkeppnisprófa.
Engar heimildir era í reglum Náms-
brautar í hjúkranarfræði né Háskól-
ans til að beita aðferðum sem þess-
um. Jafnræðis var ekki gætt,“ segir í
frétt frá Stúdentaráði Háskóla ís-
lands.
Andlát
STEIN GRÍMUR ST.
TH. SIGURÐSSON
STEINGRÍMUR Stef-
án Thomas Sigurðsson,
hstmálari og rithöf-
undur, varð bráð-
kvaddur í Bolungarvík
föstudaginn 21. apríl sl.
á 75. aldursári. Stein-
grímur fæddist á Ak-
ureyri 29. aprfl 1925.
Foreldrar hans vora
Halldóra Ólafsdóttir
húsmóðir og Sigurður
Guðmundsson skóla-
meistari á Akureyri.
Steingrímur ólst upp
á Akureyri og varð
stúdent frá Mennta-
skólanum á Akureyri árið 1943, þá
átján ára. Eftir stríð lá leið hans til
Englands þar sem hann stundaði
enskunám í University College í
Nottingham á áranum 1946-1947 og
nám í enskum bókmenntum í Leeds
University á ái-unum 1947-1948.
Hann lauk cand. phil.-prófi frá Há-
skóla Islands ái'ið 1949 og stundaði
nám í St. Peters’ Hall í Oxford árið
1956 og í Edinborg árið 1959.
Steingrímur kenndi við Mennta-
skólann á Akureyri strax að loknu
stúdentsprófi eða á áranum 1944-
1946 og síðar á áranum 1954-1960.
Hann var einnig blaðamaður á Tím-
anum árið 1948 og ritstýrði og gaf út
tímaritið Líf og list á áranum 1950-
1952. Hann hélt áfram að stunda
blaðamennsku, m.a. á Vísi, og rit-
störf á áranum 1961 til
1966 en eftir það helg-
aði hann líf sitt nær ein-
göngu myndlistinni.
Fyrstu málverkasýn-
inguna hélt hann árið
1966 og hélt yfir hundr-
að einkasýningar bæði
hér á landi og erlendis.
Síðustu sýninguna hélt
hann í Bolungarvík á
þessu ári og var sú sýn-
ing 108. einkasýning
hans.
Eftir Steingrím
liggja sex rit; Skamm-
degi í Keflavík, frá ár-
inu 1954, Fórar, ritsafn, frá sama
ári, Sjö sögur, smásagnasafn, frá ár-
inu 1958, Spegill samtíðar, frá árinu
1967, Ellefu líf, saga um lífshlaup
Brynhildar G. Bjömsson, frá árinu
1983, og Lausnarsteinn, ævisaga, frá
árinu 1998. Þá þýddi hann fjölda
greina, m.a. í blöð og tímarit.
Steingrímur kvæntist Guðrúnu
Bjarnadóttur meinatækni árið 1956.
Þau skildu. Hann var í sambúð með
Margréti Ásgeirsdóttur, loftskeyta-
manni og símritara, í sjö ár. Þau
eignuðust þrjú börn: Steingrím Lár-
ents Thomas, f. 1962, Jón Jón Thom-
as, f. 1964, og Halldóra Maríu Mar-
gréti, f. 1966.
Útför Steingríms fer fram frá
Landakotskirkju laugardaginn 29.
apríl kl. 14.00.
BÆNDASAMTÖKIN hafa nú til
skoðunar hvort og þá með hvaða
hætti hægt er að gera breytingar á
tryggingum bænda í kjölfar dóms
Héraðsdóms Reykjavíkur í desem-
ber á síðasta ári, sem Hæstiréttur
staðfesti í síðustu viku, um að Sjó-
vá-Almennar tryggingar hf. teldist
ekki skaðabótaskylt vegna alvarlegs
vinnuslyss sem bóndi úr Norður-
árdal varð fyrir árið 1997.
Bændasamtökin gerðu á síðasta
ári samning um tryggingar bænda
við Vátryggingarfélag íslands (VÍS)
en að sögn Jóhanns Ólafssonar,
starfsmanns Bændasamtakanna,
hefðu þær tryggingar sem tilheyra
samkomulaginu að öllum líkindum
ekki tekið til vinnuslyss eins og þess
sem umræddur bóndi varð fyrir. Því
hefðu farið fram lauslegar viðræður
við fulltrúa VIS um breytingar á
tryggingarskilmálum samningsins.
Umræddur bóndi, sem er rúm-
lega fertugur, var í heyskap á drátt-
arvél með heybindivél driftengda
aftan í þegar slysið varð. Tildrögin
vora þau að hann fór út úr dráttar-
vélinni til að huga að búnaði hey-
bindivélarinnar en hrasaði við vél-
ina með þeim afleiðingum að hann
festi annan handlegg í vélinni svo af
tók um öxl.
Höfðaði hann skaðabótamál á
hendur tryggingafélagi sínu, Sjóvá-
Almennum, og fór fram á bætur á
grandvelli þeirrar vátryggingar
sem ökumaður naut samkvæmt 92.
gr. umferðarlaga. Hæstiréttur
komst hins vegar að þeirri niður-
stöðu að sá þáttur í starfi mannsins
að stíga niður af dráttarvélinni hafi
ekki lotið að stjórn dráttarvélarinn-
ar sem vélknúins ökutækis í merk-
ingu 92. gr. umferðarlaga. Þá væri
einnig til þess að líta að meiðsl hans
hefðu orðið af völdum sérstaks
vinnutækis en ekki dráttarvélarinn-
ar sem ökutækis.
Margir bændur spara
sér slysatrygginguna
Jóhann sagði afar ólíklegt að um-
ræddur bóndi gæti rekið nýtt og
sérstakt mál á grundvelli heimilis-
tryggingar. Það væri helst að frek-
ari málarekstur væri hugsanlegur
ef bóndinn hefði verið með slysa-
tryggingu en því væri væntanlega
ekki að skipta fyrst ekki hefði reynt
á það í málinu.
Að sögn Jóhanns eru ekki allir
bændur aðilar að samningnum við
VIS, sem gerður var að loknu út-
boði, en þeim stendur hins vegar til
boða að ganga inn í þetta samkomu-
lag og sagði Jóhann reynsluna þá að
iðgjald bænda hefði lækkað í kjöl-
farið.
Hann sagði ennfremur að bænd-
um hefði lengið staðið til boða að
kaupa sérstaka slysatryggingu fyrir
sig og sína nánustu, og m.a. væri
slík trygging hluti af samkomulag-
inu við VIS. Hins vegar tækju
margir bændur þann kost að spara
sér þennan kostnað enda væri ið-
gjaldið vegna slysatryggingarinnar
hátt.
*
A ofsahraða
í Álftafirði
ÖKUMAÐUR var stöðvaður á
156 km hraða í Álftafirði í gær.
Að sögn lögreglu er einbreitt
bundið slitlag á veginum og 90
km hámarkshraði. Viðurlög við
þessum hraða er svipting öku-
leyfis og 20 þúsund krónur í
sekt.
Af þessu tilefni vill lögreglan
minna á að aukin áhersla verð-
ur lögð á þjóðvegaeftirlit í um-
dæminu í sumar.
Bændasamtökin bregðast við dómi Hæstaréttar
Skilmálar trygginga
samnings í skoðun