Morgunblaðið - 26.04.2000, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2000 13
FRÉTTIR
Félag íslenskra sjúkraþjálfara sextíu ára í dag
Starfssvið nær til
andlegra og líkam-
legra þátta
í DAG eru nákvæmlega sextíu ár
síðan Félag íslenskra sjúkraþjálf-
ara var sett á laggirnar en frum-
kvæði að því var í höndum átta ís-
lenskra kvenna sem höfðu lært
sjúkraþjálfun og nudd. Síðan þá
hefur félagsmönnum fjölgað um
íúmlega 400 og eru flestir þeirra
starfandi sem sjúkraþjálfarar eða
um 370. Starfa þeir á rúmlega 100
vinnustöðum víða um land. Um það
bil 52% þeirra eru sjálfstætt starf-
andi, um 45% starfa á sjúkrahúsum
og öðrum heilbrigðisstofnunum og
um 3% við sjúkraþjálfun á öðrum
vettvangi.
Sjúkraþjálfarar fást m.a. við
greiningu og meðferð fólks með ým-
is einkenni sem tengjast truflun á
hreyfigetu og stafa af sjúkdómum,
slysum eða röngu álagi til dæmis á
vinnustað en starfssvið þeirra er sí-
fellt að víkka og tekur nú til and-
legra þátta sem og líkamlegra. Um
það vitnar Valgerður Gunnarsdóttir
menntaskólanemi sem lenti í alvar-
legu skíðaslysi í Bad Hofgastein i
Austurríki um miðjan janúar sl.
Valgerður hryggbrotnaði og hlaut
önnur slæm meiðsl er hún hafnaði á
skúr í skíðabrekku að lokinni æf-
ingu með Skíðaliði Reykjavíkur en
hún hefur verið í endurhæfingu á
Grensásdeild Sjúkrahúss Reykja-
víkur síðustu þrjá mánuðina.
Endurhæfingin hefur m.a. gengið
út á styrktaræfingar fyrir vöðva í
neðri hluta líkamans en sömuleiðis
sagði hún, í samtali við Morgun-
Morgunblaðið/Jim Smart
Valgerður Gunnarsdóttir með sjúkraþjálfara
sínum Friðriki E. Jónssyni.
blaðið í gær, að sjúkraþjálfunin að takast á við einn dag í einu. Áður
hefði veitt henni mikinn andlegan hefði henni legið mikið á að láta sér
styrk. Þar hefði hún fengið andlega batna og stundum orðið svolítið
uppörvun en um leið styrk til þess óþolinmóð. „Ég er ánægð með
Morgunblaðið/Kristinn
Sjúkraþjálfararnir Valgeir Sigurðsson (t.h.) og Trausti Hrafnsson.
hvernig þetta hefur allt gengið,“
segir hún í samtali við Morgunblað-
ið en að sögn sjúkraþjálfara hennar,
Friðriks E. Jónssonar, tekur hún
stöðugt framförum.
Starfsheitið lögverndað
I afmælisriti Félags íslenskra
sjúkraþjálfara kemur m.a. fram að
félagið hafi frá upphafi reynt að
koma hugmyndafræði sjúkraþjálf-
unar inn í heilbrigðisþjónustuna og
jafnframt barist fyrir hagsmunum
sjúkraþjálfara og bættum kjörum
þeirra. „Á undanförnum árum hef-
ur verið lögð mikil áhersla á rann-
sóknir í sjúkraþjálfun og að sjúkra-
þjálfarar geti sannað gildi þeirrar
þjónustu sem þeir veita.“ Félagið
beitti sér m.a. fyrir þvi að lög væru
sett um sjúkraþjálfun, í fyrsta sinn
árið 1962, og er nú starfið og starfs-
heitið lögverndað og þeim einum
heimilt að stunda sjúkraþjálfun á
íslandi sem fengið hafa til þess leyfi
frá heilbrigðisráðherra.
Eins og komið hefur fram starfa
sjúkraþjálfarar m.a. við greiningu
og meðferð á fólki með stoðkerfis-
vandamál en forvörn er einnig mik-
ilvægur þáttur í starfi þeirra. Val-
geir Sigurðsson og Trausti
Hrafnsson eru sjúkraþjálfarar hjá
Gáska - sjúkraþjálfun og hafa frá
áramótum boðið fyrirtækjum upp á
fræðslu og ráðgjöf fyrir starfsmenn
með það í huga að draga úr líkam-
legum óþægindum. „Við fjöllum
m.a. um það í okkar fræðslu hvernig
fólk beitir sér í vinnunni og stillir
sinni starfsaðstöðu upp,“ segir Val-
geir en einnig hafa þeir félagar tek-
ið að sér að skoða vinnuaðstöðu
fólks, bæði skrifstofufólks og fólks í
framleiðslugeiranum, í þeim til-
gangi að bæta vinnuaðstöðuna og
vinnuumhverfið almennt. Aðspurð-
ur segir hann aðstöðuna almennt
góða á þeim vinnustöðum sem þeir
hafi komið til en bendir þó á að víða
vanti upp á að fólk nýti sér þá að-
stöðu sem fyrir er, til að mynda
möguleikana á því að stilla stóla
rétt og hafa tölvuskjá í viðeigandi
hæð (efri brún tölvuskjásins á að
vera í augnhæð þannig að horft sé
aðeins niður á sjálfan skjáinn). „Oft
eru þetta smáatriði sem einfalt er
að laga,“ segir hann en bætir því við
að dæmi séu þó um að það þurfi að
taka til hendinni til að gera starfs-
aðstöðu viðunandi.
Morgunblaðið/Ómar
Hugað að trollinu
ÞÓ að sólin hafi látið Ijós sitt skína að og hann komst að sjómaðurinn sem
undanförnu hefur verið svalt í veðri var að dytta að trollinu í norðan-
um mest allt land. Það hefur því ekki nepjunni niðri á Granda í Reykjavík
viðrað vel til útiverka ýmiskonar, eins fyrir skömmu.
Frumvarp um ábyrgðarmenn lagt fram á Alþingi
Fjöldi ábyrgðar-
manna óviðunandi
LÖGFESTAR verða almennar
reglur um stofnun, form og efni
ábyrgðarsamninga, samskipti
ábyrgðarmanna og kröfuhafa, upp-
lýsingaskyldu kröfuhafa og ógild-
ingarástæður, auk samskiptareglna
milli ábyrgðarmanna og lánveit-
anda nái frumvarp, sem Lúðvík
Bergvinsson, fyrsti flutningsmað-
ur, og 11 aðrir þingmenn Samfylk-
ingar hafa lagt fram á Alþingi,
fram að ganga. Segja flutnings-
menn rökin að lögfestingu slíkra
reglna m.a. þau að sú þróun sem
átt hafi sér stað hér á landi hvað
varðar fjölda ábyrgðarmanna sé
óviðunandi.
I greinargerð frumvarpsins, sem
var flutt í svipaðri mynd á 122. og
123. löggjafarþingi en hlaut þá ekki
afgreiðslu, kemur fram að skýrsla
sem samin var að frumkvæði
viðskiptaráðherra árið 1996 hafi
leitt í ljós að um 90 þúsund ein-
staklingar yfír 18 ára aldri væru í
ábyrgð fyrir fjárskuldbindingum
þriðja aðila, en það eru um 47%
allra íslendinga á þessum aldri.
Talið er hins vegar að einungis á
10% heimila á Norðurlöndum megi
finna einstaklinga sem eru í ábyrgð
fyrir fjárskuldbindingum annarra.
„Ef aðeins er tekið mið af upp-
lýsingum sem fram koma í skýrsl-
unni er ekki óvarlegt að ætla að á
60-80% heimila hér á landi megi
finna einstaklinga yfir 18 ára aldri
sem eru í persónulegri ábyrgð fyr-
ir fjárskuldbindingum annarra. Því
má fullyrða að þróun ábyrgðar-
skuldbindinga hér á landi hefur
orðið með öðrum hætti en annars
staðar á Norðurlöndum," segir í
greinargerðinni.
Segja flutningsmenn að mark-
miðið með framlagningu frum-
varpsins sé að lögfesta almennar
reglur um stofnun, form og efni
ábyrgðarsamninga, samskipti
ábyrgðarmanna og kröfuhafa, upp-
lýsingaskyldu kröfuhafa og ógild-
ingarástæður, auk samskiptareglna
milli ábyrgðarmanna og lánveit-
anda. Er lagt til að reglumar nái
til allra samninga og viðskiptabréfa
sem nema að fjárhæð 150.000 kr.
að nafnvirði eða hærri þar sem ein-
staklingar skuldbinda sig persónu-
lega til að tryggja efndir peninga-
kröfu á hendur aðalskuldara.
Lítil áhersla lögð á
faglegt mat á greiðslugetu
lántakenda
í greinargerð frumvarpsins segir
að hér á landi hafi verið lögð ríkari
áhersla á að þriðji maður ábyrgist
efndir aðalskuldara en þekkist í
nágrannalöndunum. Minni áhersla
hafi verið lögð á að lánveitandi láti
fara fram faglegt mat á greiðslu-
getu lántakenda.
„Lánastofnanir virðast því hafa
lagt mun meiri áherslu á að reyna
þess í stað að tryggja sér ábyrgð
þriðja manns í því skyni að tak-
marka áhættu sína. Markmiðið
með framlagningu frumvarpsins er
því öðrum þræði að reyna að
breyta vinnubrögðum lánastofnana
frá því sem nú tíðkast í allt of rík-
um mæli,“ segir í greinargerð.
Ennfremur er eitt af markmið-
um frumvarpsins að tryggja að
upplýsingar um áhættu ábyrgðar-
manns liggi fyrir þegar ábyrgðar-
samningur er undirritaður. Mý-
mörg dæmi séu um tilvik þar sem
samningsaðilum sjálfum hafi verið
ljóst að aðalskuldari gæti aldrei
efnt samning, en hann komist á
þrátt fyrir það, án þess að ábyrgð-
armanni væri þessi vitneskja til-
tæk.
Slíkt hafi oft á tíðum orðið til
þess að ábyrgðarmenn misstu
heimili sín og þannig verið kippt
stoðum undan fjárhagslegu og fé-
lagslegu öryggi heilu fjölskyldn-
anna, án þess að ábyrgðarmenn
hefðu nokkurn tíma haft hagsmuni
af því að samningi væri komið á.
Er það mat flutningsmanna að
með framlagningu frumvarpsins sé
á engan hátt vegið að eðlilegu
samningsfrelsi í landinu. Einungis
sé hér um að ræða skýrar reglur
um hvemig standa skuli að samn-
ingsgerð þegar þriðji maður gengst
í ábyrgð á efndum aðalskuldara
vegna fjárskuldbindinga, án þess að
lagt sé bann við nokkru sem nú er
sérstaklega heimilað.