Morgunblaðið - 26.04.2000, Page 15

Morgunblaðið - 26.04.2000, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2000 15 SIEMENS Héraðsdómur Norðurlands eystra Sýknaður af ákæru um kynferðisbrot RÚMLEGA þrítugur karlmaður var sýknaður í Héraðsdómi Norðurlands eystra í máli sem höfðað var á hendur honum vegna kynferðisbrota gegn 14 ára dreng, en hann var 11 til 12 ára þegar hin meintu brot áttu sér stað. Maðurinn sem um ræðir er móður- bróðir drengsins. Krafíst var að maðurinn yrði dæmdur til að greiða drengnum skaða- og miskabætur auk lögmanns- kostnaðar, samtals að fjárhæð 3,5 milijónir króna, en síðar var fallið frá bótakröfunni, en krafa um miskabæt- ur áréttuð. Maðurinn bjó í foreldrahúsum, en hann varð fyrir alvarlegu umferðar- slysi árið 1994 og hlaut alvarlegan heilaskaða auk fjöláverka. Sam- kvæmt frásögn drengsins áttu brotin sér stað á heimili mannsins, frá sumr- inu 1997 fram á sumarið 1998, eða í fjögur skipti. Maðurinn játaði við lögreglurann- sókn tvö tilvik um kynferðislega hegðun gagnvart drengnum, en dró framburð sinni tii baka fyrir dómi. Skýrði hann breyttan framburð sinn með þeim hætti að sér hefði skilist á þáverandi lögfræðingi sínum að ját- aði hann á sig kæruefni ætti drengur- inn rétt á bótum úr ríkissjóði, sem hann síðan yrði endurkrafinn um, en þar sem hann væri öryrki og ætti enga peninga myndi krafan á hendur honum með tímanum fymast. Að mati dómsins var frásögn drengsins um meinta háttsemi ákærða skilmerkileg og í megin atrið- um trúverðug. Ákærði hafi alfarið neitað ásökunum þeim sem á hann voru bomar, en að áliti dómsins var frásögn hans við yfirheyrslu að nokkm brotakennd, en litið var til þess að maðurinn beri einkenni fram- heilaskaða eftir alvarlegt umferðar- slys og á vegna þess við vægar minn- istruflanir að stríða sem og talsvert vitræna skerðingu. Fram kemur í niðurstöðu dómsins að þess sjái ekki stað í skýrslu lög- reglu sem tekin var í október árið 1998 að ákærði hafi notið þeirra meg- inréttinda laga um meðferð opin- berra mála að sakbomingi sé óskylt á öllum stigum opinbers máls að svara spumingum sem varða refsiverða hegðun sem honum er gefið að sök og beri yfirheyranda að benda sakbom- ingi ótvfrætt á þennan rétt sinn. Reglan sé ein af grundvallarreglum opinbers réttarfars þar sem kveðið er á um að sakaður maður skuli teljast saklaus uns sekt hans sé sönnuð. Ekki sé því unnt að byggja sakfell- ingu á framburði mannsins fyrir lög- reglu. Að áliti dómsins hefur ákæm- valdinu því ekki tekist að skjóta svo styrkum stoðum undir ákæraatriði að fúllnægi fyrir sekt gegn neitun hans. í sératkvæði Halldórs Halldórs- sonar segir að ákærði hafi staðfest lögregluskýrslu sína eftir að lögfræð- ingur hans mætti til yfirheyrslunnar og var honum tfi halds og trausts og þrátt fyrir galla sem á skýrslunni er verði að hafa hana tU hliðsjónar við sönnunarmat í málinu. Að mati Hall- dórs hafði ákærði ekki orðið fyrir réttarspjöllum, þrátt fyrir galla á lög- regluskýrslunni. Halldór telur því að breyttur framburður mannsins fyrir dómi sé ótrúverðugur og beri ekki að leggja hann til grundvallar í málinu. Dóminn kváðu upp Ólafur Ólafsson héraðsdómari, sem var dómsformað- ur og dómsstjóramir Freyr Ófeigs- son og Halldór Halldórsson. Hádegisverðarfundur um orkumál á Fiðlaranum á Akureyri Rætt um möguleika í orkuframleiðslu HVAÐA möguleikar eru í orku- framleiðslu á Norðurlandi? er yfir- skrift hádegisverðarfundar á Fiðl- aranum á Akureyri í dag, miðvikudag, frá kl. 12-13. Fundur- inn er liður í fundaröð undir yfir- skriftinni í sóknarhug, sem Háskól- inn á Akureyri, Atvinnu- þróunarfélag Eyjafjarðar og sjónvarsstöðin Aksjón standa að. Frummælendur á fundinum verða þeir Þorkell Helgason orku- málastjóri, Valgarður Stefánsson, yfirverkefnisstjóri Orkustofnunar, og Franz Árnason, framkvæmda- stjóri Hita- og Vatnsveitu Akureyr- ar, en þeir munu einnig svara spurn- ingum fundarmanna. Leitað verður svara við fjölmörg- um spurningum um orkumál, m.a. hvaða orkukostir séu í boði á Norð- urlandi, hvenær verði hægt að nýta þá orku og hvort Norðurland ætti að vera eitt atvinnusvæði þegar horft sé til raforkuframleiðslu og úr- vinnslu hennar. Einnig hvort hugsanlegur flutn- ingur á Rarik til Akureyrar tengist þessum aukna áhuga á raforkufram- leiðslu á Norðurlandi og hver fram- vinda mála verður í orkumálum og nýting hennar til framtíðar. Skráning á fundinn fer fram hjá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar. Aðgangseyrir er kr. 1.000 og er létt- ur málsverður innifalinn. Fyrirlestur um heilbrigðan lífsstfl EDDA Hermannsdóttir íþrótta- kennari flytur fyrirlestur sem hún nefnir Heilbrigður lífsstíll, í íþrótta- höllinni á Akureyri á morgun, fimmtudaginn 27. apríþkl. 19-22. Edda hefur starfað að líkams- ræktarmálum í 20 ár, þar af sl. 6 ár sem einkaþjálfari í Wales. Fyrir- lesturinn fjallar um líkamlega og andlega heilsu, sjálfsöryggi og sjálfsuppbyggingu. Skráning fer fram hjá Fimi í Vaxtarræktinni í íþróttahöllinni en aðgangseyrir er 1.000 krónur. Akureyrarkirkja Vetrarstarf- inu að ljúka VETRARSTARFI fyrir aldraða í Akureyrarkirkju lýkur á morgun, fimmtudaginn 27. apríl, með ferð til Dalvíkur. Bfll verður við Kjarnalund kl. 13.40, á Hlíð kl. 14.00 og í Víði- lundi kl. 14.10. Farið verður frá Safnaðarheimilinu kl. 14.20. Ýmislegt verður til gamans gert, t.d. mun Kór aldraðra á Dalvík syngja, séra Magnús G. Gunnarsson talar og verður með harmonikuna. Þátttökugjald er 600 kr. Þeir sem ætla með, en hafa ekki skráð sig, til- kynni þátttöku í Safnaðarheimilið. Tæki sem eiga heima hjá þér! Berðu saman verð, gæði og þjónustu! Kæli- og írystiskápur KG36V20 235 I kælir, 105 I frystir, h x b x d = 186 x 60 x 64 sm II Uppþvottavél SE 34200 Einstaklega hljóðlát og sparneytin, fjögur þvottakerfi, tvö hitastig Þvottavél WM 20850BY Tekur 4,5 kg, 800 sn./mín., hefur öll nauðsynleg kerfi 1 K '4 - m ; Kæli- og frystiskápur KG 26V20 198 I kælir, 65 I frystir, h x b x d = 150 x 60 x 64 sm Eldavél HL54023 Keramíkhelluborð, fjórar hellur, fjölvirkur bakstursofn, létthreinsun Þurrkari WT 21000EU Tekur 5 kg, einfaldur í notkun, barki fylgir með, snýst í báðar áttir Umboösmcnn um land allt! Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs • Borgarnes: Glitnir • Snæfellsbær: Blómsturvellir • Grundarfjörður: Guðni Hallgrfmsson • Stykkishólmur: Skipavfk • Búðardalur: Asubúð • ísafjörður: Póllinn Hvammstangl: Skjanni • Sauðárkrókur: Rafsjá • Slglufjörður Rafbær • Akureyri: Ljósgjafinn • Húsavík: öryggi • Vopnafjöröur. Rafmagnsv. Árna M. • Neskaupstaöur: Rafalda • Reyðarfjöröur: Rafvélaverkst. Árna E. • Egilsstaðir: Sveinn Guðmundsson • Breiðdalsvfk: Stefán M. Stefánsson • Höfn í Hornafiröi: Króm og hvftt • Vík í Mýrdal: Klakkur • Vestmannaeyjar: Tréverk Hvolsvöllur: Rafmagnsverkst. KR • Hella: Gilsá • Selfoss: Árvirkinn • Grlndavík: Rafborg • Garöur: Raftækjav. Sig. Ingvarss. • Keflavfk: Ljósboginn • Hafnarfjörður: Rafbúð Skúla, Álfaskeiði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.