Morgunblaðið - 26.04.2000, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 26.04.2000, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2000 15 SIEMENS Héraðsdómur Norðurlands eystra Sýknaður af ákæru um kynferðisbrot RÚMLEGA þrítugur karlmaður var sýknaður í Héraðsdómi Norðurlands eystra í máli sem höfðað var á hendur honum vegna kynferðisbrota gegn 14 ára dreng, en hann var 11 til 12 ára þegar hin meintu brot áttu sér stað. Maðurinn sem um ræðir er móður- bróðir drengsins. Krafíst var að maðurinn yrði dæmdur til að greiða drengnum skaða- og miskabætur auk lögmanns- kostnaðar, samtals að fjárhæð 3,5 milijónir króna, en síðar var fallið frá bótakröfunni, en krafa um miskabæt- ur áréttuð. Maðurinn bjó í foreldrahúsum, en hann varð fyrir alvarlegu umferðar- slysi árið 1994 og hlaut alvarlegan heilaskaða auk fjöláverka. Sam- kvæmt frásögn drengsins áttu brotin sér stað á heimili mannsins, frá sumr- inu 1997 fram á sumarið 1998, eða í fjögur skipti. Maðurinn játaði við lögreglurann- sókn tvö tilvik um kynferðislega hegðun gagnvart drengnum, en dró framburð sinni tii baka fyrir dómi. Skýrði hann breyttan framburð sinn með þeim hætti að sér hefði skilist á þáverandi lögfræðingi sínum að ját- aði hann á sig kæruefni ætti drengur- inn rétt á bótum úr ríkissjóði, sem hann síðan yrði endurkrafinn um, en þar sem hann væri öryrki og ætti enga peninga myndi krafan á hendur honum með tímanum fymast. Að mati dómsins var frásögn drengsins um meinta háttsemi ákærða skilmerkileg og í megin atrið- um trúverðug. Ákærði hafi alfarið neitað ásökunum þeim sem á hann voru bomar, en að áliti dómsins var frásögn hans við yfirheyrslu að nokkm brotakennd, en litið var til þess að maðurinn beri einkenni fram- heilaskaða eftir alvarlegt umferðar- slys og á vegna þess við vægar minn- istruflanir að stríða sem og talsvert vitræna skerðingu. Fram kemur í niðurstöðu dómsins að þess sjái ekki stað í skýrslu lög- reglu sem tekin var í október árið 1998 að ákærði hafi notið þeirra meg- inréttinda laga um meðferð opin- berra mála að sakbomingi sé óskylt á öllum stigum opinbers máls að svara spumingum sem varða refsiverða hegðun sem honum er gefið að sök og beri yfirheyranda að benda sakbom- ingi ótvfrætt á þennan rétt sinn. Reglan sé ein af grundvallarreglum opinbers réttarfars þar sem kveðið er á um að sakaður maður skuli teljast saklaus uns sekt hans sé sönnuð. Ekki sé því unnt að byggja sakfell- ingu á framburði mannsins fyrir lög- reglu. Að áliti dómsins hefur ákæm- valdinu því ekki tekist að skjóta svo styrkum stoðum undir ákæraatriði að fúllnægi fyrir sekt gegn neitun hans. í sératkvæði Halldórs Halldórs- sonar segir að ákærði hafi staðfest lögregluskýrslu sína eftir að lögfræð- ingur hans mætti til yfirheyrslunnar og var honum tfi halds og trausts og þrátt fyrir galla sem á skýrslunni er verði að hafa hana tU hliðsjónar við sönnunarmat í málinu. Að mati Hall- dórs hafði ákærði ekki orðið fyrir réttarspjöllum, þrátt fyrir galla á lög- regluskýrslunni. Halldór telur því að breyttur framburður mannsins fyrir dómi sé ótrúverðugur og beri ekki að leggja hann til grundvallar í málinu. Dóminn kváðu upp Ólafur Ólafsson héraðsdómari, sem var dómsformað- ur og dómsstjóramir Freyr Ófeigs- son og Halldór Halldórsson. Hádegisverðarfundur um orkumál á Fiðlaranum á Akureyri Rætt um möguleika í orkuframleiðslu HVAÐA möguleikar eru í orku- framleiðslu á Norðurlandi? er yfir- skrift hádegisverðarfundar á Fiðl- aranum á Akureyri í dag, miðvikudag, frá kl. 12-13. Fundur- inn er liður í fundaröð undir yfir- skriftinni í sóknarhug, sem Háskól- inn á Akureyri, Atvinnu- þróunarfélag Eyjafjarðar og sjónvarsstöðin Aksjón standa að. Frummælendur á fundinum verða þeir Þorkell Helgason orku- málastjóri, Valgarður Stefánsson, yfirverkefnisstjóri Orkustofnunar, og Franz Árnason, framkvæmda- stjóri Hita- og Vatnsveitu Akureyr- ar, en þeir munu einnig svara spurn- ingum fundarmanna. Leitað verður svara við fjölmörg- um spurningum um orkumál, m.a. hvaða orkukostir séu í boði á Norð- urlandi, hvenær verði hægt að nýta þá orku og hvort Norðurland ætti að vera eitt atvinnusvæði þegar horft sé til raforkuframleiðslu og úr- vinnslu hennar. Einnig hvort hugsanlegur flutn- ingur á Rarik til Akureyrar tengist þessum aukna áhuga á raforkufram- leiðslu á Norðurlandi og hver fram- vinda mála verður í orkumálum og nýting hennar til framtíðar. Skráning á fundinn fer fram hjá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar. Aðgangseyrir er kr. 1.000 og er létt- ur málsverður innifalinn. Fyrirlestur um heilbrigðan lífsstfl EDDA Hermannsdóttir íþrótta- kennari flytur fyrirlestur sem hún nefnir Heilbrigður lífsstíll, í íþrótta- höllinni á Akureyri á morgun, fimmtudaginn 27. apríþkl. 19-22. Edda hefur starfað að líkams- ræktarmálum í 20 ár, þar af sl. 6 ár sem einkaþjálfari í Wales. Fyrir- lesturinn fjallar um líkamlega og andlega heilsu, sjálfsöryggi og sjálfsuppbyggingu. Skráning fer fram hjá Fimi í Vaxtarræktinni í íþróttahöllinni en aðgangseyrir er 1.000 krónur. Akureyrarkirkja Vetrarstarf- inu að ljúka VETRARSTARFI fyrir aldraða í Akureyrarkirkju lýkur á morgun, fimmtudaginn 27. apríl, með ferð til Dalvíkur. Bfll verður við Kjarnalund kl. 13.40, á Hlíð kl. 14.00 og í Víði- lundi kl. 14.10. Farið verður frá Safnaðarheimilinu kl. 14.20. Ýmislegt verður til gamans gert, t.d. mun Kór aldraðra á Dalvík syngja, séra Magnús G. Gunnarsson talar og verður með harmonikuna. Þátttökugjald er 600 kr. Þeir sem ætla með, en hafa ekki skráð sig, til- kynni þátttöku í Safnaðarheimilið. Tæki sem eiga heima hjá þér! Berðu saman verð, gæði og þjónustu! Kæli- og írystiskápur KG36V20 235 I kælir, 105 I frystir, h x b x d = 186 x 60 x 64 sm II Uppþvottavél SE 34200 Einstaklega hljóðlát og sparneytin, fjögur þvottakerfi, tvö hitastig Þvottavél WM 20850BY Tekur 4,5 kg, 800 sn./mín., hefur öll nauðsynleg kerfi 1 K '4 - m ; Kæli- og frystiskápur KG 26V20 198 I kælir, 65 I frystir, h x b x d = 150 x 60 x 64 sm Eldavél HL54023 Keramíkhelluborð, fjórar hellur, fjölvirkur bakstursofn, létthreinsun Þurrkari WT 21000EU Tekur 5 kg, einfaldur í notkun, barki fylgir með, snýst í báðar áttir Umboösmcnn um land allt! Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs • Borgarnes: Glitnir • Snæfellsbær: Blómsturvellir • Grundarfjörður: Guðni Hallgrfmsson • Stykkishólmur: Skipavfk • Búðardalur: Asubúð • ísafjörður: Póllinn Hvammstangl: Skjanni • Sauðárkrókur: Rafsjá • Slglufjörður Rafbær • Akureyri: Ljósgjafinn • Húsavík: öryggi • Vopnafjöröur. Rafmagnsv. Árna M. • Neskaupstaöur: Rafalda • Reyðarfjöröur: Rafvélaverkst. Árna E. • Egilsstaðir: Sveinn Guðmundsson • Breiðdalsvfk: Stefán M. Stefánsson • Höfn í Hornafiröi: Króm og hvftt • Vík í Mýrdal: Klakkur • Vestmannaeyjar: Tréverk Hvolsvöllur: Rafmagnsverkst. KR • Hella: Gilsá • Selfoss: Árvirkinn • Grlndavík: Rafborg • Garöur: Raftækjav. Sig. Ingvarss. • Keflavfk: Ljósboginn • Hafnarfjörður: Rafbúð Skúla, Álfaskeiði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.