Morgunblaðið - 26.04.2000, Síða 18

Morgunblaðið - 26.04.2000, Síða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Kúabændur í Flóanum brugðu undir sig betri fætinum Nýjasta tækni í fjós- byggingum skoðuð Gaulverjabæ - Kúabændur í Gaulverjabæjarhreppi og Arborg fóru í skoðunar- og kynnisferð um nærsveitir á milli mála nýlega. Urðu bændur margs fróðari um nýjustu tækni í fjósbyggingum og innréttingum. Nautgriparæktarfélögin á Suð- urlandi eru víða mjög virk og al- gengt að bændur bregði sér saman af bæ og kynni sér hvernig starfs- bræðrum búnast í nágranna- byggðum og héruðum. Talsvert er um framkvæmdir, viðhald og breytingar á byggingum hjá kúa- bændum og ríkir bjartsýni í grein- inni nú um stundir. Byrjað var að skoða fjósið hjá Guðmundi Lárussyni og Þorvarði Guðmundssyni á Stekkum. Þar var eldra fjósi með hefðbundnum bás- um breytt sl. haust í lausagöngu með legubásum en áður var byggður mjaltabás við fjósið. Einnig nota þeir tölvustýrðan kjarnfóðurbás sem skammtar hverri kú eftir skynjara sem fes á sérstakt háfsband sem hver kýr hefur. Því næst var haldið tif Þor- valdar kúa- og ferðaþjónustu- bónda að Laugabökkum. Hann kvaðst í gamni sagt mjólka bæði kýr og ferðamenn og nóg væri að gera. Hjá honum er mjög snyrti- legt og nýtt fjós með ferða- mennskuna einnig í huga. Næst var keyrt upp í Gnúpveija- hrepp og skoðað nýjasta fjósið í Árnessýslu að Hlíð í Gnúpveija- hreppi. Er það glæsileg bygging búin nýjustu útfærslum í innrétt- ingum og mjaltabás með tölvu- stýrðum mjaltatækjum. Kvað Tryggvi Steinarsson þau hjónin hafa verið í eldra fjósi sem þurfti mikið viðhald svo annaðhvort hefði dregið að því að hætta eða ráðast í nýframkvæmdir. Endað var síðan á bænum Læk í Hraun- gerðishreppi þar sem viðbygging, einungis með legubásum, var byggð við lausagöngu. Samkvæmt Evrópusambandsreglugerð er nú ekki hægt að hafa kýr í lausa- göngu eingöngu og er veitt nokk- urra ára aðlögun til að breyta fjós- um og bæta við bás á hveija kú. Þorsteinn Ágústsson, formaður Nautgriparæktarfélags Gaulveija- bæjarhrepps, kvaðst ánægður með ferðina og þátttakendum hefði þótt hún fróðleg. GEBERIT Blöndunartæki Rafeindastýrt, snertifrítt blöndunartæki. Hentar sérlega vel fyrir matvælaiðnaö, læknastofur, veitingastaði o.fl. Einnig fyrir heimili. Geberit - Svissnesk gæði TCHGI Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur Sfmi: 5641088 • Fax: 564 1089 • tengi.is Morgunblaðið/V aldimar Guðjónsson Þátttakendur í dagsferð kúabænda í Gaulverjabæjar- og fyrrum Stokkseyrarhreppi. Morgunblaðið/V aldimar Guðjónsson Tryggvi Steinarsson bóndi í Hlíð í Gnúpveijahreppi steig uppá heyrúllu og ávarpaði hópinn. Fjölmenni var á fundinum. Skipt var í umræðuhópa. Morgunblaðið/GPV Viðurkenn- ingar fyrir frumkvæði og áræði Egilsstöðum - Framfarafélag Fljótsdalshéraðs og Landsbanki ís- lands veittu þremur einstaklingum á Héraði og Borgarfirði eystri viður- kenningu fyrir frumkvæði og áræði í atvinnumálum. Ein þeirra er Lára Vilbergsdóttir, framkvæmdastjóri Randalín, en hún ásamt fleirum stofnaði handverks- húsið fyrir u.þ.b. sjö árum og hefur rekið það síðan. Lára hefur ennfrem- ur lagt af mörkum vinnu við að skoða möguleika á því að koma á laggimar handverksnámi á Austurlandi. Fyr- irtækið sem hún stýrir, Randalín, er nú í sameiginlegum rekstri við fleiri aðila á Héraði undir nafninu Hús handanna. Annar er Björn Kristleifsson arki- tekt, sem fékk viðurkenningu fyrir húsagerðarlist sína á Egilsstöðum, svo og fjölbreytt félagsstarf á Egils- stöðum en hann stýrði íþróttafélag- inu Hetti til margra ára, hefur verið í forsvari fyrir körfuknattleiksdeild félagsins, stofnaði brúðuleikhús og hefur verið formaður Myndlistarfé- lags Fljótsdalshéraðs í mörg ár, auk annarra félagsstarfa. Sá þriðji sem hlaut viðurkenningu er Karl Sveinsson. Karl er Borgfirð- ingur og lét snemma til sín taka í at- hafnalífi þar en hann stundaði þar aligæsarækt og kom upp sláturhúsi vegna hennar. Karl hefur stundað útgerð og fiskvinnslu og fyrirtæki hans tók við sem helsti atvinnuveita- ndinn ó Borgarfirði eystra þegar KHB lagði niður fiskvinnslu sína þar. Karl fékk viðurkenningu fyrir að reynast hugmyndaríkur fyrir sitt byggðarlag og áræðinn í að feta nýj- ar slóðir. ------UM-------- Reykskynj- ari bjargar mannslífí Skagaströnd - Enn einu sinni bjarg- aði reykskynjari mannslífi þegar Magnús Hjaltason vaknaði við flaut- ið í skynjaranum heima hjá sér á Skagaströnd um níuleytið að morgni föstudagsins langa. Kviknað hafði í potti á eldavélinni og var húsið orðið fullt af reyk þegar Magnús vaknaði. Hann hljóp út og kvaddi slökkviliðið á staðinn sem fjarlægði logandi pott- inn og reykræsti síðan húsið. Veggurinn á bak við eldavélina er úr asbesti og er talið að það hafi komið í veg fyrir að eldurinn í pottin- um hafi breiðst út. Skemmdir á hús- inu urðu óverulegar nema vegna sóts og reyks. „Ég var að sjóða mér kjötbita en gleymdi mér og sofnaði. Ég vaknaði svo við pípið í skynjaranum en hélt fyrst að þetta væri vekjaraklukkan og reyndi að stoppa hana. Þegar píp- ið hætti ekki þá áttaði ég mig hvers kyns var og flýtti mér út,“ sagði Magnús sem nýlega er fluttur í um- rætt hús og lét það þá verða sitt fyrsta verk að kaupa sér reykskynj- ara og setja hann upp. Fjölmennur fundur með foreldrum skólabarna í Grindavík Einsetinn skóli næsta vetur Grindavík - Grunnskólinn í Grinda- vík verður einsetinn næsta skólaár. Ekki er skólinn þó fullbúinn en skólaárið 2001-2002 verður loka- hnykkurinn þegar sérgreinastofur ýmsar verða teknar í notkun. Af þessu tilefni var fundur með foreldrum nemenda í Grindavík og öðrum áhugasömum um einsetinn skóla, samfelldan skóladag og fleira. Þeir sem stóðu fyrir fundinum voru foreldraráð og foreldra- og kennara- félagGG. Fram kom í máli skólastjórans, Gunnlaugs Dan, að hugtökin sem svo mikið eru í umræðunni eru ekki allt- af á hreinu og fór hann því lítillega yfir helstu hugtökin, s.s. einsetinn skóla, samfelldan skóladag og heils- dagsskóla. Að því loknu var fundar- mönnum sem voru rúmlega 100 skipt upp í fimm vinnuhópa sem fjölluðu um námsaðstoð/heimanám, skólasel, matar-og næðisstund, vetrarfrí og upphaf skóladags. Hópamir voru misstórir en skoðanaskiptin voru greinilega af hinu góða því sitt sýnd- ist hverjum. I lok fundarins voru niðurstöðurn- ar síðan dregnar saman og meðal þess sem kom fram var að skólaselið þyrfti að vera opið í skólafríum og á starfsdöguin. Anægja með núver- andi fyrirkomulag á vetrarfríum sem er 3 dagar í frí hjá nemendum í nóv- ember og aftur í febrúar en nauðsyn- legt að skólasel sé opið. Þá var mikil andstaða við hugmyndir um að greiða fyrir heimanámsaðstoð og svokallað „Smartkort“.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.