Morgunblaðið - 26.04.2000, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 26.04.2000, Qupperneq 18
18 MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Kúabændur í Flóanum brugðu undir sig betri fætinum Nýjasta tækni í fjós- byggingum skoðuð Gaulverjabæ - Kúabændur í Gaulverjabæjarhreppi og Arborg fóru í skoðunar- og kynnisferð um nærsveitir á milli mála nýlega. Urðu bændur margs fróðari um nýjustu tækni í fjósbyggingum og innréttingum. Nautgriparæktarfélögin á Suð- urlandi eru víða mjög virk og al- gengt að bændur bregði sér saman af bæ og kynni sér hvernig starfs- bræðrum búnast í nágranna- byggðum og héruðum. Talsvert er um framkvæmdir, viðhald og breytingar á byggingum hjá kúa- bændum og ríkir bjartsýni í grein- inni nú um stundir. Byrjað var að skoða fjósið hjá Guðmundi Lárussyni og Þorvarði Guðmundssyni á Stekkum. Þar var eldra fjósi með hefðbundnum bás- um breytt sl. haust í lausagöngu með legubásum en áður var byggður mjaltabás við fjósið. Einnig nota þeir tölvustýrðan kjarnfóðurbás sem skammtar hverri kú eftir skynjara sem fes á sérstakt háfsband sem hver kýr hefur. Því næst var haldið tif Þor- valdar kúa- og ferðaþjónustu- bónda að Laugabökkum. Hann kvaðst í gamni sagt mjólka bæði kýr og ferðamenn og nóg væri að gera. Hjá honum er mjög snyrti- legt og nýtt fjós með ferða- mennskuna einnig í huga. Næst var keyrt upp í Gnúpveija- hrepp og skoðað nýjasta fjósið í Árnessýslu að Hlíð í Gnúpveija- hreppi. Er það glæsileg bygging búin nýjustu útfærslum í innrétt- ingum og mjaltabás með tölvu- stýrðum mjaltatækjum. Kvað Tryggvi Steinarsson þau hjónin hafa verið í eldra fjósi sem þurfti mikið viðhald svo annaðhvort hefði dregið að því að hætta eða ráðast í nýframkvæmdir. Endað var síðan á bænum Læk í Hraun- gerðishreppi þar sem viðbygging, einungis með legubásum, var byggð við lausagöngu. Samkvæmt Evrópusambandsreglugerð er nú ekki hægt að hafa kýr í lausa- göngu eingöngu og er veitt nokk- urra ára aðlögun til að breyta fjós- um og bæta við bás á hveija kú. Þorsteinn Ágústsson, formaður Nautgriparæktarfélags Gaulveija- bæjarhrepps, kvaðst ánægður með ferðina og þátttakendum hefði þótt hún fróðleg. GEBERIT Blöndunartæki Rafeindastýrt, snertifrítt blöndunartæki. Hentar sérlega vel fyrir matvælaiðnaö, læknastofur, veitingastaði o.fl. Einnig fyrir heimili. Geberit - Svissnesk gæði TCHGI Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur Sfmi: 5641088 • Fax: 564 1089 • tengi.is Morgunblaðið/V aldimar Guðjónsson Þátttakendur í dagsferð kúabænda í Gaulverjabæjar- og fyrrum Stokkseyrarhreppi. Morgunblaðið/V aldimar Guðjónsson Tryggvi Steinarsson bóndi í Hlíð í Gnúpveijahreppi steig uppá heyrúllu og ávarpaði hópinn. Fjölmenni var á fundinum. Skipt var í umræðuhópa. Morgunblaðið/GPV Viðurkenn- ingar fyrir frumkvæði og áræði Egilsstöðum - Framfarafélag Fljótsdalshéraðs og Landsbanki ís- lands veittu þremur einstaklingum á Héraði og Borgarfirði eystri viður- kenningu fyrir frumkvæði og áræði í atvinnumálum. Ein þeirra er Lára Vilbergsdóttir, framkvæmdastjóri Randalín, en hún ásamt fleirum stofnaði handverks- húsið fyrir u.þ.b. sjö árum og hefur rekið það síðan. Lára hefur ennfrem- ur lagt af mörkum vinnu við að skoða möguleika á því að koma á laggimar handverksnámi á Austurlandi. Fyr- irtækið sem hún stýrir, Randalín, er nú í sameiginlegum rekstri við fleiri aðila á Héraði undir nafninu Hús handanna. Annar er Björn Kristleifsson arki- tekt, sem fékk viðurkenningu fyrir húsagerðarlist sína á Egilsstöðum, svo og fjölbreytt félagsstarf á Egils- stöðum en hann stýrði íþróttafélag- inu Hetti til margra ára, hefur verið í forsvari fyrir körfuknattleiksdeild félagsins, stofnaði brúðuleikhús og hefur verið formaður Myndlistarfé- lags Fljótsdalshéraðs í mörg ár, auk annarra félagsstarfa. Sá þriðji sem hlaut viðurkenningu er Karl Sveinsson. Karl er Borgfirð- ingur og lét snemma til sín taka í at- hafnalífi þar en hann stundaði þar aligæsarækt og kom upp sláturhúsi vegna hennar. Karl hefur stundað útgerð og fiskvinnslu og fyrirtæki hans tók við sem helsti atvinnuveita- ndinn ó Borgarfirði eystra þegar KHB lagði niður fiskvinnslu sína þar. Karl fékk viðurkenningu fyrir að reynast hugmyndaríkur fyrir sitt byggðarlag og áræðinn í að feta nýj- ar slóðir. ------UM-------- Reykskynj- ari bjargar mannslífí Skagaströnd - Enn einu sinni bjarg- aði reykskynjari mannslífi þegar Magnús Hjaltason vaknaði við flaut- ið í skynjaranum heima hjá sér á Skagaströnd um níuleytið að morgni föstudagsins langa. Kviknað hafði í potti á eldavélinni og var húsið orðið fullt af reyk þegar Magnús vaknaði. Hann hljóp út og kvaddi slökkviliðið á staðinn sem fjarlægði logandi pott- inn og reykræsti síðan húsið. Veggurinn á bak við eldavélina er úr asbesti og er talið að það hafi komið í veg fyrir að eldurinn í pottin- um hafi breiðst út. Skemmdir á hús- inu urðu óverulegar nema vegna sóts og reyks. „Ég var að sjóða mér kjötbita en gleymdi mér og sofnaði. Ég vaknaði svo við pípið í skynjaranum en hélt fyrst að þetta væri vekjaraklukkan og reyndi að stoppa hana. Þegar píp- ið hætti ekki þá áttaði ég mig hvers kyns var og flýtti mér út,“ sagði Magnús sem nýlega er fluttur í um- rætt hús og lét það þá verða sitt fyrsta verk að kaupa sér reykskynj- ara og setja hann upp. Fjölmennur fundur með foreldrum skólabarna í Grindavík Einsetinn skóli næsta vetur Grindavík - Grunnskólinn í Grinda- vík verður einsetinn næsta skólaár. Ekki er skólinn þó fullbúinn en skólaárið 2001-2002 verður loka- hnykkurinn þegar sérgreinastofur ýmsar verða teknar í notkun. Af þessu tilefni var fundur með foreldrum nemenda í Grindavík og öðrum áhugasömum um einsetinn skóla, samfelldan skóladag og fleira. Þeir sem stóðu fyrir fundinum voru foreldraráð og foreldra- og kennara- félagGG. Fram kom í máli skólastjórans, Gunnlaugs Dan, að hugtökin sem svo mikið eru í umræðunni eru ekki allt- af á hreinu og fór hann því lítillega yfir helstu hugtökin, s.s. einsetinn skóla, samfelldan skóladag og heils- dagsskóla. Að því loknu var fundar- mönnum sem voru rúmlega 100 skipt upp í fimm vinnuhópa sem fjölluðu um námsaðstoð/heimanám, skólasel, matar-og næðisstund, vetrarfrí og upphaf skóladags. Hópamir voru misstórir en skoðanaskiptin voru greinilega af hinu góða því sitt sýnd- ist hverjum. I lok fundarins voru niðurstöðurn- ar síðan dregnar saman og meðal þess sem kom fram var að skólaselið þyrfti að vera opið í skólafríum og á starfsdöguin. Anægja með núver- andi fyrirkomulag á vetrarfríum sem er 3 dagar í frí hjá nemendum í nóv- ember og aftur í febrúar en nauðsyn- legt að skólasel sé opið. Þá var mikil andstaða við hugmyndir um að greiða fyrir heimanámsaðstoð og svokallað „Smartkort“.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.