Morgunblaðið - 26.04.2000, Side 28
28 MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2000
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
AP
Lögreglukona hleypir börnum út úr dýragarðinum eftir að hann hafði
verið girtur af vegna skotárásarinnar.
Skotið á sjö börn í átökum unglinga-
klíkna í Washington
Tvísýnt um líf
11 ára drenff s
Washingfton. Reuters, AFP. *
Rannsókn spillingarmála á írlandi getur orðið Bertie
Ahern forsætisráðherra skeinuhætt
Neitar að hafa tekið
við fjárframlögum
TALSMAÐUR lögreglunnar í
Washington sagði í gær, að leitað
væri að einum manni eða unglingi,
sem grunaður væri um að hafa skot-
ið á og sært sjö börn og unglinga eft-
ir að til átaka kom milli unglinga-
hópa, sem sótt höfðu fjölskyldu-
skemmtun í dýragarði borgarinnar.
Tvísýnt var um líf eins barnanna, 11
ára gamals drengs.
Gömul hefð er fyrir því í Washing-
ton, að blökkumenn komi saman í
dýragarði borgarinnar á annan dag
páska en um miðjan daginn sló í
brýnu með tveimur unglingagengj-
um.
Voru nokkrir liðsmenn þeirra
handteknir en skömmu síðar laust
þeim aftur saman utan garðsins.
„Þeir grýttu hvorir aðra með fiösk-
um en skyndilega dró einn upp byssu
og tók að skjóta á hinn hópinn,“
sagði Charles Ramsey, lögreglu-
stjóri í Washington. Sjö böm á aldr-
inum 11 til 16 ára urðu fyrir skotum
og eins og fyrr segir var óttast um h'f
eins þeirra í gær.
Eykur umræðuna
um byssueign
Þessi atburður er bara einn af
mörgum í Bandaríkjunum þar sem
byssur og börn koma við sögu og
kyndir enn undir umræðunni um
byssueign í samféiaginu. A1 Gore,
varaforseti og væntanlegur forseta-
frambjóðandi demókrata, sagði í
fyrradag, að þessi atburður sýndi
enn einu sinni hve mikil nauðsyn
væri að herða eftirlit með byssueign.
Raunar eru lög um hana óvíða harð-
ari en í Washington. Þar er byssu-
sala bönnuð og flestar tegundir skot-
vopna bannaðar.
írsk dagblöð hafa
um fátt annað fjallað
síðustu daga en
rannsókn á pólitískri
spillingu. Davíð
Logi Sigurðsson
rekur málið.
HÁVÆRAR kröfur heyrast nú á ír-
landi um að banna beri öll fjárfram-
lög einkaaðila til stjórnmálaflokka
og kjörinna fulltrúa almennings í
kjölfar nýjustu uppljóstrana um pól-
itísk spillingarmál. Verði hulunni
svipt af frekari spillingu á næstu vik-
um, eins og þykir líklegt, er ljóst að
ríkisstjóm Berties Ahern gæti riðað
til falls en jafnframt myndu frekari
uppljóstranir án efa skekja stoðir
írskra stjómmála, enda blandast
báðir stærstu stjórnmálaflokkarnir,
Fianna Fáil og Fine Gael, í málið.
Atburðarás sem hófst á miðviku-
dag fyrir páska með vitnisburði
Franks Dunlops, sem gengið hefur
erinda þrýstihópa, fyrir sérstökum
spillingardómstóli í Dublin náði
hámarki á annan í páskum. Þá
neyddist forsætisráðherrann, Bertie
Ahern, til að neita orðrómi um að
hann hefði sjálfur tekið við 50 þús-
und írskum pundum, um 4,9 milljón-
um ísl. kr. á núvirði, úr hendi fulltrúa
póhtískra þrýstihópa árið 1989.
Ahem lét engan velkjast í vafa um
að hann væri alsaklaus af slíkum
óhróðri og að svo stöddu er staða
hans tryggð. Hinu tóku menn eftir
að Mary Harney, leiðtogi Fram-
sækna demókrataflokksins (PD),
sem situr í ríkisstjóm með Fianna
Fáil, var varkár í orðavali sínu á
mánudag og líklegt að hún muni slíta
stjórnarsamstarfmu ef minnsti vott-
ur af sönnunum finnst fyrir orð-
rómnum um að Ahern sjálfur bland-
ist í spillingarmál. Jafnframt em
menn minnugir þess að Charlie
Haughey, fyrrverandi forsætisráð-
herra Fianna Fáil, og ráðherrarnir
Michael Lowry (FG), Ray Burke
(FF) og Pádraig Flynn (FF) neituðu
því á sínum tíma að hafa gerst sekir
um nokkuð misjafnt.
Allir vom þeir þó staðnir að
ósannindum er fram liðu stundir í
þeirri atburðarás sem hófst 1995
þegar flett var ofan af Haughey, en í
kjölfar þess vom settir á laggirnar
sérstakir spillingardómstólar á ír-
landi til að kanna greiðslur einkaað-
ila til stjórnmálamanna.
15 borgarfulltrúum greitt
vegna skipulagsbreytinga
Frank Dunlop upplýsti á miðviku-
dag að hann hefði árið 1991 greitt
fimmtán borgarfulltrúum í Dublin
samtals 112 þúsund írsk pund í
tengslum við samþykkt skipulags-
breytinga vegna verslunarmiðstöðv-
ar í vesturhluta borgarinnar, en
verslunarmiðstöðin í Quarryvale var
formlega opnuð 1998. Fullyrti hann
um leið að verktakinn sem stóð að
byggingu verslunarmiðstöðvarinnar,
Owen O’Callaghan, hefði staðið að
baki greiðslunum.
Þessar uppljóstranir vöktu gífur-
lega athygli á Irlandi og írsku blöðin
fjölluðu um fátt annað alla páska-
helgina. Strax frá upphafi var á
sveimi orðrómur um að auk borgar-
fulltrúanna, sem allir myndu líklega
teljast „minni háttar spámenn", væri
„stærri fiskur“ á sveimi í tjörninni,
þ.e. að einhver valdamikill stjóm-
málamaður tengdist uppljóstranum
Dunlops. Orðrómur komst á kreik og
fékk fljótt byr undir báða vængi en
lengi vel þorði enginn að nefna nafn
Ahems opinberlega í þessu sam-
bandi. Á endanum varð þó ljóst að
honum var ekki stætt á öðru en tjá
sig um málið, enda var orðið á allra
vitorði að hann væri umræddur
„stórfiskur".
Ahern neitar öllu og er að sjálf-
sögðu saklaus uns annað er sannað.
Segist hann ekki hafa hitt Owen
O’Callaghan, verktakann sem á að
Stretchbuxur kr. 2.900
Konubuxur frá kr. 1.690
Dragtir, kjólar,
blússur og pils.
Ódýr náttfatnaður.
Nýbýlavegi 12, sími 5544433
hafa reitt féð af hendi, fyrr en 1993
og sjálfur hefur O’Callaghan gefið
frá sér yfirlýsingu þar sem hann
neitar því alfarið að hafa greitt fé
fyrir atkvæði stjórnmálamanna á
þessum árum. Áhern varð þó að
gangast við því að O’Callaghan hefði
í gegnum árin verið einkar viljugur
til að leggja fram fé í sjóði Fianna
Fáil.
Vitnisburður Dunlops er aftur á
móti ekki dreginn í efa, enda ákvað
hann einungis að leysa frá slgóðunni
þegar honum var orðið ljóst að frek-
ari mótbárur voru lagalega útilokað-
ar. Það er að sögn blaðamanna The
Irish Times reyndar talið hafa ein-
kennt störf spillingardómstólanna
hversu hatrammlega valdamiklir
fjármálamenn hafa barist gegn því
að þurfa að mæta fyrir rétti. Allir
hafa gert sitt til að tefja störf dóm-
stóianna, enda hafa margir þeirra
miklu að tapa. Sumir stjórnmála-
mannanna fylgjast síðan með í ang-
ist, geta ekki annað en verið hlynntir
því að flett sé ofan af spillingu en ótt-
ast kannski mest að einmitt það tak-
ist og á daginn komi að þeir hafi
óhreint mjöl í pokahorninu.
Ekki séð fyrir endann á upp-
Ijóstrunum
Ruarí Quinn, leiðtogi írska Verka-
mannaflokksins, hefur þegar farið
fram á að öll fjárframlög einkaaðila
til stjórnmálaflokka og stjórnmála-
manna verði bönnuð. Hafa þær óskir
hlotið góðan hljómgrunn við þær að-
stæður sem nú eru uppi í írskum
stjórnmálum.
Spillingardómstólarnir hafa
reyndar alls ekki lokið starfi sínu og
öruggt er talið að sitthvað eigi enn
eftir að koma á daginn. Frank Dun-
lop hefur t.d. ekki lokið vitnisburði
sínum og von er á fleiri starfsmönn-
um þrýstihópa fyrir rétt. Ennfremur
bíður Charlie Haughey dóms, en að
margra mati er hann sem holdgerv-
ingur þeirrar spillingar og mútu-
þægni sem einkenndi írsk stjórnmál
á árum áður þótt reyndar hafi enn
ekki verið sýnt fram á tengsl pen-
ingagjafa til hans við tiltekin verk
hans í forsætisráðuneytinu.
Bertie Ahern og John Bruton,
leiðtogar tveggja stærstu stjórn-
málafiokkanna, Fianna Fáil og Fine
Gael, hafa tilkynnt að flokkarnir
muni sjálfir standa fyrir sérstakri
rannsókn á framferði þeirra borgar-
fulltrúa sem liggja undir grun um að
hafa tryggt umdeildar skipulags-
breytingar í Dublin eftir að hafa
fengið afhenta peninga frá Dunlop.
Mega viðkomandi borgarfulltrúar
eiga von á brottrekstri úr flokkum
sínum í það minnsta. Yfirlýsing
Aherns á mánudag sýndi hins vegar
hvað best að enginn er yfir grun haf-
inn í þessum efnum og næsta víst að
ekki eru enn öll kurl komin til grafar
hvað varðar spillingarmál í írskum
stjórnmálum.
Námstefna Að skara fram úr
Gæðastjómunarfélags íslands
Föstudaginn 28. apríl 2000 á
Radisson SAS Hótel Sögu kl. 12.00-15.00
Fyrirlesarar
Giovanni Quaglia Símon Þorleifsson
framkvæmdastjóri þróunarsviðs EFQM. þróunarstjóri Nýherja.
Segir frá þróun EFQM líkansins og hvernig Segir frá reynslu af umsóknarferli
fyrirtæki í Evrópu hafa notað það við sjálfsmat. fyrir Dönsku gæðaverðlaunin.
Á námstefnunni verður farið yfir þróun og forsendur EFQM líkansins. Þar verður skýrt hvernig nota má
líkanið og sjálfsmatsferlið til þess að baeta árangur. Hvernig stjórnendur geta nýtt EFQM líkanið til þess að
komast að því hve langt fyrirtækin eru komin á leið sinni til þess að skara fram úr. EFQM líkanið er sveigjanlegt
og það má laga að stórum og smáum fyrirtækjum, opinberum jafnt sem einkareknum.
Verð: Innifalið: Nánari upplýsingar Eyrop.an
9.500 fyrir Hádegisverður, og skráning: p pjíw:; f"
félagsmenn EFQM Lfkanið Netfang: gsfi@gsfi.is E Jr
12.500 fyrir aðra og námsgögn Sími: 533 5666 GAÐASTjÓINUNARFflAG ISUNDS Ma n a f anitnt