Morgunblaðið - 26.04.2000, Side 50
50 MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
HARALDUR
SIGURGEIRSSON
n ■
+ Haraldur Sigur-
geirsson fæddist
á Akureyri 6. októ-
ber 1915. Hann lést á
Dvalarheimilinu Hlíð
15. apríl sfðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Júlíana Friðrika
Tómasdóttir frá
Litluvöllum í Bárðar-
dal, f. 21.7. 1872, d.
14. 6. 1953, og Sigur-
geir Jónsson frá
, Stóruvöllum í sömu
sveit, f. 25.11. 1866,
d. 4.11. 1954, en þau
voru frá árinu 1904
búsett á Akureyri, þar sem Sigur-
geir var kirkjuorganisti árin
1911-1941. Systkini Haraldar
voru: Páll, kaupmaður, f. 16.2.
1896, d. 21.2. 1982; Vigfús, ljós-
myndari, f. 6.1.1900, d. 16.6.1984;
Gunnar, organisti og pianókenn-
ari, f. 17.10. 1901, d. 9.7. 1970;
Hermína, píanókennari, f. 16.3.
1904, d. 26.12. 1999; Eðvarð, ljós-
myndari, f. 22.10. 1907, d. 12.8.
1999; Jón Aðalgeir, skólastjóri, f.
24.5. 1909; Agnes, f. 23.10. 1912,
d. 19.9. 1928, og Hörður, Ijós-
myndari, f. 6.5.1914, d. 2.6.1978.
Haraldur kvæntist 24.10. 1936
Sigríði Pálinu Jónsdóttur frá
Húsavík, f. 24.3. 1913, d. 20.1.
1993. Foreldrar hennar voru Guð-
ný Helgadóttir frá Haganesi í
Mývatnssveit og Jón Flóventsson,
starfsmaður Kaupfélags Þingey-
inga. Haraldur og Sigríður Pálína
eignuðust þrjú börn. Þau eru: 1)
Agnes Guðný, f. 19.11. 1936, maki
Ólafur Bjarki Ragnarsson, f. 28.7.
1934. Böm þeirra eru: Sigríður,
Ragnar, Kristinn Ólafur, Har-
aldur og Helgi. 2)
Helga, f. 19.3. 1943,
maki Alfreð Almars-
son, f. 18.2. 1951.
Sonur þeirra er Al-
mar Alfreðsson.
Dætur Helgu og
fyrra manns hennar,
Skúla Ágústssonar,
eru Agnes Heiða og
Auður Helga. 3) Sig-
urgeir, f. 15.5. 1954,
maki Lára Ólafsdótt-
ir, f. 3.2. 1955. Börn
þeirra eru Ólafur og
Ingibjörg. Barna-
bamabörnin eru 17.
Sambýliskona Haralds síðustu
þijú árin var Arnfríður Róberts-
dóttir, f. 17.10. 1921, dóttir Her-
borgar Sigurðardóttur og Ró-
berts Bárðdal, bónda, síðast á
Sigríðarstöðum í Ljósavatns-
skarði.
Haraldur varð gagnfræðingur
frá Menntaskólanum á Akureyri
vorið 1932, en gerðist síðan
starfsmaður Braunsverslunar á
Akureyri hjá Páli bróður sínum
og siðar verslunarstjóri þar,
þangað til verslunin var Iögð nið-
ur árið 1956. Þá hóf hann störf
sem fulltrúi bæjargjaldkera á
skrifstofu Akureyrarbæjar og
vann þar til 72 ára aldurs. Hann
var mjög virkur í félagsmálum og
var m. a. kjörinn heiðursfélagi
Áhugaljósmyndaraklúbbs Akur-
eyrar, Knattspyrnufélags Akur-
eyrar og Tónlistarfélags Akur-
eyrar.
Haraldur verður jarðsunginn
frá Akureyrarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Dæm svo mildan dauða,
drottinn, þínu bami, -
eins og léttu laufi
lyfti blær frá hjami, -
kvað séra Matthías í lokaerindi
mikils átakakvæðis. Þessar Ijóðlín-
ur komu mér í hug, þegar ég
spurði andlát Haralds föðurbróður
míns. Lífskraftar hans höfðu farið
þverrandi í vetur, og undir Iokin
fannst honum sjálfum nóg lifað.
Hann kvaddi fólkið sitt með þakk-
læti, kærleika og fyrirbæn og lagð-
ist til hvfldar með fullkominni ró-
semi hugarins, styrk
trúarvissunnar og trausti á guðlega
^forsjá, sáttur við guð og menn.
Þetta heitir að verða vel og drengi-
lega við dauða sínum.
Haraldur var yngstur níu barna
Friðriku Tómasdóttur og Sigur-
geirs Jónssonar, en af þeim fríða
hóp lifir nú Jón Aðalgeir einn, ní-
ræður að aldri. Haraldur fæddist
og ólst upp á miklu tónlistarheimili
að Spítalavegi 15 á Akureyri og
vandist þar við iðkun tónlistar og
ást á henni, sem entist honum ævi-
langt. En lífsbaráttan var hörð og
marga munna þurfti að metta.
Drýgstar matarholur og matar-
lindir heimilisins voru kartöflu-
garðarnir og blessaðar kýrnar í
fjósinu, en kröfðust mikillar vinnu
og natni. Allir urðu að hjálpa til við
heimilis- og bústörfin, hver eftir
sinni getu, ef vel átti að fara. Og
allt fór vel. Heimilisfaðirinn hafði
úti mörg spjót, húsmóðirin var iðin,
hagsýn og nýtin og börnin hjálpfús.
Jafnlyndi og samlyndi einkenndi
heimilislífið og heimilisandann, og
það varð bömunum haldgott veg-
anesti. Þeir voru mjög samrýmdir
yngstu bræðurnir, Hörður og
Sími 564 4566
SÓLSTEINAK
Legsteinar
í Lundi
við Nýbýlaveg, Kópavogi
Þegar andlát
ber að höndum
Önnumst alla þætti útfararinnar.
Við Útfararstofu kirkjugarð-
anna starfa nú 14 manns
með áratuga reynslu við
útfaraþjónustu. Stærsta
útfararþjónusta landsins
með þjónustu allan
sólarhringinn.
Prestur
Kistulagning
Kirkja
Legstaður
Kistur og krossar
Sálmaskrá
Val á tónlistafólki
Kistuskreytingar
Dánarvottorð
Erfidrykkja
UTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA EHF.
Haraldur, en helstu félagar þeirra
á bernsku- og æskuárum voru Júl-
íus frændi þeirra Jónsson, Þórir og
Kjartan Ólafssynir, Jón og Þor-
valdur Steingrímssynir og Haukur
bróðir minn. Mörg ár var Haraldur
sumardrengur í Hólshúsum í
Hrafnagilshreppi hjá þeim góðu
hjónum Sigurbjörgu Jónasdóttur
og Júlíusi Ölafssyni, bróður Ólafs
Tryggva, sem ótti efri hæðina í
Spítalavegi 15. Þau hjónin brugðu
búi 1930 og áttu heima þar á loft-
inu hjá Ólafi síðustu æviárin.
Haraldur varð gagnfræðingur
frá MA árið 1932. Hann var vaskur
íþróttamaður í æsku og mikilvirkur
félagi í KA og síðar heiðursfélagi.
Þá var hann dugmikill fjallgöngu-
maður, og ótaldar ferðirnar fór
hann upp á Súlur allt fram á efri
ár. Þeir Haukur bróðir minn fóru á
reiðhjólum landsfjórðunga milli á
sokkabandsárum sínum sér til
óblandinnar ánægju og hressingar.
Fljótlega eftir gagnfræðapróf
gerðist Haraldur starfsmaður í
Braunsverslun á Akureyri, sem
faðir minn hafði þá keypt af hinum
þýska stofnanda verslunarinnar.
Þarna starfaði hann sem hægri
hönd bróður síns, hin síðustu árin
sem verslunarstjóri, allt þar til
verslunin var lögð niður. Þá hóf
hann störf á skrifstofum Akureyr-
arbæjar, fyrst sem féhirðir og síðar
sem fulltrúi, þar til hann náði há-
marksaldri opinberra starfsmanna.
Meðal annars hafði hann lengi á
hendi skráningu, umsjón og vörslu
Ijósmynda, málverka og annarra
myndverka í eigu bæjarins. Hann
var einnig mikill áhugamaður um
sögu Akureyrar, ekki síst einstakra
hverfa og húsa svo og persónu-
sögu. Meðal annars af fyrrgreind-
um ástæðum var hann kosinn í
nefnd til þess að undirbúa og ann-
ast framkvæmd á sögusýningu á
100 ára afmæli Akureyrarbæjar ár-
ið 1962, ekki síst útvegun og upp-
setningu myndefnis, og fórst hon-
um það prýðisvel úr hendi. Einnig
átti hann síðar af hálfu Akureyrar-
bæjar sæti í nefnd, sem setti upp
sýningu á ljósmyndum Hallgríms
Einarssonar í Amtsbókasafninu og
annaðist gerð myndatexta í bók,
sem kom út árið 1982 með ljós-
myndum Hallgríms frá Akureyri
1895-1930. Enn má bæta því við, að
Haraldur vann að kalla sumarlangt
að vali mynda og gerð skýringar-
texta við myndir í bók Steindórs
Steindórssonar frá Hlöðum, „Akur-
eyri, höfuðborg hins bjarta norð-
urs“, sem kom út hjá Bókaútgáfu
Arnar og Örlygs hf. árið 1993.
Sjálfur var Haraldur stórvirkur
og vandvirkur áhugaljósmyndari
(heiðursfélagi í Áhugaljósmyndara-
klúbbi Akureyrar) og eftir hann
liggur sægur fagurra og sérkenni-
legra litmynda, sem hann hirti
mjög vel um, eins og hans var hátt-
ur. Einnig safnaði hann sjaldgæf-
um og gömlum myndum og varð-
veitti þær eða afhenti viðeigandi
safnastofnun til vörslu. Þá vann
hann einnig mikið við að nafn-
greina fólk á gömlum myndum,
einkum í Minjasafninu á Akureyri,
því hann mundi langt aftur og hafði
trútt minni.
Þegar á leið ævina og sérstak-
lega eftir að hann komst á eftir-
launaaldur, vann hann mikið að
viðgerðum á gömlum heimilisorgel-
um, ekki síst af Norður- og Austur-
landi. Hann kom sér upp verkfæra-
og varahlutasafni í suðurkjallaran-
um heima hjá sér og undi þar löng-
um stundum við hljóðfæraviðgerð-
irnar. Og þar var ekki kastáð til
höndunum. Undravert var og unun
að sjá, hvernig honum tókst að
reisa þessa gleðigjafa úr öskustó,
gera gömul og illa farin skrifli að
góðum gripum, sem gegndu hlut-
verki sínu sem ungir væru í annað
sinn, hvort sem þeir höfðuðu til
augans eða eyrans.
Margar kirkjur heimsótti hann
til þess að fara höndum um hljóð-
færi þeirra og koma þeim í samt
lag, minnugur kirkjuorganistans,
föður síns. Fyrir þetta starf sitt
hlaut Haraldur í senn aðdáun og
þakklæti ótal manna og kvenna
víða um land.
Þjónusta hans við tónlistina birt-
ist í mörgu öðru, meðal annars því,
að hann var einn af stofnendum
Tónlistarfélags Akureyrar og var
lengi gjaldkeri félagsins, enda síðar
kjörinn heiðursfélagi þess.
Snyrtimennska hans kom fram í
öllu fari hans og fasi, klæðaburði
og umgengni við lifandi verur og
dauða hluti. Þó að hann ynni við
kartöfluupptöku daglangt, sá aldrei
á honum mold eða kusk. Engu var
líkara en slíkt hrykki af honum og
hrini ekki við hann. Allt var í röð
og reglu, hverju nafni sem nefnd-
ist. Annað var honum sóðaháttur
og andstyggð. Eins var um orðaval
hans, hófsamlegt og markvisst.
Aldrei heyrðist hann taka sér í
munn grófyrði eða ljótan munn-
söfnuð, enda ekki haft fyrir honum
ungum.
Einhverju sinni bárust í tal okk-
ar í milli einhverjir örðugleikar, og
ég sagði rétt svona: „Það dugir lík-
lega ekkert annað en bíta á jaxlinn,
- en ætli við sleppum ekki fram-
haldinu?" „Jú, ætli það ekki,“ svar-
aði hann, „ég hef heldur aldrei
þurft á því að halda.“ Liðlega tvít-
ug gengu þau í hjónaband, Harald-
ur og Sigríður Pálína Jónsdóttir
frá Húsavík, búin fagurri söngrödd
og mikilli leiklistargáfu.
Þau eignuðust tvær dætur og
einn son, en auk þess var á heimili
þeirra lengi vel fósturbróðir hús-
freyju. Það var eins og aldursmun-
ur okkar Ellenar annars vegar og
Siggu Pöllu og Haralds hins vegar
dofnaði og eyddist með árunum,
enda varð hann hlutfallslega æ
minni. Samgangur var mikill milli
heimilanna, góðsemi, glaðværð og
vinátta með frændsemi. Síðast stóð
heimili þeirra í íbúð foreldra Har-
alds, afa míns og ömmu. Sigga
Palla andaðist í janúarmánuði 1993.
Fyrir fáum árum tóku þau upp
sambúð, Haraldur og Arnfríður
Róbertsdóttir frá Sigríðarstöðum,
sem þá var orðin ekkja, mesta
myndar- og ljúflyndiskona. Þau
urðu hvort öðru mikil stoð, þegar
árin færðust yfir, sem er mikið
gleði- og þakkarefni.
Eg á Haraldi frænda margt gott
að þakka, allt frá því er hann sagði
mér stirðnæmum til í nótnalestri
og orgelleik af mikilli þolinmæði
snemma á dögum. Ég kalla í lokin
fram í hugann tvær skyndimyndir,
aðra frá því er hann bar íslenska
fánann hnarreistur og vörpulegur í
fararbroddi Kantötukórs Akureyr-
ar inn á Stadion í Stokkhólmi
frammi íyrir Svíakonungi og í við-
urvist þúsunda á stóru norrænu
söngkóramóti árið 1951, hina af
honum sitjandi við píanóið sitt árið
1999 að leika blaðalaust af fingrum
fram Tunglskinssónötuna eftir
Beethoven með álíka glæsibrag.
Slíkar minningamyndir er gott að
eiga, þegar ævi góðs drengs er
hnigin að ósi.
Eins og lítíll lækur
pki sínu hjali,
þar sem lygn í leyni
liggur marinn svali.
Sverrir Pálsson.
+ Jón Haraldur
Haraldsson
fæddist á Akureyri 3.
nóvember 1926.
Hann lést á Akureyri
3. aprfl síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Jóhanna Jónsdóttir
og Haraldur Guð-
mundsson, fyrrum
sfldarútvegsmaður
Siglufirði. Systkini
Jóns: Guðmundur
Haraldsson, bóndi í
Halllandi í Eyjafirði,
tvíburabróðir, maki:
Hólmfríður Ásgeirs-
dóttir; Kjartan Haraldsson, látinn,
fyrrum maki Anna Árnadóttir,
Þverá; Kristín Haraldsdóttir,
Borgamesi, maki Bjami Arason;
Guðrún Haraldsdóttir, Noregi,
maki Niels Gesvald.
Fyrrum maki Erna Margrét
Jón Haraldsson, faðir Berthu,
konu minnar, var ljúf sál og hrein,
þótt glettinn væri. Mér var strax
ljóst að hann var íbygginn maður,
glöggur og hógvær. Hann elskaði
söng- og leiklist og var um tíma í
Karlakómum Geysi og Leikfélagi
Akureyrar. Eitt mest aðlaðandi í
fari konu minnar, er ég kynntist
henni fyrst, var hvað hún var bæði
söng- og ljóðelsk manneskja og mér
varð strax ljóst hvert hún sótti
þann dýrmæta arf.
Ljúft fas var aðalsmerki Jóns.
Hann vissi að með ljúfmennskunni
Ilaraldsson, Mela-
síðu, Akureyri. Börn
þeirra: 1) Haraldur
Jónsson, sölumaður í
Reykjavík, maki :
Aðalheiður Björns-
dóttir. 2) Bertha
Kristín Jónsdóttir,
þroskaþjálfi í
Reykjavík, maki :
Geir Jón Grettisson
3) Jóhanna Jónsdótt-
ir, bóndi í Kálfborg-
ará, Bárðardal, maki
Helgi Hallsson. 4)
Helga Ragnheiður
Jónsdóttir, inn-
kaupastjóri, Skógarbæ, maki
Steindór Bjömsson. 5) Jón Eiður
Jónsson, bifreiðasljóri, maki Guð-
rún Sigrún Baldursdóttir.
Útför Jóns fór fram frá Akur-
eyrarkirkju þriðjudaginn 11.
aprfl.
mátti stilla lífsins ólgusjó. Jón var
ekki mikið fyrir að flækja málin
heldur tók á móti lífinu jákvæður
og baktalaði aldrei nokkurn mann -
en sagði þó oft „uss“. Hann naut
sérstaklega fegurðar náttúrunnar
og þess sem hún hafði fram að
færa, hvort heldur var í sumarbú-
staðnum eða bara í bakgarðinum
heima þar sem sólin bakaði blóm,
tré og fagran kropp. Þegar við
hringdum að sunnan að spyrja til
veðurs var oftar en ekki viðkvæðið:
„alveg lúxus“. Ég man aldrei eftir
Jóni öðruvísi en sólbrúnum og
hraustlegum útlits. Jón var iðinn
við að rækta garðinn og var vanur
að segja: „bara byrja“ og hafði
hvetjandi áhrif á þá sem stóðu hon-
um næstir. Löngum mátti sjá stór-
an hóp barna, barnabarna og
barnabarnabarna koma saman í
landinu hans „Silfurtunglinu" sem
er ofan við landið Hallland í Eyja-
firði, sem tvíburabróðir hans, Guð-
mundur, býr á. Trúlega hafa þær
stundir verið honum dýrmætastar.
Jón var ekki vanur að nota sterk
orð og eitt sinn er hann var að
kynna mig fyrir bróður sínum
Kjartani lýsti hann mér þannig:
„þessi er ágætur", dró síðan upp
tóbaksdósina og bauð í nefið. Það
leyndi sér ekki á svip Kjartans að
ég var einhvers metinn hjá Jóni og
það hafði ekki litla þýðingu fyrir
ungan tengdason sem sóttist eftir
viðurkenningu hjá fjölskyldunni.
Það er búið að vera lærdómsríkt
að kynnast þér, Jón. Dóttir þín, ég
og börnin okkar munum sakna þín
sárt. Megirðu hafa það ljúft hjá
Drottni. Við uppskerum sem við sá-
um og þú sáðir vel. Sumir kölluðu
þig „Lilla“ en í mínum huga varstu
stór maður. Sárt þykir mér að hafa
ekki verið viðstaddur jarðarförina
þína og ég veit að þú fyrirgefur mér
fyrir það, en við áttum góða stund
saman, þótt ég hafi verið fjarri á
kveðjustundinni.
Megi Guðs náðarsól skína nú á
anda þinn og verma uns við um síð-
ir sjáumst öll á ný.
Og áin iíður lygn og tær
9g lindin sefur perluskær.
í dvala hníga djúpin hpð
og dreymir öll sín týndu ljóð.
(Davíð Stef.)
Geir Jón Grettisson.
JON HARALDUR
HARALDSSON