Morgunblaðið - 26.04.2000, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2000 51
MINNINGAR
FRIMANN
GUÐMUNDSSON
+ Frímann Guð-
mundsson fædd-
ist í Gunnólfsvík í
Norður-Múlasýslu
24. ágúst 1917. Hann
lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Ak-
ureyri 15. apríl síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Guðmund-
ur Jónasson, f. 1.
september 1865 að
Sporðshúsum í Víði-
dal, d. 6. júní 1918 og
kona hans Sigmunda
Katrín Jónsdóttir, f.
4. júní 1880 á Akri í
Öxarfírði, d. 24. maí 1950. Guð-
mundi og Sigmundu varð átta
barna auðið, en þau voru Siguijón,
f. 1903; Sesselja, f. 1905; Eiríkur
Vigfús, f. 1908; Víkingur, f. 1909;
Þorleifur, f. 1911; Sigríður f. 1913;
Snorri, f. 1914 og Frímann, f. 1917.
Auk þess átti Guðmundur son fyrir
hjónaband, Jónas Friðrik, f. 1894.
Öll eru þessi systkini nú látin.
Frímann kvæntist eftirlifandi
eiginkonu sinni, Soffíu Guðmunds-
dóttur, hinn 11. maí 1940 í Siglu-
fjarðarkirkju, þannig að aðeins
vantar tæpan mánuð upp á 60 ára
brúðkaupsafmælið. Soffía er fædd
að Syðsta-Mói í Fljótum 23. nóvem-
ber 1918. Foreldrar hennar voru
Guðmundur Jónsson,
f. 17. júní 1877 á Vest-
arahóli í Fljótum, d. 2.
apríl 1959 og kona
hans Guðrún Magnús-
dóttir, f. 14. septem-
ber 1880 á Krakavöll-
um í Fljótum, d. 11.
júní 1956.
Frímann og Soffía
eignuðust fímm börn;
1) Guðmundur, f. 10.
júlí 1940 á Akureyri,
stýrimaður. Kona
Ingibjörg Eiríksdótt-
ir, f. 1. aprfl 1942.
Dætur Guðmundar a)
Soffía, f. 9. ágúst 1959, dætur
hennar eru Rakel, Aníta Lind og
Helena, b) Guðbjörg, f. 1. janúar
1962, m. Sigurður K. Einarsson.
Synir þeirra a) Ýmir, f. 22. febrúar
1991, d. 27. febrúar 1991, b) Óðinn.
2) Frímann, f. 9. júní 1944 á Ak-
ureyri, prentari. Kona Sigríður G.
Árnadóttir, f. 6. febrúar 1945.
Börn þeirra: a) Ásdís Guðrún, f. 11.
nóvember 1964, sambýlism. Marc.
Barn hennar er Júlían Frímann. b)
Frímann, f. 14. júní 1966, sambýl-
isk. Hugrún Ester Sigurðardóttir.
Barn þeirra er Elvar Frímann. c)
Soffía, f. 27. júlí 1973, sambýlism.
Elías Kristjánsson. d) Harpa, f. 13.
janúar 1976. e) Hulda, f. 14. janúar
1983. 3) Gunnar, f. 25. janúar 1949
á Akureyri, rafvirki. Kona 1.
Hanna Gerður Haraldsdóttir, f. 16.
maí 1949, d. 8. nóvember 1980.
Börn þeirra a) Valgerður María, f.
8. mars 1969, sambýlism. Guð-
mundur Jónsson. Sonur hennar er
Hannes Daði. b) Davíð Rúnar, f. 14.
júní 1971, kona Berglind Jónas-
dóttir. Sonur þeirra er Daði
Hrannar. Kona 2. Áslaug Krist-
jánsdóttir, f. 5. maí 1950. Dóttir
þeirra er Dagný Björg, f. 2. janúar
1985. 4) Grettir Örn, f. 17. nóvem-
ber 1952, kjötiðnaðarmaður. Kona
Margrét Þórðardóttir, f. 9. maí
1952. Böm þeirra a) Haukur, f. 30.
september 1971. b) Axel, f. 8. sept-
ember 1976, sambýlisk. Ólöf
Harpa Jósepsdóttir. c) Jenný, f. 19.
desember 1988. 5) Guðrún, f. 7.
maí 1956, félagsráðgjafi í Noregi.
M. Jónas Sigurbjörnsson, f. 24.
ágúst 1950, d. 7. júlf 1989. Böm
þeirra a) Eva, f. 1. september 1974,
sambýlism. Ómar Guðnason. Son-
ur þeirra er Daði. b) Grettir, f. 9.
október 1988. Sambýlism. Helge
Monsen.
Frímann naut venjulegrar
skólagöngu í heimasveit sinni, Öx-
arfirði, var einn vetur í Héraðs-
skólanum á Laugarvatni og lauk
verslunarprófi frá Samvinnuskól-
anum eftir tvo vetur. Hinn 1. sept-
ember 1939 hóf hann störf hjá
Kaupfélagi Eyfirðinga og starfaði
þar í næstum 50 ár.
Útför Frímanns fór fram frá Ak-
ureyrarkirkju þriðjudaginn 25.
aprfl.
Elsku pabbi og afi.
Okkur langar til að minnast þín
með nokkmm orðum.
Þegar þú ert sorgmæddur,
skoðaðu þá aftur hug þinn,
og þú munt sjá, að þú grætur
vegna þess, sem var gleði þín.
(Ur Spámanninum.)
Margar og góðar minningar
koma fram í hugann nú þegar þú
hefur kvatt okkur. Margt sem við
höfum lært af þér hefur reynst
okkur gott veganesti í lífinu. Þú
hefur verið okkur góð fyrirmynd.
Sjálfur þurftir þú vegna fjöl-
skylduaðstæðna að vinna fyrir þér
frá unga aldri, berjast fyrir því að
fjármagna menntun þína og virki-
lega hafa fyrir lífinu. Þú uppgötv-
aðir snemma að heiðarleiki og
dugnaður væru eiginleikar sem
mikilvægt væri að temja sér.
Það eru meðal annars þessir eig-
inleikar í fari þínu, ásamt rausnar-
skap, góðsemi og kærleika til okk-
ar, sem hafa verið ómetanlegt
veganesti fyrir okkur öll.
Þú kenndir okkur að virða og
elska sveitina þína - Öxarfjörð, en
þangað fórum við oft bæði að vori
og hausti. Það urðu margar og
góðar stundir sem við áttum sam-
an að Vestara-Landi, ýmist í sauð-
burðinum eða í göngum. Á þennan
hátt lærðum við að umgangast dýr
og njóta þeirrar gleði sem því fylg-
ir.
Þú og mamma/amma hafið stað-
ið eins og klettar í kringum okkar
litlu fjölskyldu alla tíð. Þið hafið
tekið þátt í bæði sorg og gleði með
okkur og ævinlega látið okkur
finna ekta kærleika og ást frá ykk-
ar hálfu. Það eru forréttindi að fá
að alast upp við slíkar aðstæður,
og síðar að sjá sín eigin börn njóta
þess sama frá ömmu og afa. Bæði
Grettir og Eva hafa notið þess að
vera barnabörnin ykkar.
Nú eru barnabörnin orðin 15 og
langafa/ömmubörnin orðin 10. Þú
fylgdist með öllum börnunum og
gladdist yfir að sjá hversu
myndarlegur hópur þetta er.
Yngsta langafabarnið þitt er
Daði, sem nú er næstum átta mán-
aða gamall. Það var mikil gleði hjá
okkur mæðgum yfir að þú og
mamma/amma skylduð leggja land
undir fót og mæta í skírnarveislu
hans. Þá fékk Eva líka uppfyllta
ósk sína um að sjá þig halda á
hennar nýfædda barni í örmum
þínum.
Bæði þú og mamma/amma hafið
verið góðar fyrirmyndir sem for-
eldrar og sem amma og afi fyrir
stóran hóp barna. Vonandi tekst
okkur systkinunum og okkar börn-
um að bera áfram til komandi
kynslóðar það sem þið hafið kennt
okkur í gegnum lífið.
Að lokum langar mig til að vitna
í orð Dagnýjar Bjargar bróður-
dóttur minnar, sem taldi ekki
nauðsynlegt að nota mörg orð til
að lýsa afa sínum: „Hann var góð-
menni,“ sagði hún.
Elsku pabbi/afí, takk fyrir að þú
varst eins og þú varst, þannig elsk-
um við þig og minnumst þín.
Hvíl í friði.
Þín dóttir
Guðrún,
barnabörnin Eva og Grettir
og langaafabarnið þitt, Daði.
Þau landsvæði sem liggja á
norðlægum slóðum á landi okkar,
hafa mörgum fjölskyldum, ekki
síst barnmörgum, reynst erfið.
Þannig hefur eflaust verið háttað
hjá þeim Guðmundi og Sigmundu,
er þau fluttu frá Ferjubakka í Öx-
arfirði með barnahópinn sinn, að
Gunnólfsvík á Langanesi vorið
1916. Þar var auðveldara fyrir
heimilisföðurinn að stunda sjóinn
og draga björg í bú. Þau hófu bú-
skap að Hróarstöðum í Öxarfirði
1903 og að Ferjubakka frá 1913-
16. En þessi ár í Gunnólfsvík voru
erfið vegna hafíss og erfiðleika í
veðráttunni. Því var ákveðið að
flytja aftur inn í Öxarfjörð og
þangað var Sigmunda komin með
börnin þeirra átta. Guðmundur
húsbóndi var enn við ýmis störf
fyrir austan. Hinn 6. júní 1918 var
hann að flytja ofn milli kirkna í
opnum báti, bátnum hvolfdi og þar
drukknaði Guðmundur. í Öxarfirði
gekk maður undir manns hönd og
var nú börnunum komið fyrir á
bæjum í sveitinni. Frímann var
yngstur systkinanna, tæplega árs
gamall er faðir hans fórst, og
fylgdi hann því móður sinni. Hann
fór snemma að vinna fyrir sér á
bæjum, og var heppinn með hús-
bændur. Er Frímann var fermdur
hafði hann safnað það miklu að
hann keypti sér reiðhjól og hjólaði
á því frá Hafrafellstungu þar sem
hann var sem léttadrengur að
Skinnastaðarkirkju og síðan heim
aftur að athöfn lokinni. Frímann
var alltaf ákveðinn í því að mennta
sig og vann fyrir sinni skólagöngu
sjálfur. Hann fór einn vetur á Hér-
aðsskólann á Laugarvatni en síðan
lauk hann námi frá Samvinnuskól-
anum. Hinn 1. september 1939 hóf
hann síðan störf hjá Kaupfélagi
Eyfirðinga, fyrst í matvörudeild,
en síðan í Alaska-útibúinu, og var
við það kenndur æ síðan. Næst lá
leiðin í járn- og glervörudeild þar
sem hann varð deildarstjóri og er
Vöruhúsið var opnað varð hann
deildarstjóri þar. Alls starfaði Frí-
mann hjá Kaupfélagi Eyfirðinga í
hart nær 50 ár. Þó að Frímann
flytti burtu úr Öxarfirði og veldi
sér starfsvettvang við verslun og
viðskipti, slitnaði aldrei sú taug
sem batt hann við æskustöðvarnar.
Bæði vor og haust fór hann til
frænda sinna, Baldurs og Her-
manns á Vestaralandi, til að að-
stoða við sauðburð, og á haustin
fór hann í göngur, bæði í Búrfells-
heiði, Hafursstaðaheiði og víðar.
Náttúrufegurð í Öxarfirði og
hrikaleiki við Jökulsá og Gljúfrin
létu Frímann aldrei ósnortinn. Frí-
mann var mikill dýravinur, og
hafði af og til verið með hross und-
ir höndum, þó var það ekki fyrr en
hann varð sextugur að hann eign-
aðist fyrsta hestinn. Það var jarp-
ur gæðingur, verðlaunaður, sem
hann nefndi Þyt, en nokkru seinna
varð gráa hryssan, Lauga, hans
eign. Þessi tvö hross veittu honum
ómælda ánægju næstu ár. Einnig
er vert að minnast á heimiliskisuna
Píu sem var honum mjög kær. Það
var verulega gaman og fróðlegt að
ferðast um landið með Frímanni,
því hann hafði kynnt sér sögu þess
og staðhætti og kunni ógrynni af
frásögnum af landi og þjóð. Einnig
ferðaðist Frímann mikið erlendis
og hafði af því mikla ánægju enda
félagslyndur. Þau hjón, Soffía og
Frímann, áttu heima að Eyrarvegi
27 á Akureyri í rúmlega 50 ár, og
hefur þar ætíð verið gestkvæmt.
Eitt var það sem Frímann lagði
ætíð mikla áherslu á í lífinu, en
það var heiðarleiki. Hann taldi að
þeim sem hefði heiðarleika að leið-
arljósi farnaðist vel. Nú að leiðar-
lokum þökkum við, fjölskyldan,
fyrir þá gæfu að hafa fengið að
njóta samvista með Frímanni Guð-
mundssyni. Far þú í friði.
Frímann Frímannsson.
Elsku afi minn.
Ég vildi að ég hefði getað verið
hjá þér og haldið í hendina á þér
þegar þú kvaddir. En eins og þú
manst þá kvaddi ég þig fyrr um
kvöldið því að þú varst orðinn svo
veikur þegar ég þurfti að fara,
veistu það afi að ég sé það núna
hversu mikil forréttindi það voru
að geta alltaf leitað til þín og geng-
ið að þér vísum fram á síðustu
stund. Mig langar að setja niður á
blað nokkrar minningar um okkar
stundir. Þú manst eftir því fyrir 10
árum síðan þegar ég var fimm ára
gömul og var að æfa mig á hesti í
gerðinu hjá pabba og mömmu og
eina takmarkið var að komast ein á
Tind mínum í hesthúsið til þín.
Þetta var ekki löng leið en samt
var þetta nú stærsta keppni lífs
míns og í henni vann ég gullið sem
var að sjá hve stoltur þú varst af
litlu stelpunni þinni. Og þegar ég
stækkaði voru ómetanlegar stund-
irnar sem við áttum saman á hest-
baki þó þær væru ekki margar.
Alltaf þótti mér vænt um það
hversu vel þú fylgdist með mér í
keppni og öðru sem á dagana dreif
hjá mér. Einu get ég ekki gleymt,
það var þegar þú sast á kolli fyrir
utan eldhúsgluggann á eyrinni og
varst að svíða lappir og mér fannst
það vægast sagt ógeðaslegt og
sagði bara hæ og hljóp inn, en þú
stríddi mér alltaf á því þegar var
súrmatur með grautnum á laugar-
dögum, hvort ég vildi nú ekki fá
mér súran fót, svona gastu verið
stríðinn en alltaf í góðu. Núna
seinni árin eftir að þú fórst að eld-
ast var alltaf jafn gott að koma í
heimsókn til ykkar ömmu og jafn-
vel gista. Stundum þegar ég sat
hjá þér á þriðjudagskvöldum er
amma fór að spila hjálpaðir þú mér
mikið í að læra dönsku, íslensku og
landafræði. Og í landafræðinni
þurftir þú ekki bók en samt var nú
hægt að fletta upp í þér eins og
landafræði-atlas. Veistu það afi
minn að mér fannst alltaf svo gam-
an þegar ég kom á eyrina og þú
sagðir: „Eigum við ekki að hlusta á
hana Siggu mína Beinteins". Ég
man að í einhverjum stóratburði í
fjölskyldunni sagðir þú við mig að
þú ætlaðir að leiða mig upp að alt-
arinu við brúðkaup mitt og veistu
það, að þegar þar að kemur að
pabbi leiðir mig mun ég hugsa til
þín afi minn. Ég hef oft hugsað, og
ekki síst núna eftir að þú ert far-
inn, hve góður maður þú varst sem
lýsir sér best í því hve okkur
barna- og barnabarnabörnum þín-
um þótti gott að vera í návist
þinni. Og ekki síður hve þú hugs-
aðir vel um hestana þína tvo Þyt
og Laugu sem alltaf voru svo hrein
og fín og þau ertu núna búinn að
hitta aftur. Og einnig hvað þú
varst bara góður við allt og alla.
Jæja afi minn nú ert þú kominn á
leiðarenda og efast ég ekkert um
að vel hefur verið tekið á móti þér
því þú varst svo góður maður. Ég
veit það afi minn að við eigum eftir
að hittast aftur og fara á bak sam-
an en vonandi er langt þangað til,
en ég veit að þú gleymir mér ekki.
Elsku amma ég vona að Guð gefi
þér styrk í sorg þinni og ég veit að
við munum öll hjálpast að við að
komast í gegnum þetta tímabil í lífi
okkar og í gegnum alla framtíð.
Ástar- og saknaðarkveðjur.
Þín
Dagný Björg.
Á kveðjustundu sem þessari
hrannast upp minningarnar ein af
annarri. Þær renna ljúft í gegnum
hugann, við afi í hesthúsunum eða
á hestbaki, þá afi á Þyt á demants-
tölti eða á hryssunni Laugu. Ferð-
inni er heitið fram á Kaupvangs-
bakka þar sem sest er niður, tekið
upp nesti og spjallað um heima og
geima. Afi bendir á bæina þar sem
hann var í kaupavinnu þegar hann
var ungur maður og segir frá ýmsu
sem þar gerðist. Einnig eru ofar-
lega í huga mér hestaferðirnar í
Sörlastaði, það voru sannkallaðar
fjölskylduferðir.
Frá því að ég var lítil stúlka hef
ég ávallt verið mikið hjá afa og
ömmu á Eyrinni og eftir að ég
flutti til Reykjavíkur hefi ég varð-
veitt sambandið vel.
Minningarnar eru margar og
sumar geymi ég aðeins í hjartanu.
Mér hefur alltaf þótt vænt um afa
minn og verið honum góð og ég
veit að það var gagnkvæmt. Ég
græt því ég er sorgmædd og á
margar góðar minningar um afa.
Ég græt því mér líður vel yfir því
að eiga þessar minningar og mun
varðveita þær meðan ég lifi.
Ég bið algóðan Guð að styrkja
ömmu mína.
Soffía Frímannsdóttir.
Gróðrarstöðin “
mwLfo ♦
Hiis blómanna
Blómaskreytingar
við öll tækifæri.
Dalveg 32 Kópavogi sími: S64 2480
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
vid öli tækifæri
Skólavörðustig 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sínti 551 9090.
LEGSTEINAR
Graníí’
HELLUHRAUN 14
220 HAFNARFJÖRÐUR
SÍMI: 565 2707 FAX: 565 2629
HEIMASÍÐA: www.granit.is
%rossar á (eiði
‘Ryðfrítt stáí - varaníegt efni
‘Kjossamir eruframíeiddir
úr ítvítFiúðuðu, ryðfríu stáíi.
íMinnisvarði sem endist
um ókomna tíð.
Sóíkross m/gcisíum.
Víœð 100 smfrájörðu.
‘Tvöfaídur kjoss.
Jíceð 110 smfrijörðu.
rírityið í síma 431-1075 og
fáið [ita6œ.ffing.