Morgunblaðið - 26.04.2000, Síða 66
66 MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
-
Dýraglens
AFHVERJU
ÖREGURbU EKKI
BARA KLÆRNAR
NIÖUR TÖFLU,
PAB RASKAR
EKKISVEFNI
EINSMARGRA
~r
Grettir
Hundalíf
HVAOA ENDEMIS PVÆLA
ERPETTA! 06 Á HVERRI
EINUSTU RAS
Ljóska
Smáfólk
Ég skal stilla vekjara-
klukkuna mina.
Og þetta eru helstu atriðinu
sem við munum koma að
í eilefu-fréttunum.
ANP TH05E AR.E SOME
OF TME 5T0R.IE5 UJE'LL
3E W0RKIN6 ON
T0NI6HT AT ELEVEN..
4-15-00
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavik • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Hver eru mark-
mið ekilsins?
Frá Sigurði Magnússyni:
EFTIRFARANDI orð voru m.a. í
forustugrein Morgunblaðsins í des-
ember 1998.
„í Ijósi réttsýni og sanngimi er
tímabært, að ekki sé fastar að orði
kveðið, að endur-
skoða stöðu ör-
yrkja, sérstaklega
þeirra sem urðu
öryrkjar ungir.“ í
áramótaræðu
hæstvirts forsæt-
isráðherra Davíðs
Oddssonar var
ekki mikið rætt
um vanmátt og
örbirgð öryrkja
en þó fannst einstaka sál vortónn í
ræðunni, öryrkjum til handa.
Þingfundurinn
Hæstvirtur forsætisráðherra,
Davíð Oddsson, mismunaði okkur ör-
yrkjum með orðum sínum um for-
mann okkar, Garðar Sverrisson, og
öryrkjum almennt þegar hann snéri
út úr fyrirspurn háttvirts þing-
manns, Jóhönnu Sigurðardóttur, um
fjárreiður þingflokkanna í ræðu á Al-
þingi, nú fyrir skömmu. Það er víst að
hann aflar Sjálfstæðisflokknum
engra atkvæða með þeim málflutn-
ingi sem hann viðhafði þá. Það væri
líklegra að öryrkjar, ellilifeyrisþegar
og aðstandendur þeirra segðu sig úr
flokknum, séu þeir í honum. Skoðum
nokkrar setningar úr áramótaræðu
ráðherrans.: „ Fyrir rúmri öld sagði
enskur kaupahéðinn, sem stundaði
viðskipti hér á landi, að íslendinga
vanhagaði mest um þrennt: Vegi,
vegi og aftur vegi.“ Síðar segir í ára-
mótaræðunni: „Okkur vantar enn
vegi, vegi og aftur vegi. En nú hafa
vegirnir fengið nýja merkingu. Þar
er ekki átt við þær þúsundir kíló-
metra sem við höfum lagt milli sveita,
héraða og landsfjórðunga lands-
mönnum til gagns og þæginda. Nú
eru það vegimir á milli fram-
kvæmdavilja og raunsæis, frelsisþrár
og skyldurækni, alþjóðahyggju og
þjóðrækni, markaðar og mannlífs
sem við þurfum að leggja til að
tryggja gott þjóðfélag í upphafi
næsta árþúsunds. Framkvæmdavilj-
inn verður áfram að vera dráttarklár
vaxandi velmegunar, en raunsæið
verður að sitja í ekilsætinu ef vel á að
fara. Áfram verður að kosta kapps
við að tryggja sem víðtækast frelsi á
öllum sviðiun en skyldurækni og ná-
ungatillit er ramminn sem frelsinu er
brýnastur." Öryrkjar og aðstand-
endur þeirra fögnuðu þessari ára-
mótaræðu. Þeim fanns að milli lín-
anna mætti lesa loforð um betri tíð.
Því urðu það mikil vonbrigði þegar
launaumslagið var opnað nú um mán-
aðamótin síðustu og sjá! Ríkisstjóm-
in skammtaði aðeins 0,9 % í launa-
hækkun, reiknaða á óskerta
tekjutryggingu, sem í krónum talið
verða tæpar 300 kr. á mánuði.
Eiga öryrkjar ekki rétt á mannlífl?
Framkvæmdaviljinn verður áfram að
vera dráttarklár vaxandi velmegun-
ar, en raunsæið verður að sitja í ekil-
sætinu ef vel á að fara. Er það ekki
hæstvirtur forsætisráðherra Davíð
Oddsson sem situr í því ekilssæti sem
hann nefnir svo í áramótagrein sinni?
Það er Ijóst í dag að hæstvirtur for-
sætisráðherra og ríkisstjóm hans
ætla öryrkjum ekki heilbrigt né gleð-
iríkt mannlíf. Öryrki sem nýtur ósk-
ertrar tekjutryggingar hefur 31.095
krónur á mánuði. Grunnlaun hæst-
virts forsætisráðherra em um
500.000 krónur á mánuði. Samkvæmt
úrskurði Kjaradóms í júlí 1997 vom
forsætisráðherra ákveðnar 417.900
krónur í mánaðarlaun sem em 13
sinnum hærri upphæð en öryrkinn
fær í dag. Ef við bemm okkur saman
við Fjárfestingarbankann hvað laun
snertir þá hafa toppamir þar um 17
milljónir í árslaun eða um það bil eina
og hálfa milljón í mánaðarlaun. Fjár-
festingarbankinn var í eign þjóðar-
innar en ekill vagnsins hefur nú selt
hann. Það hafa orðið nokkrar um-
ræður á Alþingi um laun bankamann-
anna. Það má minnast þess að Pétur
Blöndal, sem telur öryrkja nógu vel
haldna, segir laun FBA manna ekki
óeðlileg miðað við hvað stólar þeirra
em valtir. Hæstvirtur forsætisráð-
herra Davíð Oddsson, sýnið öryrkj-
um skilning. Látið skilning yðar og
manndóm sjást í betri kjöram ör-
yrkjum til handa.
SIGURÐUR MAGNÚSSON,
öryrki.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Peysurnarfást
í Glugganum
Glugginn
Laugavegi 60. Sími 551 2854