Morgunblaðið - 26.04.2000, Qupperneq 69
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2000 69
ÍDAG
BRIDS
llmsjún GuOmundur Páll
Arnarson
Urslit íslandsmótsins í
sveitakeppni nú um bæna-
dagana sýna að þéttleikinn í
úrvalsdeildinni eykst stöð-
ugt, því mótið var óvenju
jafnt allt til enda. Sveit Sub-
aru stóð uppi sem sigurveg-
ari í lokin með 160 stig út úr
níu umferðum, sem gerir
17,87 stig að jafnaði úr leik.
I fyrra vannst mótið á 168,5
stigum, sem var sögulega
lág skor, en árin þar á undan
var skor sigurvegaranna
mun hærri, til dæmis 192
stig árið 1995. Næstu daga
verður dálkurinn helgaður
íslandsmótinu og fyrst skul-
um við líta á vinnubrögð
Magnúsar Magnússonar, en
hann og Júlíus Sigurjónsson
keyrðu í nokkuð harða
slemmu í síðustu umferð-
inni:
Noj-ður
* A862
¥ K54
♦ D94
+ A53
Austur
A G754
¥ 108632
♦ 7
* G62
Suður
A K
¥ ÁG9
♦ ÁKG853
* 1097
AV skiptu sér ekkert af
sögnum og Magnús varð á
endanum sagnhafi í sex tígl-
um í suður. Vestur kom út
með spaðatíu.
Það er augljóst að slemm-
an snýst um hjartalitinn og
eðlilegasta íferðin er að
svína gosanum, sem leiðir
beint til taps, eins og sést.
En Magnúsi lá ekkert á.
Hann fór heim á tígul í öðr-
um slag og spilaði lauftíu.
Vestur lét drottninguna,
fékk að eiga þann slag og
spilaði sér út á trompi.
Magnús spilaði trompi á
móti nokkra hríð og vestur
kaus að henda einum spaða.
Þá fór Magnús inn í borð á
laufás, tók spaðaásinn og
stakk spaða. Magnús þóttist
nú vita hvernig í spaðanum
lægi, að austur væri með
gosann eftir og sá þá mögu-
leika á svonefndri upplýs-
ingaþvingun. Hann tók tók
öll trompin og skildi eftir í
borði spaðaáttu og Kx í
hjarta. Vestur varð að haldi í
hæsta spaða og henti þvi
tveimur hjörtum. Þegar
Magnús spilaði loks hjarta
kóng og hjarta til baka að
ÁG taldi hann víst að vestur
ætti drottninguna staka eft-
ir fyrir aftan og stakk upp
ásnum. Rétt reiknað og unn-
ið spil.
Slemman varð sögð á einu
öðru borði og fór niður, en
aðrir létu þrjú grönd duga.
Vestur
* D1093
¥ D7
♦ 1062
+ KD84
morgunblaðið
birtir tilkynningar um
afmæli, brúðkaup, ætt-
armót og fleira lesend-
um sínum að kostnaðar-
lausu. Tilkynningar
þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara
virka daga og þriggja
daga fyrirvara fyrir
sunnudagsblað. Sam-
þykki afmælisbarns
þarf að fylgja afmælist-
ilkynningum og/eða
nafn ábyrgðarmanns
og símanúmer. Fólk
getur hringt í síma 569-
1100, sent í bréfsíma
569-1329, eða sent á
netfangið ritstj
@mbl.is.
Einnig er hægt að
skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1,103
Reylq'avík
Þessar duglegu stúlkur söfnuðu með tombólu kr. 1.796
til styrktar Rauða krossi íslands. Þær heita Kolbrún
Andradóttir, Hrund Andradóttir, Stefanía Lára Magn-
úsdóttir og Katrín Sif Ingimundardóttir.
Með morgunkaffinu
Cosper
Stelpurnar í kvennabúrinu ætla að þvo sér um hárið
á morgun.
LJOÐABROT
LEIÐSLA
Og andinn mig hreif upp á háfjallatind,
og ég horfði sem örn yfir fold,
og mín sál var lík ístærri svalandi lind,
og ég sá ekki duft eða mold.
Mér þótti sem hefði ég gengið upp gil
fullt með grjótflug og hræfuglaljóð,
fullt með þokur og töfrandi tröllheimaspil,
unz á tindinum hæsta ég stóð.
Mér þótti sem hefði ég þolað allt stríð,
allt, sem þola má slqálfandi reyr,
og mér fannst sem ég þekkti’ ekki háska né hríð
og að hjarta mitt bifðist ei meir.
Ég andaði himinsins helgasta blæ,
og minn hugur svalg voðalegt þor,
og öll hjarta míns dulin og deyjandi fræ
urðu dýrðleg sem Ijómandi vor.
En mín sál var þó kyrr, því að kraftanna flug
eins og kyrrasta jafnvægi stóð,
og mér söng einhver fylling í svellandi hug
eins og samhljóða gullhörpuljóð.
Eins og heilög guðs ritning lá hauður og sær,
allt var himnesku gullletri skráð,
meðan dagstjaman kvaddi svo dásemdarskær
eins og deyjandi guðs sonar náð.
Matthías Jochumsson.
STJÖRNUSPA
eftir Franees Hrakc
NAUTIÐ
Afmælisbarn dagsins:
Pú ert sjálfstæður pers-
ónuleiki, setur þér háleit
markmið og ætlast ekki til
neinna forréttinda.
Hrútur
(21. mars -19. apríl)
Það skiptir öllu máli að þú
getir haft stjórn á skapi þínu í
samskiptum við samstarfs-
menn þína. Mundu að telja
upp að tíu áður en þú segir
nokkuð.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Skrifaðu hjá þér alla fundi
sem þér eru ætlaðir því það
getur haft alvarlegar afleið-
ingar ef þú ert fjarverandi
þegar mikið liggur við.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní) AA
Einhver valdabarátta er í
gangi í kringum þig. Láttu
ekki draga þig í neinar
flokkadeilur heldur haltu
þínu striki óáreittur.
Krabbi
(21. júní-22. júlí)
Vertu viðbúinn að þurfa að
verja deginum til annars en
þú ætlaðir. Láttu það ekki
fara 1 taugamar á þér þótt
aðrir viti ekki alltaf hvað þeir
vilja.
Ljón
(23. júh' - 22. ágúst)
Spennandi verkefni bíður þín
í dag og þú þarft að gefa þér
tíma til þess að vinna linnulít-
ið að því þar til það er komið í
höfn.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.) SL
Þú þarft að setja þér
ákveðnar reglur varðandi
einkalíf þitt og starf þannig
að engir árekstrar verði þar í
milli. Mundu að hver er sinn-
ar gæfu smiður.
'jTVX
(23. sept. - 22. október) &
Rödd úr fortíðinni kveður sér
hljóðs og þú þarft að bregðast
við þeim tíðindum. Láttu ekki
gömul mistök bitna á nútím-
anum þvi þeim verður ekki
breytt.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Nú er tækifærið til þess að
kynna hugmynd sem þú hef-
ur verið að velta fyrir þér í
langan tíma. Sýndu sam-
starfsmönnum þínum þá
kurteisi að tala hreint út.
jv. - 21. des.)
að standast allar freist-
um fjárútlát því staðan
ðin nógu tæp fyrir.
iu að verja tímanum til
Steingeit
(22. des. -19. janúar)
Það liggur í loftinu að þú öðl-
ist nú þá viðurkenningu sem
þú svo lengi hefur átt skilið.
Vertu lítillátur en leyfðu þér
að njóta árangursins.
Vatnsberi , ,
(20. jan. -18. febr.)
Það er eins og allt standi á
haus í dag. Reyndu umfram
allt að halda ró þinni hvað
sem á dynur þvi öll él birtir
upp um síðir.
Fiskar lMI(
(19. feb. - 20. mars)
Margir munu leita ráða hjá
þér. Reyndu að gera öllum
eitthvað til góða en láttu það
ekki hafa áhrif á þig þótt þú
getir ekki bjargað öllum.
Stjömuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Vorvörurnar streyma inn
Jakki
kr. 7.900
Buxur
kr. 3.400
Verðdæmi:
Jakkar
Pils
Buxur
Bolir
frá kr. 4.900
frá kr. 2.900
frá kr. 1.690
frá kr. 1.500
Kvartbuxur kr. 2.500
Alltaf sama góða verðið!
Nýbýlavegi 12, Kóp., s. 554 4433.
Rýmum fyrir nýjum vörum
Gerið góð kaup frá 26. til 29. apríl.
Fyrstur kemur — fyrstur fær.
Híá Svönu
Garðatorgi 7, Garðabæ, sími 565 9996.
FULL BÚD AF NÝJUM VÖRUM
Sama lága verðið
ANTIIC GALLERY
Vegmúia 2, sími 588 8600
£s V,SA
Euro og Visa raðgreiðslur
Opið virka daga frá kl. 12-18,
helgar frá kl. 12-16.
Uppsetningabúðin
Hverfisgötu 74, sími 552 5270
Uppsetningabúðin
flytur 1. maí í Síðumúla 32 í
Alnabæ
Setjum áfram upp alla handavinnu
og endurnýjum gömlu púða-
uppsetningarnar og
klukkustrengi.
Póstsendum.
Léttu
hjartanu
lífið!
Hjartað púlar fyrir þig allan
sólarhringinn, allt þitt líf.
Þú getur styrkt hjartað
og auðveldað því puðið:
Taktu til fótarma. Rösk ganga í samtals 30 mínútur á dag dregur úr
blóðfitumyndun, lækkar blóðþrýsting og styrkir hjartað og æðakerfið.
HreyfSu þig reglulega og taktu fjölskylduna meS.
Borðaðu góðan og hollan mat; litríka ávexti, ferskt grænmeti, fitulítið
kjöt, ferskan fisk, léttar mjókurvörur og pasta. Njóttu matarinns í
næði.
Mundu að reykingar orsaka hjartasjúkdóma. Reykingamaður er í
tvöfalt meiri hættu á að fá kransæðastíflu.
Er blóðþrýstingur þinn í lagi? Eftir fimmtugt ætti að mæla hann
annað hvert ár.
Léttu hjartanu lífið og líf þitt verður betra.
Landlæknisembættið
Nánari upplýsingar á www.landlaeknir.is
Fræðsluauglýsing frá Landlaekniscmbætbnu www.landlaeknir.is