Morgunblaðið - 26.04.2000, Side 74

Morgunblaðið - 26.04.2000, Side 74
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. APRIL 2000 ► íslensku fornritin á stafrænu handritasafni Fjölmörg íslensk fornhandrit eru orðin aðgengileg á Netinu. ► MP3-tónlistarsíður Á Netinu er gríðarlegt magn vefsíðna sem geyma MP3 - tónlistarskrár. ► Þúsaldarútgáfa Windows Næsta útgáfa af Windows stýrikerfinu Windows Millennium Edition, er væntanleg síðsumars. FÓLK í FRÉTTUM Draumur á Jónsmessunótt frumsýndur í Þjóðleikhúsinu Kristján Jóhannsson og kona hans Sigurjóna Sverr- isdóttir ræða við Jóhönnu Norðfjörð sýningarstjóra að lokinni frumsýningu. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Brynhildur Guðjónsdóttir leikkona ásamt foreldrum sínum Guðjóni Magnússyni og Margréti Pálsdóttur. Draumkenndur o g ljóðrænn gamanleikur LEIKRITIÐ Draumur á Jóns- messunótt eftir William Shake- speare var frumsýnt á sumardaginn fyrsta á stóra sviði Þjóðleikhússins í tilefni þess að fimmtíu ár eru liðin frá því leikhúsið var vígt en allt þetta leikár og fram að næstu ára- mótum er helgað afmælinu. Leikstjóri Draumsins er Baltasar Kormákur en ásamt honum eru Vytautas Narbutas leikmynda- hönnuður og Filippía Elísdóttir búningahönnuður listrænir stjórn- endur sýningarinnar og Aletta Coll- ins er danshöfundur og listrænn samstarfsmaður leikstjóra. Draumur á Jónsmessunótt er einn allra vinsælasti gamanleikur Shakespeares þar sem tvinnast saman draumur og veruleiki, galdr- ar og spaugilegar ástarflækjur. Ungum elskendum er meinað að eigast og þau flýja út í skóg. Þar lenda þau í flóknum töfravef álfa og vætta, enda er Jónsmessunótt og galdrar ráða ríkjum: allt getur gerst og allt er leyfilegt. I sýningunni er lifandi tónlist, samin og flutt af Skárren ekkert, en fjöldi leikara á öllum aldri leika í sýningunni og bregða sér í gervi álfadrottninga, kónga og hertoga. www.mbl l.is Valdimar Örn Flygenring og Ásdís Sigurðardóttir voru meðal gesta. Atli Rafn Sigurðarson, Rebekka Sig- urðardóttir, Margrét Vilhjálmsdóttir og Stefán Jónsson. Erin í Stjörnubíói FYRIR páska var nýjasta mynd Juliu Roberts, Erin Brockovich, forsýnd í Stjörnubíói. Myndin var á toppi bandaríska kvik- myndalistans í þrjár vikur og verður eflaust ekki síður vinsæl hér á landi. f myndinni segir frá ungri einstæðri móður sem berst með kjafti og klóm gegn kerfinu vegna mengunar sem herjar á smábæ er hún býr í. Leik- stjóri myndarinnar er Steven Soderbergh en myndin er byggð á sannri sögu. Forsýningargestir fengu sum- arglaðning í hléinu, öl og pítsu, og kvöddu veturinn með bros á vör. Morgunblaðið/Jim Smart Sólveig, Gylfi, Eva Rós, Jóhannes og Sveinn Snorri gæddu sér á pizzu og ræddu um myndina Erin Brockovich. Þekking á tungumálinu getur gert gæfumuninn. Hraðnámskeiðl Grunnur eða upprifjun eykur ánœgju og öryggi. giMks * i&ssHslte * ftafeks I liiiki * Fi nnite fstenska 1* útl&náinga Þekktír og reyndir afbragðs kenmrar kenna þér sitt eigið móðurmál. Grentásveg! !6a • IO0 Rvtk-SW 588 7222 -fix 533 I8I9 • wwwjnimlr.ls Málaskóli í yfír 50 ár I m Colon Cleanser örvar meltinguna og tryggir að fæðan fari hratt og örugglega í gegn um meltingarfærin. ÉK eilsuhúsið SkólavörBustlg, Kringlunni, Smáratorgi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.