Morgunblaðið - 29.04.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.04.2000, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kiaftiutnn og _ ,W<'( TGMÚMD Þetta er að verða ansi mikið Iabb hjá þér til að koma okkur fyrirfólkinu framfyrir biðröðina, Ingibjörg mín. Lísur Blómstrandi liljur Sumarkrisur Begoníur Heimilis blómvðndur BHH íSg§S8m T/ JD r\r ALLT A EiNUM STAÐ rT IT Bú 2000 í Laugardal Landbúnað- ur er lífs- nauðsyn Sigurrós Ragnarsdóttir Bú 2000 - landbúnað- ur er lífsnauðsyn, er yfirskrift land- búnaðarsýningar sem hald- in verður í Laugardalnum í Reykjavík 6. til 9. júlí nk., undirbúningur fyrir sýn- inguna er í fullum gangi um þessar mundir. Það eru Sýningar efh., í samstarfi við Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins, sem ann- ast undirbúninginn, en sýn- ingarstjóri er Sigurrós Ragnarsdóttir. Hún var spurð hver helstu áherslu- atriðin væru á fyrirhugaðri sýningu. „Sýningin verður vöru- og þjónustusýning sem ætlað er að kynna íslensk- an landbúnað við aldahvörf og á að höfða jafnt til bænda sem almennings og þess fólks sem starfar á annan hátt við landbúnað eða úrvinnslugreinar honum tengdar. Bú 2000 er einnig vettvangur fyrir alla þá sem vilja kynna rannsóknir, menntun, ný- sköpun og þróunarstörf í landbún- aði. Laugardalshöllin er þegar nánast uppbókuð og er þó sýning- arsvæðið um 1.100 fermetrar, fyrir utan Skautahöllina, sem er að svip- aðri stærð.“ - Verður útisýning Iíku? „Já, þar verður allt mögulegt til sýnis, svo sem handverk tengt landbúnaði, margir bændur eru famir að vinna við handverk sam- hliða búskapnum, einnig eitthvað af vélum, heitur pottur og kannski sumarhús verður til sýnis.“ - En hvað verður sýnt á 2.200 fermetrunum innanhúss? „Þar verður sýnt allt frá gras- rótinni í eiginlegri merkingu og svo landbúnaðarafurðimar fram til þess að þær fara upp í munn neyt- andans. Það er nokkuð langt síðan landbúnaðarsýning hefur verið haldin hér á landi, síðasta sýning var 1987 og hét sú sýning Bú ’87 - máttur lífs og moldar. Mildð hefur breyst í landbúnaði síðan þessi sið- asta sýning var haldin, íslenskur landbúnaður er nú nútímaleg og tæknivædd atvinnugrein sem horf- ir til framtíðar, mikil áhersla er nú á hollustu og hreinleika og vélvæð- ingin er komin á hátt stig, t.d. eru komnar alsjálfvirkar mjaltavélar." - Hefur þú séð slíkar vélar? „Ég sá svona vélar á Agromek 2000 í Heming í Danmörku, sem er ein stærsta landbúnaðarsýning- in sem haldin er þar í landi árlega. Mér skilst að alla vega einn af stærstu kúabændum Islands sé kominn með alsjálfvirka mjaltavél. Mér þótti einkennilegt að sjá kúna ganga inn í básinn og láta mjólka sig þegar henni hentaði. Um háls- inn hafði hún tölustýringu sem hægt var að lesa á hvaða fóður þyrfti að gefa viðkomandi kú. Ég var í sveit sem bam og fannst ótrúleg breyting hafa átt sér þarna stað.“ - Eru fleiri nýjungar í vélvæðingu í landbún- aði til sýnis í Laugardal ísumar? „Ég veit ekki enn hvort alsjálfvirka mjaltavélin verður sýnd þar, en ég vona að svo verði. Aðrar vélanýjungar á sýningunni er ég heldur ekki með að hreinu, þetta er allt í deiglunni enn þá.“ -Hvað getur þú sagt okkur meira um hvað sýnt verður? „Búgreinafélögin ætla að hafa ► Sigurrós Ragnarsdótlir fædd- ist 25. nóvember 1963. Hún lauk prófi sem tækniteiknari frá Iðn- skólanum í Reykjavík, sem sjúkraliði frá Sjúkraliðaskóla Is- lands og varð stúdent frá Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti 1997. Hún hefur starfað á sjúkra- húsum sem sjúkraliði en frá ár- inu 1999 hefur hún verið starfs- maður og síðar sýningarstjóri hjá Sýningum ehf. Hún er gift Stef- áni Árna Einarssyni verkfræð- ingi og eiga þau alls fjögur börn. kynningu á sinni starfsemi, land- búnaðarháskólinn á Hvanneyri ætlar að kynna skólann, eins ætla Garðyrkjuskóli ríkisins og Hóla- skóli að kynna sína starfsemi. Þá verður Rannsóknarstofnun land- búnaðarins með kynningu á því sem þar fer fram. Meira að segja vítamín fyrir húsdýr og júgurs- myrsl verða þama til sýnis. Þess má geta að Samtök afurðastöðva mjólkuriðnaðarins sýna þama sína framleiðslu, SS, Goði, Ferskar kjötvörur og Kjötvinnslan Höfn sýna einnig það sem þeir eru með á boðstólum. Kartöflubændur láta ekki sitt eftir liggja og verða með sýningarbása þar sem fróðleikur um kartöflurækt og framleiðslan verður kynnt.“ - Verða skemmtiatriði? „Já, það verða ratleildr, hægt verður að heimsækja Guttorm í Húsdýragarðinn. Landsmót hesta- manna verður í Víðidal á sama tíma og verður samvinna þar á milli og margt fleira verður þama hægt gera og sjá.“ - Er þetta ekki óskaplega dýrt fýrirtækf! „Jú, vissulega. Það verður inn- gangseyrir fyrir fullorðna en frítt fyrir böm, aldraða og öryrkja." -Erþetta fagsýning líka ? „Já, hupiyndin er að vera með stutta fyrirlestra fyrir bændur og búalið, gefin verður út vönduð sýn- ingarskrá sem menn geta haft til hliðsjónar. Kynning verðrn- á starf- semi ýmissa búgreina- félaga, svo sem Svína- ræktarfélags íslands, Landssambands kúa- bænda, Landssam- bands sauðfjárbænda og Félags hrossabænda. Bænda- samtökin verða líka með slíka kynningu á sinni starfsemi. Þarna verður sem sagt eitthvað fyrir alla og sýningin er ætluð m.a. til þess að auka samstöðu á milli dreifbýlis og þéttbýlis og kynna hvað fram fer í sveitum landsins." íslenskur landbúnaður er nú nútima- leg og tækni- vædd atvinnu- grein
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.