Morgunblaðið - 29.04.2000, Page 10
10 LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
\
t
i
t
f
i
\
t
>
i
i
t
Fjármálaráðherra um deilur um þjóðlendumál
Ekki sammála sjónarmið-
um landbúnaðarráðherra
GEIR H. Haarde fjármálaráðherra
sagði á Alþingi í gær að hann væri
ekki sammála þeim sjónarmiðum
sem Guðni Ágústsson landbúnaðar-
ráðherra hefur sett fram í tengslum
við deilur um þjóðlendumál. Guðni
sagði m.a. á Alþingi fyrr í vikunni að
kröfunefnd fjármálaráðherra hefði
sett mál er tengjast störfum
óbyggðanefndar í uppnám vegna
þess hversu hart hún gengi fram í
kröfugerð sinni. Tók Guðni fram við
það tækifæri að nefndin starfaði á
ábyrgð fjármálaráðherra en ekki rík-
isstjórnarinnar sem heildar.
Frumvarp forsætisráðherra um
breytingar á lögum um þjóðlendur og
ákvörðun marka eignarlanda, þjóð-
lendna og afrétta var rætt á Alþingi í
gær en í því er lögð til sú breyting að
nauðsynlegur kostnaður annarra en
ríkisins af hagsmunagæslu fyrir
óbyggðanefnd verði lagður á ríkis-
sjóð og að gerðar verði breytingar á
málsmeðferð fyrir óbyggðanefnd.
Felst í þvi m.a. að fjármálaráðherra
verði fyrir hönd ríkisins gert að lýsa
kröfum sínum á undan hagsmunaað-
ilum á viðkomandi svæðum.
Nokkrir þingmenn hafa gagnrýnt
að kröfunefnd fjármálaráðherra
gengi mun lengra í kröfugerð sinni
en gert hefði verið ráð fyrir við setn-
ingu þjóðlendulaganna árið 1998.
Hjálmar Jónsson, þingmaður Sjálf-
stæðisflokks, lýsti m.a. þessari skoð-
un sinni í gær og einnig efasemdum
um hæfi þeirra manna sem sætu í
kröfunefnd fjármálaráðherra. Þann-
ig hefðu menn jafnvel haft þinglýst
skjöl fýrir eignarhaldi sínu á tilteknu
landi en samt gerði nefndin kröfu til
að landið yrði lýst ríkiseign.
Sighvatur Björgvinsson, Samfylk-
ingu, tók hins vegar upp hanskann
fyrir fjármálaráðherra í gær enda
sagði hann hafa verið of algengt að
landeigendur köstuðu eign sinni á
land allt upp að jöklum sem þeir þó
hefðu engan lögformlegan rétt á.
Lýsti hann sig ósammála málflutn-
ingi Guðna Ágústssonar landbúnað-
arráðherra og sagði hann hafa ráðist
harkalega á verklag samráðherra
síns í ríkisstjóm, Geirs H. Haarde, í
þessu máli og vildi því heyra viðbrögð
fjármálaráðherrans.
Geir H. Haarde tók skýrt fram að
kröfunefndin væri ekki lögskipuð
nefnd heldur einungis vinnuhópur
sem hann hefði fengið sér til aðstoðar
við kröfugerðina. Hann sjálfur bæri
fulia ábyrgð á málinu, í samræmi við
þjóðlendulögin, og hann væri ekki
sammála þeim sjónarmiðum sem
Guðni Ágústsson hefur sett fram.
Hann hefði lýst kröfum í samræmi
við þær skyldur sem þjóðlendulögin
legðu honum á herðar og á bak við
það byggi vitaskuld mikil rannsókna-
vinna. Það kæmi síðan einfaldlega í
ijós hvort óbyggðanefnd teldi ríkið
eða landeigendur hafa gengið of
langt eða of skammt í kröfugerð
sinni.
Fasteignaeigendur
bera kostnaðinn
FRUMVARPI fjármálaráðherra
um breytingar á lögum um bruna-
tryggingar var vísað til þriðju um-
ræðu í atkvæðagreiðslu á Alþingi í
gær en þingmenn Samfylkingar
sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.
Gagnrýna þeir að í frumvarpinu er
gert ráð fyrir að fasteignaeigendur
verði látnir bera kostnaðinn við að
koma á einu samhæfðu gagna- og
upplýsingakerfi um fasteignir og
réttindi sem þeim tengjast.
Frumvarpið er eitt af þremur
frumvörpum sem miða að því að
myndað verði gagna- og upplýs-
ingakerfi um allar fasteignir í land-
inu sem nefnist Landskrá fasteigna.
Felur það í sér að umsýslugjald,
sem rennur til Fasteignamats ríkis-
ins, hækki úr 0,025% af brunabóta-
mati fasteignar í 0,1%, en gjaldinu
er ætlað að standa undir kostnaði
við Landskrána.
í nefndaráliti meirihluta efna-
hags- og viðskiptanefndar sem for-
maður nefndarinnar, Vilhjálmur
Egilsson, gerði grein fyrir á
fimmtudagskvöld kemur fram að
miklar umræður urðu í nefndinni
um réttmæti þess að innheimta um-
rætt gjald af eigendum fasteigna.
Með hliðsjón af þvi að Landskrá
fasteigna væri mjög mikilvæg fyrir
þjóðfélagið almennt legði meirihlut-
inn til að að umsýslugjaldið yrði
óbreytt út þetta ár, hækkaði síðan í
0,1% á árunum 2001-2004, en félli
þá niður.
Var þessi breyting samþykkt við
atkvæðagreiðsluna í gær en hún fel-
ur í sér að það komi í hlut eigenda
fasteigna að leggja til fjármuni til
að koma Landskránni á fót, en eftir
það verði henni markaður annar
tekjustofn.
Lög samþykkt um rafræna
eignarskráningu verðbréfa
Eitt frumvarp varð að lögum frá
Alþingi við atkvæðagreiðsluna í
gær en það varðar rafræna eignar-
skráningu á verðbréfum. Eru þar
gerðar breytingar á ákvæðum
nokkurra laga til samræmis við það
nýmæli sem felst í rafrænni útgáfu
verðbréfa.
Krafa Svavars Guðnasonar um
endurupptöku Vatneyrarmáls
Fráleitar ásakanir
að mati Fiskistofu
ÁSAKANIR Svavars Guðnasonar
útgerðarmanns á hendur Fiskistofu
um fölsun gagna í Vatneyrarmálinu
svokallaða eru fráleitar að sögn Gísla
Rúnars Gíslasonar, lögfræðings á
Fiskistofu.
Eins og greint var frá í Morgun-
blaðinu í gær hefur Svavar Guðna-
son, útgerðarmaður Vatneyrar BA á
Patreksfirði, farið fram á endurupp-
töku Vatneyrarmálsins í Hæstarétti
þar sem Fiskistofa hafi falsað eða
rangfært gögn er vörðuðu aðalefni
málsins. Heldur Svavar því fram að
skráður hafi verið ríflega tveggja
tonna þorskkvóti á Vatneyri BA þeg-
ar Fiskistofa svipti skipið veiðileyfi
þann 15. febrúar 1999 og því hafi
sviptingin verið ólögmæt.
Að sögn Gísla skráir afiaskráning-
arkerfi Fiskistofu, Lóðsinn, afla og
nýtingu á aflamarki skipa. „Þegar
skip landar afla færa viðkomandi
hafnarstarfsmenn vigtarnótu inn í
Lóðsinn. Kerfið er uppfært einu
sinni á sólarhring en dregist getur að
færðar séu upplýsingar inn í kerfið.
Útgerðarmenn og skipstjórar vita
hinsvegar manna best um afla og
stöðu skipa sinna á hverjum tíma.“
Gísli segir veiðiieyfissviptingu
Vatneyrar BA einkum hafa verið
byggða á gögnum sem lágu fyrir eft-
ir löndun um fyrri veiðiferð skipsins
hinn 8. febrúar 1999, sem eru talning
á körum sem sett voru í gám til út-
flutnings og áætlun frá útgerð um
þann afla sem settur var í gáminn,
auk upplýsinga um vigtun á hafnar-
vog. Þessar upplýsingar hafi síðan
verið bornar saman við aflamarks-
stöðu Vatneyrar BA þegar skipið
hélt í umrædda veiðiferð.
„Samanburðurinn sýndi að skipið
hefði veitt umfram aflaheimildir
þess og sú niðurstaða var síðan stað-
fest 16. febrúar þegar upplýsingar
um sölu aflans erlendis bárust Fiski-
stofu. Þar fyrir utan lágu fyrir yfir-
lýsingar útgerðarmannsins um að
útgerðin ætlaði að halda skipinu til
veiða án kvóta og upplýsingar um að
skipið hefði haldið í aðra veiðiferð og
væri að veiðum,“ segir Gísli.
Morgunblaðið/Jim Smart
Handverks- og
ferðaþjónustusýning opnuð
STÓR handverks- og ferðaþjónustusýning var opnuð í
Laugardalshöllinni í gær. Sýningin verður opin fram á
mánudag daglega frá kl. 10 til 18.
Á sýningunni gefur að líta fjölbreytt úrval hand-
verksgripa af gervöllu landinu. Gripirnir eru til sölu.
Þar má einnig sjá handverksfólk að störfum. Á sýning-
unni kynnir ferðaþjónustufólk af landsbyggðinni ferða-
möguleika á árinu 2000.
Breytingar á fæðingar- og foreldraorlofí teknar til fyrstu umræðu á Alþingi í gær
Þingmenn á einu
máli um að frumvarpið
marki framfaraspor
FRUMVARP félagsmálaráðherra
um fæðingar- og foreldraorlof hlaut
afar góðar viðtökur þegar það var
tekið til fyrstu umræðu á Álþingi í
gær. Voru þingmenn á einu máli um
að með þeim breytingum sem í frum-
varpinu fælust væri stigið mikið
framfaraspor, og að frumvarpið
markaði tímamót í fjölskyldu- og jafn-
réttismálum hér á landi. Lýstu þeir
eindregnum óskum sínum um að af-
greiða mætti frumvarpið sem lög frá
Alþingi áður en þingi lyki nú í vor.
Páll Pétursson félagsmálaráðherra
mælti fyrir frumvarpinu en markmið
þess er að tryggja bami samvistir
bæði við föður og móður, auk þess
sem því er ætlað að gera bæði konum
og körlum kleift að samræma fjöl-
skyldu- og atvinnulíf. Munu konur og
karlar eiga sama rétt til fæðingaror-
lofs þegar lögin verða að fullu komin
til framkvæmda, hvort heldur þau eru
á opinberum eða almennum vinnu-
markaði eða sjálfstætt starfandi.
Hvort foreldri um sig kemur til
með að eiga rétt á þriggja mánaða
fæðingarorlofi og er sá réttur sjálf-
stæður og ekki framseljanlegur. Þá
munu foreldramir eiga sameiginleg-
an rétt á þriggja mánaða orlofi til við-
bótar og ráða sjálfir hvemig þeim
rétti er skipt. Er gert ráð fyrir að
lenging á sjálfstæðum rétti fóður taki
gildi í áfongum þannig að hið nýja
kerfi verði að fullu komið til fram-
kvæmda 1. janúar 2003.
Viðbrögð þingmanna voru einróma
í þessu máli, eins og áður sagði. Guð-
rún Ögmundsdóttir, þingmaður Sam-
fylkingar, gagnrýndi þó framgangs-
máta þess en frumvarpinu var fyrst
dreift á Alþingi á miðvikudag og þarf
að vinnast mjög hratt eigi að afgreiða
það sem lög nú í vor. Sagði hún að þó
að um gott mál væri að ræða þyrfti
auðvitað að eyða öllum vanköntum
sem á því gætu verið. Velti hún því
einnig fyrir sér hvort nauðsyn bæri til
að setja inn endurskoðunarákvæði í
lögin.
Guðrún sagði að ekld ætti að nota
þau rök gegn góðum málum að sá
möguleiki væri fyrir hendi að misnota
orlofskerfið. Þvert á móti ætti einfald-
lega að tryggja að ekki yrði um slíka
misnotkun að ræða. Fagnaði hún til-
komu sérstakrar úrskurðamefndar í
þessu sambandi, sem og einnig að því
er víkur að rétti einstæðra foreldra.
Ánægjulegasta mál þessa þings
Ögmundur Jónasson, þingmaður
Vinstrihreyfingarinnar - græns
framboðs, taldi frumvarpið mikið
framfaraskerf. Með því væri fæðing-
arorlof lengt og feðrum skapaður
aukirm réttur. Taldi hann þetta hið
mesta jafnréttismál því feður myndu
án efa taka meiri þátt í bamauppeldi
hér eftir en hingað til. Það skipti hins
vegar ekki síður máli að framvegis
myndi gilda það sama um konur og
karla á vinnumarkaði, þ.e. að konur
þyrftu ekki lengur að búa við misrétti
við ráðningar vegna þess að vinnu-
veitendur óttuðust að þær hygðu á
bameignir. Undir þetta tóku nokkrir
þingmenn.
Ambjörg Sveinsdóttir, þingmaður
Sjálfstæðisflokks, fullyrti að þetta
mál væri það ánægjulegasta sem rætt
hefði verið á þessu þingi sem nú er að
ljúka. Sagði hún að þeim bæri að
þakka sem unnið hefðu að málinu.
Hér væru að opnast nýjar víddir í
jafnréttismálum. Þannig myndi frum-
varpið gjörbreyta afstöðu atvinnu-
rekenda til barneigna starfsfólks, sátt
myndi verða um að bæði karlar og
konur hyrfu tímabundið til að sinna
bamauppeldi og um leið myndu at-
vinnurekendur uppskera mun án-
ægðara starfsfólk.
Ambjörg var ekki hlynnt þeirri
hugmynd sem Guðrún Ögmundsdótt-
irhafðiviðraðaðsetjaættiþakáfæð- 1
ingar- og foreldraorlofsgreiðslur. j
Slíkt ynni gegn jafnréttismarkmið- i
um. Úndir það tók Páll Pétursson
sem sagði hættu á að hærra launaðir
karlar myndu þá ekki taka sitt fæð-
ingarorlof. Nokkuð var rætt um það
við umræðuna í gær hvort rétt væri
að binda þijá mánuði við karla en
þingmenn voru sammála um að afai'
mikilvægt væri að rétturinn væri ekki
millifæranlegur, a.m.k. ekki að svo
stöddu. Ennfremur benti Pétur H.
Blöndal, Sjálfstæðisflokki, á að mis-
rétti kostaði peninga og því væri það
þjóðhagslega hagkvæmt að jafna rétt
karla og kvenna að þessu leyti.
I lokaorðum sínum í gær kvaðst
Páll Pétursson,sem setið hefur á þingi
frá 1974, ekki muna eftir því að
frumvarp fengi jafn einróma góðar
viðtökur þingmanna. Um þau orð Ög-
mundar Jónassonar, að horfa mætti
meira á málin út frá sjónarhóli bams-
ins sjálfs og réttar þess, sagði hann að
barnalög væru nú í endurskoðun.
Hyggst hann leggja fram frumvarp
til nýrra bamalaga í haust.