Morgunblaðið - 29.04.2000, Side 12

Morgunblaðið - 29.04.2000, Side 12
12 LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Urður Verðandi Skuld og Genealogia Islandorum hf. undirrita samning U V S fær einkaafnot af ættfræðigrunni Gen.is Jóhann Páll Valdimarsson, framkvæmdastjóri Gen.is og Bemhard O. Pálsson, stjórnarformaður UVS, takast í hendur eftir undirritun samn- ingsins. Hjá þeim standa Þorsteinn Jónsson og Hilmar Bergmann. URÐUR Verðandi Skuld-UVS og Genealogia Islandorum-Gen.is und- irrituðu í gær samning sem veitir UVS einkaafnot af ættfræðigrunni Gen.is til vísindarannsókna. I samningnum felst að UVS greið- ir Gen.is fyrir beintenginu að ætt- fræðigrunni þess og þannig getur UVS sótt þangað dulkóðaðar upp- lýsingar til að nota í vísindarann- sóknir sínar, sem eru fyrst og fremst krabbameinsrannsóknir. Samning- inn undirrituðu þeir Jóhann Páll Valdimarsson, framkvæmdastjóri Gen.is, og Bemhard 0. Pálsson stjórnarformaður UVS. Ekki fékkst uppgefið hve mikið UVS greiðir fyrir afnotin af ættfræðigrunni Gen.is. Skýtur fleiri styrkum stoðum undir rekstur Gen.is Jóhann Páll Valdimarsson segir að samningur þessi hafi mikla þýð- ingu fyrir Gen.is. „Þetta skýtur auðvitað fleiri styrkum stoðum undir rekstur okk- ar. Grunnurinn í starfsemi okkar er starfræksla á ættfræðigrunni, sem við nýtum annars vegar til útgáfu bóka á sviði ættfræði og nú nýtum við hann jafnframt til vísindarann- sókna. Það var eitt af meginmark- miðum fyrirtækisins að grunnurinn yrði nýttur með þessum hætti og þetta færir okkur nær okkar upp- hafsmarkmiðum," segir Jóhann Páll. Aðspurður segir hann að samstarf við UVS hafi verið haft í huga þegar Gen.is var stofnað. Hann segir samning þennan gera fyrirtækinu kleift að byggja grunninn upp mun hraðar en ella. UVS greiði fast ár- gjald fyrir afnot af grunninum, auk skrefagjalds fyrir þær upplýsingar sem sóttar eru. Hann segir upphæð þessara gjalda hins vegar trúnaðar- mál. Einkaafnot UVS af grunninum bundin við vísindarannsóknir Jóhann Páll segist hafa miklar væntingar til þessa samstarfs, en UVS sé vaxandi fyrirtæki sem fáist við afar spennandi rannsóknir á sviði líftækni. Hann segir að samningur- inn sem slíkur komi ekki til með að breyta vinnuháttum hjá Gen.is því frá upphafi hafi verið gert ráð fyrir því að grunnurinn yrði einnig notað- ur til vísindarannsókna. „Við önnumst byggingu á gagna- grunninum, síðan fær UVS bein- tengingu við grunninn og sækir þangað dulkóðaðar upplýsingar sem tengjast visindarannsóknum þess. Við sjáum aldrei hvaða upplýsingar þeir eru að sækja,“ segir Jóhann Páll. „Þetta er einkasamningur við UVS en þeir hafa þó heimild til að selja þriðja aðila aðgang að grunnin- um til vísindarannsókna, en þó auð- vitað með okkar samþykki." Uppsetningu ættfræðigrunnsins er ekki fulllokið en Jóhann Páll segir tilkomu samningsins flýta fyrir því að hægt verði að ljúka við uppsetn- inguna og segist hann vona að grunnurinn verði fullbúinn innan hálfs árs. Hann segir að einkaafnot UVS af grunninum séu bundin við vísinda- rannsóknir en upplýsingamar séu eftir sem áður öðrum fáanlegar, til notkunar í hvers kyns ættfræði- grúski og útgáfustarfsemi. Aðgangur að grunninum gerir starfsemi UVS hraðari og betri Bemhard 0. Pálsson, stjómarfor- maður UVS, segir samning þennan hafa mikla þýðingu fyrir rannsóknir íyrirtækisins og væntir hann þess að sá greiði aðgangur að ættfræðigögn- um sem honum fylgi geri starfsemi fyrirtækisins bæði hraðari og betri „UVS er í rannsóknum á krabba- meini og erfðafræðilegum þáttum sem því tengjast. Erfðafræðilegir þættir tengjast náttúrlega ættfræði og við sem fyrirtæki þurfum að hafa greiðan aðgang að ættfræðigögnum til að rannsóknir okkar geti gengið hratt fyrir sig. Þessi samningur tryggir okkur slíkan aðgang," segir Bemhard. UVS vinnur að krabbameinsrann- sóknum, meðal annars í samvinnu við Krabbameinsfélag Islands og Landspítala-háskólasjúkrahús. „Fyrirtækið er í samstarfi við Krabbameinsfélagið og aðra, um að rannsaka ákveðin krabbamein, eins og til dæmis brjóstakrabbamein, sem er tiltölega vel þekkt krabba- mein erfðafræðilega séð. Þar von- umst við til að sjá hvað skjótastan árangur," segir Bernhard. Hann segir að þó uppsetningu ættfræðigmnnsins sé enn ekki lokið verði strax byrjað að nota upplýs- ingar úr honum í rannsóknir. „Til að byrja með snúast svona rannsóknir bara um sjúklingana og nánustu ættingja þeirra. Þær upp- lýsingar sem fyrir hendi era í dag gera okkur kleift að byrja á rann- sóknum og svo þegar grannurinn er fullbúinn eykst umfang þeirra,“ seg- ir Bemhard. Morgunblaðið/Golli Þröstur Emilsson, ritstjóri reykjavik.com, ásamt Hjálmari Blöndal, framkvæmdastjóra vefsins. Nýr upplýsing’a- vefur um Reykja- víkurborg’ Lífeyrissjóðir vara við ákvæðum skattalagafrumvarps Oþarft að takmarka skatt- frelsi lífeyrissparnaðar NÝJUM upplýsingavef um Reykja- víkurborg, reykjavik.com, var hleypt af stokkunum í gærmorgun og er vefnum ætlað að veita not- endum upplýsingar um allt það helsta sem á döfinni er í menning- ar- og skemmtanalífi Reykjavíkur. Vefurinn er að sögn aðstandenda fyrsti vefur sinnar tegundar hér á landi, en slíkir borgarvefir era þekktir frá stórborgúm í Banda- ríkjunum og Evrópu. A reykjavik.com er ætlunin að kynna ýmsar nýjungar sem gera eiga Reykjavíkurborg aðgengilegri fyrir jafnt íslendinga sem útlend- inga. Þar má nefna fullkomið kortakerfi sem standa á jafnfætis því besta sem boðið er á erlendum vefsíðum, þar sem hægt verður að sjá á einfaldan hátt staðsetningu þess sem leitað er að með skýrri af- stöðumynd. Einnig verður hægt að skoða viðburði eftir dögum á full- komnu dagatali, en það á að gera gestum borgarinnar kleift að skipuleggja tímann betur. Viðamikill gagnagrunnur Síðustu mánuði hefur verið unnið að uppbyggingu viðamikils gagnagranns, þar sem nær allir þjónustuaðilar borgarinnar eru skráðir hver fyrir sig á sérstakri staðlaðri upplýsingasíðu, en í grunninum er m.a. að finna upp- lýsingar um skemmti- og veitinga- staði, listviðburði, leikhús, verslan- ir og kvikmyndahús. Allt efni verður til reiðu bæði á íslensku og ensku. Daglega verða fluttar fréttir af menningar- og skemmtanalífi borg- arinnar, sem skrifaðar eru af fjög- urra manna ritstjórn reykjavi- k.com. Ritstjóri er Þröstur Emilsson, en framkvæmdastjóri vefjarins er Hjálmar Blöndal. LANDSSAMTÖK lífeyrissjóða telja óþarft að setja í skattalög ákvæði um hámark skattfrelsis lífeyris- spamaðar og vara við áformum um að telja lífeyrisframlög vinnuveit- enda sem tekjur hjá launþegum. Fyrir Alþingi liggur stjórnar- framvarp um breytingar á skatta- lögum. Þar er meðal annars lagt til að skattfrelsi lífeyrisspamaðar takmarkist við 20% af launum og við 625 þúsund króna mánaðarlaun að meðaltali. Landssamband lífeyris- sjóða (LL) hefur sent efnahags- og viðskiptanefnd umsögn þar sem var- að er við þessum takmörkunum og fleira og forystumenn lífeyrissjóð- anna fóra á fund nefndarinnar í gær til að fylgja erindi sínu eftir. Frestun á skattgreiðslum Hrafn Magnússon, framkvæmda- stjóri LL, segir að framvarpið veki fleiri vandamál en því sé ætlað að leysa. Segir hann að það sé alger óþarfi að setja slíkar takmarkanir á lífeyrissparnað ekki síst í því ljósi að það sé talið mikilvægt þjóðfélagsmál að auka spamað. Vekur hann at- hygli á því að ákveðnar starfsstéttir hafi lítið svigrúm til að auka lífeyris- spamað nái hugmyndir um 20% þak fram að ganga og nefnir í því sam- bandi bankamenn og opinbera starfsmenn sem greiða í A-deild. Þurfi að skoða þetta með tilliti til þess hvernig aukaframlög ríkisins í lífeyrissjóði alþingismanna og ráð- hema verði meðhöndluð í skattalegu tilliti. Segir Hrafn að aukaframlög ríkisins séu ekki talin með í 20% reglunni. Því sitji sambærilegir hóp- ar ekki við sama borð og það sé ör- ugglega brot á jafnræðisreglunni. Þá segir hann að hin viðmiðunin, 625 þúsund króna meðallaun, geti bitnað illilega á sjómönnum sem oft hafi breytilegar tekjur. Einnig á eldra fólki með lítil lífeyrisréttindi sem vilji greiða hærra framlag í lí- feyrissjóð síðustu starfsárin til þess að öðlast mannsæmandi lífeyri. Sömuleiðis hafi sum fyrirtæki farið þá leið að greiða aftur í tímann í lí- feyrissjóði til að losa sig undan eftir- launasamningum sem gerðir hafi verið við starfsmenn. Gæti það leitt til skattskyldu hjá launþeganum. Leggur Hrafn á það áherslu að frádráttarbærni lífeyrisframlaga sé aðeins frestun á skattgreiðslum því launþeginn muni greiða skatt af þeim þegar hann nýtur lífeyrisins. „Með því að takmarka lífeyrissparn- aðinn með þessum hætti er bæði verið að vekja aftur upp tvísköttun- aráhrif, en ekki síður er verið að ýta undir þá öfugþróun að hægt verði að takmarka lífeyrisspamaðinn enn frekar, næst þegar horfir til halla á fjárlögum hins opinbera," segir í umsögn lífeyrissjóðanna. Lögð er á það áhersla að heimilt verði að GUÐLAUGUR Þór Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, seg- ir það fyrirslátt hjá Helga Hjörvar, forseta borgarstjómar, að ekki hafi gefist tóm til að afla upplýsinga um íyrirtæki, sem tengjast Reykjavíkur- borg við vinnslu fjárhagsáætlunar borgarinnar fyrir þetta ár. „Þeir sem þekkja til vita að það er minnsta mál og ef áhugi hefði verið fyrir hendi þá hefði verið hægt að gera það,“ sagði Guðlaugur. Ný ákvæði sveitarstjómarlaga kveða á um að áætlun um efnahag fylgi fjárhagsáætlunum og hefur fé- lagsmálaráðuneytið úrskurðað að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar sé ekki í samræmi við 5. mgr. 61. gr. sveitarstjórnarlaga. Ekki deilt um stöðuna Guðlaugur sagði ennfremur að ekki væri deilt um að staða borgar- sjóðs væri sterk. „Meirihlutinn hefur verið að færa skuldir borgarsjóðs yfir draga frá skattskyldum tekjum framlög í lífeyrissjoði og í viðbótar- lífeyrissparnað, án nokkurra tak- markana á fjárhæðum eða sem hlut- fall af launum. I skattalagaframvarpinu er gert ráð fyrir því að við útreikninga á 20% hámarkinu bætist mótframlag vinnuveitanda í lífeyrissjóð við laun launþegans. Landssamtök lífeyris- sjóða vai-a við „öllum tillögum í þá vera að telja lífeyrisframlög vinnu- veitenda sem launatekjur hjá laun- þegum. Slíkt er andstætt þeirri framkvæmd sem tíðkast hefur í ára- tugi og gefist hefur vel á almennum vinnumarkaði enda í samræmi við ákvæði kjarasamninga," segir meðal annars í umsögninni. á annað,“ sagði hann. „í skýrslu borg- arendurskoðanda með ársreikningi 1998 kemur fram að við sölu á leigu- húsnæði borgarinnar til Félagsbú- staða hf„ en það er fyrirtæki í eigu borgarinnar, lagaðist peningalega staða borgarsjóðs árið 1997 um 2,7 milljarða á pappíranum en skuldimar minnka ekki þótt þær séu færðai’ á milli vasa.“ Guðlaugur sagði það ekki rétt að eingöngu væri um arðbærar fjárfest- ingar að ræða eins og salan til Fé- lagsbústaða hf. sýndi. Benti hann auk þess á að þegar allir liðir væra teknir saman kæmi í ljós að yfir 50% af skuldaaukningunni væri til komin vegna hallareksturs en ekki fjárfest- inga. „I skýrslu borgarendurskoð- anda er lýst áhyggjum yfir vaxandi greiðslubyrði á næstu áram og því lýst sem veralegu áhyggjuefni,“ sagði hann. „Borgin er rekin áfram með halla þrátt fyrir stórauknar tekjur í formi hærri skatta og góðæris.“ Guðlaugnr Þór Þórðarson Minnsta mál að afla upplýsinga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.